Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020
Stemning Það vantaði ekkert upp á gleðina í augum barnanna og spenninginn þegar ótal sápukúlur af öllum stærðum svifu um á lóðinni fyrir framan Hallgrímskirkju um helgina.
Íris Jóhannsdóttir
Stjórn-
málaflokkar
gegna mikil-
vægu hlutverki
í lýðræðislegu
starfi. Í raun
má segja að far-
sæld hvers
samfélags, ríkis
og sveitarfélaga
fari töluvert eft-
ir því á hvern
hátt einstaklingar sem velj-
ast til starfa á þeim vettvangi
takast á við það hlutverk. Á
Íslandi hefur sú skipan sem
stjórnarskrá og löggjöf okk-
ar byggist á gefist vel.
Fulltrúar til setu á Alþingi
og í sveitarstjórnum valdir
með lýðræðislegum hætti
þurfa að sækja umboð sitt til
kjósenda a.m.k. á fjögurra
ára fresti.
Í þessu sambandi tel ég
bestu aðferðina vera þá að
einstaklingar til framboðs
séu valdir í prófkjörum eða
með þeim hætti að breiður
hópur komi að vali þeirra, en
ekki valdir af fámennum hópi
útvalinna flokksmanna. Per-
sónulega hef ég ágæta
reynslu af framboðsmálum,
þurfti að sækja umboð mitt
til setu á framboðslista í
Reykjavík í 28 ár, fimm sinn-
um í opnu prófkjöri flokks-
bundinna sjálfstæðismanna
og tvisvar þegar einungis
kjörnefnd gerði tillögu um
uppstillingu. Í báðum til-
vikum þarf almennur full-
trúaráðsfundur að sam-
þykkja endanlegan
framboðslista.
Samstarf mikilvægt
Á vettvangi borgar-
stjórnar kynntist ég fjöl-
mörgum einstaklingum mjög
vel og átti við þá gott sam-
starf þótt ekki værum við
ávallt sammála og stundum
hart tekist á. Það gilti bæði
um marga flokksfélaga mína
jafnt sem fjölmarga svokall-
aðra pólitíska
andstæðinga.
Þar nefni ég til
sögunnar Al-
freð Þor-
steinsson, Sig-
urjón
Pétursson og
Guðrúnu Ög-
mundsdóttur.
Á þeim tíma
sem ég starfaði
í borgarstjórn
gegndi ég einn-
ig stöðu for-
manns stjórnar
Sambands íslenskra sveitar-
félaga í 16 ár. Í þeirri stjórn
voru fulltrúar ólíkra flokka.
Þar voru ekki flokkadrættir
og í hópi minna nánustu sam-
starfsmanna á þeim vett-
vangi voru meðal annarra
Smári Geirsson og Guð-
mundur Bjarnason, Nes-
kaupstað, báðir í Alþýðu-
bandalaginu, Þorvaldur
Jóhannsson, Seyðisfirði, og
Valgarður Hilmarsson,
Blönduósi, báðir í Framsókn
og Ingvar Viktorsson, bæjar-
stjóri Hafnarfirði, í Alþýðu-
flokki.
Algjörar skotgrafir
Ég nefni þetta þar sem
mér finnst stjórnmálin víða,
ekki síst í borgarstjórn, kom-
in í algjörar skotgrafir. Svip-
að á við um Alþingi. Á báðum
þessum stöðum er ástandið
ekki boðlegt almenningi.
Þeir sem fylgst hafa með
störfum Alþingis og borg-
arstjórnar hafa aldrei kynnst
öðru eins uppnámi og átök-
um sem þar eiga sér stað.
Ekki einungis öðru hvoru,
sem oft gerist, heldur nær
látlaust frá upphafi kjör-
tímabilsins. Enginn einn ber
ábyrgð á þessari stöðu. Í
þessum hópi eru þó ein-
staklingar sem ekki taka þátt
í slíkri framgöngu.
