Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.08.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.8. 2020 LÍFSSTÍLL SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU reglur voru settar hér um mán- aðamótin, opnaði ég. Og það hefur gengið vonum framar,“ segir Holly og brosir á bak við grímuna. Heppnust í heimi Holly segir að að hugmyndin hafi kviknað vegna þess að hún varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún pant- aði sér kaffi eða te úti á landi og ákvað því að bæta góðu kaffihúsi inn í annars skemmtilegu veitingahúsa- flóruna í Vík. „Ég hafði búið í Melbourne en þar er mikil gróska í matarvögnum. Þarna eru færir kokkar sem hafa keypt sér matarvagna og reiða fram eðalmat. Hér á landi er matarvagna- menningin önnur þar sem veðrið set- ur strik í reikninginn. Mig langaði að nota hugmyndina en breyta henni þannig að fólk gæti komið inn og fengið virkilega gott kaffi og eitthvað gott að borða,“ segir hún. „Ég hef sem sagt sameinað kaffi- hús og matarvagn. Hér er pláss fyrir sextán manns í sæti en fólk getur líka tekið með sér kaffi og mat í bílinn í gegnum lúgu,“ segir Holly og er al- sæl með viðtökurnar. „Þetta hefur kostað blóð, svita og tár en mér finnst ég heppnasta stúlk- an í heiminum.“ Of hávaxinn kærasti Mikil áhersla er lögð á fyrsta flokks kaffi og te í Skool Beans. „Allar kaffibaunir eru lífrænar og er ég með tvær tegundir bauna. Aðra tegundina rista ég sjálf. Svo flyt ég inn frábær og óvenjuleg te. Ég vildi hafa matseðilinn einfaldan og býð upp á beyglur, múffur, kleinuhringi og smákökur. Með beyglunum er hægt að fá mjög spennandi osta eða húmmus og sultur. Ég býð einnig upp á mjög sérstök súkkulaðiskot, úr bæði dökku og hvítu súkkulaði og leik mér gjarnan að sérstökum brögðum,“ segir hún og gefur blaða- manni skot af hvítu súkkulaði með sí- trónu og pipar. Afar ljúffengt! „Ég bý líka til skartgripi og sápur sem ég sel hér. Hér eru margar gerð- ir af sápum og sumar eru með telauf- um í eða með steinum af ströndinni hér. Kærastinn minn er jarðfræð- ingur þannig að hann hjálpar mér að velja steinana.“ Þú hefur fundið þér íslenskan kær- asta? „Já, það gerði ég,“ segir hún sposk. „Hann er hæsti maður Víkur, tveir metrar og þrír sentimetrar á hæð, og er því þessi strætisvagn ekki heppi- legur fyrir hann,“ segir hún og skelli- hlær. Kisan Jeffaríus Edwardíus Gulbröndótti kötturinn Jeffrey vekur mikla lukku hjá gestum Skool Beans en hann mætir þangað daglega og sefur gjarnan við arineldinn. „Hann heitir fullu nafni Jeffaríus Edwardíus fyrsti, því hann er sannur hefðarköttur, og gestrisinn líka. Ég á þennan kött og hann skottast hingað í strætóinn daglega. Fólk elskar Jeff- rey, en auðvitað spyr ég fólk hvort það sé með ofnæmi og ef svo er, fer ég með hann út. En hann tengir fólk saman; það fer oft að ræða saman vegna hans.“ Jákvætt andrúmsloft Holly er sest að á Íslandi og vill hvergi annars staðar vera. „Ég elska að vera hér og vil hvergi fara. Íslendingar eru áratug á undan öðrum þjóðum í sjálf- bærni en það vantaði aðeins upp á að þeir fylgi eftir nýjum straumum og vildi ég því leggja mitt af mörkum. Ég vil gefa fólki eitthvað sem eru alvöru- gæði og gott á bragðið líka,“ segir hún. Holly vill að öllum gestum líði vel og leggur áherslu á jákvætt andrúmsloft. Hún dreifir blaðinu The Happy News, en í því eru einungis jávæðar fréttir og sögur. Einnig geta gestir fengið bæk- ur með sér heim og jafnframt skilið sjálfir eftir bækur sem þeir eru búnir að lesa. Óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá Holly því inn streymir fólk. Hún passar vel upp á tveggja metra regluna, lætur alla spritta sig vel og vísar fólki út ef vagninn er of fullur. Fólk er skilningsríkt og margir bíða þolinmóðir úti í bílum sínum eftir sæti í þessum vinsæla bandaríska skóla- strætisvagni. Aðrir velja að kaupa sér kaffi í götumál í gegnum lúguna. Holly hefur varla undan og bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn lofa kaffið hennar Hollyar. „Ég vil að allir labbi hér út bros- andi.“ Gestirnir eru ánægðir í notalega vagninum hennar Holly sem hún hefur innréttað á afar smekklegan hátt með hjálp vina og vandamanna. Lesa má jákvæðar fréttir í blaðinu The Happy News. Holly lét drauminn sinn rætast í Vík í Mýrdal og opnaði Skool Beans. Boðið er upp á kaffi, te, súkkulaðiskot, beyglur, múffur og smákökur. Kaffið hennar Holly er afar gott og beyglurnar líka.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.