Morgunblaðið - 01.09.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Það kemur ekki á óvart að deildarmeiningar séu um aðkomu rík-
isvaldsins að stuðningi við Ice-
landair. Slíkur stuðningur er ekki
sjálfsagður.
Augljóst er að ríkisvaldið hefurnálgast ákvörðun um aðkomu
sína með það í huga og ígrundað
rækilega rökin með og á móti.
Ein af forsendum fyrir atbeinaríkisins er sú að fjárfestar telji
verjanlegt að ráðstafa verulegum
fjármunum í endurreisn fyrir-
tækisins. Sú trú ýtir undir að ríkis-
ábyrgð verði aldrei virkjuð.
Starfsmenn félagsins hafa sam-þykkt að skapa fyrir sitt leyti
hagstæðari umgjörð og skilyrði svo
félagið megi lifa af. Einstaka laun-
þegaforingjar eru ekki jafn raunsæ-
ir og skilja ekki að ella væru þessi
starfsmannafélög varla mikið leng-
ur til. Þessu hótar enginn. Það er
ekki bara skrifað í skýin. Það hrópar
svo allir sem vilja mega heyra.
Þá kemur atriði sem hlýtur aðvega þungt í nálgun ríkisvalds-
ins:
Hvarvetna í heiminum, þar semaðstæður eru svipaðar og hér,
hefur ríkisvald þegar ákveðið að
grípa til sambærilegra aðgerða
gagnvart burðarfyrirtækjum í flugi.
Samkeppnisstaða hins íslenska fé-lags yrði minni en engin ef
sömu lögmál yrðu ekki talin gilda í
„force majeure“-aðstöðu hér.
Rök mæla með
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Látin er í Reykjavík
Guðrún Margot Ólafs-
dóttir, fyrrverandi
dósent í landafræði,
níræð að aldri.
Guðrún fæddist í
Dengzhou í Henan-
sýslu í Kína hinn 12.
febrúar 1930, dóttir
Ólafs Ólafssonar og
Herborgar Eldevik
Ólafsson sem þar
störfuðu við kristni-
boð. Guðrún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík og stundaði
nám í landafræði, sögu og ensku
við Háskólann í Ósló.
Guðrún var kennari við Kenn-
araskóla Íslands þar til hún hóf
störf við Háskóla Íslands árið
1974. Hún átti þar mikinn þátt í
að byggja upp nám í landafræði,
fyrst sem lektor og
síðar sem dósent.
Eftir Guðrúnu
liggja ýmis rit og
greinar. Hún var
gríðarlega víðförul,
ferðaðist um allar álf-
ur og stundaði rann-
sóknir við erlenda há-
skóla. Hún tók þátt í
starfi Kvenna-
framboðsins í
Reykjavík og bar
kvenfrelsisbaráttu
mjög fyrir brjósti.
Börn Guðrúnar eru
Egill Helgason sjón-
varpsmaður og Halla Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Miðstöðvar
hönnunar og arkitektúrs.
Guðrún dvaldi síðustu árin á
hjúkrunarheimilinu Grund og fékk
hægt andlát sunnudaginn 30.
ágúst.
Andlát
Guðrún Margot
Ólafsdóttir dósent
Könnun leiddi í ljós að til sölu voru
652 ólöglegar vörur á heimasíðum
rafrettusala. Þórunn Anna Árna-
dóttir, forstjóri Neytendastofu, seg-
ir að krafa sé gerð um að efnin séu
tekin úr umferð og þeim eytt.
Átta heimasíður voru kannaðar
með þessum niðurstöðum, en einnig
komu aðrar brotalamir í ljós, s.s.
ófullnægjandi eða röng upplýs-
ingagjöf um rétt neytenda sem
versla í gegnum netið.
Brotin sem um ræðir varða bæði
innihald varanna, t.d. þeirra sem
innhéldu vítamín eða koffín en einn-
ig umbúðir, sem lögum samkvæmt
mega ekki höfða sérstaklega til
barna og verða að vera barnheldar.
Sala á rafrettum er tilkynningar-
skyld til Neytendastofu og sölu-
mönnum ber að leggja fram gögn
sem sýna fram á öryggi vörunnar,
innihaldslýsingar og útblásturs-
skýrslur.
Spurð um hvort umfang brota
komi á óvart, segir Þórunn að sala á
rafrettum sé tiltölulega nýr mála-
flokkur og nýlega hafi verið sett sér-
lög um sölu þeirra. Því komi síður á
óvart að svo margir gerist brotlegir
en söluaðilar þurfi greinilega að
kynna sér betur hvaða reglur gilda.
Hún segir ákvörðun Neytenda-
stofu bindandi og málinu verði fylgt
eftir með frekari könnun á komandi
misseri.
Fjölmörg ólögleg efni til sölu á netinu
Rafrettusalar uppvísir að brotum á lögum um innihald og umbúðir varanna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rafrettur Víða brotalöm í sölu.
Allt um sjávarútveg
HVER restaurant á Hótel Örk
er fyrsta flokks veitingastaður,
fullkominn fyrir notalegar
gæðastundir með vinum,
fjölskyldu eða vinnufélögum.
GIRNILEGUR
OG SPENNANDI
MATSEÐILL
Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is