Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Síða 6

Bæjarins besta - 21.12.1989, Síða 6
6 BÆJARINS BESTA Jólin: Guðsþj ónustur hátíðarnar NYJAR MYNDIR VIKULEGA WHO FRAMED ROGER RABBIT Mynd eftir hina hæfileika-J ríku Steven Spielberg og Robert Zemeckis sem hafa tekið hér höndum saman með Touchstone Pictures. Vinningshafi fjögurra Óskarsverðlauna og rómuð af gagnrýnendum. Umsögn í Mbl.: „Myndin er hreinasta perla'". ERNEST SAVES CHRISTMAS Jólasveinninn er kominn til Florida til að tala við manninn sem hann hefur ákveðið að taki við af honum sem jólasveinn. Ernest er leigubílstjóri og kynnist Sveinka þegar hann ekur honum frá flugvellinum Sveinki lendir í ýmsu klandri því enginn trúir því að hann sé jólasveinninn. Han er tekinn fastur af lögreglunni en Ernest tekst að ná honum út með klækjum. Þeir fara síðan að finna Joe, arftaka Sveinka. Opið um hátíðimar: Þorláksmessu kl. 16-19 & 20-23. Aðfangadag kl. 10-12 & 13-15. Lokað Jóladag. Annan jóladag kl. 19-23. Gamlársdag kl. 10-12&14-16. Lokað Nýársdag. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka viðskiptin á liðnum árum. Jóhannes Ragnarsson JR-VIDEO VIÐ NORÐURVEG S 4299 vfír ísafjarðar- prestakall Sr. Karl V. Matthíasson messar víða yfir hátíðarnar. Miðnæturmessa verður á að- fangadag í ísfjarðarkapellu kl. 23.30 og á jóladag flytur hann guðsþjónustu kl. 14. Á gamlársdag verður aftan- söngur í ísafjarðarkapellu kl. 18. Organisti á fsafírði er Beáta Joó. Á aðfangadag verður aft- ansöngur í Hnífsdalskapellu kl. 18 og á nýársdag verður messað kl. 16. í Súðavík verður aftan- söngur á aðfangadag kl. 22. Suðureyrar- prestakall í Suðureyrarkirkju messar sr’ Karl V. Matthíasson á jóladag kl. 17. Vatnsfjarðar- prestakall Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur messar í Vatnsfirði á jóladag kl. 14. og á Melgraseyri annan dag jóla• kl. 14. Bíldudals- prestakall Prestur Bílddælinga og prófastur Barðastranda- sýslu, sr. Flosi Magnússon, messar þrisvar yfir hátíðarn- ar og syngur kirkjukórinn að venju við allar guðsþjónust- urnar. Organisti er Ragnar Jónsson. Á aðfangadag er aftan- söngur kl. 18 og þá syngur Jón Kr. Ólafsson stólvers. Á jóladag verður flutt hátíðar- guðsþjónusta kl. 14 og þá syngur Barnakór grunnskól- ans stólvers. Á gamlársdag verður aftansöngur kl. 18. Þingeyrar- prestakall Á Þingeyri messar sr. Gunn- ar Eiríkur Hauksson á að- fangadagskvöld kl. 18 og á jóladag kl. 14. Á jóladag verður flutt guðsþjónusta kl. 17 í Hrafnseyrarkapellu. Á annan í jólum verður flutt guðsþjónusta kl. 14 í Núps- kirkju í Mýrahreppi og kl. 16 í Sæbólskirkju á Ingjalds- sandi. Á gamlárskvöld verð- ur aftansöngur í Þingeyrar- kirkju kl. 18. Kirkjukór Þingeyrar syng- ur og organisti er Guðbjörg Leifsdóttir. Holtsprestakall í Önundarfirði Sr. Gunnar Björnsson, prestur Önfirðinga, flytur fimm guðsþjónustur yfir há- tíðarnar á Flateyri og í Holti og syngur kirkjukór undir stjórn Brynjólfs Árnasonar söngstjóra og organista við þær allar nema við barna- guðsþjónustuna en þá syngja börnin sjálf. Á aðfangadagskvöld verð- ur aftansöngur í Flateyrar- kirkju kl. 18. Organisti þá verður skólastjóri Tónlistar- skóla Flateyrar, Einar Melax, en Brynjólfur Árna- son er organisti við aðrar guðsþjónustur yfir hátíðarn- ar. Á jóladag er hátíðaguðs- þjónusta í Holti kl 14. Á annan í jólum verður flutt barnaguðsþjónusta í Flateyr- arkirkju kl. 11. Á gamlárs- kvöld verður aftansöngur í Flateyrarkirkju kl. 18. Á ný- ársdag verður síðan flutt há- tíðaguðsþjónusta í Holti kl. 14. Hólsprestakall Nýkjörinn prestur Bolvík- inga, sr. Sigurður Ægisson, Hólskirkja í Bolungarvík. messar fjórum sinnum yfir hátíðirnar og syngur kirkju- kór Hólskirkju við þær. Org- anisti er Michael Árthur Jo- nes tónlistarkennari. Á að- fangadag verður fluttur aftansöngur kl. 18. Á jóla- dag verður flutt hátíðamessa kl. 14 og á annan í jólum verður barnamessa kl. 11. Á gamlársdag verður flutt guðsþjónusta kl. 18. Patreksfjarðar- prestakall Sr. Sigurður Jónsson messar víða yfir hátíðarnar eins og sjá má af eftirfar- andi: Á Patreksfirði verða tvær guðsþjónustur. Organisti er Brian R. Bacon tónlistar- kennari á Tálknafirði. Á að- fangadagskvöld er aftan- söngur kl. 18 í Patreks- fjarðarkirkju. Vegna anna í Sauðlauksdalsprestakalli falla guðsþjónustur niður í Patreksfjarðarprestakalli á jóladag og á annan í jólum. Á gamlársdag vcrður síðan aftansöngur í Patreksfjarðar- kirkju kl. 18. Stóra - Laugar- dalsprestakall í Tálknafirði Á Tálknafirði messar sr. Sigurður Jónsson tvisvar yfir hátíðarnar. Organisti er Bri- an R. Bacon. Á aðfanga- dagskvöld er aftansöngur kl. 22 og á gamlársdag er messa kl. 18. Sauðlauksdals- prestakall Þar messar sr. Sigurður einnig: Á jóladag er guðs- þjónusta kl. 13.30 á Brjáns- læk og kl. 15.30 í Haga- kirkju. Á annan í jólum er guðsþjónusta í Saurbæ á Rauðasandi kl. 11. Á annan í jólum flytur hann einnig guðsþjónustu kl. 13.30 í Sauðlauksdal og kl. 16 í Breiðuvík. BÆJARINS BESTA, óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-PRENT sf, Suðurtanga 2, 400 ísafjörður, S 4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Blaðamaður: Vilborg Davíðsdóttir. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3600 eintök. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Suðurtanga 2, S 4570. Telefax, S 4564. Setning, umbrot og prentun: H-PRENT sf, Suðurtanga 2,400 Isafjörður. BÆJARINS BESTA er aðili að Samtökum Bæjar- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráðs. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.