Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
✝ Eva BjörgSkúladóttir var
fædd á Akureyri
27. apríl 1976. Hún
lést á heimili sínu í
faðmi fjölskyld-
unnar að Hólatúni
13 Akureyri þann
15. ágúst 2020.
Foreldrar Evu
Bjargar eru Guð-
rún Hólmfríður
Þorkelsdóttir leik-
skólakennari, fædd 1949 og
Skúli Viðar Lórenzson rafvirki,
fæddur 1947. Systur Evu Bjarg-
ar eru: 1) Sigurlaug Skúladóttir,
f. 1968, gift Finnbirni Vigni
Agnarssyni, börn þeirra eru
Lovísa Anna, f. 1987, gift Run-
ólfi Þór Sanders og barn þeirra
er Sara Björg, Arnór Ingi, f.
1989, Axel Arnar, f. 1996, Mar-
grét Ásta, f. 2001 og Gunnar
Skúli, f. 2009. 2) Aðalheiður
Skúladóttir, f. 1972, gift Þórði
Friðrikssyni, f. 1966, þeirra
börn eru Friðrik Ingi, f. 1991,
sambýliskona hans er Þóra
Siguróladóttir, synir þeirra eru
Bastían Logi og Jökull Moli.
Steinar Logi, f. 1993, sambýlis-
kona hans er Þorbjörg Eva
arskóla og Gagnfræðaskólann.
Hún lauk stúdentsprófi frá
VMA. Þaðan lá leiðin í Háskól-
ann á Akureyri en þaðan lauk
hún leikskólakennarafræðum
og sérkennslufræðum. Hún fór
síðan í Háskóla Íslands þar sem
hún kláraði nám í náms- og
starfsráðgjöf en því starfi sinnti
hún síðustu ár í Naustaskóla á
Akureyri. Eva Björg gekk til
liðs við Ladies Circle og gegndi
þar margvíslegum störfum.
Hún var landsforseti 2018-
2019. Eva og Gunnlaugur voru
dugleg að ferðast bæði tvö og
með börnin því það skipti Evu
miklu máli að bæta stöðugt í
minningasafnið og njóta sam-
vista við sitt uppáhaldsfólk. Hún
setti ætíð fjölskylduna í fyrsta
sæti og var dugleg að finna til-
efni til samverustunda. Evu var
mjög umhugað um samferðafólk
sitt og að það væri að nýta
styrkleika sína og hefði trú á
sjálfu sér. Útför hennar fer fram
í dag, 27. ágúst 2020, frá Ak-
ureyrarkirkju kl. 13:30. Vegna
aðstæðna í þjóðfélaginu verður
einungis nánustu fjölskyldu og
vinum boðið í kirkjuna. Athöfn-
inni verður streymt á: fb síðu
(jarðarfarir í Akureyrar-
kirkju-beinar útsendingar).
Stytt slóð á streymi: https://
tinyurl.com/y37qr6ay. Hægt er
að nálgast virkan hlekk á
streymið á https://www.mbl.is/
andlat.
Magnúsdóttir, Guð-
rún Mist, f. 2000,
Ragnheiður Katrín,
f. 2003 og Sigríður
María, f. 2009. 3)
Hólmfríður Guðrún
Skúladóttir, f. 1973,
gift Tryggva Krist-
jánssyni, f. 1970,
þeirra börn eru
Skúli Lórenz, f.
1996, sambýliskona
hans er Harpa
Dögg Jónsdóttir, þeirra synir
eru Atli Lórenz og Daði Lórenz,
Valgerður Fríður, f. 2010. Eft-
irlifandi eiginmaður Evu Bjarg-
ar er Gunnlaugur Þorgeirsson
leigubílstjóri, f. 1968, börn
þeirra eru Þorgeir Viðar, f.
2006 og Þrúður Júlía, f. 2008.
Þau giftu sig 30. júní 2007. For-
eldrar Gunnlaugs eru Þorgeir J.
Andrésson, f. 1947 og Þrúður
Gunnlaugsdóttir, f. 1945. Þau
slitu samvistum, sambýliskona
Þorgeirs er Guðrún Erla Sig-
urðardóttir. Systkini Gunnlaugs
eru: 1) Andrés Kristinn, f. 1974.
2) Viðar, f. 1976. 3) Guðrún Ingi-
björg, f. 1993. 4) Hjörtur, f.
1993.
Eva Björg gekk í Lund-
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða
draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar
hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
mundu að það er stutt hver -
stundin,
stopult jarðneskt yndið þitt.
Vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum mann hitt!
vorið kemur heimur hlýnar,
hjartað mitt!
(Jóhannes úr Kötlum)
Við sem trúum á líf eftir
dauðann munum hittast aftur.
Við sjáumst síðar, ástin mín.
Þinn
Gunnlaugur.
Til þín, elsku besta mamma:
Ég minnist þín, ó móðir,
þó mér nú sértu fjær.
Þig annast englar góðir
og ungi vorsins blær.
Ég man þær mætu stundir,
er mig þú kysstir hlýtt,
sem vorsól grænar grundir,
og gerðir lífið blítt.
Í faðmi þínum fann ég,
þann frið, er bestan veit,
því það var allt, sem ann ég
þín ástin móður heit.
Þar huggun fann ég hæsta
frá hjarta’ er aldrei brást,
því konu gerir glæsta
hin göfga móðurást.
(Eva Hjálmarsdóttir)
Elsku mamma, þú varst best,
við munum alltaf elska þig.
Þorgeir Viðar
og Þrúður Júlía.
Eva okkar
Indæll var fæðingardagurinn þinn
minning um uppfylltar óskir míns
hjarta
ertu og verður dagstjarnan bjarta
Á lífsins himni svo ljómandi skær
stúlkan mömmu og pabba svo kær
(Sigurlaug Pálsdóttir, amma)
Elsku hjartans stelpan okk-
ar, nú er komið að kveðjustund.
Minningarnar flögra um hug-
ann en það er erfitt að koma
einhverju á blað.
Minningin sem leitar á hug-
ann þegar þú varst í æfinga-
búðum hjá systrum þínum, þar
sem þeim var svo í mun að þú
lærðir að ganga fyrir eins árs
afmælið þitt.
Þær mynduðu þríhyrning um
þig og svo gekkstu á milli
þeirra og alltaf einhver til að
grípa þig og þú skellihlæjandi
með bústnu kinnarnar þínar,
spékoppana og krullurnar og
þú varst farin að ganga fyrir af-
mælið.
Þú sýndir svo mikið æðru-
leysi í veikindunum þínum og
varst gædd svo miklum krafti,
ást, umhyggju, svo við tölum nú
ekki um húmorinn.
Sem barn sýndir þú strax
þessa yndislegu eiginleika, þú
ert yngst af fjórum stelpum og
hinar þrjár pössuðu sko vel upp
á yngsta gullið og sýndu það
einnig í veikindum þínum.
Það hefur hjálpað okkur á
þessum erfiða tíma að sjá
hvernig þið systur komið fram
hver við aðra, þessi einstaka
samheldni sem ríkir á milli ykk-
ar allra systranna og maka.
Við erum svo óendanlega
þakklát fyrir allar yndislegu
minningarnar sem eru svo vel
studdar myndum, þar varst þú í
fararbroddi. Minningar um
ferðalögin innanlands sem utan
sem við fórum með ykkur Gulla
og börnunum og allar stund-
irnar í Nunnukoti eru ómetan-
legar.
Við erum svo óendanlega
stolt af þér því allt sem þú
gerðir, gerðir þú vel þú varst
fyrirmyndarmamma og –eigin-
kona og var gaman að sjá hvað
þú eltist við drauma þína.
Þú varst svo dugleg að tjá
tilfinningar þínar og sagðir
okkur svo oft hversu mikið þú
elskaðir okkur.
Þú ert og verður alltaf litla
stelpan okkar, við elskum þig
endalaust. Við pössum upp á
litlu fjölskylduna þína. Þar til
við hittumst á ný.
Mamma og pabbi.
Elsku Eva litla systir og
kæra mágkona, það sem okkur
þykir lífið ósanngjarnt og erum
reið og full af sorg og eins og
þú svo viss um að þú myndir
sigra í þessari baráttu. Þegar
þú greindist með krabbamein í
lok nóvember sl. tókst þú á við
það með svo miklu æðruleysi og
styrkur þinn kom svo sterkt í
ljós og þú sagðir ég mun sigra
þetta. Það var því mikið reið-
arslag þegar allt var að verða
betra og þú veiktist aftur, en þá
kom í ljós annað krabbamein.
Þú ert 8 árum yngri en ég og
það var dásamlegt að fá að vera
stóra systir þín og labba með
þig í kerrunni þegar þú varst
lítil. Skemmtilegar ferðir fórum
við saman til Spánar og Ítalíu
sem þú naust í botn enda elsk-
aðir þú að ferðast og voruð þið
Gulli og börnin ykkar alveg ein-
staklega dugleg að ferðast og
skoða ykkur um, njóta og skapa
minningar.
