Morgunblaðið - 18.08.2020, Side 8

Morgunblaðið - 18.08.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 Í nýbirtu svari heilbrigðisráðherravið fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur um fjölda á biðlistum má sjá að því fer fjarri að tekist hafi að ráða bug á þeim vanda sem felst í allt of löngum biðlistum í heilbrigðiskerfinu hér á landi.    Misjafnt er eftiraðgerðum hve slæm staðan er og á einstaka sviðum virðist hún allgóð, einkum sem betur fer þar sem líf liggur við og aðgerð þolir alls ekki bið. En það eru líka dæmi um allt of langa biðtíma og það er ekki vegna kórónuveir- unnar, þó að staðan hafi heldur versnað frá því fyrr á árinu.    Á biðlista eftir skurðaðgerðum áaugasteinum voru í júní 1.345 einstaklingar, þar af fleiri en 900 sem beðið höfðu lengur en þrjá mán- uði.    Bið eftir gerviliðaaðgerðum ámjöðm og hnjám er líka afar löng. Á biðlista eftir mjöðm eru 356 og þar af hafa 252 beðið lengur en þrjá mánuði og 34 lengur en tólf mánuði. Á biðlista eftir hné eru 715 og þar af hafa 576 beðið lengur en þrjá mánuði og 93 lengur en tólf mánuði.    Lífsgæði þessa fólks eru verulegaskert og það alveg að ástæðu- lausu.    Hvernig stendur á því að heil-brigðisráðherra grípur ekki til þeirra úrræða sem til eru til að eyða þessum biðlistum? Einkaaðilar geta aðstoðað. Hvers vegna ekki að nýta hagkvæma þjónustu þeirra? Anna Kolbrún Árnadóttir Skert lífsgæði STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Framhaldskirkjuþing 2019 kemur saman fimmtudaginn 10. september nk. á Grand Hótel Reykjavík og gengur frá málum sem náðist ekki að afgreiða fyrir þingfrestun. Þegar fundarhöldum framhaldsþingsins lýkur verður kirkjuþing 2020 sett en það er hið 60. í röðinni. Tvö nýmæli eru á kirkjuþingi að þessu sinni. Nú er það fyrst haldið á hóteli og auk þess verður þeim fulltrúum sem það vilja gefinn kostur á að taka þátt í störfum þingsins gegn- um fjarfundarbúnað. Slík þátttaka er fullgild að öllu leyti sem væri fulltrúinn staddur á þinginu. Notast verður við svokallaðan Zoom-fjarfund- arbúnað. Þetta er nýjung og kemur til vegna hinna sérstöku aðstæðna í þjóðfélaginu í skugga kórónuveirunnar, segir í frétt á vef biskups. Hreinn S. Hákonarson, sérþjónustuprestur á biskupsstofu, veitti Morgunblaðinu upplýsingar um kirkjuþing. Fyrsta kirkjuþingið 1958 var haldið í Bindindishöllinni við Fríkirkjuveg. Síð- an var það haldið í Neskirkju og Hallgríms- kirkju. Oftast var það haldið í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Aðrir staðir hafa verið Há- teigskirkja og Vídalínskirkja. Einu sinni í Digraneskirkju og í Þjóðmennningarhúsinu – og í Seljakirkju. Síðast var það haldið í Katr- ínartúni 4. Forseti kirkjuþings er Drífa Hjart- ardóttir en skrifstofustjóri þess er Ragnhildur Benediktsdóttir. sisi@mbl.is Kirkjan á hótel og notar Zoom Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Svipmynd frá fundum þingsins í Ví- dalínskirkju í Garðabæ sem fram fóru árið 2017. Fyrstu söluhúsin hafa verið afhent nýjum notendum við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þau eru hluti af 400 milljóna króna uppbyggingu á svæðinu. Gísli Gíslason, hafnar- stjóri hjá Faxaflóahöfnum, segir að undirbúningur verksins hafi staðið síðan 2015, en svæðið hafi verið fremur óskipulagt og með „villta vesturs“ brag. Húsin sjö eru hönn- uð af Yrki arkitektum og eru klædd viði og gleri sem Gísli segir að kall- ist á við gömul hús í borginni. Þau eru leigð til fyrirtækja sem starfa í hafnsækinni ferðaþjónustu og að sögn hafa margir sýnt þeim áhuga. Þó hafi eitthvað hægst um vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíð ferðaþjónustu, en Gísli segist treysta því að næsta tímabil verði „farsælt og fallegt“ við Ægisgarð. Það var Hilmar Stefánsson hjá Special Tours sem tók í gærmorgun við lyklum úr hendi Guðmundar Ei- ríkssonar verkfræðings. Auk Gísla var viðstaddur Magnús Þór Ás- mundsson hafnarstjóri. sighvaturb@mbl.is Ný söluhús tekin í notkun við Ægisgarð Ljósmynd/Faxaflóahafnir Tímamót Fulltrúi Special Tours tók við lyklum að söluhúsi við Ægisgarð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.