Morgunblaðið - 27.08.2020, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
✝ Guðrún fædd-ist á Sléttu í
Sléttuhreppi 1.
ágúst 1926. Hún
lést á hjúkrunar-
heimili Hrafnistu
við Sléttuveg 12.
ágúst 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Kristján Guð-
mundsson skip-
stjóri, f. 15.8. 1897,
d. 12.6. 1961 og Sigurjóna Jón-
asdóttir húsfreyja, f. 14.1. 1903,
d. 9.9. 1954.
Guðrún var elst átta systkina:
Margrét Valgerður, f. 8.2. 1928,
d. 18.6. 2004, Hulda Rósa, f.
12.2. 1930, d. 9.5. 1996, Martha
Bíbí, f. 9.11. 1932, d. 13.5. 2018,
Jónas Þór, f. 6.11. 1934, d. 4.7.
2003, Helga Gunnur, f. 6.8. 1937,
Rannveig, f. 15.9. 1940, og
Gunnbjörn, f. 23.2. 1944.
Guðrún giftist Pétri Sæmund-
sen frá Blönduósi, f. 13.2. 1925,
d. 5.2. 1982, 6.3. 1948. Synir
þeirra eru:1) Evald Sæmundsen,
kvæntur Sigríði Hauksdóttur.
Synir þeirra eru: a) Pétur Orri,
kona hans Eva Bjarnadóttir og
börn þeirra eru Sól, Dagur og
Svala. b) Óttar, fyrrverandi
kona hans Mónika Dís Árnadótt-
ir og börn þeirra eru Evald Orri
og Diljá. 2) Ari Kristján Sæ-
mundsen, kvæntur Sigríði
Blönduósi. Að loknu námi Pét-
urs fluttu þau hjónin til Reykja-
víkur og bjuggu þar til æviloka.
Guðrún vann við ýmis af-
greiðslu- og ritarastörf, m.a. hjá
Félagi rafverktaka, Flugleiðum
og Æfingaskóla KHÍ, auk þess
að sinna heimilisstörfum og ala
upp þrjá fyrirferðarmikla syni.
Hún aðhylltist kenningar Jó-
hönnu Tryggvadóttur um heil-
brigðan lífsstíl og æfði og
kenndi jóga um skeið. Á fimm-
tugsaldri settist hún aftur á
skólabekk og lauk stúdentsprófi
frá öldungadeild MH vorið 1976.
Að Pétri látnum flutti Guðrún á
Fjölnisveg 18 þar sem hún rækt-
aði garðinn sinn.
Guðrún hafði yndi af ferða-
lögum, bæði innan lands og ut-
an, með vinum og vandamönn-
um. Á efri árum sótti hún nám-
skeið Jóns Böðvarssonar og fór í
skipulagðar hópferðir um vík-
ingaslóðir víða um Evrópu.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 27. ágúst
2020, kl. 15. og samkvæmt henn-
ar hinstu ósk verður hún jarð-
sett við hlið eiginmanns síns á
Blönduósi.
Vegna samkomutakmarkana
verða aðeins nánustu vinir og
vandamenn viðstaddir útförina,
en boðið verður til samveru-
stundar síðar, þegar aðstæður
leyfa.
Ágústu Skúladótt-
ur. Börn þeirra eru:
a) Guðmundur
Kristján, kona hans
Hulda Guðrún
Bragadóttir og syn-
ir þeirra eru Bragi
Kristján og Ari
Baldur. b) Guðrún
Sigríður, barnsfað-
ir hennar er Róbert
Viðarsson og börn
þeirra eru Ísabella
Rún og Huginn Rafn. c) Skúli
Magnús, sambýliskona hans er
Kolbrún Heiða Kolbeinsdóttir.
3) Grímur Sæmundsen, kvæntur
Björgu Jónsdóttur. Börn þeirra
eru: a) Jón Gunnar, kvæntur
Auði Hinriksdóttur og synir
þeirra eru Grímur Goði, Hinrik
Hrafn og Jón Jökull. b) Sigrún,
gift Birgi Má Sigurðssyni. c)
Pétur, kvæntur Lilju Árnadótt-
ur og dætur þeirra eru Sig-
urbjörg og Vala.
