Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 9

Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 9
Verið er þessa dagana að leggja lokahönd á endurbætur á veginum yfir Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Framkvæmdir hófust fyrir um hálfu öðru ári, það er endurbygging á 4,8 kílómetra löngum kafla á heiðinni norðanverðri – það er frá Valavatni að vegamótunum við Útnesveg skammt innan við Ólafsvík. Að verki loknu verður komið bundið slitlag á veginn yfir heiðina, rúmlega 70 ár- um eftir að vegagerð þar hófst. Vegurinn um Fróðárheiði liggur hæst í 361 metra hæð og liggur um snjóþungt skarð þar sem oft er ill- viðrasamt. Alls er leiðin yfir heiðina um 13 kílómetrar og er tenging milli Staðarsveitar og byggðarinnar á norðanverðu Nesinu. Þessir staðir voru sameinaðir í eitt sveitarfélag, Snæfellsbæ, árið 1994 og þá var áherslumál að flýta endurbótum á veginum, sem tengir byggðirnar saman. Framkvæmdir hafa dregist og það er fyrst nú, 26 árum seinna, sem verklok eru í augsýn. „Þetta er afar þýðingarmikið verkefni fyrir þetta svæði. Góður vegur sameinar sveitarfélagið í raun,“ segir Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri í Snæfellsbæ. Borgarverk ehf. hefur sinnt fram- kvæmdum á Fróðárheiði. Unnið var um helgina við að leggja út slitlag á veginum nýja og verklok eru á næstu dögum. sbs@mbl.is Nýi vegurinn sameinar  Framkvæmdum á Fróðárheiði að ljúka  Slitlag alla leið Ljósmynd/Aðsend Fróðárheiði Vinnuvélar og verkamenn voru á fullu alla síðastliðna helgi. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum PLÍ-SÓL GARDÍNUR Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni. Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Séra Kristján Björnsson, vígslu- biskup í Skálholti, vígði nýjan kross í Biskupsbrekku á sunnudag, um leið og listaverk Páls Guðmunds- sonar á Húsafelli við krossinn var afhjúpað, er sýnir ásjónu Jóns Ví- dalín Skálholtsbiskups. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær stóð Skálholtsfélagið fyrir því, með góðum stuðningi Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, að setja nýjan kross upp á þessum stað, ásamt minnisvarða um Jón Vídalín. Tilefnið er 300 ára ártíð Jóns en hann lést á ferðalagi í Biskupsbrekku 30. ágúst árið 1720. Jón Vídalín var á nokkrum vetrar- vertíðum í Eyjum á sínum tíma og lengi átti Vinnslustöðin togara sem bar nafn hans. Ljósmynd/Atli Rúnar Kross vígður og listaverk afhjúpað Borgarráð hefur samþykkt að hleypa af stokkunum þriggja ára tilraunaverkefni með það að mark- miði að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breið- holti til jafns við önnur hverfi í Reykjavík. Tilraunaverkefnið felur m.a. í sér að auka þátttökuhlutfall barna til jafns við meðaltal í öðrum hverfum í Reykjavík, auka nýtingu frí- stundakortsins í Breiðholti til jafns við meðaltal í Reykjavík og auð- velda samfélagslega þátttöku, ís- lenskunám og félagslega aðlögun barna með mismunandi bakgrunn að íslensku samfélagi. Þjónustumiðstöð Breiðholts mun hafa yfirumsjón með verkefninu í samráði við ÍTR og fleiri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tilraunaverkefni til að auka þátttöku barna í íþrótta- og frístundastarfi í Breiðholti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breiðholt Frá hæfileikakeppni frí- stundamiðstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.