Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 21.12.1989, Qupperneq 13
'sem það er í dag hefur ekki gengið andskotalaust fyrir sig“ fyrir Samvimmhreyfinguna eða Framsóknarflokkinn? ,,Nei, sennilega ekki því þeir vildu ekki hleypa mér í skólann. Þá var líka talað um að það væri ekki verra að hafa einhvern grænan í ætt- inni til að komast inn í skól- ann en hann fannst nú ekki í minni ætt.“ Blái liturinn heillar Þá ertu líklega ekkiFram- sóknarmaður í dag? „Ætli það. Blái liturinn hefur nú löngum verið heill- andi. Ég skammast mín ekk- ert fyrir að viðurkenna það.“ Gunnar fór ungur frá ísa- firði. En hvers vegna hleypti hann heimdraganum? „Ja, ég lenti í vetrarhjálp- inni eins og svo margir góðir menn á ísafirði. f>ú kannast við hana er það ekki?“ spyr hann og lítur á mig og augun tindra af stríðni. „Konan mín er frá Akureyri og hún var í Húsmæðraskólanum veturinn 1967-68. Við bjugg- um fyrst á ísafirði í þrjú ár. Það er kannski engin sérstök ástæða fyrir því að við fór- um, önnur en sú að okkur langaði til að breyta til - prófa eitthvað nýtt og ég fékk mig fluttan til Akureyr- ar. Ég kunni ágætlega við mig þar. Margir höfðu sagt mér að það væri svo erfitt að kynnast Akureyringum og það væri ómögulegt að búa þar en ég varð aldrei var við þetta. Við keyptum okkur hús á Akureyri og líkaði vel að búa þar. En þegar við höfðum búið þarna þá var farið að vera dálítið ein- kennilegt ástand í bankan- um. Það var hreinlega ekk- ert að gera. Mér var farið að leiðast vegna þess að ég hafði ekkert að gera í vinn- unni og var búinn að kvarta yfir þessu við útibússtjórann. Síðan kom Elvar bróðir minn norður og sagði mér að vera ekkert að þessu þarna, ég ætti bara að koma suður. Þar væri nóg að gera. Það fór að róta í mér og við ákváð- um síðan að prófa að flytja. Við höfum ekkert séð eftir því. Reyndar var konan ekk- ert hrifin til að byrja með en hún vill ekki flytja aftur norður núna. Þegar ég hugsa um þetta svona eftir á þá fannst mér voðalega skrítið að koma til Akureyrar frá ísafirði. Það var svo mikill hraði á öllu á Akureyri - um- ferðin og stressið var miklu meira. Svo þegar maður kom hingað suður þá versn- aði þetta ennþá meira. Það er heilmikill stigsmunur á

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.