Morgunblaðið - 18.08.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 18.08.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Fyrsta áfanga af átta lauk sl. föstu- dag í því verkefni að koma allri þjón- ustu löggæslu og neyðarþjónustu undir eitt þak. Lokað var fyrir mark- aðskönnun þar sem auglýst var eftir 30.000 fermetra lóð, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar undir sameiginlega starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að stofnunin hafi undanfarin ár starfað með fjár- og dómsmálaráðuneytum að verkefninu. Í upphafi hafi verið skoðað að sameina húsakosti Land- helgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Neyðarlínunn- ar, tollstjóra og ríkislögreglustjóra, en á síðari stigum hafi bæði Slysa- varnafélagið Landsbjörg og Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins bæst við. Hún segir undirrótina ekki síst vera þann mikla ávinning sem hafi komið í ljós við starfsemi Björgunarmið- stöðvarinnar í Skógarhlíð, en fjöl- margir aðrir þættir komi til álita. Dreifð og óhagkvæm starfsemi Guðrún segir að núverandi starf- semi fari fram á fjölmörgum stöðum vítt og breitt um borgina í samtals 36.300 fermetrum húsnæðis. Til standi að endurnýja 24.300 af þeim en restin verði áfram í rekstri. Hún bendir á að margt húsnæðið henti miður vel og ástandið skapi mikið óhagræði, ekki eingöngu við rekstrarkostnað bygginganna, held- ur einnig vegna þeirra tækifæra sem glatast við samþættingu á starfsemi sem í eðli sínu er náskyld og þarfnast náinnar samvinnu. Markmiðið sé því að leysa húsnæðis- og aðstöðumál á hagkvæman hátt til lengri tíma. Víðtækt samstarf Sex þverfaglegir hópar koma að undirbúningi verkefnisins og hafa greint hinar ólíku og víðtæku þarfir. Af hugmyndum má sjá að mikið svig- rúm skapast til samnýtingar og breyttra áherslna. Til dæmis gera tillögur ráð fyrir að sameiginlegt skrifstofurými geti minnkað úr 55 í 30% af heildarrými, sem gefur aukið svigrúm, t.d. til þrefaldrar stærðar á sameiginlegri björgunarmiðstöð frá núverandi mynd. Guðrún segir að mikill einhugur sé meðal þeirra rúm- lega 100 manna sem koma að verk- inu og „mikil unun“ sé að fylgjast með. Margir og ólíkir valkostir Alls hafa fimm valkostir verið kortlagðir sem samanstanda af ólík- um útfærslum. Nokkrar meginkröf- ur eru gerðar til staðsetningar og kemur þá helst til álita sá viðbragðs- tími sem lögreglan þarf að geta sinnt, en um 80% af verkefnum þeirra er skilgreindur á miðborgar- svæði. Því er miðað við að starfsemin sé sem næst miðju höfuðborgar og hafi góðar tengingar við stofnbraut- ir. Guðrún segir að stýrihópur muni hittast í vikunni þegar gögn úr markaðskönnuninni hafa verið tekin saman og enn mörg skref eftir í þeirri vegferð að opna nýja miðstöð árið 2015. Um mögulegan ávinning verkefnisins segir Guðrún hann ótví- ræðan. Búið sé að sýna fram á að „hægt sé að spara verulegar fjár- hæðir í rekstrar- og stofnþjónustu“, en að auki betri nýtingu fjármuna. Bendir hún á að með sameiginlegri starfsemi megi stórbæta þá þjónustu sem viðbragðsaðilar veita í þágu samfélagsins. Skref tekið í átt að hagræðingu  Leitað að húsnæði, lóðum eða tækifærum til uppbyggingar á 30.000 fermetrum  Valkostir kortlagð- ir út frá ólíkum sviðsmyndum  Mikil tækifæri til hagræðingar í starfsemi  Fyrstu skrefum að ljúka Morgunblaðið/Eggert Undir sama þak? Forystumenn viðbragðsaðila að loknum upplýsingafundi í maí sl. Stefnt er að því að finna sam- eiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins. Fimm kostir eru til skoðunar hjá valnefnd. Aron Þórður Albertsson Oddur Þórðarson Stór hluti höfuðborgarsvæðisins verður heitavatnslaus frá deginum í dag allt fram til miðvikudagsmorg- uns. Skrúfað var fyrir heita vatnið klukkan tvö í nótt og ekki verður skrúfað frá því að nýju fyrr en klukkan níu í fyrramálið. Nær lok- unin til um 50 þúsund íbúa auk fjölda stofnana og fyrirtækja. Ráðgert er að um stærstu heimavatnslokun fyrr og síðar sé að ræða. