Morgunblaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2020
með 20 rúmum í fjórum herbergjum
og var íbúð hans tekin undir þá starf-
semi. Í staðinn var reist veglegt ein-
býlishús fyrir embætti hans fyrir aust-
an spítalann. Til að teikna húsið var
ráðinn ungur maður og efnilegur sem
þá hafði nýlokið námi í húsagerðarlist í
Danmörku. Þetta var Guðjón Sam-
úelsson sem óhætt er að kalla fræg-
asta húsameistara þjóðarinnar.
Í Sögu Garðabæjar (IV. bindi) eftir
Steinar J. Lúðvíksson segir að ekki
hafi árað vel á þessum tíma en engu að
síður hafi verið ráðist í að byggja hús
„sem á þeirra tíma mælikvarða var
óvenju glæsilegt“. Steinar telur að Jón
Magnússon, þáverandi forsætisráð-
herra, bróðir Sigurðar yfirlæknis, hafi
mestu ráðið um að húsið varð svo
myndarlegt, og notið til þess stuðnings
Sigurðar Eggerz fjármálaráðherra.
Fram kemur í blaðinu Lögréttu í des-
ember 1920 að kostnaður við byggingu
yfirlæknisbústaðarins hafi numið um
140 þúsund krónum. Það var mikið fé,
árslaun ráðherra, launahæstu manna
landsins, voru á þessum tíma um 10
þúsund krónur.
Glæsilegt innandyra
Gamli yfirlæknisbústaðurinn er á
tveimur hæðum og kjallari undir. Á
neðri hæðinni var stór borðstofa, sem
var viðarþiljuð og með bitum á lofti, og
setustofa þar sem var arinn. Dyr voru
úr þeirri stofu út í garðinn. Að auki var
á hæðinni eldhús og húsbónda-
herbergi. Á teikningu Guðjóns var enn
fremur gert ráð fyrir svonefndu
boudoir, húsfreyjuherbergi, sem ætlað
var fyrir saumaskap og hannyrðir
læknisfrúarinnar. Svefnherbergi voru
á efri hæðinni, hjónaherbergi og 5
minni herbergi, þar af eitt sem sér-
staklega var ætlað þjónustustúlku og
var sérstigi upp í það. Hann var fjar-
lægður á áttunda áratugnum, enda
hafði síðasti yfirlæknirinn á staðnum
engar þjónustustúlkur.
Hrafnkell Helgason, sem síðastur
manna gegndi stöðu yfirlæknis á
staðnum og bjó í húsinu frá 1967 til
aldamóta, sagði í viðtali á hundrað ára
afmæli Vífilsstaða 2010 að hann hefði
forðast að koma að Vífilsstöðum í
mörg ár. „Mér ofbýður sú hörmung
sem þar blasir við þegar litið er til
þessa góða húss sem Guðjón Sam-
úelsson teiknaði af snilld sinni. Það er
að grotna niður. Mér finnst það alveg
með fádæmum að þeir sem eiga að sjá
um húseignir ríkisspítalanna skuli láta
þetta gerast. Það var sagt að Íslend-
ingar hefðu stundum étið eitthvað af
skinnhandritum sínum. Það er hægt
að fyrirgefa þeim það – þeir voru
hungraðir. En þeir menn sem höndla
um læknabústaðinn eru ekki svangir
og því er skömm þeirra enn meiri fyrir
sinnuleysið.“
Enn hægt að bjarga húsinu
Pétur H. Ármannsson hjá Minja-
stofnun segist hafa skoðað gamla yfir-
læknisbústaðinn fyrir þremur árum
ásamt fulltúum úr húsafriðunarnefnd.
„Þá var ljóst að mikið tjón hafði orðið á
innréttingum,“ segir hann. „En húsið
var mjög vandað í upphafi og því ekki
óviðráðanlegt verkefni að gera við það
svo sómi sé að. Það væri verðugt verk-
efni á 100 ára afmæli þess.“ Hann seg-
ir að húsið sé friðað vegna aldurs og
njóti verndar samkvæmt lögum um
menningarminjar. „Í því felst að
óheimilt er að raska húsinu, spilla því
eða breyta, rífa eða flytja úr stað,
nema með leyfi Minjastofnunar Ís-
lands,“ segir hann.
Pétur kvaðst hafa heyrt af áhuga
bæjaryfirvalda í Garðabæ á að bjarga
húsinu, en sveitarfélagið keypti allt
land umhverfis Vífilsstaði af ríkinu
fyrir þremur árum. Gunnar Einarsson
bæjarstjóri sagði að nefnt hefði verið á
sínum tíma við fulltrúa ríkisins að
áhugavert væri að efna til samstarfs
um að endurbyggja húsið. Það hefði
engar undirtektir fengið þá og boltinn
væri hjá eigendum þess.
