Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Að taka skynsamlegarákvarðanir (ChoosingWisely) er erlend her-ferð í lækningum sem miðar að því að draga úr rann- sóknum, aðgerðum og meðferðum sem sjúklingar hafa ekki gagn af og sem í versta tilfelli geta skaðað þá. Hlutverk herferðarinnar er að efla samtöl milli lækna og sjúk- linga og með því hjálpa sjúkling- um að velja meðferð sem er:  Byggð á gagnreyndri lækn- isfræði  Ekki endurtekning á rannsókn eða meðferð sem þegar hefur ver- ið gerð  Óskaðleg  Nauðsynleg Of mikil meðferð eða of snemma er ekki alltaf það besta fyrir sjúklinginn. Ítarleg rannsókn er heldur ekki alltaf æskileg. Stundum skapast aðstæður þar sem læknar meðhöndla eða rann- saka of mikið, sem getur skaðað sjúklinginn. Herferðin að taka skynsamlegar ákvarðanir ætti að auðvelda læknum og sjúklingum að forðast það. Ábending er lykilhugtak Markmið herferðarinnar er að draga úr ofgreiningu og oflækn- ingum. Aðalskilaboð herferð- arinnar eru að meira er ekki alltaf betra. Fjöldi erlendra sérgreina- félaga lækna og sjúklingasamtaka sem hafa tekið þátt í herferðinni hefur gert tillögur um/til að draga úr skaðlegri notkun rannsókna, aðgerða og meðferða. Tillögunum er ætlað að vekja samtal um hvað sé viðeigandi og nauðsynleg með- ferð. Þar sem aðstæður hvers sjúklings eru einstakar gætu læknar og sjúklingar notað tillög- urnar til að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi viðeigandi rannsóknir og meðferðir. Hér að neðan eru nefndar 13 til- lögur um rannsóknir, aðgerðir eða meðferðir sem læknar og sjúklingar ættu að hafa í huga. 1. Ekki er ábending fyrir mynd- greiningu vegna verkja í mjó- baki nema grunur sé um undir- liggjandi sjúkdóm. Myndgreining af mjóhrygg inn- an sex vikna bætir ekki horfur. 2. Ekki nota sýklalyf við sýkingum í efri öndunarfærum sem eru líklega orsakaðar af veirum, svo sem kvefpestir eða við veikindi, sem batna án meðferðar eins og skútabólga sem hefur staðið skemur en sjö daga. 3. Ekki skal skima einkennalausa sjúklinga eða sjúklinga með litla áhættu með lungnamynd eða hjartalínuriti. 4. Ekki skima konur yngri en 23 ára og ekki eldri en 65 ára fyrir krabbameini í leghálsi. 5. Ekki skima árlega með blóð- rannsóknum nema það sé aug- ljós ábending um að sjúklingur sé í áhættuhóp. 6. Ekki mæla reglulega D-vítamín hjá fullorðnum með litla áhættu. 7. Ekki er mælt með reglulegri skimun fyrir brjóstakrabba- meini með brjóstamyndatöku fyrir konur sem eru á aldrinum 40-49 ára í meðaláhættu. Sér- stakt mat á óskum og áhættu hverrar konu ætti að vera leið- beinandi um umfjöllun og ákvörðun varðandi skimun á brjóstamyndatöku hjá þessum aldurshópi. 8. Ekki ætti að gera árlegar heilsufarslegar skoðanir hjá ein- kennalausum fullorðnum ein- staklingum án marktækra áhættuþátta. 9. Ekki skima fyrir beinþynningu hjá sjúklingum með litla áhættu með beinþéttnimælingu. (DEX- ADual-Energy X-ray Absorp- tiometry). 10. Ekki ráðleggja sjúklingum sem ekki eru með insúlínháða sykur- sýki að mæla reglulega blóðsyk- ur milli eftirlits hjá lækni. 11. Ekki panta skjaldkirtilspróf hjá einkennalausum sjúklingum. 12. Sterkum (ópíóíð) verkjalyfjum skal aðeins ávísað strax í kjölfar aðgerðar eða við bráðum mikl- um verkjum. 13. Ekki hefja meðferð með sterk- um verkjalyfjum (ópíóíð) til lengri tíma vegna langvinnra verkja fyrr en reynd hefur verið önnur meðferð en lyfjameðferð eða meðferð með verkjalyfjum án ópíóíða. Á vefsíðunni www.choosingw- isely.org má lesa meira um herferð- ina Á heilsuvera.is eru gagnreyndar upplýsingar upplýsingar um heilsu og áhrifaþætti hennar. Draga ber úr oflækningum Morgunblaðið/Eggert Tívolí Lífið snýst áfram hring eftir hring og mikilvægt er að njóta hverrar stundar þegar og ef heilsan er góð. Stundum skapast aðstæður þar sem læknar meðhöndla eða rannsaka of mikið, sem getur skaðað sjúklinginn  Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Kristjana Kjartansdóttir heimilislæknir Kristján Oddsson svæðisstjóri og fagstjóri lækninga Heilsu- gæslunni Hamraborg Þó ágúst