Morgunblaðið - 27.08.2020, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
Vel hefur gengið að vigta, skrá og
koma pysjum aftur til sjávar í Vest-
mannaeyjum það sem af er sumri.
Vegna samkomutakmarkana býðst
fólki ekki lengur að vigta og
merkja pysjurnar hjá svokölluðu
pysjueftirliti, heldur er boðið upp á
að vigta þær heima og skrá í gegn-
um vefsíðuna lundi.is. Tæplega
2.000 pysjur hafa nú verið skráðar.
„Við gerðum ekki ráð fyrir að sjá
neitt sérstaklega margar pysjur í
ár þar sem við tókum eftir því að
æxlun lunda virtist minni en vana-
lega. Hins vegar hefur gengið bara
ágætlega að safna upplýsingum í
ár.“ Þetta segir Audrey Padgett hjá
Þekkingarsetri Vestmannaeyja í
samtali við Morgunblaðið.
„Hefðin er sú að fólk fari út um
allan bæ með pappakassa eða körf-
ur og önnur veiðarfæri til þess að
fanga pysjurnar og fara með þær út
að sjó þar sem þeim er kastað til
flugs.“ Pysjur fljúga inn til bæj-
arins þegar þær hafa sig til flugs úr
hreiðrinu í fyrsta sinn og laðast að
ljósum bæjarins í Vestmannaeyjum
á kvöldin. Þegar þær svo lenda í
bænum geta þær ekki hafið sig til
flugs á ný nema með hjálp manna.
„Þær verða að vera orðnar 200
grömm að þyngd svo hægt sé að
sleppa þeim,“ segir Audrey en hún
segir að auðvelt sé fyrir íbúa Vest-
mannaeyjabæjar að vigta pysjurnar
sjálfir. Til þess þurfi bara skál og
eldhúsvog.
Audrey segir of snemmt að
dæma hvort pysjurnar verði fleiri
eða færri en síðustu ár. Það komi
þó í ljós á næstu vikum.
Hafa skráð um 2.000 pysjur
Ljósmynd/Þekkingarsetur Vestmannaeyja
Náttúra Kátir krakkar í Vestmannaeyjabæ taka þátt í pysjueftirliti
Rafrænt eftirlit með pysjum í ár vegna samkomubanns
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt
samruna sem áformaður var með
kaupum nýstofnaðs félags, Mynd-
greiningar ehf., á Læknisfræðilegri
myndgreiningu ehf. og Íslenskri
myndgreiningu ehf.
Starfsemi samrunaaðila felst í að
veita læknisfræðilega myndgrein-
ingarþjónustu, en undir hana falla
m.a. tölvusneiðmyndarannsóknir,
röntgenrannsóknir, ómun, seg-
ulómun og skyggnirannsóknir.
Læknisfræðileg myndgreining
hefur rekið starfsstöðvar í Domus
Medica við Egilsgötu, Læknasetr-
inu Mjódd og Bíldshöfða 9, þar sem
Heilsugæslan Höfða er. Íslensk
myndgreining hefur verið til húsa
að Urðarhvarfi 8 í Kópavogi.
Samkeppniseftirlitið kemst að
þeirri niðurstöðu að með samrun-
anum hefði keppinautum á markaði
fyrir myndgreiningu utan sjúkra-
húsa á höfuðborgarsvæðinu fækk-
að úr þremur í tvo, með „alvar-
legum skaðlegum áhrifum“ fyrir
bæði greiðendur og notendur þjón-
ustunnar. Í kjölfar samrunans hefði
samanlögð hlutdeild samrunaaðila
á markaðnum orðið mjög há eða á
bilinu 80-100%.
Ógilda
samruna
í röntgen
Samkeppniseftir-
litið úrskurðar
Morgunblaðið/ÞÖK
Myndgreining Af fyrirhuguðum
samruna verður líklega ekki.
Skattrannsókn-
arstjóri hefur
fengið upplýs-
ingar um
greiðslur upp á
25,1 milljarð frá
Airbnb til ís-
lenskra skatt-
þegna á árunum
2015 til 2018.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá skattrannsóknarstjóra.
Með bréfi í lok árs 2018 óskaði
hann eftir gögnum frá Airbnb á Ír-
landi um fasteignir leigðar til út-
leigu á Íslandi í gegnum bókunar-
vefinn. Gögnin hafa núna borist með
aðstoð írskra skattyfirvalda. Farin
er af stað vinna innan embættisins
við frekari greiningu gagnanna. Í
framhaldinu verður metið hvort þörf
er á frekari aðgerðum.
25 milljarðar
frá Airbnb