Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 9
23.8. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Morgunblaðið/Ásdís Ungar stúlkur til Sýrlands Eitt vandamál sem Evrópa stendur nú frammi fyrir er sá að tiltekinn fjöldi ungmenna hefur farið til Sýrlands í stríðið en vill svo gjarnan snúa aftur heim. „Það eru fullt af ungum krökkum, undir lög- aldri, sem hafa farið til Sýrlands. Það er mikið af ungum stelpum í Evrópu sem sjá eitthvað við það að fara til Sýrlands og berjast með IS- IS. Þetta eru ósköp venjuleg börn, fjórtán, fimmtán ára, frá Belgíu, Frakklandi og líka Norðurlöndunum. Stúlkurnar eru teknar í þrældóm, þær giftar og svo eignast þær börn. Það er meiri háttar vandamál fyrir okkar aðild- arríki að ákveða hvað á að gera þegar þær vilja komast heim. Þær eru undir lögaldri en það er mjög erfitt að setja þær bara aftur inn í menntaskóla, því þær eru oft flokkaðar sem af- brotamenn,“ segir Regína og bætir við að þetta sé talsverður fjöldi. „Þessi börn hafa barist með öfgahópum og geta í raun talist hættuleg. Löndin verða að taka við þeim og þau koma oft heim með ung börn. Hvað á gera við þessi litlu börn? Þessi litlu börn hafa líka oft séð og upplifað mikið of- beldi og það þarf að veita þeim sálfræðiaðstoð og finna örugg heimili. Það þarf að vernda réttindi þessara barna. Þetta er mikið hitamál í Evrópu,“ segir hún. „Ríkin eru að vinna að sameiginlegum lausn- um á þessu vandamáli. Hvað getum við gert til að tryggja öryggi annarra um leið og við virðum réttindi þessara ungu mæðra og ungra barna þeirra? Það er oft mjög mikil hræðsla þegar þessi ungmenni flytja í hverfin. Fólk er oft hrætt við þau.“ Börn í fangelsum Er hægt að dæma barn í fangelsi? „Það er annað heitt álitamál innan Evrópu- ráðsins. Sakhæfisaldur í sumum ríkjum er ofsalega lágur. Í sumum vestrænum ríkjum er hann tíu ára og á Íslandi fimmtán ára. Það er eitthvað sem við viljum láta hækka því við telj- um fangelsi ekki gera börnum neitt gott. Þau eru sett í fangelsi en ættu frekar að vera á stofnunum eða heimilum þar sem hægt er að hjálpa þeim og styðja. Lagarammi þessara 47 aðildarríkja er ólíkur, sem og menning. Það er mikið hitamál; hvað eigi að gera við börn sem hafa brotið af sér. Sum börn brjóta hrottalega af sér; nauðga og jafnvel drepa. Það er kannski ekki hægt að sleppa þeim aftur út í samfélagið án þess að þeim sé hjálpað en það er ekki í samræmi við réttindi barna að setja þau í fang- elsi með fullorðnum.“ Foreldraútilokun hitamál Regína segir önnur ríki líta til Norðurlanda sem fyrirmyndar þegar kemur að réttindum barna. „Það er mjög jákvætt en það þýðir ekki að allt sé fullkomið þar. Oft eru börn á Norð- urlöndum tekin fullfljótt af heimilum og kannski jafnvel gefin upp til ættleiðingar án samþykkis foreldris, ef það er einhver grunur um andlegt eða líkamlegt ofbeldi,“ segir hún. „Annað hitamál varðar réttarstöðu barna sem eru að ganga í gegnum skilnað foreldra. Hver þekkir ekki fjölskyldu þar sem skilnaður hefur haft langvarandi áhrif á börnin og í flestum til- fellum ef illa gengur þá er það barnið sem þarf að þola að á rétti þess sé brotið. Það er mikið vandamál í öllum ríkjunum þegar við skoðum allt ferlið og hvernig barnið