Morgunblaðið - 18.08.2020, Side 2
Morgunblaðið/Eggert
Sokkinn Jökull í Hafnarfjarðarhöfn í gær.
Maður var fluttur alvarlega slasaður
á sjúkrahús eftir slys í Reykjavík-
urhöfn á tíunda tímanum í gærkvöld
þar sem bátur og sjóþota rákust
saman. Báturinn kom manninum í
land þar sem slökkvilið tók við og
flutti hann á slysadeild. Meiðsl hans
eru ekki talin lífshættuleg.
Þá sökk línubáturinn Jökull í
Hafnarfjarðarhöfn síðdegis í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu gerði vegfarandi við-
vart um að báturinn hallaði mikið og
var hann nánast kominn á kaf þegar
viðbragðsaðilar komu á staðinn.
Bátur og sjóþota
rákust saman í gær
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Framkvæmdir standa nú yfir við tvöföldun Suðurlandsvegar. Um er að
ræða 1.000 metra vegarkafla frá núverandi vegi rétt sunnan Vestur-
landsvegar og suður yfir Bæjarháls.
Verkið hófst í vor og er það verktakafyrirtækið Óskatak sem annast
verkið. Það felur m.a. í sér að fullgera akbrautir og uppsetningu á nýjum
veglýsingum og vegriðum til að aðskilja akstursstefnur. Undirgöng eru
lengd og breikkuð og stóðu starfsmenn í ströngu við steypuvinnu í blíðviðr-
inu í gær.
Vegaframkvæmdir eru í fullum gangi á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Unnið að steypuvinnu við undirgöng á Suðurlandsbraut
Tilkynningar um heimilisofbeldis-
mál voru 17,6% fleiri í lok júlí í ár
miðað við sama tímabil í fyrra.
Hlutfallið var enn hærra í lok júní,
eða 20,5%. Samanburður við árið
2018 sýnir 9,7% fjölgun. Þetta kom
fram í tilkynningu frá embætti
ríkislögreglustjóra í gær en þar
kom jafnframt fram að frá árinu
2015 hafi aldrei verið tilkynnt um
fleiri heimilisofbeldismál á lands-
vísu á einum mánuði en í maí 2020.
Fleiri brot hafa átt sér stað í
fimm af níu embættum á sama
tímabili ársins 2020 heldur en á
sama tíma í fyrra, en sú er raunin
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, lögreglunni á Suðurnesjum,
lögreglunni á Norðurlandi eystra,
Austurlandi og Vesturlandi.
Í tilkynningunni segir að þeg-
ar um sé að ræða brot sem
byggi á að fólk tilkynni þau til
lögreglu, eins og heimilisof-
beldi, sé ekki hægt að vita ein-
göngu út frá lögreglugögnum
hvort brotum sé í raun að fjölga
eða hvort tilkynningum sé að
fjölga.
Mjög mikilvægt sé að fylgjast
með þessari þróun. Þegar meta
eigi hvort um raunbreytingar á
fjölda hafi verið að ræða eða
ekki þurfi að skoða reynslu al-
mennings af brotum samhliða.
Slíkt sé t.d. gert með þolenda-
könnunum sem lögregla geri ár-
lega í upphafi árs þar sem spurt
sé um reynslu frá fyrra ári.
thorgerdur@mbl.is
Mun fleiri tilkynningar
um heimilisofbeldismál
Yfir 20% fleiri heimilisofbeldismál í júní og met slegið í maí
Morgunblaðið/Eggert
Lögregla Fleiri tilkynningar um
heimilisofbeldi í ár en í fyrra.
Sóttvarnayfirvöld vinna nú að áætl-
un um málefni þess knattspyrnu-
fólks sem fer utan til að keppa í
Evrópukeppni. Ekki liggur fyrir
hvort gerð verði undantekning á
sóttvörnum þess og fyrir vikið ríkir
óvissa um hvað verður um Íslands-
meistara KR í knattspyrnu en liðið
hélt í gær til Skotlands til að mæta
Celtic.
