Morgunblaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2020
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
NÝTT FRÁ
Einstaklega mjúkir
viscose bolir með
topp undir sem halda
brjóstunummjög vel.
Stærðir S-XL
Verð 13.990,-
Ekki er óalgengt að til heilsu-gæslunnar leiti fólk semhefur lent í nýlegum minni
háttar árekstri. Flest umferðarslys
eru sem betur fer pústrar þegar
bílarnir rekast saman á litlum
hraða. Líkaminn býr sig í
skyndingu undir það versta en þeg-
ar sjálfur áreksturinn er genginn
yfir stígur ökumaður út úr bílnum
og prísar sig sælan fyrir að hann
hafi sloppið að mestu. Hann gerir
sér grein fyrir að hann hefur
slengst til í sætinu, sem betur fer í
belti. Hann þreifar sig allan, engin
sár, engin sjáanleg meiðsli - sem
betur fer!
Þrálát einkenni
sem trufla daglegt líf
Algengast er að höfuðið slengist
fram á við eða til hliðar, hálsinn hafi
tognað og hryggurinn einnig fengið
slink. Nokkrum klukkustundum síð-
ar fara vöðvarnir að stífna og fram
koma stirðleiki og verkir við hreyf-
ingu. Sjúklingurinn veit eflaust að
þetta getur ekki verið alvarlegt úr
því það kom ekki fram strax. Engu
að síður ónáðar þetta og oft koma
fram þrálát einkenni sem trufla
svefn og daglegt líf.
Á þessu stigi er oft leitað til
læknis sem fer í gegnum söguna og
skoðar sjúkling. Það er sjaldnast al-
varleg einkenni að finna, einungis
merki um tognun og lítið annað.
Röntgenmyndir eru eðlilegar, engin
brot greinast.
Þegar þessir sjúklingar eru skoð-
aðir fer vel á því að gera grein fyrir
því hvað veldur verknum og af
hverju hann er þrálátur. Nátt-
úrulegt er að sjúklingur búist við
því að hann skáni þegar hann hvíl-
ist, en í þessu tilfelli gerist það alls
ekki. Þvert á móti, hann er verstur
þegar hann rís upp á morgnana eft-
ir svefn því þá eru vöðvarnir stífir,
stundum hreinlega erfitt að komast
fram úr rúminu. Hvað er til ráða?
Ekki er úr vegi að útskýra fyrir
sjúklingi hvernig á verkjunum
standi því stutt er í það að hann
fyllist leiða og örvæntingu ef hann
er með óþægindi og verki ef til vill
svo vikum og mánuðum skipti.
Viðbragð veldur verk
Hvað hefur gerst? Í stuttu máli
þegar tognar á vöðva myndast eftir
nokkurra klukkutíma bólgusvörun
og þetta viðbragð veldur verk.
Verkurinn á hinn bóginn veldur því
að vöðvinn dregst saman og þessi
samdráttur veldur verk. Það mynd-
ast þrálátur vítahringur sem ekki
gefur sig svo auðveldlega heima í
sófanum án þess að nokkuð sé gert.
Það er gríðarlega mikilvægt fyrir
sjúklinginn að fá útskýringar á því
hvað veldur verknum – að það sé
ekki stór skaði heldur seigt við-
bragð sem er náttúrlegt og að það
muni hverfa með réttum aðgerðum.
Það tekur tíma en allt mun ganga
vel.
Sund er gott ráð
Hvað er þá best að gera? Það
þarf að gera tvennt:
Að minnka verkinn með mildum,
ekki ávanabindandi, lyfjum sem
tekin eru reglubundið í nokkrar
vikur, hæst nokkra mánuði og
sætta sig í byrjun við að verk-
urinn minnki um 50%, en hverfi
ekki alveg. Þolinmæði!
Að hreyfa sig. Sjúkraþjálfarar
gefa góð ráð um æfingar en jafn-
framt er gott að synda reglu-
bundið og af þessu tilefni búa til
nýjar venjur. Formúlan er þessi:
Að synda í 5 mínútur á dag, 5
daga vikunnar í 5-10 vikur.
Leitaðu til heilsugæslunnar og
fagfólks þar til að fá aðstoð vegna
þrálátra verkja. Einnig eru upplýs-
ingar á heilsuvera.is.
Góð ráð við vægum háls-
áverkum í umferðinni
Sund Góð heilsubót við svo mörgu, svo sem þegar sárir og óþægilegir verk-
ir fara að plaga líkamann. Lyf leysa ekki öll vandamál þó góð geti verið.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árekstur Afleiðingar fyrir farþega
og ökumenn oft langvarandi.
Heilsuráð
Guðmundur Pálsson
sérfræðingur í heimilis-
lækningum, Heilsugæslunni
Grafarvogi.