er dregið í gegnum kerfið. Oft er niðurstöðum dómstóla eða sýslu- manns ekki fylgt eftir og ekki virtar af hálfu annars foreldris. Það eru ofsalega lítil úrræði til staðar til að hjálpa foreldrum að gegna sínu jákvæða foreldrahlutverki í þessum tilfellum. Og þar með er alltaf verið að brjóta á rétt- indum barnsins,“ segir Regína. „Það mætti til dæmis setja svona mál í sér- staka flýti- og stuðningsmeðferð því þessi mál eru flókin og erfið. Svokölluð foreldraútilokun er algjörlega óásættanleg en einnig umdeild,“ segir Regína og segir það ótvíræðan rétt barna að rækta tengsl við báða foreldra og fjöl- skyldur þeirra. „Þetta er mikið vandamál á Íslandi og í öll- um aðildarríkjunum. Þetta er virkilega erfitt fyrir þessi börn. Auðvitað er ekkert svart og hvítt í þessu; stundum hefur barnið orðið fyrir ofbeldi af hálfu annars foreldris eða heimilis- ofbeldi gegn maka verið til staðar. Það þarf að meta aðstæður í hverju og einu tilfelli,“ segir hún og nefnir að nauðsynlegt sé að finna lausn- ir á þessum málum með aðstoð Evrópuráðsins. „Í þessum málum skiptir miklu máli að hlustað sé á börn og þeim hjálpað. Í sumum ríkjum eru börn tekin af báðum foreldrum og sett á stofnun á meðan foreldrar leysa sín mál. Í sumum ríkjum eru fjársektir, sem virka akk- úrat ekkert neitt. Í sumum ríkjum er mála- miðlunarferli sem fer í gang og annars staðar eru foreldrar skikkaðir í kennslu áður en þeir skilja til þess að þeir skilji hver réttindi barns- ins eru. Réttindi barnanna eru hærra sett en réttindi foreldra. Það er mikilvægt að for- eldrar skilji að börnin eru ekki þeirra eign. Það er oft erfitt fyrir marga foreldra að skilja það því miður.“ Kynferðisofbeldi á netinu faraldur „Í tilfellum þar sem grunur leikur á kynferðis- ofbeldi er ofsalega jákvætt að hafa Barnahús, eins og við höfum á Íslandi. Íslenska Barna- húsið er algjör fyrirmynd og mín deild vinnur að því að koma á slíkum húsum í öðrum ríkjum. Ég er með verkefni í Slóveníu, Moldóvu, Úkra- ínu og víðar. Við erum að hjálpa þessum ríkjum að breyta löggjöfinni og undirbúa að Barnahús verði opnað,“ segir Regína og útskýrir að Lanzarote-nefndin vinni að þessum málum. „Íslenska Barnahúsið var það fyrsta sem var stofnað í Evrópu og var það unnið að banda- rískri fyrirmynd, frá Alabama. En í Bandaríkj- unum eru dómstólar ekki hluti af kerfinu, en hér er unnið með bæði dómstólum og félags- málayfirvöldum. Það vinna allir saman í kring- um barnið. Þetta gjörbreytir algjörlega hvern- ig hugsað er um fórnarlömb kynferðis- ofbeldis,“ segir Regína og segir Barnahúsin hafa reynst ákaflega vel. „Tuttugu prósent barna lenda í kynferð- islegu ofbeldi, og ég hugsa jafnvel að talan sé hærri. Netið hefur breytt því hvernig hægt er að hafa aðgang að börnum. Kynferðislegt of- beldi gegn börnum í gegnum netið er gjör- samlega að valta yfir allt. Þetta er faraldur í heiminum í dag. Fullorðið fólk er að ná í börn á netinu til þess að láta þau fækka fötum og senda myndir af sér. Þetta er oft alveg hrika- legt því þessar myndir hverfa aldrei. Glæpa- hringir eru að nota þessar myndir en þetta eru milljónir mynda á dag. Við vinnum mikið með Europol og Interpol að finna lausnir á þessum faraldri, en myndirnar eru