Bæjarins besta - 21.12.1989, Side 1
Skálavík um helgina
Pöbbinn opinn föstudags-
kvöldkl. 2 1 00 - 2 330.
Laugardagskvöld
kl. 2100-2330.
Aldurstakmark 18 ár. SKÁLAVIKI
Bolungarvík S 7130
Patreksfjörður: íbúum hefur fækkað verulega á árinu vegna atvinnuleysis.
Patreksfjörður:
Hátt í hundrað
manns hafa flutt
af staðnum
HÁTT á hundíað manns
hafa flutt frá Patreks-
firði á þessu ári í kjölfar
slæms atvinnuástands eftir
að togari staðarins var seldur
burt og frystihúsinu lokað.
„1. desember 1988 voru 984
á íbúaskrá Patreksfjarðar.
Við erum ekki búin að sjá
endanlegar tölur þessa árs en
það eru hátt á hundrað
manns sem eru farnir burt,
bæði til Reykjavíkur og til
NorðurIanda“ sagði Ulfar
Thoroddsen sveitarstjóri í
samtali við BB.
, ,f>að er slæmt .að missa
burt um hundrað manns á
einu ári og hefur sín áhrif á
verri veginn. En nú er at-"
vinnuástand að breytast aft-
ur til batnaðar þannig að ég
ímynda mér og vona að ein-
hverjir komi ef til vill til
baka.“
Patreksfirðingar tendruðu
ljós á sínu bæjarjólatré á
laugardag og fengu jóla-
sveina í heimsókn. Jóla-
sveinafélagið „Jólasveinar
einn og átta“, þ.e. samtök
foreldra sem sjá um barna-
ball þann 30. desember, sfóð
fyrir veitingasölu. í ár eru
einmitt liðin 100 ár síðan
fyrsta jólaballið var haldið
fyrir börn á Patreksfirði.
Þess má geta að jólaíréð í
miðbænum er heimatilbúið
úr stálgrindum sem á er fest
greni og að sögn kemur það
ekki síður út en raunveruleg
tré. Utlit er fyrir rauð jól á
Patreksfirði í ar því þar er
lítill sem enginn snjór, fjalls-
hlíðar gráar fremur en hvít-
ar. J>að er þó aldrei að vifa
nema jólamjöllin eigi effir
áð koma.
Lögregla og slökkvilið:
Klipptu I
sundur bíl
- með nýju klippunum.
Fjársöfnun komin á skrið
Lögreglu- og slökkviliðsmenn sýna hér almenningi hvernig
hægt er að saga í sundur bíl með nýjum tækjabúnaði sem
liðin hafa nýlega eignast.
LÖGREGLA og slökkvi-
lið á ísafirði sýndu al-
menningi á laugardag notk-
un á nýjum bílaklippum sem
verið er að festa kaup á.
Klippur þessar eru notaðar til
að saga í sundur og opna
bílflök sem klemmst hafa
saman við slys.
Að sögn Jónasar Eyjólfs-
sonar yfirlögregluþjóns
reyndust klippurnar vel.
,,Við vorum búnir að æfa
notkun þessarra tækja áður á
námskeiði í skyndihjálp og
björgun sem haldið var fyrir
lögreglumenn fyrir stuttu“
sagði harni, ,,Á þetta nám-
skeið mættu allir lögreglu-
menn og fóru yfir notkun á
öllum þeim búnaði til björg-
unar sem lögreglan hefur
yfir að ráða.“l
Jónas sagðist ánægður
með þau viðbrögð sem borist
hafa frá þeim sem leitað hef-
ur verið til um fé til tækja-
kaupanna. Þegar hafa safn-
ast um 360.000 krónur og
loforð liggja fýrir um frekari
framlög. Tækin kosta um
800.000 krónur og þess má
geta að vilji fólk styrkja
kaupin þá er hægt að leggja
inn fé á Ábótarreikning nr.
50 20 74 í Útvegsbankanum.
Helgin:
Oká
lögreglubílinn
ÞRIR voru settir í fanga- ölvunar og óspekta. Þá var
hús um helgina vegna einn ökumaður stöðvaður á
Hnífsdalsvegi á föstudag
vegna hraðaksturs. Hraðinn
mældist 113 km. á klst. og
var ökumaðurinn sviptur
ökuleyfi á staðnum til bráða-
birgða.
Aðfaranótt laugardagsins
var tilkynnt um ökumann
sem grunaður var um ölvun
við akstur á Óshlíð. Lög-
reglubíll gaf honum merki
um að stöðva en í stað þess
að sinna því ók maðurinn á
lögreglubílinn. Engin slys
urðu á mönnum og lítið sá á
lögreglubílnum, sem var
kyrrstæður utan vegar þegar
áreksturinn varð, en Fordbíll
þessa ósvífna ökumanns
varð fyrir nokkru tjóni.
Maðurinn, sem var án öku-
réttinda, var færður á log-
reglustöð. Lögreglubíllinn er
sá nýjasti í bílaflota lögregl-
unnar.