Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 12
D
r. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir,
talmeina- og raddfræðingur, er
að koma beint að norðan þegar
fundum okkar ber saman á
skrifstofu Morgunblaðsins í Há-
degismóum. „Ég hlakkaði mikið til að sjá þessa
köflóttu byggingu sem þú talaðir um. Hún er
sannarlega köflótt,“ segir hún brosandi en mað-
ur lýsir skrifstofuhúsnæðinu gjarnan með þeim
hætti til að greina það frá prentsmiðjunni. Það
fer vel á því að spjall okkar fari fram í köflóttri
byggingu enda hefur baráttan sem Valdís er
komin til að gera mér grein fyrir,
fagbarátta lífs hennar, verið
býsna köflótt.
„Í markaðsherferðinni, þar
sem útlendingum er boðið upp á
að öskra sig hása á Íslandi, og
stjórnvöld leggja nafn sitt við,
kristallast þekkingarleysið og
vandinn sem við stöndum frammi
fyrir,“ byrjar Valdís þegar hún
er búin að fá kaffi og við sest nið-
ur í afdrepi inn af móttöku Ár-
vakurs.
„Auðvitað getur það að öskra
verið streitulosandi en á móti
kemur að það hefur mjög slæm
áhrif á röddina. Þess vegna er ég,
sem menntaður raddfræðingur,
lögð af stað í enn eina herferðina til að vekja at-
hygli á mikilvægi þess að verja og vernda rödd-
ina. Ég er búin að berjast í þessu í tuttugu ár en
er hvergi af baki dottin; er svona eins manns her
eins og Don Kíkóti á sinni tíð.“
Hún hlær.
Talið er að um þriðjungur vinnuafls þjóðar
framfleyti sér á því að leigja röddina út í at-
vinnuskyni. Raddveilur eins og langvarandi
hæsi, ræma, raddbrestir, lítið raddþol, kökktil-
finning í hálsi, raddþreyta við lestur, söng eða
samræður hafa reynst vera algengar meðal
þeirra sem nota röddina sem atvinnutæki.
Ástæðan fyrir raddveilum hefur fram til þessa
fyrst og fremst verið rakin til vanþekkingar á líf-
færafræði raddar, raddheilsu og raddvernd.
Þú sérð hvernig fortíðin leikur mig
Valdís er grunnskólakennari að mennt og ætlaði
aldrei í frekara nám, hvorki meistara- né dokt-
ors. Það fór á annan veg. „Allt breyttist þegar ég
eignaðist heyrnarlaust barn sem mér var gert að
senda í Heyrnleysingjaskólann samkvæmt
grimmum lögum sem voru í gildi á þeim tíma.
Þessu vildi ég ekki hlýta og fór utan og náði mér
í þetta nám, heyrnar- og talmeinafræði, og fór í
framhaldinu að vinna við það fag í
grunnskólum landsins. Eigandi
heyrnarlaust barn þá fór ég að
meta eiginleika málsins og radd-
arinnar betur. Sjálf er ég mús-
íkölsk og hef gaman af tónlist, eins
og allir sem þvælast inn í þennan
vísindageira. Þú sérð hvernig for-
tíðin leikur mig.“
Valdísi rann blóðið til skyld-
unnar og fór að kynna sér almenna
raddheilsu kennarastéttarinnar.
Niðurstaðan var sú að hún væri
alls ekki nógu góð, ekkert frekar
en annars staðar. „Þetta er al-
þekkt vandamál um allan heim,
raddvandræði kennara,“ segir
Valdís og bætir við að það eigi ekki
síst við um leikskóla- og grunnskólakennara
enda starfi þeir í mun háværara umhverfi en
framhalds- og háskólakennarar og þurfi fyrir
vikið oftar að brýna raustina.
Eitt af því fyrsta sem Valdís gerði var að taka
orðið rödd sem slíka út úr jöfnunni enda er það
ekki hún sem bilar, ekkert frekar en gangurinn,
heldur eru það líffærin sem gera okkur kleift að
tjá okkur – raddfærin og talfærin. Röddin er ein-
faldlega afurð.
Skoðum þetta aðeins betur. Ef við förum út að
ganga eða hlaupa og erum alltaf að drepast í
ökklunum á eftir þá er það ekki gangurinn eða
hlaupið sem slíkt sem er vandamálið, heldur
hvernig við beitum líkamanum, óheppilegir skór
eða annar búnaður. Sama máli gegnir um rödd-
ina, það er beitingin sem veldur vandanum.
