Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Hari
Sýn Auglýsinga- og reikitekjur
minnkuðu vegna kórónuveirunnar.
Sýn tapaði 410 milljónum króna á
fyrstu sex mánuðum ársins, sam-
anborið við 455 milljóna króna tap yf-
ir sama tímabil árið áður. Það ár var
bókfærður söluhagnaður að fjárhæð
817 milljónir króna vegna sölu á fær-
eyska dótturfélaginu Hey. Afkoma
félagsins batnaði talsvert á öðrum
fjórðungi, miðað við fyrsta fjórðung
og nam tapið á fyrrnefnda fjórð-
ungnum 60 milljónum króna en tap
félagsins á þeim fjórðungi í fyrra nam
215 milljónum króna í fyrra.Tekjur
Sýnar jukust um 349 milljónir á fyrri
árshelmingi miðað við fyrra ár sem
jafngildir 3% vexti. EBITDA á tíma-
bilinu nam 2.719 milljónum og hækk-
aði um 243 milljónir miðað við fyrra
ár. Eiginfjárhlutfall Sýnar var um
mitt ár 26,8%. Heiðar Guðjónsson,
forstjóri félagsins, segir fyrri árs-
helming sýna batnandi rekstur og ef
kórónuveirufaraldurinn hefði ekki
sett strik í reikninginn hefði hann
reynst arðbær.
Sýn tapar
410 millj-
ónum
Dró úr tapi á öðr-
um ársfjórðungi
Verðbólguvæntingar og verðbólguspá
Verðbólguvæntingar, 1. ársfj. 2014 - 3. ársfj. 2020
Verðbólguspá og óvissumat, 1. ársfj. 2014 - 3. ársfj. 2023
5%
4%
3%
2%
1%
0%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
-1%
'14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
'14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 '23
Breyting frá fyrra ári (%)
PM 2020/3
PM 2020/2
Verðbólgumarkmið
50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil
Væntingar til 1 árs Væntingar til 5 ára
Fyrirtæki Heimili Markaðsaðilar
Verðbólguálag*
Verðbólgumarkmið
* Nýjasta gildið er meðaltal daglegra
gilda frá 1. júlí til 21. ágúst 2020.
Heimild: Peningamál Seðlabanka
Íslands ágúst 2020
Heimild: Peningamál Seðlabanka Íslands ágúst 2020
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Veruleg lækkun gengis krónunnar
hefur haft mest áhrif á að verð-
bólgudraugurinn lætur nú á sér
kræla með meira áberandi hætti en
á undanförnum misserum. Þetta
kemur fram í ný-
birtum Peninga-
málum Seðla-
bankans sem
gefin voru út í
gær, samhliða
vaxtaákvörðun
peningastefnu-
nefndar bank-
ans. Ákvörðun
nefndarinnar,
sem kynnt var í
gærmorgun, fel-
ur í sér að meginvöxtum bankans
verður haldið óbreyttum, þ.e. að
sjö daga bundin innlán muni bera
1% vexti.
Frá því kórónuveiran gerði sig
heimakomna hér á landi hefur
gengi krónunnar lækkað um 12%
frá því í febrúar og 14% frá sama
tímabili í fyrra. Á sama tíma hefur
verðbólga risið úr 2,5% á öðrum
fjórðungi ársins í 3% í júlí síðast-
liðnum.
Líkt og bankinn nefnir hefur
gengissigið haft þau áhrif að verð-
hækkanir á innfluttri matvöru,
fatnaði, húsgögum og heimilisbún-
aði urðu nokkrar. Frá fyrra ári
hefur verð innfluttrar vöru hækkað
um 5%. Innlendar vörur hafa held-
ur ekki farið varhluta af verðþrýst-
ingi og hafa þær að meðaltali
hækkað um 4,4%.
Bendir bankinn sérstaklega á að
verðbólgumælingar hafi sýnt að
sumarútsölur hafi haft talsvert
minni áhrif til lækkunar á vísitöl-
una en þær höfðu á sama tíma-
punkti í fyrra.