Styrkur þinn og æðruleysi
þegar þú umvafðir fólkið þitt og
sagðir við okkur: Þið megið
vera reið og sár í smátíma en
ekki dvelja of lengi þar, munið
að njóta lífsins eins vel og þið
getið og njóta hvers augnabliks
og munið sólargeislann. Þú
varst skipuleggjandinn í fjöl-
skyldunni, hafðir allt upp á tíu
og það var best að ferðast með
þér til útlanda því þú gerðir
ávallt gott skipulag. Þegar við
systur og mamma fórum í okk-
ar góðu mæðgnaferðir þá af-
hentir þú okkur plastað blað
með helstu upplýsingum um
hótelið og helstu staði. Hver á
nú að sjá um það?
Við þökkum fyrir að hafa
fengið þessa síðustu daga með
þér og að þú hafir komist heim
eins og þú óskaðir er ómetan-
legt.
Við þökkum Friðbirni lækni,
sem er yndislegur maður, fyrir
að koma þér heim, eins heima-
hlynningu á Akureyri sem var
okkur mikill styrkur á þessum
erfiðu tímum.
Við munum alltaf, Eva, vera
til staðar fyrir Gulla þinn, Þor-
geir Viðar og Þrúði Júlíu eins
og við sögðum þér.
Þú sem elskaðir að dansa og
hafa nóg af glimmeri, þá setti
Katrín Ösp gamli nágranni okk-
ar saman svo fallegt ljóð um þig
sem við látum fylgja hér með.
Þú ert stjarnan okkar sem
skín skærust á himninum og við
söknum þín sárt og höfum ein-
kunnarorð þín ávallt í fartesk-
inu: „Be magical, be you.“
Dansaðu sólargeisli
Dansinn þinn, ó, dansinn þinn
diskóglimmer fyllir huga minn.
Dag sem nótt ég hugsa til þín
dansandi glimmerdrottningin mín.
Þar syngur þú systir og dansar
böðuð sólargeislum, þú glansar.
Við vitum að þú vildir dansa hér
svo við dönsum, sporin ætluð þér.
Dansaðu bjarti sólargeislinn minn
og birtu beindu hingað inn.
Svo við finnum fyrir þínum varma
við erum umvafin í þína arma.
Kvöldsólin sest á bak við ský
söknuður leggst yfir eins og blý.
Ljúfa, káta, litla systir mín
ó, hve sárt allir sakna þín.
Líkt og sólin er fjarri, ósnertanleg
sál þín skín, hún er óendanleg
líkt og sólargeislarnir björtu,
elsku systir, þú snertir ótal hjörtu.
(Katrín Ösp Jónsdóttir)
Elsku Gulli, Þorgeir Viðar og
Þrúður Júlía, missir ykkar er
mikill að horfa á eftir eiginkonu
og móður í blóma lífsins. Megi
almáttugur guð umvefja ykkur
og styrkja á þessum erfiðu tím-
um.
Góða ferð í sumarlandið,
elsku litla systir og mágkona.
Ást að eilífu,
þín
Sigurlaug (Silla) systir
og Finnbjörn.
Elsku hjartans gull. Það er
óendanlega erfitt að skilja og
sætta sig við að þú sért ekki
lengur hjá okkur en tíminn sem
við fengum saman er ómetan-
legur og mun ég aldrei geta
fullþakkað það. Vá hvað ég er
rík að geta kallað þig litlu syst-
ur. Þú kenndir mér svo ótrú-
lega margt. Þú kenndir mér að
meta lífið og sagðir svo oft:
„Alla mín, ekki ofhugsa hlutina,
njóttu augnabliksins.“ Ég var
svo heppin að vinna með þér,
eyddi því ótrúlega miklum tíma
með þér og eftir vinnu voru
símtölin oft tvö. Við fórum sam-
an í Háskóla Ísland og lærðum
náms- og starfsráðgjöf og
ræddum því oft um fagleg mál-
efni. Þú varst svo fagleg og
náðir mjög vel til barna og veit
ég að margir nemendur munu
sakna þín sárt. Það var ynd-
islegt að fylgjast með þér og
Gulla þínum en þið voruð svo
dugleg að skapa minningar,
voruð svo góðir vinir og óend-
anlega ástfangin. Hans missir
er svo mikill en við munum
halda eins vel utan um hann og
við getum. Elsku gullmolarnir
þínir, Þorgeir Viðar og Þrúður
Júlía, gætu ekki verið heppnari
með foreldra. Þau skiptu þig
mestu máli í heiminum og mun-
um við öll hjálpast að við að
halda minningu þinni á lofti.