Kjörnir fulltrúar
skoði hug sinn
Er ekki kominn tími til að
kjörnir fulltrúar skoði hug
sinn og velti því fyrir sér
hversu lengi hægt er að
bjóða landsmönnum upp á
slíkt vinnulag. Auðvitað er
aldrei hægt að útiloka að
slíkt gerist tímabundið, en ef
þessi vandi á sér stað sam-
fellt mun það valda stjórn-
sýslunni óbætanlegum skaða
og draga enn frekar úr
trausti almennings gagnvart
þingmönnum og borgar-
fulltrúum.
Þó er ekki óeðlilegt að
uppi séu deilur um nokkur
stórmál, t.d. eins og nú á sér
stað um lagningu Borgar-
línu. Fylgjendur boða bylt-
ingu í bættum almennings-
samgöngum í langri framtíð
en aðrir hafa ekki trú á því
að slík framkvæmd, sem
kosta mun marga tugi millj-
arða króna næsta áratuginn,
skili þeim árangri, nema síð-
ur sé. Ekki er ólíklegt að
málefni Borgarlínu muni
vega töluvert í fylgismælingu
við stjórnmálaflokka í
Reykjavík næstu árin. Í dag
hljómar lagning Borgarlínu
eins og ljúfur söngur í eyrum
margra, en hve lengi verður
það?
Það er fátt, ef nokkuð, sem
bendir til þess að stöðugum
átökum í borgarstjórn og á
Alþingi linni í bráð og erfitt
að greina möguleika á að
þetta ástand breytist á þeim
tíma sem eftir lifir af kjör-
tímabili þessara tveggja mik-
ilvægu stofnana. Miklu frem-
ur að átök og upplausn haldi
áfram út kjörtímabilið. Gæti
verið að þingmenn og borg-
arfulltrúar hefðu einhverjar
áhyggjur af þessari stöðu?
Eftir
Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
» Það er fátt, ef
nokkuð, sem
bendir til þess að
stöðugum átökum
í borgarstjórn og á
Alþingi linni i
bráð.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Höfundur er fv.
borgarstjóri.
Pólitík
Róttæk vinstri-
stjórn.
Vinstristjórnin
sem nú situr að
völdum hefur
komist að þeirri
niðurstöðu að rétt
sé að banna, í
raun, ferðalög til
útlanda og til
landsins. Stjórnin
er þó ekki ein á
báti. Schengen-samningurinn
hefur verið gerður að mark-
lausu plaggi í Evrópu, með
þeirri undantekningu þó, að
íslenska ríkið tekur við um-
sækjendum um alþjóðlega
vernd.
Nú nýverið lögðu tveir pró-
fessorar í vinnu hjá ríkinu til
að ferðabann yrði lagt á,
byggt á ýmsum rökum. Af-
staða annars þeirra kom ekki
á óvart. Enda heldur hann
líka að veikin sem gengur sé
„drepsótt“. Það var sá hinn
sami og krafðist þess að Ís-
land beygði sig ekki í duftið
fyrir ESB. Prófessorinn fór
þá mörgum orðum um nauð-
syn þess að þjóðin tæki á sig
að greiða Icesave-skuldirnar.
„Það verður Íslendingum
dýrt hafni þeir Icesave-
samningnum.“ Nú verður
honum loks að ósk sinni um
efnahagsþrengingar á Íslandi.
Bönn við áhættutöku
Flestar daglegar athafnir
hafa áhættu í för með sér. Sú
áhætta leiðir ekki sjálfkrafa
til banns. Áhættan er vegin
við ávinninginn af athöfn-
unum. Með bönnum væri
hægt að ná margvíslegum ár-
angri. Árið 2017 létust t.d. 18
í umferðinni, 183 slösuðst al-
varlega, en samtals 1.289.
Með bifreiðabanni hefði
geysilegum árangri verið náð
að hvað líf og slys varðaði. Þá
segir Icesave-prófessorinn
væntanlega; bönnum bílana.
Sá böggull fylgir þó skamm-
rifi að hjólaumferð er marg-
falt hættulegri
sé miðað við
þekktar tölur.
