Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
✝ Petrína SæunnRandversdóttir
fæddist í Reykjavík
1. apríl 1971. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 14.
ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar eru Randver
Alfonsson, vélstjóri
og síðar vöru-
bifreiðarstjóri,
fæddur 16. mars 1939 í Dverga-
steini í Ólafsvík, dáinn 12. des-
ember 2006, og Ingibjörg
Hauksdóttir húsmóðir og verka-
kona, fædd 28. júní 1941 á Arn-
arstöðum í Helgafellssveit.
Bróðir Petrínu er Haukur,
fæddur 26. júlí 1966, maki
Hrafnhildur Jónsdóttir, fædd
26. ágúst 1973. Þau eiga tvo
syni, Vigni Gunnar, fæddan
1992, og Arnar Inga, fæddan
2001. Petrína Sæunn giftist Þór-
arni Þór Magnússyni, fæddum
23. nóvember 1971. Foreldrar
hans eru Magnús Sigurðsson,
fæddur 19. júlí 1941, látinn 10.
júlí 1973, og Vilhelmína Þór,
fædd 6. ágúst 1946. Börn þeirra
eru Andri Þór, fæddur 9. sept-
ember 1994, Randver Þór,
ur árum. Þó að ævi Petrínu hafi
ekki verið löng lifði hún lífinu
eins vel og hún gat, hún fór ung
að vinna í fiski hjá Stakkholti í
Ólafsvík og seinna þegar hún
flutti til Reykjavíkur vann hún
hjá Fiskkaupum en færði sig
svo seinna yfir í skrifstofuvinnu
og starfaði undir það síðasta hjá
Laugarnesskóla. Þar átti hún
marga vini og sennilega átti
hún orðið hluta í öllum börn-
unum sem þar voru því Petrína
var ofboðslega barngóð og náði
til allra barna á sinn einstaka
hátt. Hestarnir áttu hug hennar
og hún gat eytt heilu dögunum í
hesthúsinu með vinkonum sín-
um Guðrúnu og Berglindi þar.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en að Petrína hafi vitað í
hvað stefndi því það var svo
margt sem hún varð að gera í
sumar, hún fór í að minnsta
kosti tvær hestaferðir og hún
prjónaði alveg heilan haug af
lopapeysum í sumar fyrir strák-
ana sína og bróður sinn og móð-
ur en eins og með allt þá verður
alltaf eitthvað eftir og átti hún
smávegis eftir í tveimur peysum
sem verða kláraðar af öðrum.
Útför Petrínu Sæunnar fer
fram frá Grafarvogskirkju í
dag, 27. ágúst 2020, klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
verður útförinni streymt á
https://www.facebook.com/
groups/petrinajardarfor. Hægt
er að nálgast virkan hlekk á
streymið á www.mbl.is/andlat/.
fæddur 24. júlí
1996, og Vil-
hjálmur Magnús
Þór, fæddur 28.
september 2000.
Petrína og Þórar-
inn skildu. Seinna
kynnist hún eftirlif-
andi sambýlis-
manni sínum, Guð-
mundi J.
Guðmundssyni,
fæddum 2. mars
1974. Guðmundur á þrjár dætur
frá fyrra sambandi; Hrefnu,
Belindu og Gabríelu. Petrína
ólst upp í föðurhúsum í Ólafs-
vík. Hún gekk í barnaskólann í
Ólafsvík. Petrína stundaði nám
við skrifstofu- og ritaraskólann
í Reykjavík og lauk námi þaðan
1990. Eftir það starfaði hún
meðal annars á endurskoð-
unarskrifstofu, hjá Gunnars
majones, Vinnueftirlitinu og hjá
Samskipum. Hún bjó um tíma í
Borgarnesi og vann þá í grunn-
skólanum þar. Eftir að hún
flutti aftur til Reykjavíkur bætti
hún við sig námi í grafískri
hönnun og fór síðan að vinna í
Laugarnesskóla. Þar vann hún
þangað til hún veikist af
krabbameininu fyrir ca. tveim-
Elsku systir, mágkona og
frænka. Enn á ný bankar sorgin
upp á hjá okkur, nú með brott-
hvarfi þínu, alltof fljótt. Það er
margs að minnast sem fær okkur
til að eiga auðveldara með að
sakna þín. Við hugsum um
hversu góð og hversu auðvelt var
alltaf að biðja þig um allt og þú
varst alltaf tilbúin að hjálpa okk-
ur ef eitthvað vantaði. Við vorum
að rifja upp ferðir okkar saman
til útlanda, þegar við fórum til
Kanarí með foreldrum okkar og
strákarnir þínir voru líka, það
voru keyptar tvær kerrur fyrir
þá tvo yngstu og þeir frændur
voru nú ekkert svo mikið að nota
þessar kerrur. Ef við vorum ekki
að sinna þeim þá stóðu þeir bara
upp og löbbuðu með kerrurnar
og við hlógum öll að því að horfa á
þá og svo þegar okkur datt allt í
einu í hug að skreppa til Orlando.