oft á Darknet, Deepnet, á netinu, á samfélagsmiðlunum og fleiri stöðum. Í Bandarikjunum einum árið 2018 voru 18,5 milljónir mynda tilkynntar inn sem myndir af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum og það er einfaldlega ekki hægt að horfa fram hjá þessu. Þetta eru börn á öllum aldri, alveg niður í nýfædd. Helstu af- brotamennirnir virðast vera í Evrópu og Bandaríkjunum en fórnarlömbin eru úti um allt. Við megum ekki gleyma að bak við hverja einustu mynd er fórnarlamb.“ Börn með geðraskanir eru tabú Regína segir að áttatíu prósent barna, sem verða fyrir líkamlegu kynferðislegu ofbeldi, þekki ofbeldismanninn eða -konuna. Hún segir mikilvægt að tala við börn til að reyna að koma í veg fyrir ofbeldið. „Það þarf að tala við þau um hvað séu vond leyndarmál; hvað má og hvað má ekki. Öll menntun um þessi mál er mjög mikilvæg og það á að byrja á eins ungum börnum eins og maður treystir sér til,“ segir hún. „Börn í dag hafa mikinn aðgang að kynlífi á netinu og það er mikið áhyggjuefni. Það þarf að tala um þessi mál við börnin sín. Það er al- veg hægt að gleyma því að hægt sé að stjórna þessu með einhverjum læsingum,“ segir hún. Mörg börn þurfa aðstoð sálfræðinga og geð- lækna og segir Regína að þar mætti verulega bæta margt. „Þessi þjónusta er afskaplega veik víða og líka á Íslandi. Það eru langir biðlistar. Börn í dag þurfa að kljást við miklu erfiðari hluti en við þurftum að gera þegar við vorum ung og aðgangi að geðheilbrigðisþjónustu er ábóta- vant.“ Er tabú að tala um börn með geðraskanir? „Já, það er enn of mikið tabú. Það eru til dæmis þessi börn sem fara inn á hættulegar brautir, leiðast inn á braut fíkniefna, lenda í kasti við lögin og virkilega þjást. Það eru börn sem oft beita ofbeldi. Og börn sem eiga við geð- ræna sjúkdóma að stríða þurfa of oft að kljást við fordóma og skilningsleysi. Það getur líka verið afskaplega erfitt fyrir foreldra að skilja og viðurkenna að börn þeirra séu með geðhvörf eða geðklofa. Skólar eiga líka erfitt með að halda utan um þessi börn en þau þurfa um- svifalaust að fá aðgang að heilbrigðisþjónustu og eiga rétt á því. Við sjáum það að börn sem fá ekki hjálp afvegaleiðast oft á táningsárum. Ef við sjáum ekki til þess að þessi börn fái viðeig- andi geðhjálp og aðstoð mun það kosta sam- félagið mörgum sinnum meira seinna meir heldur en það kostar að borga fyrir þau sál- fræðing eða geðlækni strax. Það bara mega ekki vera biðlistar inn á stofnanir eins og BUGL. Ef þessi börn afvegaleiðast á slæmar brautir er stundum engin leið til baka, eða í það ’Það er mikið af ungum stelpum í Evrópu sem sjá eitthvað við það að fara til Sýrlands og berjast með ISIS. Þetta eru ósköp venjuleg börn, fjórtán, fimmtán ára, frá Belgíu, Frakklandi og líkaNorðurlöndunum. Stúlkurnar eru teknar í þrældóm, þær giftar og svo eignast þær börn. „Börn eru heyrð. Nú er hlustað á börn og þau fá nú betri aðgang að dómurum. Nú eru dómarar upplýstir um það að ekki sé hægt að taka ákvarðanir um líf barns án þess að hafa talað við barnið ef það er hægt,“ segir mannréttindalögfræðingurinn Regína Jensdóttir sem unnið hefur að mannréttindum evrópskra barna í áratug. 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.