Birgir Sævar Víðisson á Húsavík hefur
að undanförnu verið til sjós með afa
sínum Guðmundi A. Jónssyni sem ger-
ir út strandveiðibátinn Jón Jak ÞH 8.
„Við höfum fiskað ágætlega. Oft kom-
ið að landi með um hálft tonn eftir
daginn og tvisvar sinnum með fullan
skammt sem eru 774 kíló,“ segir Birgir
sem í gær fór í 15. róðurinn með afa
sínum. Þeir hafa gjarnan verið á skaki
við Flatey á Skjálfanda, þangað sem er
um klukkustundarstím frá og til Húsa-
víkur.
„Sumarið hjá mér hefur verið
óvenjulegt. Ég hef alltaf verið mikið
í fótboltanum með og æfi og keppi
með 3. og 4. flokki Völsungs. Var svo
óheppinn að ristarbrotna í fyrsta
leik sumarsins og eftir það þurfti ég
að vera fimm vikur með fótinn í
gifsi. Þegar gifsið var tekið fór ég á
sjóinn með afa og er byrjaður aftur í
boltanum. Þetta lofar góðu,“ segir
Birgir Sævar sem er fjórtán ára,
fæddur árið 2006. Fer því í 9. bekk í
vetur og vetrarstarfið í Borgarholts-
skóla á Húsavík byrjar eftir nokkra
daga. Að baki er sumar með minn-
ingum um fiskveiðar, fótbolta og fót
í gifsi.
Ungur sjómaður á Húsavík vekur eftirtekt
Fótboltastrákur fór til sjós
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sjómenn Birgir Sævar Víðisson og Guðmundur afi hans hér við bátinn vel hlað-
inn fyrr í vikunni. Blóðrauður karfi var uppistaðan í aflanum.
Útgáfan á Heima er bezt, einu elsta
tímariti landsins, er nú til sölu. Guð-
jón Baldvinsson ritstjóri og útgefandi
hyggst nú snúa sér að öðrum við-
fangsefnum og hefur látið boð út
ganga um að reksturinn sé falur. Síð-
asta blaðið frá hans hendi kom út fyr-
ir þremur vikum. „Nokkrir hafa sýnt
áhuga með kaup í huga en ekkert er
frágengið enn þá. Að undanförnu hef
ég fundið vel að margir hafa sterkar
tilfinningar til blaðsins og telja mik-
ilvægt að útgáfunni sé haldið áfram,“
segir Guðjón.
Saga Heima er bezt nær allt aftur
til ársins 1951. Fyrstu árin var blaðið
gefið út af Norðra, forlagi Sambands
íslenskra samvinnufélaga. Fáum ár-
um síðar tók Bókaforlag Odds
Björnssonar á Akureyri við útgáfunni
og var með í áratugi. Eftir það bóka-
útgáfan Skjaldborg, þá með Guðjón
sem ritstjóra. Hann gerðist svo út-
gefandi blaðsins fyrir 17 árum.
„Efnið er fjölbreytt; fróðleikur úr
ýmsum áttum og þá ekki síst þjóð-
legt efni. Viðtöl, ferðagreinar, fram-
haldssögur, frásagnir af merkum at-
burðum og stöðum, efni sem fólki
finnst vert að skrá og geyma öðrum
til fróðleiks, og svona gæti ég haldið
áfram. Heima er bezt er líklega eina
ritið á þessu sviði um þessar mundir,
sem kemur jafn oft og reglulega út,
en frá upphafi hafa alltaf komið út 12
tölublöð á ári. Þegar litið er til baka
þá er í Heima er best ómetanlegur
fróðleikur um líf og störf þjóðarinnar
á löngum tíma,“ segir Guðjón Bald-
vinsson að síðustu. sbs@mbl.is
Útgáfa á frægu tímariti er til sölu
Heima er best í bráðum sjötíu ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útgefandi Guðjón Baldvinsson hér með nýjustu tölublöð Heima er bezt.
Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starf-
andi fagfólki í garðyrkju sem hefur verið eða er í forsvari
fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangurinn er að standa
að fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina.
Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við
menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um
grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur
verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvik-
myndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækni-
skóla Íslands og Tækniskóla Íslands.
Félagið leggur áherslu á að fræðsla og formleg menntun
í garðyrkju verði framkvæmd í sem bestu samstarfi við at-
vinnulífið og starfandi aðila á viðkomandi sviði. Markmiðið með fræðslu og
menntun skal vera að búa nemendur sem best undir fjölbreytt störf á sviði
garðyrkju og tengdra greina eða áframhaldandi nám. Jafnframt miðar starf-
semi félagsins, fræðslan og námið að því að efla almennan áhuga, þekkingu og
þátttöku í ræktun og skyldri starfsemi með víðtækum hætti.
Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður af fólki í græna geiranum
Fagnám á framhaldsskólastig
Blóm Vænt og
fallega grænt.