Guðrún ólst upp á Ísafirði frá
tveggja ára aldri og lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Ísafjarðar vorið 1942. Hún flutti
til Reykjavíkur haustið 1945 þar
sem hún kynntist eiginmanni
sínum. Guðrún bjó fyrstu þrjú
hjúskaparárin á Blönduósi.
Samtímis stundaði Pétur nám í
viðskiptafræði við HÍ. Á þessum
tíma fæddi hún frumburðinn og
nam við Kvennaskólann á
Ef það væri aðeins eitt orð
sem lýsir tilfinningum okkar
bræðra til móður okkar á þessari
kveðjustund, þá er það þakklæti.
Það er svo margt sem við erum
þakklátir fyrir, að það verður
seint upp talið. Umgjörðin um
barnæskuna var traust í alla
staði. Okkur kann, sem börnum
og unglingum, að hafa þótt móð-
ir okkar fullstjórnsöm, en þegar
við komumst til vits og ára, átt-
uðum við okkur á því, að hún var
að koma okkur klakklaust til
manns. Hún vildi ala með okkur
sína eigin mannkosti, sem voru
sjálfsagi, réttsýni, samviskusemi
og umburðarlyndi. Þessi leið-
sögn hefur reynst okkur bræðr-
um ómetanleg.
Mútta, eins og við bræður
köllum hana gjarnan, var með
eindæmum ráðagóð og maður
fór alltaf fróðari af hennar fundi.
Við gátum talað við hana um allt
milli himins og jarðar, stundum
á alvarlegum nótum, en oftar en
ekki í léttum dúr. Mútta var
glaðlynd og gat verið mjög
spaugsöm, þegar þannig stóð á.
Hún var einnig víðsýn og lífs-
reynd enda alin upp á stóru vest-
firsku alþýðuheimili, þar sem
manngildi var í hávegum haft.
Besti mælikvarði þess, hvernig
henni tókst til með uppeldið, er
órofin vinátta okkar bræðra.
Langflestir ættingja okkar
bjuggu úti á landi, fyrir vestan
og norðan. Þeir þurftu iðulega að
erinda í Reykjavík. Þá var heim-
ili okkar þeirra gisti- og griða-
staður. Mútta var elst átta systk-
ina og höfuð sinnar fjölskyldu.
Hún aðstoðaði allt sitt fólk og
tengdafólk eftir bestu getu við
læknisheimsóknir, innkaup og
önnur brýn erindi, sem þessi
stóri hópur átti í höfuðborgina á
uppvaxtarárum okkar. Margir
ættingjar hennar leituðu líka til
hennar með alls konar persónu-
leg málefni. Þeir treystu á
innsæi hennar og góðar ráðlegg-
ingar er leitað var lausna. Það
var því oft líf og fjör á Guðrún-
argötu. Allt voru þetta aufúsu-
gestir og um leið lærðum við
bræðurnir að þekkja og meta
rætur okkar.
Mútta tók hlýlega á móti
tengdadætrunum hverri af ann-
arri og milli þeirra ríkti ávallt
traust og virðing. Þegar barna-
börnin fæddust eitt af öðru
komu mannkostir hennar einna
skýrast í ljós, hvernig hún rækt-
aði sambandið við þau. Hún
fylgdist með þeim og gaf þeim
reglulega merki, sem oftar en
ekki voru ýmiss konar tilboð um
ferðalög, matarveislur, leikhús,
tónleika eða aðrar uppbyggileg-
ar samvistir, sem þau höfðu
ánægju og nutu góðs af. Síðar
uppskar hún ríkulega af frum-
kvæði sínu, þegar barnabörnin
áttuðu sig á því, á sama hátt og
við bræðurnir, að til hennar
mætti sækja margt annað en
góðan viðurgjörning í mat og
drykk.
Fæst barnabörnin mundu eft-
ir Pétri afa en Mútta sá alltaf um
að halda minningu hans á lofti.
Við bræður kveðjum ástkæra
móður okkar sorgmæddir en
sáttir. Arfleifð hennar mun lifa
með okkur og fjölskyldum okkar
um ókomna tíð.
Evald, Ari Kristján
og Grímur.