Þau eru svo heppin með pabba
sem við vitum að mun standa
sig vel ásamt okkur. Þú varst
ofurfrænka og syrgja börnin
mín dásamlega frænku. Þú
varst svo mikill gleðigjafi að
þegar ég rifja upp þá eru minn-
ingarnar gleðilegar og kalla
fram bros, hlátur og grát.
Þú fékkst erfitt verkefni í lok
nóvember síðastliðins þegar þú
greindist með krabbamein. Það
var aldrei vafi hjá þér um að þú
myndir sigra og við héldum það
líka. Í gegnum veikindi þín
varstu svo hugrökk að það var
okkur hinum drifkraftur til að
vera það líka og missa aldrei
von. Í júlí fengum við síðan
góðar fréttir þar sem allt virtist
vera að ganga upp en svo kom
bakslag sem reyndist okkur
erfitt að sætta okkur við. Þegar
sú greining kom fengum við
ekki nema tíu daga með þér.
Þessa daga mun ég aldrei geta
fullþakkað og að Friðbjörn
læknir hafi komið þér heim þar
sem þú vildir fá að vera, um-
kringd þínu uppáhaldsfólki.
Þessa daga nýttir þú vel til að
undirbúa okkur fyrir það sem
væri framundan, gafst okkur
óendanlega ást, hrósaðir okkur,
við gáfum þér loforð og þú und-
irbjóst svo ótrúlega margt fyr-
irfram fyrir okkur sem eftir er-
um.
Þú skilur svo ótrúlega marg-
ar og góðar minningar eftir þig
og myndirnar sem við eigum
eru ómetanlegar og hlýja okkur
þessa dagana. Þú varst svo
sannarlega „selfie-drottning“
og varst endalaust að reyna að
kenna okkur systrum þínum að
finna betri hliðina.
Þér tókst ekki að klára þá
kennslu, sem samt stóð yfir í
nokkur ár, en við munum ekki
gefast upp.
Elsku Eva mín, ég gæti
skrifað endalaust en þú veist,
eins og þú sagðir sjálf, hvað ég
elska þig mikið og þegar við
hittumst á ný lofa ég að vera
betri í að taka selfie. Ég mun
alltaf vera til staðar fyrir uppá-
haldsfólkið þitt eins og ég lofaði
þér og mun vera dugleg að tala
um þig og skapa minningar. Ég
ætla ekki að vera reið því það
vildir þú ekki. Ég mun lifa eftir
einkunnarorðum þínum: „Be
magical - be you.“
Þín systir,
Aðalheiður (Alla).
Elsku litla systir, það er sagt
að
„þeir deyja ungir sem guð-
irnir elska“.
Oft hef ég velt þessum orð-
um fyrir mér og hugsað, er eitt-
hvað til í þessu?
Já, nú hefur það sannast. Þú,
ung kona, tekin frá Gulla þín-
um, Þorgeiri Viðari og Þrúði
Júlíu. Og okkur öllum í stórfjöl-
skyldunni.
Hún Ebbos hefur alltaf verið
ofboðslega dugleg og langsterk-
ust af okkur systrunum. Ég
sagði við hana þegar hún
greindist með krabbameinið
síðastliðinn desember: „Ooo
Eva, ég vildi að ég gæti tekið
eitthvað af þessu fyrir þig“ og
svar hjá henni var: „Elsku Hófý
mín, þið systurnar eruð ekki
nógu sterkar í þetta verkefni og
engin getur leyst þetta nema
ég.“ Enda held ég oft að Eva
hafi skrifað æðruleysisbænina.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
En eftir harða baráttu við
krabbamein varð hún að láta
undan. En var búin að setja á
okkur verkefni til að vinna úr
næstu árin. Sem er svo ekta
Eva, skipuleggjandi nr. 1.
Í dag er ég svo þakklát fyrir
að hafa átt hana sem systur og
hvað fjölskyldusamstaðan er
100%. Og það þökkum við fyrir
því við vitum að það er ekki
sjálfgefið. En þegar Eva var lít-
il var hún ofboðslega feimin
stelpa, fór lítið fyrir henni.
Enda sagði mamma að hún
gæti alið Evu 10 sinnum upp en
mig bara 1 sinni.
