Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Vikan hófst á því að hlaup hófstekki undan Grímsvötnum.Í öðrum fréttum á sunnu- dag bar það hæst að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða- málaráðherra og stærsta nafnið í ís- lenskum stjórnmálum, þurfti að gera grein fyrir samveru sinni með nokkr- um vinkonum af Skaganum. Myndir af þeim voru birtar á félagsmiðlum og fundu margir að því að viðmið um fjarlægð á milli fólks væru ekki nægi- lega virt. Gagnrýnendur ráðherrans urðu ekki glaðari við að uppgötva að meðal vinkvenna hennar var áhrifa- valdurinn Eva Laufey Kjaran Her- mannsdóttir, en þátttaka hennar í þessum vinafagnaði var kostuð af Ice- landair Hotels. Þórdís greindi hins vegar frá því að hún hefði vandlega gætt þess að borga fyrir sig. Ferðageirinn hafði þó ýmsar áhyggjur þyngri þarna um helgina, nýlegar sóttvarnaraðgerðir settu allar fyrirætlanir um vörn og sókn í upp- nám og óttast margir fjöldagjaldþrot í greininni með haustinu og óvíst hverj- ir tóra til næsta sumars. Áhrifin komu þegar í ljós þegar afpantanir hrúg- uðust inn hjá ferðaþjónustufyrir- tækjum, sumum hótelum var lokað og starfsmönnum sagt upp. Meðal stjórnmálamanna kom enda upp ágreiningur um þessar nýjustu sóttvarnaraðgerðir, en þó þar hafi komið upp mörg sömu andmæli og ferðaþjónustan hefur haft uppi, voru það þó fremur mannréttindi og stjórn- arskrárákvæði sem pólitíkusarnir höfðu áhyggjur af. Annars vegar varð- andi ferðafrelsið og hins vegar hvað varðar lagaheimildir fyrir aðgerð- unum, sem sumir telja ónægar og vilja að komi fyrir þingið. Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir sitt leyti sjálfsagt og æskilegt að þingið fjallaði um aðgerðirnar, þó hún teldi lagaheimildirnar raunar ríkar og nægar. Brynjar Níelsson kinkaði kolli.    Icelandair frestaði hlutafjárútboði sínu þar til í september og hefur hóf- legri hugmyndir en áður um hversu mikla aura megi sækja með því móti, vildu 27,5 milljarða króna en miða nú við 23 ma.kr., en munu láta sér 20 nægja ef í harðbakkann slær. Sömu- leiðis er risalán með ríkisábyrgð enn í undirbúningi, en ríkisábyrgðin ein- hverju minni en upphaflega var miðað við. Um hundrað gistihús skráðu sig til að taka við gestum í sóttkví, en sumir hótelhaldarar kvörtuðu raunar undan því að leiðbeiningar og upplýsingar stjórnvalda væru af skornum skammti. Eins og sumir áttu raunar eftir að brenna sig á. Íslandsmeistarar KR í fótbolta fóru í einstaka fýluferð til Skotlands, þar sem þeir skíttöpuðu fyrir Celtic. Höfðu áhorfendur á orði að þeir hefðu tekið 2 metra regluna fullhátíðlega á vellinum. Þrautum þeirra var þó ekki lokið þegar blásið var til leiksloka því þá tók við kapphlaup við tímann um að komast heim fyrir nýju sóttvarnar- ákvæðin. Þeir töpuðu því líka og þurftu því að fara í sóttkví með til- heyrandi raski á Íslandsmótinu. Skrúfað var fyrir heita vatnið hjá um 50 þúsund íbúum á höfuðborgar- svæðinu vegna endurbóta á stofnlögn. Það mun ekki hafa haft teljandi á hreinlæti eða veiruþvott, enda dugar sápa jafnvel í köldu vatni og heitu.    Kannski var það vegna þessa skorts á heitu vatni, sem Reykvíkingar og nærsveitamenn fjölmenntu á bað- ströndina í Nauthólsvík á þriðjudag, en kannski var það ekki síður vegna þeirrar ljúfu síðsumarsblíðu sem allt í einu breiddi út faðminn. Hvað sem líður veirutíð virðist kaupgleði landsmanna söm við sig, eins og fram kom í fréttum af stórauk- inni netverslun Íslendinga í útlöndum. Vera kann þó að senn dragi þar úr. Uppsagnarfrestir þeirra sem fyrst misstu vinnuna vegna kórónuveir- unnar eru við það að renna út og hið sama hendir enn fleiri um þarnæstu mánaðamót. Að svo stöddu verður því víða þröngt í búi er haustar og tæp- lega hátíð í hverjum bæ um jólin. Sennilegt er að það komi til tals þegar Alþingi kemur stuttlega saman í vikunni sem nú er að hefjast, um það ræddu bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu, en þar hafa þeir einkum í huga framlengingu á tímabili tekjutengdra atvinnuleysisbóta og/ eða hækkun á bótunum. Á stubbnum, eins og þessir stuttu þingfundir eru kallaðir, verður þó fyrst og fremst fjallað um endur- skoðun fjármálastefnu ríkisins, enda allar forsendur hennar foknar