sé rétt á enda runninn er ferðalagatíminn hreint ekki búinn. Ágæt veðurspá er fyrir sunnanvert landið á næstu dögum og þá gæti verið gaman að skreppa í bíltúr, til dæmis inn í Landmannalaugar eða Þórsmörk. Veður á þessum tíma er yfirleitt stillt og notalegur blær ligg- ur í loftinu. Aðeins er farið að djarfa fyrir haustlitum sem setja skemmtilegan svip á landið. Á afskekktum leiðum þarf stundum að fara á vöðum yfir ár og læki sem yfirleitt eru vatnslítil á þessum tíma. Þó ber að fara með fyllstu gát, til dæmis í Merk- urferðum. Einnig getur verið gaman að fara yfir Kjöl, það er þvert yfir landið úr Biskupstungum og norður í Blöndu- dal en þarna á milli eru 168 kíló- metrar. Margt ber fyrir augu á leið- inni; jöklasýn er einstök og á jarðhitasvæðinu á Hveravöllum er litasinfónía í allra hæsta gæðaflokki. Af Kjalvegi eru svo aðeins um það bil 10 kílómetrar í Kerlingarfjöll; sér- stakan klasa tinda, dala og hvera á landsvæði sem nýlega var friðlýst. Af öðrum leiðum má svo tiltaka Kaldadalsleið, frá Þingvöllum að Húsafelli í Borgarfirði. Þar á milli eru 94 kílómetrar; ágætur malar- vegur og margt áhugavert að sjá á leiðinni. Af Kaldadalsveg má svo einnig aka um Uxahryggi niður í Lundarreykjadal, sem kallast getur skemmri skírn þegar farið er bak- dyramegin í Borgarfjörðinn. Haustið er heillandi tími til ferðalaga Notalegur blær liggur í loftinu í ágústlok Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landmannalaugar Ekið yfir ár. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveravellir Hér eru litbrigði jarð- arinnar í rauninni engu lík. Vörulisti IKEA, sem kemur jafnan út í byrjun starfsárs fyrirtækisins, sem hefst þann 1. september ár hvert, kemur að þessu sinni aðeins út raf- rænt. Efnislega er listinn með svipuðu sniði og undanfarin ár en formið breytt. Umhverfisþátturinn spilar einnig inn í, en vörulisti IKEA hefur í mörg ár verið meðal stærstu prentverkefna í heimi og einhver umfangsmesta póst- dreifing á Íslandi á ári hverju. „Það er ánægjulegt að í óvissunni sem hefur ríkt undanfarið, og ríkir enn, séu ákveðnir fastir pólar eins og vörulist- inn okkar enn til staðar. Á sama tíma er það lýsandi að þessi hornsteinn IKEA sé í sífelldri þróun, ekki bara efn- islega, heldur líka til að aðlagast nú- tímatækni,“ segir Stefán R. Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Áramót hjá IKEA IKEA Fyrirtæki í þróun, segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri. Vörulistinn er stafrænn Pósturinn ætlar að koma til móts við aukna netverslun Íslendinga með því að bæta við dreif- ingardegi á laugar- dögum á höfuð- borgarsvæðinu. Sendingar sem áð- ur voru afhentar á mánudegi koma nú laugardegi. Heimkeyrsla á laugardögum fer fram milli klukkan 10 og 14 en einnig verður fyllt á Póstbox og farið með sendingar í Pakkaport á sama tíma. Breytingin tekur gildi nú um helgina, laugardag- inn 29. ágúst. Viðskiptavinir sem fá sendingar með heimkeyrslu fá SMS um afhendingartíma. Netverslun í sókn Pakkarnir nú á laugardögum Pósturinn Send- ing er á leiðinni. Dagverðarnessel í Dalabyggð Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Dagverðarnessel í Dalabyggð Jörðin liggur á lágu nesi sem skagar út til suð-vesturs frá Fellsströnd og er um 250 hektarar að stærð. Enginn uppi- standandi húsakostur er á jörðinni en jörðin hefur verið í eyði í mörg ár. Mikil náttúrufegurð og friðsæld er á þessu svæði sem óhætt er að segja að liggi rétt utan alfaraleiðar. Fremur stutt er t.d. í Búðardal og á ýmsa sögustaði tengda Íslendingasögunum. Talið er að Auður Djúpúðga hafi snætt dögurð á Dagverðarnesi er hún fór þar um með fylgdarliði sínu í leit að öndvegissúlum sínum. Fyrir ströndinni blasa við eyjaklasar á Breiðafirði með margbrotnu fuglalífi og eru þar aðalheimkynni hafarnarins. Á jörðinni var töluverð dúntekja á meðan hún var stunduð. Síðar á þessu ári opnar hin 950 km Vestfjarðaleið sem mun m.a. liggja um Fellströnd. Áhugaverð jörð í ósnortinni náttúru og fögru umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.