Þú fórst nú létt með að keyra á
eftir okkur þar í myrkrinu frá
flugvellinum og á hótelið þó svo
að þig vantaði GPS en við leyst-
um það með því að hafa talstöð á
milli bíla en svo var bara farið og
keyptur GPS og þá voru þér allir
vegir færir. Það var rosalega
gaman í báðum ferðum, sérstak-
lega í Orlando-ferðinni þegar
Randver plataði þig í Hulk-rússí-
banann, við erum enn að spá í
hvort ykkar var grænna í framan
eftir þá ferð en við skemmtum
okkur konunglega með því að
horfa á skjáinn og sjá ykkur tvö
skelfingu lostin í þeirri þeysiför
sem þið fóruð í. Þó þú værir lasin
og ég segði við þig einu sinni í
gríni að það þyrfti nú að mála bú-
staðinn og svo fór ég eitthvað en
þegar ég kom til baka þá sagðir
þú að ég ætti eftir að mála
gluggana en þú og strákarnir þín-
ir væruð búin með allt annað, eft-
ir þetta passaði ég mig á að segja
ekkert svona við þig því þú hefðir
verið vís með að byrja á að hjálpa
mér. Þú varst liðtæk í öllu sem ég
bað þig um, að fara út á sjó var
ekkert mál, þú leystir það verk
vel af hendi en púkinn ég
skemmti mér vel að sjá þig rúll-
andi út um allt dekk og sjóveika í
þokkabót en vinnan var leyst vel
af hendi. En púkinn var nú líka í
þér eins og í vetur þegar þú baðst
mig um að koma með þér í rúmfó
því þig vantaði skáp, sú ferð end-
aði með að þú varst búin að láta
mig kaupa nýtt eldhúsborð og
stóla og skápinn tókst þú svo með
þér heim. Fyrir þremur árum
bað ég þig um að prjóna lopa-
peysu, ekkert mál, ókei fínt, mig
vantar tvær sem ég ætla að gefa í
afmælisgjöf og það þarf að vera á
þeim logo, humm, hvað viltu láta
standa á þeim og ég sagði þér það
og þú byrjaðir og svo komstu
með þær til að sýna mér hvað þú
værir búin að gera og ég sagði að
það þyrfti að breyta aðeins og
ekkert mál, þú raktir upp svo til
alla peysuna og byrjaðir bara upp
á nýtt og skilaðir svo þessum
tveimur peysum til mín og þær
fóru svo á góða staði. En þú varst
ekki hætt í peysunum, þú færðir
mér eina í sumar sem á eftir að
ylja mér um hjartaræturnar ef ég
tími einhvern tíma að nota hana
því hún verður minning um þig
þannig að ég vil eiga þessa peysu
lengi. Svona væri endalaust hægt
að tala um hluti sem þú varst allt-
af tilbúin að gera fyrir mig og fyr-
ir okkur í minni fjölskyldu. Við
reynum að taka við þínum
drengjum og gera allt sem við
getum fyrir þá ef þess þarf. Takk
fyrir að hafa verið til staðar fyrir
okkur, far þú í friði og við hitt-
umst öll einhvern tímann seinna.
Elsku Andri, Randver, Vilhjálm-
ur og Guðmundur, við vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Kveðja,
Haukur, Hrafnhildur,
Vignir Gunnar og
Arnar Ingi.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo falleg, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur
hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Hún er dáin, horfin. Hvar á ég
að byrja? Hvernig get ég haldið
áfram?