Dauðsföll af
völdum eiturlyfja
skipta mörgum
tugum ár hvert.
Meðalaldur fórn-
arlambanna er
mjög lágur. Ís-
lendingar yppa
öxlum. Flestir
telja best að
gefa aðgengið
bara frjálst. Bar-
áttan sé töpuð. Hvernig er
það annars; flokkast eitur-
lyfjafárið ekki undir faraldur?
Eru fórnarlömbin bara vegin
og léttvæg fundin? – Svo
sannarlega er hægt að kom í
veg fyrir að eitrað sé fyrir
börnunum okkar og barna-
börnum með hörðum aðgerð-
um. Áhuginn er bara ekki
fyrir hendi.
Er ferðabannið
raunhæft til framtíðar?
Ljóst að faraldurinn sem
hrjáir heiminn verður ekki
kveðinn niður í bráð. Raunar
varar heilbrigðisráðherra við
því að ástandið kunni að vara
árum saman. Það er svo að
sóttvarnaráðstafanir bitna
langharðast á ungu fólki.
Námi ungs fólks hefur verið
stefnt í hættu með takmörk-
unum á skólahaldi og framtíð-
arafkomu þess þar með. Samt
er ljóst að ungt fólk er ekki í
mestri hættu af faraldrinum,
raunar fer því víðs fjarri.
Skoða verður aðrar leiðir
gaumgæfilega. Leiðarljós
slíkrar skoðunar ætti að vera
víðtækt áhættumat. Ekki ein-
ungis á hættunni af þessari
veirusýkingu heldur líka á
margvíslegum neikvæðum af-
leiðingum þeirrar stefnu sem
nú er fylgt á heilsu ungra
sem aldinna ef svo verður til
langs tíma. Hvaða afleiðingar
munu t.d. takmarkanir á
íþróttaiðkun hafa?
Nokkuð skortir á nákvæm-
ar upplýsingar um hverjir séu
helst í hættu og hvernig megi
verja þá án þess að setja líf
fólks sem nú er ungt úr
skorðum um langa framtíð.
Ekki er hvatt til óábyrgrar
stefnu þótt minnt sé á að
áhætta daglegs lífs verður
alltaf til staðar. Sérfræðingar
í sóttvörnum eru góðir sem
slíkir. En að lokum eru það
lýðræðislega kjörin yfirvöld
sem verða að taka upplýstar
ákvarðanir eftir að allt hefur
verið tekið með í reikninginn,
allt, ekki bara afmörkuð við-
fangsefni. Og síðast en ekki
síst mun langvarandi tekju-
samdráttur óhjákvæmilega,
fyrr eða síðar, koma fram í
versnandi heilsu og versnandi
heilbrigðiskerfi á sama tíma.
Það er alvarlegast sem við
blasir sé horft til framtíðar.
Er ferðabannið í
samræmi við lög og
stjórnarskrá?
Eins og margir aðrir Ís-
lendingar hef ég atvinnu sem
krefst þess að ég sé erlendis
u.þ.b. hálft árið. Ég hef nú
sætt atvinnubanni í hálft ár.
Nú horfi ég sem fleiri fram á
atvinnubann sem mun hafa
áhrif á okkur sem eftir er. Þó
virðist ekki einu sinni heimild
til að skylda ósmitaða í
sóttkví í sóttvarnalögum! Og
ég er ekki alinn upp við að
leita á náðir samborgara
minna mér til framfærslu.
Í VII. kafla stjórnarskrár
lýðveldisins Íslands eru
margvísleg ákvæði um per-
sónufrelsi, þ.m.t. um ferða-
frelsi. Þau ákvæði virðast
ekki hafa verið skoðuð í ríkis-
stjórninni.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson »Eins og margir
aðrir Íslendingar
hef ég atvinnu sem
krefst þess að ég sé
erlendis u.þ.b. hálft
árið.
Einar S. Hálfdánarson
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður.
Ferðabann lagt á