Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1989, Side 24

Bæjarins besta - 21.12.1989, Side 24
JÓLAGJÖFINA í ÁR FÆRÐU HJÁ OKKUR. OPIÐ TIL KL. 23 Á ÞORLÁKSMESSU. mn straumur hf Silfurgötu 5 S 3321 Sparisjóður Bolungarvíkur: Færðil9ungnm Bolvíkingum skírnargjafir ÖII börn sem skírð voru á árinu fengu 4.800 kr. í sparisjóðsbókum SPARISJÓÐURINN í Rolungarvík færði 19 ungum Bolvíkingum spari- sjóðsbækur að gjöf á föstu- dag og sparibauk að auki. 4.800 krónur eru verðtryggð- ar í hverri bók og eru þær bundnar þar til eigendurnir hafa náð 16 ára aldri. Petta er fimmta árið í röð sem sparisjóðurinn afhendii slíka gjöf öllum börnum Bol- víkinga sem skírð hafa verið á árinu. Við afhendinguna var foreldrum og börnum boðið upp á súkkulaði og konfekt. Fyrir fimm árum var upphæðin í hverri bók 2.500 krónur og hefur sú upphæð verið hækkuð sam- kvæmt vísitölu árlega. Bæk- urnar bera 6% vexti og ætti þetta fyrsta innlegg að tvö- faldast á um 10 árum. Bolungarvík: Kveikt á Ijósunum á jólatrénu BOLVÍKINGAR tendruðu Ijós á sínu jólatré á laugar- dag við athöfn á túni Félagsheimilisins. Tréð leggur bæjarfélagið til og forseti bæjarstjórnar, Einar Jónatans- son, flutti ávarp. Jólasveinar komu í heimsókn og heilsuðu upp á ungviðið og blönduð lúðrasveit Isfirðinga og Bolvík- inga flutti jólalög undir stjórn Michael Arthur Jones. Súðavík: Eina sveitarfélagið sem hækkar útsvarið í 7% en ekki 7,5%. Vestfirðir: Útsvarsprósentan hækkar alls staðar SVEITARFÉLÖG á Vestfjörðum hafa öll tekið þá ákvörðun að hækka útsvarsprósentuna á næsta ári í 7,5% nema Súðavík, þar hækkar útsvarið í 7%. A allflestum stöðum var útsvarið 6,7% á þessu ári. „Þetta er svipuð hækkun og um allt land“ sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík í samtali við blaðið. „Ástæðurnar eru yfirleitt þær, að ég held, að menn eru búnir að setja af stað framkvæmdir og vilja standa við þær. Ég hef trú á því að á móti þessu munum við hér í Bolungarvík lækka fasteignaskattana. Mér finnst það ekki ganga að skattleggja fasteignir umfram markaðsverð og þess vegna er það mjög ósanngjarnt að gera samanburð við stofninn í Reykjavík."

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.