Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020 Vel hefur gengið að vigta, skrá og koma pysjum aftur til sjávar í Vest- mannaeyjum það sem af er sumri. Vegna samkomutakmarkana býðst fólki ekki lengur að vigta og merkja pysjurnar hjá svokölluðu pysjueftirliti, heldur er boðið upp á að vigta þær heima og skrá í gegn- um vefsíðuna lundi.is. Tæplega 2.000 pysjur hafa nú verið skráðar. „Við gerðum ekki ráð fyrir að sjá neitt sérstaklega margar pysjur í ár þar sem við tókum eftir því að æxlun lunda virtist minni en vana- lega. Hins vegar hefur gengið bara ágætlega að safna upplýsingum í ár.“ Þetta segir Audrey Padgett hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið. „Hefðin er sú að fólk fari út um allan bæ með pappakassa eða körf- ur og önnur veiðarfæri til þess að fanga pysjurnar og fara með þær út að sjó þar sem þeim er kastað til flugs.“ Pysjur fljúga inn til bæj- arins þegar þær hafa sig til flugs úr hreiðrinu í fyrsta sinn og laðast að ljósum bæjarins í Vestmannaeyjum á kvöldin. Þegar þær svo lenda í bænum geta þær ekki hafið sig til flugs á ný nema með hjálp manna. „Þær verða að vera orðnar 200 grömm að þyngd svo hægt sé að sleppa þeim,“ segir Audrey en hún segir að auðvelt sé fyrir íbúa Vest- mannaeyjabæjar að vigta pysjurnar sjálfir. Til þess þurfi bara skál og eldhúsvog. Audrey segir of snemmt að dæma hvort pysjurnar verði fleiri eða færri en síðustu ár. Það komi þó í ljós á næstu vikum. Hafa skráð um 2.000 pysjur Ljósmynd/Þekkingarsetur Vestmannaeyja Náttúra Kátir krakkar í Vestmannaeyjabæ taka þátt í pysjueftirliti  Rafrænt eftirlit með pysjum í ár vegna samkomubanns Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum nýstofnaðs félags, Mynd- greiningar ehf., á Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf. og Íslenskri myndgreiningu ehf. Starfsemi samrunaaðila felst í að veita læknisfræðilega myndgrein- ingarþjónustu, en undir hana falla m.a. tölvusneiðmyndarannsóknir, röntgenrannsóknir, ómun, seg- ulómun og skyggnirannsóknir. Læknisfræðileg myndgreining hefur rekið starfsstöðvar í Domus Medica við Egilsgötu, Læknasetr- inu Mjódd og Bíldshöfða 9, þar sem Heilsugæslan Höfða er. Íslensk myndgreining hefur verið til húsa að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi. Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að með samrun- anum hefði keppinautum á markaði fyrir myndgreiningu utan sjúkra- húsa á höfuðborgarsvæðinu fækk- að úr þremur í tvo, með „alvar- legum skaðlegum áhrifum“ fyrir bæði greiðendur og notendur þjón- ustunnar. Í kjölfar samrunans hefði samanlögð hlutdeild samrunaaðila á markaðnum orðið mjög há eða á bilinu 80-100%. Ógilda samruna í röntgen  Samkeppniseftir- litið úrskurðar Morgunblaðið/ÞÖK Myndgreining Af fyrirhuguðum samruna verður líklega ekki. Skattrannsókn- arstjóri hefur fengið upplýs- ingar um greiðslur upp á 25,1 milljarð frá Airbnb til ís- lenskra skatt- þegna á árunum 2015 til 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skattrannsóknarstjóra. Með bréfi í lok árs 2018 óskaði hann eftir gögnum frá Airbnb á Ír- landi um fasteignir leigðar til út- leigu á Íslandi í gegnum bókunar- vefinn. Gögnin hafa núna borist með aðstoð írskra skattyfirvalda. Farin er af stað vinna innan embættisins við frekari greiningu gagnanna. Í framhaldinu verður metið hvort þörf er á frekari aðgerðum. 25 milljarðar frá Airbnb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.