„Við erum að skoða það hvernig
hátta megi sóttvarnaráðstöfunum
vegna leikmanna KR en það liggur
ekki fyrir lausn enn sem komið er.
KR-ingar eru því að fara í ákveðna
óvissuferð,“ sagði Víðir Reynisson,
yfirlögregluþjónn almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra, við
mbl.is í gær. Unnið var út frá þeirri
áætlun að ef KR-ingar koma heim
fyrir miðnætti í kvöld þá þurfa þeir
að fara í heimkomusmitgát en ef
þeir koma eftir miðnætti þá verða
þeir að fara í sóttkví.
Almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra hefur ráðið Gunnar Gylfason,
sérfræðing í framkvæmd knatt-
spyrnuleikja, til að aðstoða við sótt-
varnir. Er þá aðallega horft til
keppnisferða íslenskra liða í und-
ankeppnum Meistaradeildar Evr-
ópu og Evrópudeildarinnar.
Víðir segir varðandi knattspyrnu-
fólk í verkefnum erlendis, að um allt
aðra komufarþega sé að ræða en
venjulega ferðamenn í Leifsstöð.
„Umgjörðin um þessa knattspyrnu-
menn er allt önnur heldur en um
aðra ferðamenn. Þeir eru búnir að
fara í skimun, fara í einkaflugi út og
beint inn á lokað hótel þar sem sér-
stakar sóttvarnarkröfur knatt-
spyrnusambands Evrópu UEFA
eru viðhafðar.“
Meistararnir í „óvissuferð“
Unnið að áætlun
um sóttvarnir
knattspyrnufólks
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
KR Óljóst er hvað gerist þegar liðið
snýr aftur frá Skotlandi í kvöld.
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á
Suðurlandsvegi við Stigá síðastlið-
inn laugardag hét Stefán Hafstein
Gunnarsson, til heimilis í Hamra-
borg 32 í Kópavogi.
Hann var fæddur 9. mars 1973.
Stefán lætur eftir sig eiginkonu og
tvo uppkomna syni.
Lést í umferðarslysi
Veiðigjöld í Namibíu eru lægra hlut-
fall af verðmæti afla en veiðigjöld
sem Samherji greiðir á Íslandi. Frá
árunum 2012 til ársins 2017 voru
veiðigjöld í Namibíu um 1% af afla-
verðmæti, en hlutfallið var síðan fest
með lögum í 10% árið 2018.
Þetta kemur fram í skýrslu at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt-
isins um samanburð á greiðslum
Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu
og á Íslandi er birt var á vef Alþingis
í gær. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og
fleiri þingmenn óskuðu þess að
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra flytji Alþingi skýrslu um sam-
anburð á greiðslum Samherja fyrir
veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á
grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu
og þeim skjölum sem RÚV fjallaði
um í fréttaskýringaþættinum Kveik.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
vann skýrsluna, en í inngangi henn-
ar kemur fram að þær ásakanir sem
fram komu í umfjöllun Kveiks um
greiðslur til þeirra sem úthlutuðu
veiðirétti í Namibíu eru til rann-
sóknar hjá yfirvöldum á Íslandi og í
Namibíu. Meðan beðið er eftir nið-
urstöðu rannsókna er vart við hæfi
að taka afstöðu til kæruefnanna og
er því ekki fjallað um þau í skýrsl-
unni eftir því sem fram kemur í inn-
gangi hennar. Af þeim ástæðum var
ekki hægt að svara skýrslubeiðninni
eins og hún var sett fram og er því í
skýrslunni eingöngu stuðst við op-
inberar upplýsingar. Nánar er
fjallað um skýrsluna á mbl.is.
Veiðigjöldin
lægri í Namibíu
Samanburður á greiðslum Samherja