Í dag kveð ég mína yndislegu
tengdamóður. Ég hef verið svo
lánsöm að hafa átt hana að í yfir
45 ár. Tengdamamma mín var
einstök kona; hjartahlý, kær-
leiksrík, hugsunarsöm, hrein-
skiptin og traust auk margra
annarra kosta. Ég er þakklát
fyrir allar skemmtilegu stund-
irnar sem ég og fjölskyldan höf-
um átt með henni, bæði innan-
lands og utan. Þá eru mér
minnisstæðar allar góðu stund-
irnar sem við áttum með henni í
Stokkhólmi þar sem við hjónin
bjuggum um tíma, ferðin til
Brussel sem var ánægjuleg og
gefandi og síðasta utanlands-
ferðin sem hún fór í.
Tengdamömmu var einstak-
lega annt um barnabörnin. Hún
bauð þeim oft í leikhús og út að
borða. Í þessum ferðum blandaði
hún frændsystkinunum saman.
Því henni var umhugað um að
halda góðum tengslum innan
fjölskyldunnar. Ekki hafði hún
minni áhuga á barnabarnabörn-
unum þegar þau komu í heim-
sókn til hennar. Þá sat hún bros-
andi og fylgdist með þeim af
aðdáun.
Tendamamma var afar hjálp-
söm og ættrækin. Hélt óteljandi
matarboð fyrir alla fjölskylduna
og var alltaf boðin og búin að að-
stoða okkur við barnapössun eða
annað sem við leituðum til henn-
ar með.
Það er dýrmætt og þakkar-
vert að hafa átt hana að vini.
Tengdamömmu eða ömmu
Gunnu, eins og hún var oftast
kölluð, verður sárt saknað. Á
slíkum stundum er mikilvægt að
muna eftir öllu því góða og
skemmtilega og ylja sér við góð-
ar minningar. Ég trúi því að nú
sé hún komin á betri stað og hafi
hitt heittelskaðan eiginmann
sem dó allt of ungur.
Blessuð sé minning þín, elsku
tengdamamma.
Sigríður Ágústa Skúladóttir.
Gunna, mín elskulega tengda-
mamma, er látin 94 ára að aldri.
Það eru komin bráðum 50 ár síð-
an fundum okkar bar fyrst sam-
an, ég þá tæplega tvítug og hún
að verða 45. Hún var glæsileg
kona, dökk á brún og brá, stund-
aði jóga í kvennahópi og átti fal-
legasta heimili sem ég hafði séð
á þeim tíma. Hún tók mig í sinn
breiða faðm og sýndi mér þá
hlýju og vinsemd sem einkenndi
hana og okkar samskipti alla tíð.
Frumburður okkar Ella og
fyrsta barnabarn Gunnu fæddist
ári síðar á afmælisdaginn henn-
ar. Það var mikil gleði í afmæl-
isveislunni þegar tilkynnt var
um fæðingu barnsins.
Hún varð ekkja aðeins 55 ára
gömul og þá flutti hún á Fjöln-
isveginn og bjó sér þar annað
fallegt heimili. Heimili hennar
varð miðstöð fjölskyldunnar,
barna og barnabarna. Þar voru
haldnar ógleymanlegar veislur,
jólin voru hringd inn með þorra-
mat í hádeginu á aðfangadag og
jólin voru kvödd með purusteik á
þrettándanum. Alltaf var líka
haldið upp á afmælisdaginn 1.
ágúst og þá finnst mér alltaf hafi
verið sól. Við nutum þeirrar
gæfu að búa undir sama þaki og
tengdamamma síðustu 12 árin
eftir að við fluttum á efri hæð
hússins. Hún var ótrúlega dug-
leg og sjálfstæð. Ég sé hana fyr-
ir mér rölta niður Mímisveginn
með innkaupapokann í göngu-
grindinni, en hún lét gjarnan bíl-
inn sem keyrði hana heim úr
dagvistinni setja sig út við
Krambúðina svo hún gæti keypt
inn. Henni var svo mikið í mun
að vera sjálfstæð og láta ekki
hafa fyrir sér.