Horfa þurfi lengra fram
Í máli Þórarins G. Péturssonar,
aðalhagfræðings Seðlabankans,
kom fram að bankinn telji að verð-
bólguskotið sem nú mælist sé ekki
líklegt til að vara lengi, jafnvel þótt
horfur á verðbólgu á næstunni séu
nokkuð meiri en í maí síðastliðnum
þegar Peningamál voru síðast gef-
in út. Þrátt fyrir fyrrnefnda veik-
ingu krónunnar þurfi að horfa
lengra fram í tímann til að sjá
hversu langvarandi áhrif gengis-
sigsins verði.
„Lykilatriði er að velta fyrir sér
hversu viðvarandi það er, hvaða
áhrif það hefur á verðbólguvænt-
ingar. Sem betur fer erum við ekki
að sjá merki um að verðbólguvænt-
ingar séu að þokast upp,“ sagði
Þórarinn en dró þó í land og við-
urkenndi að væntingarnar hefðu,
líkt og verðbólgan sjálf, hækkað
nokkuð frá því í maí. Könnun á
væntingunum sýndi hins vegar að
þar væri um skammtímaáhrif að
ræða. Líkt og sjá má á meðfylgj-
andi grafi, gera heimili og fyrir-
tæki ráð fyrir að verðbólgan muni
liggja á bilinu 3-3,5% eftir eitt ár
og hafa þær væntingar þokast upp
um 0,5 prósentur frá því þær voru
síðast mældar. Hins vegar hafa
verðbólguvæntingar til lengri tíma,
þ.e. fimm ára, annaðhvort haldist
óbreyttar eða hreinlega lækkað.
Þróunin í afstöðu markaðsaðila er
nokkuð á aðra lund, þ.e. þær hafa
bæði til skemmri og lengri tíma
haldist óbreyttar og við 2,5% verð-
bólgumarkmið Seðlabankans.
„Athygli vekur að allir mæli-
kvarðar á verðbólguvæntingar eru
ýmist óbreyttir eða lægri en á
sama tíma fyrir ári þrátt fyrir
nokkru lægra gengi krónunnar,“
segir í Peningamálum.
Mun færast nær markmiði
Í yfirlýsingu peningastefnu-
nefndar er bent á að fram undan sé
mikill slaki í þjóðarbúinu og að lítil
alþjóðleg verðbólga sé í spilunum.
Það geri það að verkum að þrátt
fyrir hið afgerandi gengissig og
vöruverðshækkanir bendi flest til
þess að „kjölfesta verðbólguvænt-
inga“ sé traustari en áður og að
það hafi gert peningastefnunefnd-
inni kleift að bregðast við versn-
andi efnahagshorfum með afger-
andi hætti. Er nefndin þar vísast
að benda á að vextir bankans hafa
nú verið lækkaðir um 1,75 prósent-
ur frá því að áhrifa af kórónuveir-
unni fór að gæta hér á landi.
Þessi staða gefur nefndinni
ástæðu til þess að segja að verð-
bólgan taki að hjaðna á næsta ári
og að hún verði „um 2% að með-
altali á seinni hluta spátímans“
sem nær fram á þriðja fjórðung
ársins 2023. Bendir Seðlabankinn
þó á að mikil óvissa sé uppi um
horfurnar. Þannig eru taldar helm-
ingslíkur á að verðbólgan verði á
bilinu 1 til 3,25% að ári liðnu og á
bilinu 1 til 3,5% við lok spátímans.
Telja að um stutt verð-
bólguskot sé að ræða
Miklar sviptingar
» Horfur eru á að landsfram-
leiðsla dragist saman um 7% í
ár.
» Útlit er fyrir að atvinnuleysi
verði komið í 10% undir lok
árs.
» Samdrátturinn þó talinn
minni en síðast þegar Peninga-
mál komu út.
» Einkaneysla reyndist kröft-
ugri í vor og sumar en Seðla-
bankinn hafði spáð.
» Óvissan „óvenjumikil“ og
þróun efnahagsmála mun ráð-
ast af „framvindu“ farsótt-
arinnar.
Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum og óvissa mikil í kortunum
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
27. ágúst 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 137.53
Sterlingspund 180.57
Kanadadalur 104.17
Dönsk króna 21.87
Norsk króna 15.401
Sænsk króna 15.741
Svissn. franki 151.32
Japanskt jen 1.292
SDR 194.19
Evra 162.77
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 192.6466
Hrávöruverð
Gull 1925.45 ($/únsa)
Ál 1735.5 ($/tonn) LME
Hráolía 45.12 ($/fatið) Brent
Þórarinn G.
Pétursson