Kannski ég byrji bara á því að
segja hversu mjög svo sárt ég
sakna þín. Þú ert rétt nýfarin frá
mér og ég er tóm. Það er erfitt að
hugsa sér lífið án þín. Finnst svo
óréttlátt hversu snemma þú ert
tekin frá okkur öllum. Ég náði
ekki að segja allt við þig. Við náð-
um ekki að gera það sem við höfð-
um talað um að gera og í því er
eftirsjá en svo er ég svo þakklát
fyrir þann tíma sem við höfðum
þó. Hestarnir í vetur, ferð á
Þingvelli í vor og svo toppurinn,
Hítarnesfjörur með skvísunum í
byrjun júní. Þeim tíma gleymi ég
aldrei. Það var svo gaman, þú
skemmtir þér svo vel, við döns-
uðum saman og knúsuðumst og
riðum fjörurnar á okkar gæðing-
um. Ég á svo margar góðar
minningar með þér sem verður
gott að hugsa til á erfiðum tím-
um. Ég hef þekkt þig hálfa æv-
ina. Ég hef alltaf getað stólað á
þig, alltaf komst þú hlaupandi til
að hjálpa mér þegar á þurfti að
halda. Það er sama hvaða minn-
ing kemur upp í hugann, ég sé
þig alltaf káta og brosandi. Lífið
tekur oft óvænta stefnu og þú
fékkst að hafa fyrir því síðast-
liðin næstum tvö ár. Hvernig þú
tókst á þessum veikindum frá
upphafi fæ ég aldrei skilið.
Æðruleysi þitt og jákvæðni var
með eindæmum, tókst öllu með
ró og bjartsýni og kvartaðir aldr-
ei. Þig langaði til að lifa en
kveiðst ekki dauðanum. Þú hefð-
ir viljað fá að sjá drengina þína
þrjá ganga lengra inn í lífið,
koma sér fyrir, giftast og eignast
börn.
Þeir eru duglegir strákarnir
þínir og sýna og sanna að þeir
eru synir þínir, hugrakkir og
sterkir eins og þú. Þú getur verið
stolt af þeim, þú ólst þá vel upp
og þeir eru góðir drengir.
Þegar dofinn og tómleikinn
minnka þá tekur raunveruleikinn
við og hann er sá að ég mun aldr-
ei faðma, kyssa, tala við og eiga
góðar stundir með þér framar.
Hjarta mitt er rifið í sundur.
Elsku Peta mín kvaddi okkur
þann 14. ágúst eftir harða bar-
áttu við krabbamein. Ég mun
alltaf sakna hennar og elska og
vona að við hittumst á ný. Ég
geymi góðar minningar og rifja
þær upp þegar söknuðurinn
hellist yfir mig.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni
af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki
er gjöf sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum,
er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði en með þakklæti í huga fyrir
að hafa fengið að njóta þeirra for-
réttinda að eiga þig að í allan
þennan tíma.
Kæra fjölskylda, ég votta ykk-
ur mína innilegustu samúð og bið
um styrk ykkur til handa í sorg-
inni.
Guðrún.
Elsku bóngóða perlan okkar
hefur kvatt þetta líf. Petrína kom
til starfa í Laugarnesskóla 2011.
Peta, eins og hún var kölluð í
skólanum, starfaði sem skrif-
stofustjóri og var í því hlutverki
mikilvæg fyrir alla sem komu að
skólastarfinu, jafnt starfsfólk
sem nemendur og aðstandendur.
Hún vakti strax athygli fyrir ein-
stakan persónuleika sinn. Hún
var bóngóð, greiðvikin og lausna-
miðuð. Það var ekkert verkefni
vandamál í hennar huga.
Börnin í skólanum þekktu
hana sem Petu ritara, en það kom
fyrir að sá titill þvældist fyrir
yngstu nemendunum og áttu þeir
til að spyrja eftir „yddaranum“
eða jafnvel „riddaranum“. Peta
var réttnefndur riddari skólans,
svo þolinmóð, hjartahlý og vina-
leg sem hún var. Hún hafði ein-
staklega góða nærveru, glaðlynd
og alltaf brosandi enda var stutt í
sprellið. Samstarfsfólk stoppaði
oft við borðið hennar til að fíflast
og sprella eða tala um allt og ekk-
ert. Það var svo gott að tala við
Petu og oft barst spjallið að dýr-
um því Peta var mikill dýravinur
og átti þau nokkur. Hún eyddi
miklum tíma með hestunum sín-
um og heima átti hún ketti og
hunda.
Peta var sælkeri og elskaði
kökurnar hans Sigga kokks. Svo
vissi samstarfsfólk hennar alveg
hver átti „rauða kókið“ í ísskápn-
um á kaffistofunni. Kalt kók var
drykkurinn hennar Petu, sem var
þó skondið því hún var svo mikil
kuldaskræfa. Oftar en ekki sat
Peta við borðið sitt með kross-
lagðar hendur í lopapeysu, með
blástursofn á fullu við fæturna og
samt með ískaldar hendur.
Peta var með hjarta úr gulli.
Hún var einstaklega umhyggju-
söm og góð móðir, velferð strák-
anna hennar var það sem skipti
öllu máli hjá henni.