Enginn leitar sér hjálpar með „bilaðan gang“
frekar en „bilaða rödd“. „Þess vegna segi ég: Að
nota orðið rödd eins og er gert er villandi.“
Röddin bara jafnar sig
Að hennar sögn er aðalmeinið hvernig líffær-
unum sem búa til röddina er misbeitt. Og eng-
inn sjái neitt athugavert við það. „Fólk öskrar
úr sér röddina og finnst það bara sjálfsagður
hlutur. Hún jafnar sig, hugsar það bara. En það
er ekkert sjálfgefið. Langvarandi misbeiting
raddarinnar getur haft alvarlegar og var-
anlegar afleiðingar. Finnst okkur eðlilegt að
sparka án afláts í vegg, þangað til við erum búin
að fótbrjóta okkur? Varla. Sjálfsagt er ein skýr-
ingin sú að raddböndin eru sársaukalaus en það
er fóturinn svo sannarlega ekki.“
– Hvað veldur þessu tómlæti í garð raddheils-
unnar?
„Það er ósköp einfalt. Fólk fær ekki
fræðsluna sem það þarf. Hvað veist þú til dæmis
um tal- og raddfærin?“
– Sáralítið.
„Einmitt það sem ég hélt. Þessi fræðsla er
ekki til staðar á neinu kennslustigi á Íslandi en
ætti auðvitað að byrja strax í leik- og grunn-
skóla. Kenna þarf börnum muninn á tali, hrópi,
kalli og öskri, svo dæmi sé tekið. Þau halda að
þetta sé allt það sama.“
Valdís vekur í þessu samhengi athygli á fjöl-
skúðugri hljóðflórunni; meðalmanneskjan er að
hreyfa talfærin í tali um 800 til 1.000 sinnum á
mínútu. „Raddbönd kvenna sveiflast að meðal-
tali um 250 sinnum á sekúndu, þú athugar, á
sekúndu. Þumalfingurreglan er sem sagt helm-
ingi oftar en raddbönd karla og helmingi sjaldn-
ar en raddbönd barna sem skýrir raddmuninn.
Þegar raddböndin þreytast fara hljóð að detta
út og við hættum að nema öll talhljóðin sem við-
komandi gefur frá sér. Þar með erum við orðin
óskýrmælt. Þetta eru stórmerkileg vísindi.“
Í sömu tóntegund og börnin
Valdís segir fólk sem hefur atvinnu af söng og
leiklist líklegast til að gefa þessum málum
gaum; kennarar sinni þessu öllu jafna ekki, ekk-
ert frekar en hljóðmiðlafólk og stjórn-
málamenn, svo dæmi sé tekið.
„Samt ættu allar þessar stéttir að láta þetta
sig varða; ekki síst kennararnir sem boðnar eru
þannig aðstæður að það hlýtur að fara illa.
Hvaða vitleysa er það til dæmis að láta leik-
skólakennara syngja í sömu tóntegund og börn-
in sem þeir eru að kenna? Líffræðilega geta
þeir það ekki af því að raddbönd barna eru
miklu styttri en raddbönd fullorðinna. Radd-
bönd þola ekki að vera yfirspennt oft á dag frek-
ar en aðrir vöðvar í líkamanum. Myndir þú vilja
yfirspenna þína vöðva? Varla. Þingmenn og
prestar hafa aðgang að hljóðnemum til að koma
máli sínu á framfæri en hvorki grunnskóla- né
leikskólakennarar búa við þau forréttindi – og
þurfa þeir þó mest á þessu að halda vegna að-
stæðna.“
Hún segir þetta ekki síst eiga við um íþrótta-
kennara sem þurfi að beita röddinni mikið.
„Þeim er mörgum hverjum boðið upp á að-
stæður, þar sem útilokað er að skaða ekki rödd-
ina.“
Hún bendir á að leikskóla- og grunn-
skólanemar séu alla jafna sundurlaus hópur,
gjarnan af mörgu þjóðerni, þannig að kenn-
arinn endi oft á því að þurfa að yfirkeyra radd-
færin til að ná athygli bekkjarins.
Að dómi Valdísar nær þetta engri átt enda
tjónið ekki bara einstaklingsbundið heldur líka
samfélagslegt. Þannig sýndi ein bandarísk
rannsókn að kostnaður Bandaríkjamanna
vegna bilaðra kennararadda samsvari tveimur
milljörðum króna á ári.
Talandi um rannsóknir þá vitnar Valdís næst
í franska rannsókn, þar sem fram kemur að
sterk fylgni er milli þess að nemendum finnist
rödd kennara síns leiðinleg og kennarinn sjálfur
leiðinlegur. Það er því til mikils að vinna.
Hinn íslenski Don Kíkóti
Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur, er í eins manns herferð,
eins og Don Kíkóti forðum daga. Fyrir hverju? Jú, bættri raddheilsu þjóðarinnar. Og mun ekki unna
sér hvíldar fyrr en hún hefur náð eyrum ráðamanna og röddin verður skilgreind sem lýðheilsa.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Valdísi varð um og ó þegar
ruðst var af stað með öskur-
herferðina í vor. Segir slíkan
gjörning afleitan fyrir röddina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dr. Valdís Ingibjörg Jóns-
dóttir vill gera raddheilsu
að lýðheilsumáli.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020