Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Arnar Pétursson maraþonhlaupari 15% AFSLÁTTUR AF OAKLEY-VÖRUM Í VERSLUNUM OKKAR TIL 5. SEPTEMBER SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Engar fréttir hafa enn borist Haf- rannsóknastofnun um veiði á hnúð- laxi í íslenskum ám í sumar. Líklegt er að einhverjir slíkir hafi veiðst og verið færðir í veiðibækur sem þá kemur í ljós við lok veiðitímabilsins. Sumarið í fyrra var hins vegar sett met í veiði á hnúðlöxum í ám hér á landi og voru skráðir stang- veiðiveiddir hnúðlaxar 213 á öllu landinu. Vitað var af veiði í alls 69 vatnsföllum en í sumum þeirra er ekki regluleg veiðiskráning. Í þeim er ekki vitað um fjölda en ef gert er ráð fyrir einum veiddum hnúðlax í hverri þeirra hafa veiddir hnúðlaxar alls verið alls 232, samkvæmt því sem fram kemur í yfirliti Hafrann- sóknastofnunar um lax- og silungs- veiði 2019. Flestir á Austurlandi Af skráðum veiddum hnúðlöxum veiddust flestir á Austurlandi eða 72, á Norðurlandi eystra 42 og Norður- landi vestra 30. Á Vestfjörðum veidd- ust 28, Suðurlandi 17, Vesturlandi 23 og á Reykjanesi veiddist einn hnúð- lax. Í net veiddust á Suðurlandi 16 hnúðlaxar og á Vesturlandi veiddist einn hnúðlax í net. Fyrsti hnúðlaxinn sem vitað er um að hafi veiðst hér á landi var í Hítará á Mýrum árið 1960 en hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa með hafbeit á hnúðlöxum í rúss- neskum ám við Hvítahaf og á Kola- skaga. Í framhaldi af því fór að bera á hnúðlöxum í ám í Evrópu og þar á meðal í íslenskum ám. Meira er af hnúðlaxi þegar ártalið stendur á oddatölu en jafnri tölu og því var gert ráð fyrir að hnúðlaxar yrðu færri í ár heldur en í fyrra. Á næsta ári eru lík- ur á aukningu á ný. Vitað er að hnúðlaxahrygnur hafa hrygnt í ár hér á landi og er vert að rannsaka hvort og hvaða áhrif hnúð- lax kann að hafa á fiskstofna og ann- að lífríki í ám hér á landi, segir í yf- irliti Hafró. Tilmæli eru um að landa öllum hnúðlaxi og veiðimenn eru beðnir um að skrá veidda hnúðlaxa. Morgunblaðið/Líney Hnúðlax Talið er að fiskurinn drepist að lokinni hrygningu. Met hnúðlaxa í fyrra  Veiði í 69 vatnsföllum  Fáir á ferð- inni í ár, en búist við fjölgun að ári Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þeir hafa selt okkur efni á háu verði og bjóða svo í framhaldinu í sömu verk á verði sem ekki er hægt að keppa við,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi malbikunarfyrirtækisins Fagverks. Vísar hann í máli sínu til Malbik- unarstöðvarinnar Höfða sem er í eigu borgarsjóðs Reykjavíkur. Fyrirtækið hefur undanfarin ár keppt við fyrir- tæki á einkamarkaði. Að sögn Vil- hjálms er erfitt að keppa við malbik- unarstöðina. „Þeir hafa alltaf komist upp með að selja okkur efni á verði sem er mjög hátt. Síðan bjóða þeir lægra verð í verkin. Þeir borga í raun með sér í vinnuliðnum,“ segir Vilhjálmur sem undrast mjög vinnubrögð fyrirtækis- ins. Hann hafi því fundið sig knúinn til að mæta samkeppni borgarsjóðs. „Þeir taka alltaf bestu verkin þannig að ég fór og reisti sjálfur malbikunar- stöð. Búið er að setja stöðina upp þannig að ég er kominn í beina sam- keppni við þá,“ segir Vilhjálmur. Reisa stöð á sama stað Malbikunarstöðin var tekin í gagn- ið á þessu ári en kostnaður fram- kvæmdanna stendur nú í 1,3 milljörð- um króna. Gera má ráð fyrir að heildarfjárfestingin verði um 2,5 milljarðar króna. Stöðin er á Esjuvöll- um í Mosfellsbæ og verður Fagverk þar nú með aðstöðu til framleiðslu malbiks. Í kjölfar uppbyggingar Fag- verks greindi Reykjavíkurborg frá því að uppi væru áætlanir um að reisa sambærilega stöð á svæðinu í stað Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Seg- ir Vilhjálmur að erfitt sé að vera í stanslausri samkeppni við opinbera aðila með ótakmarkað fjármagn. „Ég fékk nóg af þessu og ákvað að reisa mína eigin malbikunarstöð. Reykja- víkurborg er síðan núna að reisa nýja malbikunarstöð þar sem ég setti mína. Þeir eru að fara af höfðanum enda eru þeir á undanþágu frá Um- hverfisstofnun. Nú eru þeir því á fullu að undirbúa nýja stöð á Esjuvöllum. Þeir munu setja milljarða í þá fram- kvæmd og í framhaldinu halda áfram samkeppni við okkur hina á markaðn- um.“ Vill borgina af markaðnum Sjálfur segist Vilhjálmur vilja Reykjavíkuborg af markaðnum. Ekki sé sanngjarnt fyrir einkaaðila að þurfa að eiga í samkeppni við djúpa vasa opinberra stofnana. „Það er búið að slökkva á malbik- unarstöðinni í Hafnafirði því hún fær engin verkefni. Reykjavíkurborg á ekki að vera í svona framleiðslu, þeir eiga bara að loka malbikunarstöð- inni,“ segir Vilhjálmur og bætir við að tilvalið sé að hætta rekstri Malbikun- arstöðvarinnar Höfða í stað þess að flytja hana. „Þeir þurfa að setja upp aðstöðu fyrir marga milljarða til að halda áfram. Það væri best að nýta tækifærið núna og leggja starfsemina niður.“ Borgin stundi undirboð og hirði bestu verkin  Segir erfitt að keppa við djúpa vasa Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Arnþór Malbikunarstöð Borgarsjóður Reykjavíkur hefur rekið stöðina síðustu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.