Við kveðjum Petu, okkar fal-
lega og skipulagða prakkara, sem
var hugrökk, bjartsýn og þraut-
seig allt fram á síðasta dag.
Elsku Guðmundur, Andri,
Randver, Vilhjálmur, Ingibjörg
og aðrir aðstandendur, missir
ykkar er mikill.
Innilegar samúðarkveðjur frá
öllu samstarfsfólki Petu riddara í
Laugarnesskóla.
Sigríður Heiða Bragadóttir.
Petrína Sæunn
Randversdóttir
raunverulega kynntumst. Æ síð-
an hefur verið órjúfanleg vinátta
og ást milli okkar. Við vorum
mjög nánar en það gladdi mig
líka mikið hvað Sverrir og Pétur
tengdust góðum böndum. Við
fórum í nokkrar ferðir saman
innanlands og utan og áttum
ómetanlegar samverustundir á
heimilum okkar. Þegar Gunna
var orðin ein fór hún oft með
mér til Jónu dóttur á Ítalíu og
slóst líka í för á margar óperu-
frumsýningar Kristjáns tengda-
sonar okkar út um heim. Í einni
slíkri var Hulda systir með í för
og við systurnar þrjár áttum
ógleymanlega daga saman á Ítal-
íu. Slíkar samverustundir urðu
óþrjótandi uppspretta þegar
skammtímaminni systur okkar
tók að bila. Við yngstu systur
fórum þá í heimsóknir á Fjölnis-
veginn og nefndum það Brunn-
götukaffi með tilvísun til æsku-
heimilisins. Á slíkum stundum
hurfum við með Gunnu vestur á
æskuslóðir og upplifðum oft ljúf-
ar frásagnir úr minningabrunni
systur okkar. Um lífið heima eða
á Sléttu hjá ömmu og afa eða
annað sem við þekktum ekki af
því foreldrar okkar féllu
snemma frá. Við systkinin urð-
um afar samheldin og nutum
minninga fyrri ára. Gunna bjó í
mörg ár í sama húsi og Elli son-
ur hennar. Þar var hún ham-
ingjusöm. Strákarnir hennar
Gunnu og fjölskyldur þeirra
voru henni svo hjartfólgin og
hún átti langt og gott líf. Á
kveðjustundinni vottum við þeim
hjartans samúð. Börnin okkar
Jóna, Orri og Jón Einar tengd-
ust Gunnu tilfinningaböndum.
Þau og við Sverrir þökkum
henni allar góðu samverustund-
irnar. Við munum öll minnast
hennar í gleði og væntumþykju
og með þakklæti. Blessuð sé
minning einstakrar konu og
yndislegrar systur.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Fósturlandsins Freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matthías Jochumsson)
Þetta er ljóðið sem kemur
fyrst upp í huga minn þegar ég
hugsa um hana Gunnu systur
mína sem nú er látin. Hún var
elst af okkur systkinunum og
góð fyrirmynd. Við vorum 8
systkinin og stutt á milli okkar
allra. Eftir því sem börnunum
fjölgaði varð hún hundleið á
þessu barnastússi því auðvitað
kom það mikið í hennar hlut að
sinna okkur, en auðvitað gerði
hún það af ást og umhyggju eins
og hennar var von og vísa. En
við vorum samrýmd og áttum
margar gleðistundir saman.
Þegar ég var tólf ára fékk ég
að fara í heimsókn til hennar á
Blönduós þar sem hún bjó í
nokkur ár. Þá var hún rétt
ókomin úr kvenfélagsferðalagi
þannig að ég hitti hana ekki fyrr
en morguninn eftir að ég kom.
Þegar ég sá hana fannst mér
hún geislandi falleg og ég hugs-
aði, mikið á ég fallega systur.
Þegar ég fór aftur heim fylgdi
hún mér að rútunni. Ég horfði á
eftir systur minni og fékk tár í
augun því ég vildi taka hana með
mér til Ísafjarðar og hafa hana
hjá okkur. En Þetta var yndisleg
heimsókn í alla staði og heimilis-
fólkið allt svo elskulegt við mig.
Í ferð okkar hjóna til Reykja-
víkur þar sem við gistum hjá
Gunnu ákváðum við að gifta okk-
ur. Við sögðum bara pabba frá
því því við vildum ekkert um-
stang. En Gunnu grunaði að eitt-
hvað stæði til og tók sig til og
hélt kaffiboð fyrir nánustu ætt-
ingja okkar og gerði daginn þar
með ógleymanlegan.