Að ná þessum aldri þýddi að
hún fylgdist með langömmu-
börnunum vaxa úr grasi og hún
naut þess svo sannarlega. Hún
passaði upp á að eiga alltaf kex á
vísum stað í eldhússkúffunni
handa yngstu kynslóðinni sem
gjarnan vildi fara niður og
spjalla við langömmu. Hún var
stálminnug, kunni að segja sögur
og kunni að hlusta. Það var rétt
aðeins hálfu ári fyrir andlátið
sem hún fékk pláss á hjúkrunar-
heimili. Þá var minnið byrjað að
gefa sig en uppvaxtarárin á Ísa-
firði stóðu henni þó ljóslifandi
fyrir sjónum og það var gaman
að heyra hana rifja upp þann
tíma.
Nú er elsku Gunna farin frá
okkur og ég sakna hennar.
Blessuð sé minning þessarar
góðu konu.
Sigríður Hauksdóttir.
Guðrún, tengdamóðir mín, tók
mér opnum örmum, þegar ég
flutti inn á heimili þeirra Péturs
fyrir 46 árum til að hefja sambúð
með Grími, yngsta syni þeirra.
Við Grímur vorum á þessum
tíma ástfangið menntaskólapar.
Tveimur árum síðar fæddist
okkur Jón Gunnar. Um leið og
hann hafði aldur til skreið hann
niður stigann á neðri hæðina,
þar sem hann naut athygli og
hlýju ömmu Gunnu og afa Pét-
urs, enda höfðu ungu foreldrarn-
ir í risíbúðinni ýmsum öðrum
hnöppum að hneppa. Jón Gunn-
ar var mikill augasteinn þeirra
og sá eini, sem ég þekki, er fór á
hestbaki afa síns um íbúðina.
Jón Gunnar minnist ömmu
Gunnu með söknuði, en þau voru
mjög náin fyrstu æviárin hans.
Stuðningur tengdamóður minnar
við mig á þessum samveruárum
okkar á Háteigsvegi er mér
ómetanlegur.
Síðar þegar Sigrún og Pétur
fæddust með stuttu millibili,
kvað við sama tón. Þau nutu ást-
ar og umhyggju ömmu Gunnu,
sem þá var orðin ekkja. Það var
alltaf mikil tilhlökkun, þegar
amma Gunna kom í heimsókn
eða þau fóru til dvalar hjá henni.
Amma Gunna fann alltaf upp á
einhverju skemmtilegu og ekki
síst að fara með þau í ferðalög á
bílnum sínum hingað og þangað
um landið. Þau Sigrún og Pétur
eiga ógleymanlegar minningar af
samverustundum sínum með
ömmu Gunnu. Sigríði, móður
minni heitinni, og tengdamóður
minni varð vel til vina og tók hún
nokkrum sinnum þátt í þessum
ferðum með ömmu Gunnu og
börnunum. Einnig ferðuðust
þær vinkonurnar nokkuð saman
erlendis og fóru m.a. saman í
mjög skemmtilega ferð til Ma-
deira.
Guðrún, tengdamóðir mín, var
einstök kona. Hún var alltaf til
staðar til stuðnings og hjálpar án
ýtni eða stjórnsemi. Hún bjó yfir
visku og hreinskilni, sem mót-
aðist af þroska manneskju sem
margt hafði reynt, m.a. að hafa
misst Pétur, eiginmann sinn,
langt um aldur fram. Ég er æv-
inlega þakklát fyrir að hafa átt
Guðrúnu að tengdamóður og vini
og fyrir þá ástúð, sem hún sýndi
börnunum mínum.
Ég og börnin mín kveðjum
ömmu Gunnu með söknuði.
Blessuð sé minning hennar.
Björg Jónsdóttir.
Ég sakna þín sárt, elsku
amma. Á sama tíma er ég svo
þakklát fyrir síðustu stundina
okkar saman, á afmælisdaginn
þinn 1. ágúst síðastliðinn. Þú tal-
aðir svo fallega til mín og varst
svo glöð að ég skyldi færa þér
blóm og súkkulaði. Við borðuð-
um súkkulaðið, ég las kortið fyr-
ir þig og við spjölluðum milli
þess sem við leyfðum þögninni
að ríkja. Þú minntir mig á að
njóta hvers dags því lífið væri
svo duttlungafullt. Þegar við
kvöddumst óskaðirðu þess að ég
ætti yndislega daga framundan.
Þar kvaddirðu mig hinsta sinni
og er sú stund sem greypt í
minnið.
