Morgunblaðið - 13.08.2020, Page 12

Morgunblaðið - 13.08.2020, Page 12
Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Að standa á toppi útsýnisturns og virða fyrir sér stórbrotið umhverfi Mývatnssveitar er framtíðarsýn sem kann að verða að veruleika nái hug- myndir þess efnis fram að ganga. Fyrirtækið Bee Breeders, sem sér- hæfir sig í alþjóðlegum samkeppnum arkitekta, hefur í samráði við landeig- endur Voga ehf. boðað til alþjóðlegr- ar samkeppni um uppbyggingu á svæðinu við Grjótagjá í Mývatns- sveit. Ólöf Hallgrímsdóttir, formaður fé- lags landeigendanna, sagði við Morg- unblaðið að það hefði nánast verið fyrir tilviljun að verkefnið komst á laggirnar. Lengi hefði staðið til að byggja upp innviði á svæðinu, auka stýringu og þjónustu. Þegar Bee Breeders hafi komið til skjalanna hafi verið ákveðið að slá til, enda „alltaf gaman að fá utanaðkomandi sýn“. Útsýnisturn, kaffihús og gönguleiðir Í lýsingu keppninnar segir að í landinu við Grjótagjá sé að finna hella með heitu vatni sem í áratugi hafi notið hylli ferðamanna auk þess sem margar gönguleiðir er að finna á svæðinu. Verkefni arkitekta er að hanna turn, sem auk þess að bjóða upp á útsýni yfir svæðið, getur hýst lítið kaffihús og aðstöðu fyrir starfs- mann. Lögð er áhersla á að gestir upplifi það að vera á mótum fleka- skila Evrópu og Norður-Ameríku en einnig er beðið um útfærslur á gönguleiðum í næsta nágrenni. Í boði eru fimm þúsund evrur fyrir verðlaunahugmynd, auk annara aukaverðlauna. Þörf á aukinni þjónustu og stýringu Ólöf segir að erfiðlega hafi gengið að stýra umferð á svæðinu og því miður hafi slæm umgengni leitt til þess að loka hafi þurft svokallaðri „Karlagjá“ með rimlum. Hún lýsir því að landeigendur verði varnar- lausir þegar staðir sem þessir „kom- ast á kortið“ og nauðsynlegt sé að innheimta þjónustugjöld til þess að standa straum af uppbyggingu. Hún segir að deiliskipulag hafi þegar ver- ið unnið fyrir svæðið, en um nánari útfærslur í kjölfar keppninnar segir hún að slíkt sé algerlega óskrifað blað. Hún segir verkefnið á frumstigi og ekkert víst um framhaldið fyrr en á næsta ári. „Fyrst og fremst verður að vanda til verka,“ ítrekar hún. Landeigendur eru ekki skuld- bundnir á neinn hátt og hafa fullt vald til að hafna öllum tillögum. Hún segist þó vera spennt yfir þeim möguleikum sem kunna að koma í ljós. Alþjóðleg dómnefnd mun úr- skurða á milli tillagna, en í henni sit- ur m.a. Borghildur Indriðadóttir listamaður. Ljósmynd/Bee Breeders Ferðaþjónusta Hugmyndir eru uppi um byggingu útsýnisturn við hina vinsælu Grjótagjá í Mývatnssveit Turn við Grjótagjá  Alþjóðleg arkitektasamkeppni um útsýnisturn  Upp- bygging þjónustu fyrir ferðamenn  Þörf á stýringu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020 Sýning í Gallerí Fold 15. - 29. ágúst UPPRISA Opið virka daga 10–18, Laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum SÓLVEIG HÓLMARSDÓTTIR Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gera má ráð fyrir að nær öll íslensk fyrirtæki hafi orðið fyrir tölvuárás af einhverju tagi. Þetta segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri rekstrarlausna Advania, í sam- tali við Morgunblaðið. Að því er fram kemur í skýrslu fyrirtækisins VMware Carbon Black hafa 99,6% fyrirtækja á Norðurlönd- unum orðið fyrir tölvuárás. Þá segja 97% sérfræðinga að slíkar árásir séu sífellt að verða algengari. Spurður hvort yfirfæra megi tölurnar á Ís- land kveður Sigurður já við. „Ég veit ekki nákvæmlega hver tölfræðin er hér á landi, en ég held að þetta eigi sömuleiðis við hér heima. Ég get alveg ímyndað mér að næstum öll fyrirtæki hafi lent í ein- hverju slíku,“ segir Sigurður og bæt- ir við að tölvuárásir geti verið mjög ólíkar. „Þær geta verið af misjöfnum toga. Sumar eru sérstaklega mið- aðar að ákveðnum einstaklingum og fyrirtækjum, en svo geta aðrar verið