Fyrir nokkrum árum kynnt-
ist Eva dásamlegum samtökum,
Ladies Circle.
Og varð hún landsforseti
2018-2019. Þarna blómstraði
Eva og eignaðist fullt af flottum
vinkonum um allan heim. Eva
ferðaðist mikið með fjölskyld-
unni og LC, og talaði ætíð um
að lífið væri til að njóta og
skapa minningar. Og það var
alltaf svo gaman að fylgjast
með Gulla og Evu, því virðing
og ást skein alltaf úr augum
þeirra. Ebbos var sú allra besta
í að taka „selfie“, og reyndi
mikið og oft að kenna okkur
systrum að taka selfie og nota
betri hliðina í myndatökum.
Eva var fyndin og alltaf til í
gott partí, enda geta ekki allir
verið gordjöss eins og hún.
Ég gæti haldið endalaust
áfram að skrifa um hana Evu
okkar, en geymi það í hjarta
mínu.
Ég er stolt og glöð að hafa
verið systir þín, elsku Eva.
Takk fyrir allt, elsku systir,
við hittumst síðar.
Nú söknuðurinn
mikill er
því þú ert ei
lengur hér.
Og alltaf okkar
hugur dvelur
hjá þér.
En ég veit að
einn dag við
hittumst á ný
Og að móttaka
þín verður
hlý.
(Júlía A.)
Elsku Gulli, Þorgeir Viðar og
Þrúður Júlía. Megi góður guð
gefa ykkur allan þann styrk
sem hugsast getur við fráfall
elsku Evu.
Ég kveð hana með hennar
einkunnarorðum: „Be magical,
be you.“
Þín systir,
Hólmfríður (Hófý).
Það er sárt að setjast niður
og skrifa minningarorð um
elskulega tengdadóttur sem
fallin er frá langt um aldur
fram.
Eva kom inn í líf okkar fyrir
rétt um tuttugu árum þegar
þau Gunnlaugur okkar felldu
hugi saman. Það var mikið
gæfuspor. Lífið blasti við bjart
og fagurt. Þau gengu í heilagt
hjónaband, eignuðust fallegt
heimili á Akureyri þar sem Eva
á sínar rætur og tvö yndisleg
börn, Þorgeir Viðar og Þrúði
Júlíu.
Svo skyggði skyndilega yfir.
Eva okkar greindist fyrir tæpu
ári með þann sjúkdóm sem
engu eirir. Sjúkdóm sem leggur
jafnvel ungt fólk í blóma lífsins
að velli og ræðst oftar en ekki á
garðinn þar sem fegurstu blóm-
in vaxa. Þrotin að kröftum lauk
hennar lífshlaupi.
Eva var einstaklega glæsileg
kona, vel gefin og það sem
mestu skiptir vel gerð. Hún
hafði hlýja nærveru. Hamingj-
an skein frá þeim hjónum,
gagnkvæm ást og virðing. Það
leyndi sér aldrei hve þeim þótti
vænt hvoru um annað. Um-
hyggja fyrir börnunum var allt-
af í fyrirrúmi.
Eva var náms- og starfsráð-
gjafi. Vinnustaður hennar var
Naustaskóli þar sem hún undi
hag sínum vel. Þar gaf hún góð
ráð við að auka árangur og vel-
líðan nemenda. Þar lá hennar
styrkur.
Eva gekk í raðir félagsins
„Ladies Circle“ (LC) sem eru
samtök ungra kvenna sem vilja
efla tengsl sín og kynni þvert á
lönd og álfur. Einkunnarorð
þeirra eru „vinátta og hjálp-
semi“. Eva heillaðist af starfinu
innan samtakanna. Það kom því
ekki á óvart þegar hún var val-
in til forystu á landsvísu. Hún
gegndi starfi landsforseta um
skeið og var verðugur fulltrúi
LC, innanlands sem utan.
Eva Björg
Skúladóttir
HINSTA KVEÐJA
Inn í herbergið gekkst þú,
þá ljómaði allt.
Hlátur og húmor þér fylgdu.
Herbergið virðist nú
tómlegt og kalt.
Kveðja þig, þau ekki vildu.
En herbergið fyllist
af styrkleika og ást
og þung eru sérhver fótspor.
Minning þín birtist
og að þér þau dást.
Þeim fylgir þinn hlátur og húmor.
(Þorbjörg Eva)
Minning þín lengi lifi.
Þorbjörg og Steinar.
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.