Takk fyrir allan tímann sem
við höfum átt saman og allt það
sem þú kenndir mér. Þegar
sorgin sækir á, leita ég að styrk
sem ég fékk frá þér. Þá veit ég
að það sem máli skiptir er að
vera dugleg því ég man hvað þú
dáðist að dugnaði. Varst sjálf
alltaf svo dugleg. Einhvern tím-
ann mætti ég þér fyrir framan
húsið þitt á Fjölnisveginum. Þú
hafðir verið í göngutúr í frostinu
með göngugrindina. Þegar ég
bauðst til að aðstoða þig upp
stigann með grindina, sagðirðu
bara: Nei, en sjáðu þetta! Svo
tókstu þunga grindina í aðra
hönd, studdir hinni á handriðið
og gekkst sjálf með hana upp.
Frelsið var þitt.
Ómetanlegar minningar eru
sundferðirnar, þegar þú bauðst
okkur barnabörnunum í leikhús
og út að borða. Passaðir okkur
systkinin, fórst með okkur í felu-
leiki, spilaðir við okkur og
kenndir okkur að leggja kapal.
Þegar ég horfði á „Með allt á
hreinu“ trekk í trekk heima hjá
þér og fékk frostpinna. Þegar ég
lærði hjá þér fyrir stúdentspróf-
in vorið 2002. Við borðuðum
hafragraut saman og þú áttir
alltaf til súkkulaðirúsínur.
Ferðalögin okkar norður á
Hjallaland, Blönduós og Siglu-
fjörð 2008 og á Vestfirðina 2009,
á æskuslóðir þínar á Ísafirði. Og
þegar þú komst með mömmu og
pabba til Brussel að heimsækja
mig þegar ég bjó þar. Síðar, þeg-
ar ég starfaði hjá franska sendi-
ráðinu, kom ég reglulega til þín í
hádeginu, í friðinn, þar sem þú
tókst á móti mér brosandi með
opinn faðm. Elsku amma, ef ég
gæti nú knúsað þig einu sinni
enn.
Eftir að ég eignaðist börnin
áttum við einnig margar, ynd-
islegar stundir því þú naust þess
svo að fylgjast með þeim; hvern-
ig þau léku sér, skriðu um eða
reyndu að standa upp. Það eina
sem skipti máli undir það síðasta
var hver mínúta sem við áttum
saman, þó ekki væri nema í
þögn, aðeins samveran.
Alltaf tókstu mér sem jafn-
ingja, varst ein af mínum bestu
vinkonum. Sýndir því sem ég
gerði svo mikinn áhuga; allt frá
því sem engu máli skipti og til
stóru áfanganna í lífinu. Þú lést
þig allt varða, veltir hlutum mik-
ið fyrir þér og hafðir alltaf svör á
reiðum höndum. Mér er minn-
isstætt þegar ég kastaði mér í
fangið á þér í ástarsorg og þú
hélst utan um mig og huggaðir
mig á meðan ég grét. Ég gat
sagt þér allt og þú sagðir mér
ýmislegt á móti. Magnaðar sög-
ur frá Ísafirði og Blönduósi. Sög-
ur frá því þú varst ung. Þú dáð-
ist að frelsi unga fólksins og
elskaðir það sjálf.
Ég veit að nú hefurðu öðlast
nýtt frelsi og ert á góðum stað
með honum afa. Þú átt samt allt-
af þinn stað hjá mér og hann er í
hjartanu.
Guðrún Sigríður
Sæmundsen.
Elsku amma mín, núna ertu
farin frá okkur og ég sakna þín
svo mikið.
Ég hugsa til þín í hvert sinn
sem ég er að vinna í garðinum
heima. Þú varst alltaf svo ein-
staklega góð í að rækta garðinn
þinn. Á hverju sumri fylltir þú
hann með allskonar plöntum og
blómum, snyrtir runna og klippt-
ir tré. Og á hverju sumri baðstu
mig um að aðstoða þig við garð-
vinnuna. Þér var mikið umhugað
um að plöntunum liði vel, allar
þurftu rétta birtu og næringu og
allar sýndu þær þér sínar bestu
hliðar í staðinn. Ég veit ekki
hvort þú vissir það hversu mjög
mér þótti gaman að geta hjálpað
þér í garðinum og ég óska þess
enn að geta gert garðinn minn
einhvern tímann eins hamingju-
saman og þinn var. Þetta voru
ómetanlegar stundir sem við átt-
um saman á sumrin og þeim
fylgdi líka alltaf bíltúr til Hvera-
gerðis til að gera stórinnkaup á
blómum.
