Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 28

Morgunblaðið - 18.08.2020, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 2020 Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is Auglýsingamerkingar Risaprentun, límfilmur, álmyndir, límmiðar, bílamerkingar LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum 53.529 miðar höfðu í gær verið seldir á tvær íslenskar gamanmyndir sem eru í bíó, Ömmu Hófí og Síðustu veiðiferðina, næstum því jafnmargir og seldir voru á allar íslenskar myndir sem sýndar voru í bíó í fyrra en þær voru 16 talsins. Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson eru framleiðendur beggja mynda og leikstýrðu þeir einnig annarri þeirra, Síðustu veiðiferðinni. Þrátt fyrir samkomubann fyrr á árinu og síðar fjöldatakmarkanir og tveggja metra reglu milli bíógesta halda þessar myndir áfram að gera það gott í bíó og eiga eflaust eitthvað inni enn hvað aðsókn varðar. Árið í fyrra var einkar slæmt hvað aðsókn að íslenskum kvikmyndum varðar en aðeins ein íslensk kvik- mynd, Agnes Joy, komst á lista yfir þær 20 tekjuhæstu árið 2019. Í tilkynningu sem barst í ársbyrj- un frá FRÍSK, Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum sem held- ur utan um aðsóknartölur kvik- myndahúsa, kom fram að heildar- tekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildarmyndum árið 2019 voru um 68% minni en af íslenskum myndum árið á undan. Um 54 þús- und manns keyptu sér miða á ís- lenskar myndir í fyrra en 164 þús- und árið 2018. Vinsæl Úr Ömmu Hófí sem frumsýnd var í sumar og nýtur enn góðrar að- sóknar í bíó. Edda Björgvinsdóttir og Laddi fara með aðalhlutverk hennar. Yfir 53.000 í bíó á tvær íslenskar gamanmyndir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleik- ari verður á forsíðu 116. tölublaðs tímaritsins Pianist sem kemur út 18. september, að því er fram kemur í frétt á vef þess. Þar segir að áhrif hans í píanóheiminum fari vaxandi með degi hverjum og að síðustu mánuðir hafi verið sérlega spenn- andi hjá honum og hann átt mikilli velgengni að fagna. Nýjasta plata Víkings, Debussy - Rameau, sem kom út í mars á þessu ári, fór nýverið yfir 17 milljón streymi, að því er fram kemur í fréttinni en á kanadíska vefnum Umusic kemur fram að streymi verka í flutningi Víkings séu nú orð- in 112 milljónir í heildina. Segir í frétt Pianist að þetta sé mikið afrek hjá listamanninum og að hann sé nú einn þeirra klassísku tónlistarmanna sem náð hafi hvað mestu streymi á árinu miðað við fjölda mánaða frá út- gáfu. Í fréttinni er einnig greint frá því að Víkingur hafi gripið tækifærið í kófinu og leikið í beinni fyrir BBC Radio 4 útvarpsstöðina úr mann- lausri Hörpu, gert sjónvarpsþætti fyrir RÚV og unnið með Fílharm- óníusveitinni í Bergen. Víkingur hefur náð fádæma góð- um árangri með nýjustu plötu sinni og komist á topplista víða um lönd yfir vinsælustu klassísku plöturnar, m.a. í Þýskalandi, Sviss og hér á Ís- landi. Platan náði fyrsta sæti í Bret- landi, Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu og öðru sæti á bandarískum lista yfir hefðbundnar, klassískar plötur. Vitnað er í Víking í fréttinni og segist hann þakklátur fyrir að platan hafi ratað til svo margra. „Á tímum sóttkvíar hefur tónlistin það vald að geta flutt okkur til fagurra, fjar- lægra staða,“ segir Víkingur og ósk- ar öllum góðrar heilsu, ánægju og hamingjuríkra stunda í samneyti við tónlistina. Í gagnrýni Ríkarðar Ö. Pálssonar hér í Morgunblaðinu um plötu Vík- ings með verkum Debussy og Ra- meau, sem birt var í maí, segir m.a. að hikstalaust megi skipa þessum geisladiski í sérflokk. „Sannkallað eyrnayndi út í gegn – og