Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.40 Dóra og vinir
09.05 Mæja býfluga
09.15 Adda klóka
09.40 Zigby
09.55 Mia og ég
10.15 Lína Langsokkur
10.40 Latibær
11.05 Lukku-Láki
11.30 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 Friends
14.10 Friends
14.35 Katy Keene
15.20 FC Ísland
15.55 Drew’s Honeymoon
House
16.40 Life and Birth
17.25 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.50 Sportpakkinn
19.00 Bibba flýgur
19.25 Steinda Con: Heimsins
furðulegustu hátíðir
20.00 Madeleine McCann:
The Hunt for the Prime
Suspect
20.50 Grantchester
21.40 Mystery 101: Words
Can Kill
23.10 Pennyworth
00.05 Queen Sugar
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Hátækni í sjávarútvegi
– nýtt fiskvinnsluhús
Samherja á Dalvík
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
20.00 Mannamál
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta
21.00 Hjúkrun í máli og
myndum
Endurt. allan sólarhr.12.30 Dr. Phil
13.15 Dr. Phil
14.00 Carol’s Second Act
14.25 90210
16.30 Family Guy
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 A Million Little Things
18.20 This Is Us
19.05 Með Loga
20.00 The Block
21.20 The Act
22.15 City on a Hill
23.10 Hawaii Five-0
23.55 Blue Bloods
00.40 Seal Team
01.25 The Affair
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Tríó.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Málverk í útvarpi.
09.00 Fréttir.
09.03 Samtal.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta frá Hóla-
dómkirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Bítlatíminn.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Sumartónleikar.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Kínverski draumurinn.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Söguþula sögð af einu
fífli.
20.35 Gestaboð.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.19 Molang
07.23 Húrra fyrir Kela
07.46 Hrúturinn Hreinn
07.53 Klingjur
08.04 Lalli
08.11 Stuðboltarnir
08.23 Nellý og Nóra
08.30 Robbi og Skrímsli
08.52 Hæ Sámur
08.59 Unnar og vinur
09.21 Ronja ræningjadóttir
09.50 Sammi brunavörður
09.55 Þvegill og skrúbbur
10.00 Reikistjörnurnar
11.00 Óvæntur arfur
12.00 Ísþjóðin með Ragnhildi
Steinunni
12.25 Eystrasaltsfinnarnir
12.55 Páll á Húsafelli
13.50 Kæra dagbók
14.20 Börn hafsins
15.10 Menningarnótt heima
15.40 Tónaflóð um landið –
Menningarnótt í
Reykjavík
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Í fremstu röð
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Smáborgarasýn Frí-
manns
20.05 Fjallkóngar
21.00 Löwander-fjölskyldan
22.00 Innrásin frá Mars
22.55 Churchill
00.35 Hljóðrás: Tónmál tím-
ans – Barátta kynjanna
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Taylor Swift sem til-
kynnti á dögunum að
hún er að fara að gefa
út sína áttundu plötu
kom heldur betur á
óvart þegar hún árit-
aði fullt af geisla-
diskum sem hún síðan
sendi á indie-plötuverslanir vítt og breitt um Banda-
ríkin.
Verslunareigandi í Madison talaði um að mikið fjör
hefði verið daginn sem diskarnir voru í sölu í versl-
uninni en verslunin fékk þær leiðbeiningar að diskarn-
ir væru aðeins ætlaðir í sölu í verslunum og ekki mátti
senda diskana í pósti til viðskiptavina heldur aðeins
fyrir þá sem mættu til að kaupa þá.
Aðeins tók þessa tilteknu plötuverslun 40 mínútur
að selja alla diskana.
Taylor Swift
kemur sífellt
á óvart
Þvílík tilþrif, maður! Þú ert baraeins og Gary Bailey, fullyrtiég við einn félagann í bumbu-
boltanum í sumar, þegar hann fór á
kostum milli stanganna, svo vægt sé
til orða tekið. Mér til undrunar starði
hann bara tómum augum á mig:
„Hvaða Gary?“ Mér krossbrá auðvit-
að – vesen að hæla mönnum með því
að líkja þeim við kempur sem þeir
hafa aldrei heyrt nefndar – en fé-
laginn hefur það sannarlega sér til
málsbóta að hann er frekar ungur að
árum. En það má hann vita, að ekki
er leiðum að líkjast.
