Bæjarins besta - 14.09.1988, Qupperneq 8
8
BÆJARINS BESTA
Litli leikklúbburinn á ísafirði:
Maraþonleiksýning
í lok septemher
- safnað fyrir nýju ljósaborði
Litli leikklúbburinn, og reynd-
ar flest félög og klúbbar sem
byggjast upp á sjálfboðavinnu og
áhugamennsku, á í stöðugu basli
með að ná endum saman. Hing-
að til hefur verið reynt að fjár-
magna starfsemina eingöngu
með innkomu á leiksýningar og
þeim styrkjum sem klúbburinn
fær. Þaö hefur gengið til þess að
fjármagna hverja sýningu, en
ekki til neins meira.
Öll leikhús þurfa að eiga góð-
an ljósabúnað. Litli leikklúbbur-
inn státar af því að eiga nokkuð
góða kastara, og reyndar þá einu
sem virðast nothæfir í bænum.
Einatt er leitað á náðir
leikklúbbsins þegar lýsa þarf upp
svið eða svæði á hvers kyns sam-
komum eða fundum.
Klúbburinn hefur ævinlega
brugðist vel við þegar beðið hef-
ur verið um kastara, og ætlar sér
að gera það áfram.
SKALAVIK
LAUGARDAGSKVÖLD
HÚSIÐ OPNAÐ KL 20
FYRIR MATARGESTI
DansleikuLr
frá kl. 23.00 til kl. 03.00.
SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR VERIÐ VELKOMIN
(T
Forréttir:
Sherrybœtt sveppasúpa
eða
Rækjukokteill m/ristuðu brauði
★ ★ ★
Aðalréttur:
Heilsteikt lambalœri m/bökuðum
kartöflum og madeirasósu
★ ★ ★
Eftirréttur:
Skálavíkurís
=\
Nú standa meðlimir LL hins
vegar frammi fyrir því, að ljósa-
borðið sjálft er að verða úr sér
gengið, og þörf er á nýrri og
vandaðri grip. Því hefur verið
ráðist í það að panta að utan nýtt
og fullkomið ljósaborð, sem
kemur til með að bæta ljósabún-
aðinn til mikilla muna. Ljósa-
borðið kostar á milli 450 til 500
þúsund, og því er Ijóst að treysta
verður á stuðning bæjarbúa og
sérstaklega fyrirtækja og félaga
sem fengið hafa að láni ljósabún-
að, og koma til með að þurfa
þess í framtíðinni.
f fjáröflunarskyni ætlar
leikklúbburinn að standa fyrir
maraþonleiksýningu í sal
Grunnskólans á lsafirði, í lok
þessa mánaðar. Nánar til tekið
helgina 24.-25. september. Þá
verður sama leikritið sýnt aftur
og aftur í rúman sólarhring.
Leikritið sem valið hefur verið í
það, er fyrsta fullorðins leikritið
sem leikklúbburinn setti upp;
farsinn „Skyggna vinnukonan”
Gengið verður í hús vikuna
fyrir sýningu, og seldir aðgöngu-
miðar. Bæjarbúar eru hvattir til
þess að leggja málefninu lið, og
fá um leið notið skemmtilegrar
og „öðruvísi” leiksýningar.
Það má geta þess að miðarnir
koma aðeins til með að kosta tvö
hundruð krónur, og þeir sem
verða ekki heima þegar gengið
verður í hús, þurfa ekki að ör-
vænta. Miðar verða líka seldir
við innganginn.
Jón Sigurpálsson vinnur að uppsetningu verksins.
ísafjörður:
Ragnari H. Ragnar
reistur minnisvarði
Minnisvarði um Ragnar H.
Ragnar, heiðursborgara ísa-
fjarðarkaupstaðar, hefur verið
í deiglunni í nokkurn tíma.
Hann hefur verið teiknaður,
honum ákveðinn staður og nú
nýlega, hófst uppsetning hans.
Frumkvöðlar að því að reist-
ur verði minnisvarði um Ragn-
ar H. Ragnar, eru m.a. Jón Páll
Halldórsson, Kristján Haralds-
son og Pétur Kr. Hafstein.
Það er Jón Sigurpálsson,
myndlistarmaður, sem á hug-
myndina að verkinu. Því hefur
verið valinn staður á vestan-
verðu sjúkrahústúninu.
Þegar blaðamaður fór á stað-
inn til að mynda framkvæmd-
irnar, hitti hann fyrir lista-
manninn sjálfan, þar sem hann
var ásamt öðrum að vinna að
því að slá upp fyrir sökkli
verksins.