Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020
LÍFSSTÍLL
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
11 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
11 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1
STONEWARE 25,5×16,5 CM
2.390 kr.
BROSTE VIG ELDFAST MÓT
DOPPLER SÓFABORÐ 99.990 kr.
NIRMAL MOTTA, BEN SANDLIT
200 X 300 CM 49.990 kr.
MIKIÐ ÚRVAL AF MOTTUM FRÁ NIRMAL
Verð frá 15.900 kr.
NÝ SENDING
Handofnar
indverskar
gólfmottur
frá Nirmal,
gríðarlega
slitsterkar úr
100% bómull.
Motturnar
eru ofnar úr
Jacquard mynstri
frá Indlandi.
Margar gerðir.
Þrjár stærðir.
RIVERDALE GRANADA
VASI 50 CM 18.990 kr.
Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með
fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru.
Afsláttarverð gilda til 28. ágúst eða á meðan birgðir endast
Tónlistarmaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekkt-ur undir listamannsnafninu Krassasig, hannaði og smíðaðinýlega einstaklega fallega innréttingu. Innréttingin er
heima hjá vini hans og Skoðanabróður Bergþóri Mássyni á
Hverfisgötu.
„Þetta er mjög lítil íbúð, 36 fermetrar en það er mjög góð loft-
hæð í henni svo það lá beint við að nýta sér það. Ég átti í góðu
samtali við Bergþór í upphafi og við vorum sammála um að vilja
hafa rýmið breytilegt með aðstöðu fyrir skrifborðsvinnu, matar-
boð, slökun og svefn og að hægt væri að laga rýmið að því sem
væri í gangi hverju sinni,“ segir Krassasig.
Hann segist hafa fengið mikinn innblástur frá YouTube-
rásinni Never Too Small þar sem fjallað er um hönnun á svona
litlum rýmum og hvernig er hægt að fá sem mest út úr litlu.
Hann segist mjög heillaður af því konsepti.
Lentirðu einhvern tímann á vegg í ferlinu?
„Já oft, mjög oft. Til dæmis þegar við ætluðum að fara að bora
fyrir staurnum í gólfið, föttuðum við að það gætu verið vatns-
lagnir beint fyrir neðan, við vorum komnir með borinn í vélina og
alveg að fara af stað þegar við ákváðum að fá lánaða hitamyndvél
og tékka á þessu. Þá var akkúrat hitalögn beint undir þar sem við
ætluðum að fara að bora, þannig að við þurftum að færa staurinn
aðeins. Svo voru alls konar litlir hlutir sem þurfti að leysa, en þá
var bara staldrað við og fundin lausn,“ segir Krassasig.
Spurður hvað sé það besta við innréttinguna segist hann vera
mjög ánægður með borðið og hvernig sé hægt að snúa því og búa
til borðstofuborð úr skrifborði.
Lært mest af YouTube
Einhverjir gætu haldið að á bakvið hönnunina liggi margra ára
iðn- eða háskólanám, en svo er ekki. Krassasig er með stúdents-
próf frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. „Svo lærði ég að smíða
bara með því að vinna á smíðaverkstæðum á sumrin. Ég hef alltaf
fallið illa inn í hefðbundið nám og átt erfitt með að fá út úr því það
sem ég þarf.
„Menntakerfið er ekki hannað fyrir menn eins og mig. Ég var
mjög fljótur að læra að lesa og var alltaf mjög góður í stærðfræði
og flestu öðru, en var yfirleitt sagt að bíða eftir hinum í bekknum
og æða ekki áfram. Ég fékk heldur ekki rými eða hvatningu fyrir
aðra hluti sem ég var góður í eins og að teikna, það var álitið
föndur og átti að fara fram í frítímum.
Mér finnst að það þurfi að vinna menntun miklu meira út frá
einstaklingnum, spyrja krakka „hvernig sérð þú heiminn, og
hvað vilt þú gera til að bæta við hann eða breyta?“, vera til staðar
til að gefa krökkum verkfæri, innsperasjón og þekkingu. Mín
helsta menntun hefur farið fram á YouTube.
„Menntakerfið er ekki hannað
fyrir menn eins og mig“
Tónlistarmaðurinn Krassasig semur ekki
bara falleg lög heldur smíðar hann líka
gullfallegar innréttingar. Hann hannaði
og smíðaði fjölnota innréttingu inn
í 36 fermetra íbúð á Hverfisgötu.
Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is
Krassasig segir
að litlu hafi munað
að hann hafi borað
niður í hitalögn
í gólfinu.
Á einfaldan hátt er hægt að snúa borðinu
og breyta skrifstofunni í borðstofu.
Innréttingin er í senn rúm,
skrifstofa, og borðstofa.