út í veð- ur og vind kórónuveirunnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra und- irbjó jarðveginn fyrir það í vikunni og lýsti helstu áherslum ríkisstjórn- arinnar. Þær eru í stuttu máli þær að ríkið verði rekið með bullandi halla næstu misseri. Ekki stendur til að hækka skatta, en fyrri áformum um fjárframlög á hinum ýmsu mál- efnasviðum haldið óbreyttum. Hins vegar verða engin ný ríkisútgjöld, nema þau sem lúta að heimsfaraldr- inum og afleiðingum hans. Bjarni benti á að ekki væri allur hallinn sokkinn kostnaður, um 2/3 hlutar hans skiluðu sér beint inn í hag- kerfið og nýttust vel, bæði í vörn gegn veirunni og sókn síðar. Nánari útfærsla verður kynnt í þinginu, en þessar megináherslur kynnti fjár- málaráðherrann í grein hér í Morg- unblaðinu undir fyrirsögninni „Samstaðan skilar árangri“. Ekki skilaði þó öll samstaða þeim árangri sem að var stefnt. Ríkisstjórn- arfundur á Hellu á þriðjudag gekk vel fyrir sig, en eftirmálin ekki. Smit kom í ljós á hótelinu þar sem fundurinn fór fram og hafði það verið virkt meðan á honum stóð. Einn starfsmaður og fjöldi gesta greindust með veiruna, en mögulega þurfa hundruð manna að fara í sóttkví í framhaldinu. Þeirra á meðal eru ráðherrarnir sem sátu fundinn, en sumir þeirra þurftu fremur fúlir að snúa aftur úr hreindýraskytteríi eða reiðferðum til þess að fara í skimun og sóttkví. Til stendur að þeir verði prófaðir aftur á mánudag, en það er ekki fyrr en eftir að neikvætt próf liggur fyrir í seinna skiptið sem þeir mega hreyfa sig úr húsi. Við fyrstu sýn verður ekki séð að landinu sé lakara stjórnað fyrir vikið. Það er þó ekki svo að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar beri ekki árangur. Yfir 1.763 fyrirtæki eru nú með lán í greiðslushléi, en þær skuldir nema alls um 275 milljörðum króna. Þá liggja fyrir 567 umsóknir um sérstök stuðn- ingslán fyrir rúma 5 milljarða króna. Yfirsjón í verklýsingu vegna lagn- ingar nýs frjálsíþróttavallar ÍR í Mjódd kostaði liðlega 100 milljónir króna þegar vitlaus tegund af malbiki var notuð í undirlag hans. Vandræðaástand hjá lögreglunni á Suðurnesjum var leyst með því að Ólafur Helgi Kjartansson lögreglu- stjóri var fluttur í starf til dómsmála- ráðuneytisins. Þar verður hann sér- fræðingur í málefnum landamæra. Ísland er sem kunnugt er eyja og á ekki landamæri að nokkru ríki öðru.    Í kynningu Icelandair til væntanlegra fjárfesta voru sögð þau tíðindi að gengi krónunnar myndi hafa veruleg áhrif á framtíð félagsins og hvernig áform þess um endurreisn næðu fram að ganga. Sennilega hefur ekki komið fram jafngrímulaust ákall um geng- isfellingu síðan Kristján Ragnarsson vann við að gráta fyrir LÍÚ á liðinni öld. Það er hins vegar hagfræðileg ráð- gáta hvers vegna krónan hefur ekki fallið eins og steinn eftir að kór- ónuveiran tók ferðaþjónustuna úr sam- bandi og túristasíldin svo að segja hvarf. Smitum að utan hefur aftur fjölgað, en veiran er í verulegri sókn víða er- lendis. Í upphafi vikunnar höfðu 772.753 látist smitaðir af kórónuveir- unni, en vikunni áður var talan 728.796, svo í þessari einu viku létust 43.957 manns með veiruna víðs vegar um heim, þó ekki sé hægt að fullyrða að hún hafi dregið þá alla til dauða. Það jók mönnum ekki bjartsýni að Tedros Ghebreyesus, forstöðumaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, telur að þessi drepsótt gangi hraðar yfir en spænska veikin fyrir rúmri öld. Hann þykir ekki hafa verið sérlega fundvís á hið rétta um heims- faraldurinn til þessa. Þrátt fyrir margvíslegar fréttir af þróun bóluefna gegn kórónuveirunni segir Kári Stef- ánsson óvarlegt að gera ráð fyrir að fá bóluefni fyrir jól. Hins vegar megi gera sér vonir um að eitthvert bólefni komist í dreifingu á næsta ári. Andstæðingar hnattrænnar hlýn- unar af mannavöldum fögnuðu mjög þegar nýtt hitamet mældist í eyði- mörkinni Death Valley í Kaliforníu. Þar í Dauðadal náði hitinn 54,4°C en flestir fjölmiðlar töldu rétt að greina frá því, til að fyrirbyggja allan mis- skilning, að hitabylgja væri þar vestra. Stjórnin í smitgát 16.8.-21.8. Andrés Magnússon andres@mbl.is Þessi mynd er ekki birt í sam- vinnu við neinn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.