Morgunblaðið - 18.08.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.08.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 ✝ Ólína KristínJónsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1931. Hún lést á Landakoti eftir skamma legu 9. ágúst 2020. For- eldrar hennar voru Jón Daðason, f. 31. maí 1899, d. 14. maí 1977, og Ingi- björg Guðrún Árnadóttir, f. 5. nóvember 1897, d. 30. maí 1991. Ólína var einkadóttir for- eldra sinna en átti þrjú hálf- systkini samfeðra sem eru: Fjóla, f. 29. júlí 1922, d. 27. jan- úar 2000. Ólafur, f. 22. júlí 1924, d. 15. október 1988. Vil- borg Guðríður, f. 22. júlí 1924, og lifir hún systkini sín í hárri elli. Fyrstu æviárin bjó Ólína með foreldrum sínum að Grett- isgötu 10 í Reykjavík en vegna fábrotinna atvinnumöguleika í miðri heimskreppunni fluttist fjölskyldan á heimaslóðir Ingi- bjargar vestur í Reykhólahrepp að Brandsstöðum sem var ein hjáleiga Staðarkirkju á Reykja- nesi. Á Brandsstöðum bjuggu þau í tæpt ár og voru síðustu ábúendurnir á þessari fornu bóli í Norðfjarðarsveit. For- eldrar hans voru hjónin Guð- björg Stefanía Jónsdóttir, f. 8. júní 1900, d. 4. desember 1983, og Guðmundur Sveinsson, f. 20. janúar 1896, d. 1. apríl 1970, sem voru búsett á Kirkjubóli og síðar í Reykjavík. Ólína og Sveinn tóku við búsforráðum á Miðhúsum 1956 og bjuggu þar í 39 ár að búskap var hætt á Miðhúsum 1995 og þau fluttust til Reykjavíkur þar sem þau höfðu vetursetu en dvöldu að mestu á Miðhúsum yfir sum- artímann meðan þeim entist heilsa og aldur. Börn Ólínu og Sveins eru: Jón, f. 15.7. 1955. Eiginkona Jóns er Inessa Lebedeva og eiga þau soninn Alen, f. 15. desember 2008. Guðmundur, f. 27. apríl 1957, d. 27. september 1974. Ingibjörg Erna, f. 19. maí 1960. Börn Ingibjargar eru: Auðun Daníelsson, f. 12. júlí 1982. Eiginkona hans Rut Mar- grét Friðriksdóttir, f. 10. júlí 1984. Jón Daði Böðvarsson, f. 25. maí 1992. Sambýliskona hans er María Ósk Skúladóttir, f. 9. júlí 1993. Dóttir þeirra er Sunneva Sif, f. 1. febrúar 2019. Kristín Bárðardóttir, f. 27. jan- úar 2000. Þrymur, f. 31. maí 1966. Sambýliskona hans er Fríða Sjöfn Lúðvíksdóttir, f. 7. júní 1970. Guðmundur, f. 13. apríl 1976. Sonur hans er Sveinn Óli, f. 29. febrúar 2000. Útförin fór fram í kyrrþey. hjáleigu Stað- arpresta þegar þau fluttust þaðan um vorið 1939 að Mið- húsum í Reykhóla- sókn en innan sama hrepps. Að loknum barnaskóla stundaði Ólína nám í Húsmæðraskól- anum á Hvera- bökkum í Hvera- gerði 1951. Ung fór hún til Kaupmannahafnar þar sem hún vann í tísku- vöruverslun og kynnti sér hót- elrekstur. Hugur hennar sner- ist á unga aldri til tónlistar og aflaði hún sér menntunar á því sviði m.a. í Söngskóla Sigurðar Birkis og síðar í Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar sem var undir stjórn Róberts Abrahams Ott- óssonar. Hún var organisti við Reykhólakirkju um áratuga skeið og sinnti tónlistar- kennslu. Hún starfaði að fé- lagsmálum heima í héraði og var formaður kvenfélagsins Liljunnar. Ólína giftist 7. ágúst 1955, Sveini Guðmundssyni, f. 2. júlí 1923, d. 7. desember 2005, kennara og bónda frá Kirkju- Það víkur sér enginn undan því kalli almættisins, sem við verðum öll að hlýða. Ólína Kristín Jónsdóttir frænka mín og góð vinkona var brott kölluð að morgni 9. ágúst 2020, áttatíu og níu ára gömul eftir stutta sjúkrahúsvist. Hún var glæsileg, heilsu- hraust, hörkudugleg, glaðsinna, félagslynd og menningarlega sinnuð. Keyrði bíl um allar jarðir þar til fyrir tveimur, þremur árum. Hún var eigin- kona, húsmóðir, móðir, amma, æðarræktarbóndi og organisti. Ólína ólst upp hjá foreldrum sínum á Miðhúsum í Reykhóla- sveit, þeim Ingibjörgu Árna- dóttur, f. 1897, d. 1991, 94 ára og Jóni