handahófskenndar. Misjafnt er hins- vegar hvað aðferðum er beitt en sem betur verður árásaraðilum ekki allt- af ágengt og tekst þá ekki að valda skaða,“ segir Sigurður. Margvíslegar aðferðir Nefnir hann í því samhengi árásir allt frá tímabundinni aukinni net- umferð á ákveðna netþjóna til ein- hvers konar trójuhesta. „Í sumum tilfellum reyna árásaraðilar að kaf- færa fyrirtæki með aukinni net- umferð. Í öðrum tilfellum er reynt að koma að óværu hjá fyrirtækjum eða jafnvel komast inn í samskipti hjá notendum eða fiska eftir lykilorðum. Það eru til margar ólíkar tegundir af tölvuárásum,“ segir Sigurður. Til að koma í veg fyrir umræddar árásir setja fyrirtæki upp alls kyns varnir fyrir tölvukerfi sín. Þá halda fyrirtæki á borð við Advania fræðslufundi og bjóða upp á ráðgjöf og kennslu. „Það eru margvíslegar tegundir af vörnum. Þetta eru ekki lengur bara vírusvarnir á tölvubún- að. Nú eru fyrirtæki komin með ýmsar aðrar nauðsynlegar leiðir til að verja sig,“ segir Sigurður. Erfitt að rekja árásina Aðspurður segir Sigurður að til- gangur tölvuárása sé oft óljós. Þá búi margvíslegar ástæður að baki, allt frá tilhæfulausum árásum til skipulagðra aðgerða. „Það eru ótrú- lega mismunandi markmið með þessu. Stundum geta það verið inn- brot og í öðrum tilfellum getur jafn- vel verið um einhvers konar hefnd- araðgerðir að ræða. Þetta er bara eins og í öðrum brotum, það er í raun enginn munur á tölvuárás og öðrum innbrotum eða skemmdarverkum.“ Að því er fram kemur í skýrslu VMware Carbon Black er svokallað „eyjuhopp“ algengasta aðferð tölvu- þrjóta á Norðurlöndum. Segir Sig- urður að slík leið sé þekkt. „Menn reyna að fara í gegnum aðrar vélar t.d. samstarfsfyrirtækja og fara það- an og hakka sig inn. Þetta er oft not- að og þannig getur verið erfitt að rekja hvaðan árásin kemur.“ Fyrirtæki verða fyrir tölvuárásum  Nær öll íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir tölvuárás  Nota ýmsar aðferðir Morgunblaðið/Golli Tölva Árásir tölvuþrjóta eru sífellt að verða algengari um heim allan. Verðlagsstofa skiptaverðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana út- gerðarfélagsins Samherja á hendur fréttamanninum Helga Seljan um að hann hafi, árið 2012, falsað gögn sem hann notaði í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja á gjaldeyrislög- um. Gögnin komu frá Verðlagsstofu eins og stofnunin staðfestir nú, en ekki var unnin sérstök skýrsla heldur var um Excel-skjal að ræða. Samherji fer þess á leit við RÚV að á grundvelli upplýsingalaga verði lög- manni Samherja afhent skýrsla sem Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, not- aði sem aðalgagn í umfjöllun sinni um meint brot Samherja á gjaldeyris- lögum árið 2012. Þetta segir í bréfi sem Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Samherja, sendi Stefáni Eiríkssyni útvarps- stjóra. Samherji krefst þess að skýrslan verði afhent innan fimm daga, ellegar verði málinu skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Helgi sagði í samtali við blaðamann í gær að hann skildi ekki ákall Sam- herja um birtingu gagna þar sem fram kæmi að Samherji hefði selt karfa á undirverði til dótturfélags síns erlendis. Gögnin hefðu verið birt áður. Samherji ásakar Helga um að hafa falsað umrædd gögn í þætti sem birtist á YouTube-rás fyrirtækisins á þriðjudag og segir jafnframt í til- kynningu að fyrirtækið skori á RÚV að birta umrædd gögn. Helgi sagði að „væntanlega hefði Verðlagsstofa gert athugasemd við það á sínum tíma ef upp hefði komið grunur að fréttamaður RÚV væri að reyna að falsa gögn sem koma ættu frá stofnuninni“. oddurth@mbl.is Excel-skjal kom frá Verðlagsstofu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skýrsla Samherji fer þess á leit við RÚV að skýrslan verði afhent.  Samherji krefst þess að RÚV af- hendi skýrsluna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.