Ugglaust þarf ekki að segja les-
endum þessa blaðs tvisvar hver Gary
Bailey er? Við erum auðvitað að tala
um manninn sem varði mark hins
sigursæla knattspyrnufélags Man-
chester United í hér um bil 300 deild-
arleikjum á Englandi á árunum 1978
til 1987. Bailey leysti goðsögnina
Alex Stepney af hólmi og var aðeins
um tvítugt þegar hann festi sig í
sessi í United-liðinu undir stjórn
Dave heitins Sextons.
Bailey kippti í kynið en faðir hans,
Ron Bailey, var einnig markvörður,
lengst af hjá Ipswich Town. Ron óx
úr grasi í seinni heimsstyrjöldinni í
systkinahópi sem taldi þrettán börn,
hvorki meira né minna. Gary fæddist
í Ipswich en flutti fimm ára gamall til
Suður-Afríku með foreldrum sínum
og ólst þar upp að mestu.
Gary Bailey skipaði sér fljótt á
bekk með bestu markvörðum Eng-
lands og vann enska bikarinn í tví-
gang með United, 1983 og 1985, und-
ir stjórn Stóra-Ron Atkinson.
Kappar á borð við Ray Clemence og
Peter Shilton héldu honum hins veg-
ar að mestu frá enska landsliðinu og
Bailey lék aðeins tvo landsleiki á
ferlinum, árið 1985. Ári síðar varð
hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum
á landsliðsæfingu og gat lítið sem
ekkert leikið tímabilið á eftir, 1986-
87, sem var það fyrsta sem Sir Alex
Ferguson stýrði United-liðinu. Bai-
ley neyddist raunar til að leggja
hanskana á hilluna sumarið 1987
vegna meiðslanna og flutti þá aftur
til Suður-Afríku. Hann náði sér síðar
nógu vel til að leika í tvö ár með Kai-
zer Chiefs þar í landi og verða suður-
afrískur meistari.
Bailey átti marga aðdáendur um
heim allan, þeirra á meðal Peter
nokkurn Schmeichel, sem dáðist að
honum frá Danmörku og hefur sagt
við breska ríkisútvarpið, BBC, að
Bailey sé sinn uppáhaldsmarkvörður
í sögunni.
Eðlisfræði og sjónvarp
Bailey er ekki fisjað saman. Með
sparkinu nam hann eðlisfræði við há-
skólann í Manchester og lauk BS-
prófi. Síðar lauk hann MBA-prófi frá
Henley í Oxford.
Í Suður-Afríku starfaði Bailey
fyrst sem útvarps- og síðar sjón-
varpsmaður, með áherslu á ensku
knattspyrnuna. Hann var jafnvígur á
kynningu og greiningu og var andlit
enska boltans í aldarfjórðung á sjón-
varpsstöðinni Supersport sem næst
um alla álfuna.
Eins og það sé ekki nóg þá er Bai-
ley líka vinsæll fyrirlesari, sem
ferðast vítt og breitt um heiminn og
fjallar um það hvernig ná má árangri
undir mikilli pressu. Eftir hann
liggja tvær bækur; önnur um téð efni
en hin um hjónaskilnaði og heitir:
Setjum börnin í fyrsta sæti. Það leik-
ur sumsé allt í höndunum á mann-
inum.
Bailey þótti óvenjuglæsilegur
maður á velli; hávaxinn og glófextur
og naut kvenhylli. Hann kvæntist
Kate Saunders árið 1990 og á með
henni þrjú börn. Þau skildu. Núver-
andi kona hans er hin namibíska
Michelle McLean, Ungfrú alheimur
1992. Þau settust að á Miami Beach í
Bandaríkjunum fyrir sjö árum. Og
una víst hag sínum vel. orri@mbl.is
Gary Bailey í markinu hjá
Manchester United.
manutd.com
HVAÐ VARÐ UM GARY BAILEY?
Glófextur
og fjölhæfur
Gary Bailey ásamt
eiginkonu sinni,
Michelle McLean.
Twitter