Viðhaldsfé takmarkað
Anna Sigrún Baldursdóttir, að-
stoðarmaður forstjóra Landspítalans,
segir í skriflegu svari við fyrirspurn
frá Morgunblaðinu að fjármála-
ráðherra hafi selt Garðabæ land Vífils-
staða án þeirra fasteigna sem á lóðinni
eru fyrir nokkrum árum. „Landspítali
hefur ekki áform um að vera með
starfsemi á Vífilsstöðum til lengri tíma
litið og hefur einungis þörf á hluta
fasteignanna. Landspítali hefur því
óskað eftir því við fulltrúa eiganda
húsnæðisins, fjármála- og efnahags-
málaráðuneytið, að því verði ráðstafað
til annarra nota eða komi þeim í sölu-
ferli þannig að viðhald og endurbygg-
ing hæfi nýrri starfsemi í húsunum og
á svæðinu.“
Anna Sigrún segir enn fremur að
viðhalds- og framkvæmdafé Landspít-
ala hafi, sem kunnugt sé, verið af
skornum skammti, þó þar hafi verið
bætt um betur síðustu ár. „Spítalinn
hefur beint því fjármagni í nauðsyn-
legt og aðkallandi viðhald húsnæðis
sem er í þjónustu við starfsemina, sér í
lagi klíníska þjónustu,“ segir hún.
Enn er hægt að bjarga húsinu
Gamli yfirlæknisbústaðurinn á Vífilsstöðum liggur undir skemmdum Eitt af elstu verkum Guð-
jóns Samúelssonar Húsið staðið autt í um tvo áratugi Landspítali segir viðhaldsfé takmarkað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vífilsstaðir Neglt er fyrir glugga á neðri hæð hússins. Það er illa farið innandyra, m.a. eftir vatnstjón.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Pétur Leifsson
Glæsilegur Gamli yfirlæknisbústaðurinn í blóma á fjórða áratugnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hirðuleysi Brotinn gluggi og greið
leið inn er eitt af því sem blasir við.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Gamli yfirlæknisbústaðurinn á Vífils-
stöðum, reistur veturinn 1919 til 1920
eftir teikningum hins kunna húsa-
meistara Guðjóns Samúelssonar, ligg-
ur undir skemmdum. Húsið stendur
steinsnar fyrir austan Vífilsstaðaspít-
ala sem nú er nýttur sem öldr-
unardeild á vegum Landspítalans. Það
hefur staðið autt og yfirgefið í um tvo
áratugi. Neglt er fyrir glugga á neðri
hæð en dæmi eru um brotnar rúður og
leið þannig opin inn í húsið. Vatnsleki
varð innandyra fyrir nokkrum árum
og urðu miklar skemmdir í kjölfarið.
Sumir tala um að húsið sé ónýtt en
Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá
Minjastofnun, segir að húsið hafi verið
mjög vandað í upphafi og ekki óviðráð-
anlegt verkefni að gera við það svo að
sómi sé að.
Húsið er ríkiseign og örlög þess á
forræði fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins. Anna Sigrún Baldursdóttir,
aðstoðarmaður forstjóra Landspít-
alans, segir að spítalinn hafi ekki
áform um að vera með starfsemi á Víf-
ilsstöðum til lengri tíma og hafi hvatt
til þess að fasteignirnar á staðnum
yrðu seldar eða ráðstafað til annarra
nota.
Mikil reisn yfir staðnum
Vífilsstaðaspítali var reistur sem
hæli fyrir berklasjúklinga og tekinn í
notkun haustið 1910. Berklar voru þá
eitt stærsta heilbrigðisvandamál þjóð-
arinnar. Forgöngu um verkið hafði
Heilsuhælisfélagið sem Guðmundur
Björnsson landlæknir og félagar hans
í stúkunni Ingólfi í Oddfellowreglunni í
Reykjavík stofnuðu. Teiknaði Rögn-
valdur Ólafsson húsameistari að-
albygginguna. Nokkrum árum seinna
yfirtók ríkið eignirnar og reksturinn
sem var orðinn Heilsuhælisfélaginu of-
viða.
Mikil reisn var yfir Vífilsstöðum um
langt árabil. Í skýrslu um fasteign-
irnar, sem arkitektastofan Batteríið
vann fyrir nokkrum árum, kemur
fram að sjúkrahúsið markar tímamót í
íslenskri byggingarsögu þar sem það
er fyrsta stórhýsið sem er að öllu leyti
steinsteypt og teiknað og unnið af Ís-
lendingum. Byggingin er sögð dæmi
um steinsteypuklassík og þegar hún
var reist hafi hún verið ein hin glæsi-
legasta á landinu.
Hús fyrir yfirlækninn
Fyrsti yfirlæknir á Vífilsstöðum var
Sigurður Magnússon. Bjó hann á
staðnum með fjölskyldu sinni. Hann
fékk því til leiðar komið að sérstök
deild fyrir börn var stofnuð á staðnum
Frí heimsending
Ecco CrepetrayMini
12.995 Kr. / 19-26
Vnr. E-753431
Ecco Urban mini
12.995 Kr. / 19-26
Vnr. E-754771 / Vnr. E-754751
Ecco First
12.995 Kr. / 19-26
Vnr. E-754311
Ecco First
12.995 Kr. / 19-26
Vnr. E-754211
Klár í leikskólann í kuldaskóm