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp- lýsingafulltrúi Veitna, segir að fram- kvæmdin sé nauðsynleg. Með þessu verður álagi létt af borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ. „Það er mikilvægt að létta álaginu af borhol- unum. Við þurfum að ganga vel um þær og létta á álaginu. Okkur er að fjölga mikið á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hvert okkar er að nota mikið vatn,“ segir Ólöf og bætir við að mikilvægt sé að færa heitavatns- leiðslur á svæðinu sem sjá á mynd- inni hér að ofan. „Þetta er hluti af framtíðaráætlun sem kveður meðal annars á um að fleiri heimilum verði komið inn á heitavatnsleiðslur sem koma frá Hellisheiðar- og Nesja- vallavirkjun en ekki úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þannig má tryggja sjálfbærni þeirra við- kvæmu borholna,“ segir Ólöf. Aðspurð segist hún ekki muna eft- ir viðlíka framkvæmd. Þá hafi lok- unin verið lengi í undirbúningi. „Ég man að minnsta kosti ekki eftir stærri heitavatnslokun þó að ég þori ekki að fullyrða að þetta sé sú stærsta. Við höfum undirbúið þetta svo mánuðum skiptir og erum al- gjörlega reiðubúin til að takast á við alla hnökra sem upp gætu komið.“ Kynda húsin og passa upp á að hafa nóg af teppum á Hrafnistu Ljóst er að talsverður fjöldi stofn- ana og fyrirtækja verður fyrir óþæg- indum sökum framangreindra fram- kvæmda. Þá hefur svokölluðum viðkvæmum notendum verið gert sérstaklega viðvart. Að sögn Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistu, hefur framkvæmdin um- talsverð áhrif á starfsemi fyrir- tækisins í Kópavogi og Hafnarfirði. Hefur fyrirtækið af þeim sökum lagst í mikinn undirbúning. „Það sem við höfum verið að gera er að breyta skipulaginu hjá okkur. Allt sem tengist heitu vatni fer yfir á aðra tíma. Við höfum auk þess gefið út fyrirmæli um að húsverðir heim- ilanna skuli kynda húsin aðeins meira en venjulega. Þá verður slökkt á loftræstikerfi og við pössum upp á að hafa nóg af teppum. Það er hins vegar tiltölulega heitt úti af því að þetta er að sumri til. Það var farið í sambærilega framkvæmd á Hellu og þá gekk þetta mjög vel,“ segir María og bætir við að ákveðið verk- lag fari í gang þegar heita vatnið kemur aftur á. „Við erum með verklag þegar heita vatnið kemur aftur í hús. Hús- verðir og píparar hjá okkur fara þá og kanna hvort allt gangi rétt fyrir sig. Við eigum að vera vel í stakk bú- in fyrir þetta en ef eitthvað kemur upp þá lærum við af því.“ 50 þúsund íbúar án heits vatns í 30 klukkustundir  Stærsta heitavatnslokun frá upphafi  Mikill undirbúningur Heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu Frá kl. 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til kl. 09:00 að morgni 19. ágúst Kortagrunnur: Veitur/Samsýn Hafnarfjörður Garðabær Hraun og Urriðaholt Garðabær Búðir og Lundir Kópavogur Vatnsendi Reykjavík Norðlingaholt Kópavogur Salir og Lindir 50.000 manns verða án heits vatns í 30 klukkutíma, frá kl. 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til kl. 09:00 að morgni 19. ágúst Eftir tæplega þriggja ára undirbún- ing er komið að stórri ráðstefnu sem staðið hefur til að halda í Reykjavík á vegum hagfræðideildar og fé- lagsvísindasviðs Háskóla Íslands, með nokkur hundruð þátttakendum. Vegna dreifingar kórónuveirunnar var fallið frá því að halda ráðstefn- una í húsum Háskóla Íslands þar sem erfitt yrði að standa að al- þjóðlegu ráðstefnuhaldi með hefð- bundnum hætti og þess í stað verður um netráðstefnu að ræða. „Dagskrá ráðstefnunnar verður með sama hætti og hefði hún verið í húsum HÍ í Reykjavík. Þema ráð- stefnunnar er opinber fjármál, nátt- úruauðlindir og loftslagsbreytingar. Ráðstefnugestir eiga þess kost að fylgjast með fjórum lykilfyr- irlestrum og yfir 70 málstofum,“ segir í fréttatilkynningu um ráð- stefnuna. Um er að ræða sjötugustu og sjöttu ráðstefnu International Institute for Public Finance (IIPF), sem eru alþjóðleg samtök hagfræð- inga, um opinber fjármál sem fer fram í lok þessarar viku, dagana 19.- 21. ágúst. Nú liggur fyrir að gestir á netráðstefnunni telja í ár um 350 hagfræðinga og vísindamenn víðs vegar að úr heiminum. omfr@mbl.is Stór netráðstefna og 70 málstofur  Alþjóðleg ráðstefna á vegum HÍ Morgunblaðið/Ómar HÍ Undirbúningsnefndinni var falið að standa fyrir netráðstefnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.