Það var alltaf svo gaman að
heimsækja þig, sama hvert til-
efnið var, fjölskylduveisla á að-
fangadag eða bara út af því að
þig langaði í pizzu. Þú sagðir
okkur endalausar sögur af æsku
þinni á Ísafirði og Sléttu þar sem
þú varst í sveitinni hjá ömmu
þinni og afa. Hvernig fyrstu árin
þín voru í Reykjavík, hvernig þú
lærðir að keyra, sögur af bræðr-
unum þegar þeir voru litlir og
ýmsar sögur af afa. Þetta voru
alltaf skemmtilegar og áhuga-
verðar sögur um löngu horfna
tíma. Það er nánast ógerningur
að gera sér í huga hversu mikið
tímarnir hafa breyst.
Mér þótti þú óvenju víðförul
af ömmu að vera, þú varst of-
boðslega dugleg að skella þér í
hinar ýmsu ferðir til útlanda og
það var nánast alveg sama hvert
maður ætlaði sjálfur síðar, þú
hafðir verið þar áður og gast gef-
ið frábær ráð um hvað væri best
að skoða og gera á hverjum stað
enda stálminnug á allt. Þú naust
frelsisins sem fylgdi því að geta
keyrt bíl. Ég man þegar ég var
nýlega farinn að keyra sjálfur og
var á leiðinni eitthvað norður í
land. Þá tekur fram úr mér bíll á
blússandi ferð og var það engin
önnur en hún amma mín.
Það var gaman hvað Hulda
fékk gott tækifæri til að kynnast
þér gegnum Þorrasel. Henni,
Braga og Ara þótti ofboðslega
vænt um þig. Ég er glaður að
strákarnir eru orðnir nógu stálp-
aðir til þess að geta munað eftir
þér þegar fram líða stundir.
Hvíldu nú í friði amma, minn-
ing þín lifir í hjörtum okkar.
Guðmundur Kristján
Sæmundsen.
Elsku systir mín, Guðrún Sig-
ríður, var elst okkar átta systk-
ina. Hún var mér mjög mikilvæg
alla tíð. Hún var sterka fyrir-
myndin okkar systkinanna og
seinna mikill vinur. Hún var heil-
steypt kona, gáfuð og skemmti-
leg. Gunna og Pétur áttu fallegt
heimili sem alltaf stóð okkur
systkinunum opið og þar gistum
við öll í heimsóknum til Reykja-
víkur. Gunna var óþreytandi að
þeytast með fólkið sitt að sinna
hverskonar erindum. Strákarnir
hennar Evald, Ari og Grímur
viku því oft úr rúmi og létu
þennan mikla gestagang yfir sig
ganga. Seinna þótti krökkum
okkar systkina sérlega gaman að
koma til frænku á þetta
skemmtilega heimili. Gunna
flutti frá Ísafirði 19 ára og það
voru 14 ár á milli okkar. Stóra
systir í Reykjavík var því spenn-
andi og fjarlæg. Mamma talaði
oft um hana. Eitt sinn kom ég úr
sendiferð og mamma spurði
hvort ég hefði skoðað tilkynn-
ingar á töflu sem var utan á
Björnsbúð. Ekki hafði ég gert
það. Alltaf las hún Gunna systir
þín á töfluna og sagði mér hvað
væri í fréttum, sagði þá mamma.
Gunna var áhugaverð og um
margt óvenjuleg eins og þegar
hún hóf að stunda jóga og varð
síðan jógakennari í mörg ár. Og
þegar hún dreif sig í nýstofnaða
Öldungadeild og tók stúdents-
próf. Eða þegar hún sótti nám-
skeið hjá Jóni Böðvars vetur eft-
ir vetur og fór á vegum hans í
ótal ferðir til Evrópu á víkinga-
slóðir. Ég var gift og komin með
barn fyrsta veturinn minn í
Reykjavík þegar við systur
Guðrún Sigríður
Guðmundsdóttir Sæmundsen
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744