kæmi varla á óvart ef svo sýnist einnig öðrum tímafarþegum á geimskipi Jarðar,“ skrifar Ríkarður undir lokin og gef- ur plötunni fullt hús stjarna, fimm af fimm mögulegum. Streymt 17 milljón sinnum  Pianist fjallar um velgengni Víkings Morgunblaðið/Einar Falur Með himinskautum Víkingur Heiðar nýtur bæði virðingar og vinsælda í heimi klassískrar tónlistar og telst með bestu píanóleikurum samtímans. Í Grikk eftir Domenico Star-none segir frá myndlistar-manni á áttræðisaldri sem erkallaður aftur á æskuheimili sitt í Napólí til þess að gæta dóttursonar síns meðan dóttirin og tengdasonurinn, sem þar búa, fara á ráðstefnu. Það reynist honum al- gjör ógerningur að hafa hemil á barninu og ekki síður að hafa ofan af fyrir því. Fjögurra ára barna- barnið, Mario, er stórkostleg per- sóna. Drengurinn er sakleysislegur og barnalegur en um leið nokkuð stríðinn og hér um bil illkvittinn. Enda lætur hann allt flakka eins og börn gera jafnan. Barnið er hrein- skilið og ákveðið og sér við veiklu- legum tilraunum afa síns við að halda uppi röð og reglu. Glíma Mallarico við dóttursoninn er það sem heldur frásögninni uppi. Hún er bráðfyndin en jafnframt óþægileg. Lesandanum er frá upp- hafi ljóst að Mallarico ræður illa við afahlutverkið og verður þess áskynja að einvígi barns og afa muni að öllum líkindum enda illa. Höfundinum tekst að lýsa þessum samskiptum þannig að þau verða ótrú- lega trúverðug og sú skelfing sem kemur yfir gamla manninn þegar hann áttar sig á því að hann ræður ekki neitt við neitt kemst vel til skila. Lesandinn fær einnig að gægjast í innri heim aðalpersónunnar. Malla- rico tekst á við fortíðina, bæði erfiða æsku sína í Napólí og ævistarfið sem myndlistarmaður. Hann speglar sig og sína verðleika í dóttursyninum Mario sem virðist taka afa sínum fram á flestum svið- um. Halla Kjartansdóttur þýddi verk- ið úr ítölsku og erfitt er að ímynda sér að nokkuð hafi tapast í þýðing- unni, textinn er svo áhrifamikill og stíllinn góður. Að öllu þessu lofi loknu verður þó ekki frá því vikið að nefna eftirmála bókar- innar sem er helsti eða jafn vel eini löstur verksins. Þar fær lesandinn að skyggnast í dagbók myndlistarmanns- ins þar sem ýmsar vanga- veltur, ekki síst um listina og glímu hans við viðfangs- efnið, koma fram. Tengsl Grikks við sögu Henry James, The Jolly Corner, eru gerð skýrari og vangaveltur aðalpersón- unnar um starf hans og feril eru dregnar fram. Þessi eftirmáli brýtur algjörlega það vandaða flæði sem einkennir verkið fram að honum. Þar er stokkið aftur á bak í frásögninni með það að markmiði að bæta við hana, auka skilning lesandans á því sem á undan er gengið. Hins vegar er ekkert í þessum eftirmála sem ekki hefði mátt eiga heima í miðri frásögninni eða hreinlega sleppa. Aðalfrásögnin er sögð í fyrstu per- sónu og því hefði auðveldlega mátt flétta þær hugmyndir sem koma fram í eftirmálanum inn í sjálfa frá- sögnina. Eins og áður sagði er helsti kost- ur þessa verks sú spenna sem næst með átökum afa og barnabarns og því synd að spilla þeim áhrifum með slökum og óþörfum eftirmála. Starnone hefur á snilldarlegan hátt sett fram tilvistarkreppu gamals manns þegar hann mætir fortíðinni í formi æskuheimilis og framtíðinni í formi barnabarns. Tilvistarkreppa Domenico Starnone setur á snilldarlegan hátt fram tilvist- arkreppu gamals manns þegar hann mætir fortíðinni í formi æskuheimilis og framtíðinni í formi barnabarns, skrifar gagnrýnandi m.a. um Grikk. Átök afa og barnabarns Skáldsaga Grikkur bbbbn Eftir Domenico Starnone. Halla Kjartansdóttir þýddi. Benedikt, 2020. Kilja, 176 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.