Við misstum móður okkar
snemma, þá var yngsta systkinið
tíu ára og Gunna var flutt til
Reykjavíkur. En hún fylgdist
alltaf með okkur og gaf okkur
góð ráð og sýndi okkur hugul-
semi. Hún var samt aldrei með
afskiptasemi því það var ekki
hennar háttur.
Gunna varð snemma ekkja og
sýndi mikinn dugnað með allt
sem þurfti að gera við þær að-
stæður, strákarnir hennar bera
þess vitni og barnabörnin sem
hún sinnti af ástúð og hlýju.
Við Veiga systir fórum oft
seinni árin í heimsókn til hennar
og ljómaði hún alltaf í framan
þegar hún sá okkur og áttum við
yndislegar stundir saman. Eftir
að hún eltist hrakaði minni henn-
ar smátt og smátt en hún mundi
allt það gamla frá fortíðinni. Við
fórum með henni í huganum til
Ísafjarðar og Sléttu og rifjuðum
upp gamlar minningar. Hún
sagði okkur líka margar sögur af
því sem gerðist fyrir okkar tíma.
Henni var hugleikið að tala um
mömmu og hvað hún hafi verið
dugleg með öll þessi börn sem
hún sinnti að miklu leyti ein þar
sem pabbi var langdvölum að
heiman á sjó. Þegar pabbi fór á
síld sigldi hann fyrst með fjöl-
skylduna á Sléttu þar sem dvalið
var sumarlangt. Gunna elskaði
Sléttu og naut þess að vera þar.
Hún Gunna systir var mikill
námshestur og hefði getað lagt
margt fyrir sig. Hún var stolt
kona sem stóð á sínu en kunni
líka að hlusta. Hún var traust og
þolinmóð og gerði ekkert í fljót-
heitum. Hún var mikil réttlætis-
manneskja og ræktaði garðinn
sinn vel. Ég mun sakna allra
góðu stundanna sem við áttum
saman.
Guð geymi þig og blessi, elsku
systir.
Helga.
Við kölluðum hana aldrei neitt
annað en frú Guðrúnu. Mikið lán
að fá að kynnast þessari fallegu
konu. Árum saman fórum við í
göngur og útilegur saman nokk-
uð stór hópur. Ekki síst er end-
urminningin um gönguferð okk-
ar um Hornstrandir. Við fengum
bátsferð frá Ísafirði yfir að
Sléttu og þar gat Guðrún frætt
okkur um búskaparhætti og lífið
þarna úti á hjara veraldar. Við
fengum allskyns veður, bæði
sólstrandarveður og snjókomu.
Mikið dáðumst við að þessari
fullorðnu konu sem lét sig ekki
muna um að koma með okkur.
Síðar tóku við ferðir um landið,
gist í bændagistingu og matur
eldaður við frekar frumstæð
skilyrði. Heilmikið sungið og þar
var Guðrún ómetanleg því að
hún kunni alla mögulega og
ómögulega texta. Þó kom það
einu sinni fyrir að hún mundi
ekki einhvern part af sönglagi.
Nokkrum dögum eftir að heim
var komið, fengum við umslag
með textanum. Hún hafði þá
annaðhvort rifjað þetta upp, eða
fundið lagatextann í bók.
Það fyrsta sem maður tók eft-
ir var hennar blíða bros og kviku
augu þar sem ekki var örgrannt
um að vottaði fyrir kímni.
Þessi kona þurfti ekki að hafa
hátt eða vera hvöss til þess að
eftir henni væri tekið, öðru nær,
en á einhvern ólýsanlegan hátt
lögðu allir við hlustir þegar hún
talaði. Hún var föst fyrir og hafði
ákveðnar skoðanir sem ekki ætíð
voru í samræmi við almennings-
álitið, en þeim mun meir mat
maður hana og skoðanir hennar.
Hún reyndi ekki að þykjast, hún
þurfti þess ekki.
Nú að leiðarlokum þegar við
kveðjum Guðrúnu S. Guðmunds-
dóttur Sæmundsen er okkur efst
í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast þessari hefð-
arkonu.
Marta Ragnarsdóttir.
Þorsteinn Eggertsson.
Fleiri minningargreinar
um Guðrún Sigríði Guð-
mundsdóttur Sæmund-
sen bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður og afa,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
skipstjóra,
Skipalóni 26, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir
umhyggju og hlýju við umönnun hans.
Ruth Árnadóttir
Jón Örn Guðmundsson Bríet Jónsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Árni Guðrúnarson
Daniel Guðmundur Nicholl Svanhildur Lísa Leifsdóttir