Daðasyni, f. 1899, d. 1977, 78 ára, sem bjuggu þar meðan þau lifðu. Aflaði sér menntunar bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Giftist Sveini Guðmundssyni frá Kirkjubóli í Norðfirði. Bónda, kennara og til margra ára fréttaritara Morgunblaðsins. Þau eignuðust fimm börn. Urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa einn sona sinna ungan. Tóku við búskap á Miðhúsum 1955 og bjuggu þar til 1995. Fluttu þá til Reykja- víkur og höfðu þar vetursetur en dvöldu á Miðhúsum á sumr- in og stunduðu hlunnindabú- skap. Sveinn lést 2005 eftir erf- ið langvinn veikindi. Ég kom fyrst að Miðhúsum 1963. Og á ég góðar minningar frá þeim heimsóknum, sem og öðrum heimsóknum á heimili hennar. Þar bjuggu þá þrír ættliðir, foreldrar Ólínu, þau hjónin með elstu börnin sín. Þetta var mik- ið menningarheimili og fram- úrskarandi snyrtimennska bæði úti og inni. Með fallegum skrúðgarði og dásamlegu út- sýni út á Breiðafjörðinn. Jón Daðason ömmubróðir minn var þá orðinn blindur og heilsutæp- ur, en spilandi kátur og spaug- samur. Þarna naut ég mikillar gestrisni og góðvildar hjá þeim hjónum og öllu heimilisfólki. Hún stóð fyrir stóru heimili, þar sem gestagangur var mik- ill. Þangað komu bæði skyldir og vandalausir, þáðu góðgjörð- ir, hressilegt spjall og jafnvel gistingu. Öll uppbygging varð- andi æðarræktina útheimti mikla þolinmæði og natni og ómælda vinnu. Ólína var um árabil kirkjuorganleikari í Reykhólakirkju og einnig í kirkjunum í Gufudal og Garps- dal. Á báða þessa staði er drjúgur spotti og gat verið tor- sótt í misjöfnum veðrum á vondum vegum. Við Ólína ræktuðum alla tíð vináttu og frændsemi okkar sem varð enn nánari og tíðari eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Heim- sóttum hvor aðra. Töluðum saman í síma. Fórum saman á tónleika, listviðburði, ýmsar samkomur og messur. Við nut- um þess báðar. Ég bið afkom- endum hennar Guðs blessunar og megi þeim farnast vel. Ég kveð kæra frænku mína með söknuði og þakklæti. Margrét Sigurðardóttir. Ólína Kristín Jónsdóttir ÁSLAUG BRYLD STEINGRÍMSDÓTTIR lést sunnudaginn 28. júní í Danmörku. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 15. Lisa Þuríður Poulsen Jacob Poulsen Jonathan Poulsen Lars Erik Bryld Stella Bryld Emilie Bryld Marcus Bryld Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN KRISTÍN TEITSDÓTTIR, Didda, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 13. Guðlaugur Kristjánsson Hanna Sigurðardóttir Hildur Kristín Guðlaugsd. Þórunn Guðlaugsdóttir Hulda Guðlaugsdóttir Grétar Eiríksson og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, tengdadóttir og systir, EVA BJÖRG SKÚLADÓTTIR náms- og starfsráðgjafi, Hólatúni 13, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu laugardaginn 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Gunnlaugur Þorgeirsson Þorgeir Viðar Gunnlaugsson Þrúður Júlía Gunnlaugsd. Guðrún Hólmfríður Þorkelsd. Skúli Viðar Lórenzson Þrúður Gunnlaugsdóttir Þorgeir Jónas Andrésson Guðrún Erla Sigurðardóttir Sigurlaug Skúladóttir Finnbjörn Vignir Agnarsson Aðalheiður Skúladóttir Þórður Friðriksson Hólmfríður Guðrún Skúlad. Tryggvi Kristjánsson Elskulegur faðir minn, sonur, bróðir, mágur og frændi, RÖGNVALDUR INGI STEFÁNSSON, Sauðárkróki, lést laugardaginn 8. ágúst á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 14. Í ljósi aðstæðna er fjöldi gesta takmarkaður en athöfninni verður streymt á facebooksíðu Sauðárkrókskirkju. Aðstandendur afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Skagafjarðar. Ólína Rut Rögnvaldsdóttir Ólína Rut Rögnvaldsdóttir Stefán Jón Skarphéðinsson Ólafur Björn Stefánsson Helga Daníelsdóttir Skarphéðinn K. Stefánsson Hildur Haraldsdóttir systkinabörn og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 7. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 19. ágúst klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir útförina en athöfninni verður streymt frá https://www.facebook.com/groups/utforragnhildarsteinunnar/. Drífa Maríusdóttir Guðni Jóhann Maríusson Guðrún Guðmundsdóttir Jón Þór Maríusson Marta Sigurðardóttir Alba Lucia Alvarez barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og kærleika og sendu hlýjar kveðjur við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, sonar, tengdasonar og bróður, GUNNARS M. ERLINGSSONAR, löggilts endurskoðanda, Hæðarseli 14, Reykjavík. Lilja Guðjónsdóttir Kolbrún F. Gunnarsdóttir Sigurður Dagur Sigurðarson Andri Örn Gunnarsson Dagný Jónsdóttir Gunnar Örn Sigurðarson Björgvin Logi Sigurðarson Lilja Kristín Sigurðardóttir Birkir Úlfar Sigurðarson Kolbrún Gunnarsdóttir Erling J. Sigurðsson Sigfríður Runólfsdóttir systkini og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF STEINARSDÓTTIR, lést 30. júlí. Útför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heru líknarþjónustu, Heimahjúkrunar Reykjavíkur og deildar 11 E á Landspítalanum. Pétur Már Pétursson Elísabet Pétursdóttir og fjölskylda hinnar látnu Útför SIGÞRÚÐAR MARGRÉTAR ÞÓRÐARDÓTTUR, fyrrverandi bónda í Hvammi, Norðurárdal, fer fram frá Grafarvogskirkju 21. ágúst klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana verður athöfninni streymt í gegnum facebook-hópinn Útför Siggu Möggu. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Sverrir Guðmundsson Hrafnhildur Sverrisdóttir Axel Friðgeirsson Þórður Smári Sverrisson Hanna Kristín Bjarnadóttir Sverrir Már Sverrisson Dagur Sverrir, Margrét María og Freyja Magnea Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN KRISTJÁN SIGURSTEINSSON sjómaður, lést á heimili sínu mánudaginn 3. ágúst. Útförin fór fram 16. ágúst. Guðmundur Þór Jónsson Helena Kirsten Kaldalóns Sigursteinn Mar Jónsson Hilma Dögg Hávarðardóttir Eydís Mary Jónsdóttir Guðmundur Stefán Gunnars. og barnabörn Enginn bar hið austfirska gælu- nafn „gæska“ betur en hún og var hún þó ekki að austan. En Ingveldur tengdist Austurlandi nánum böndum og varð ekki bara Gæska með stórum staf, heldur líka tákn- mynd þess að fara austur fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Í Fellabænum stóð hún vaktina, horfði yfir Lagarfjótið og sá til þess á sinn áreynslulausa hátt að allt væri eins og vera bar og öllum sinnt. Hún var ying, Þráinn maður hennar var yang. Hann var gustmikill, hún róleg og hæglát en með húmor og ákveðnar skoðanir. Saman mynduðu þau órofa heild, ferðuðust víða en ráku líka heimili í þjóðbraut sem var oftar líkara veitinga- Ingveldur Anna Pálsdóttir ✝ Ingveldur Anna Páls- dóttir fæddist 12. apríl 1935. Hún lést 6. ágúst 2020. Útförin fór fram 13. ágúst 2020. stað og gistiheimili með öllum þeim aragrúa gesta sem ráku inn nefið alla daga, auk þess að standa í formlegum veitingarekstri um árabil. Ingveldur var alltaf til staðar, hún var hlýrri og yfirvegaðri en flestir, og fólk sótti í návist hennar einmitt vegna þessara eiginleika. Mér var hún stoð og stytta á erfiðum augna- blikum, með návist sinni færði hún þá ró og þann styrk sem þurfti til að komast í gegnum skafla. En hún var líka skemmtileg, fróð og minnug, áhugasöm um menn og málefni, listræn og mikil hannyrðakona. Endurtekin áföll síðustu ára rændu Ingveldi getunni til að tjá sig og það var sárt fyrir hennar nánustu að hún skyldi ekki geta notið þeirra sem skyldi. En nú hefur Þráinn end- urheimt Ingveldi sína og þau geta haldið í ferðalagið stóra. Góða ferð, Gæska. Urður Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.