Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Höfðabakka 9, 110 Rvk | Sími 561 9200
run@run.is | www.run.is
Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar | Sími 766 5555 | gisli@run.is
VANDAÐUR
VINNUFATNAÐUR
ÖRYGGISSKÓR
Sjáum um allar
merkingar
Þann 25. ágúst voru
liðin 50 ár frá Mið-
kvíslarsprengingunni
sem olli straum-
hvörfum í Laxárdeil-
unni illræmdu. Und-
irrituð tók þátt í
ævintýrinu og minnt-
ist þess með félögum
sínum og fleiri
náttúruverndar-
sinnum, m.a. umhverf-
isráðherra, Guðmundi
Inga Guðbrandssyni, við Miðkvísl
þann dag í blíðuveðri og rifjaði þá
upp atburðinn.
Það voru ungri tvítugri stúlku
spennandi skref að stíga fram á ár-
bakkann ágústkvöldið fræga 1970
til að taka þátt í að fjarlægja ólög-
legt mannvirki. Fljótlega allt á
fullu, konur og karlar að moka
mold og bera grjót og dráttarvélar
að erfiða ofan í vatninu undir ein-
beittri stjórn vaskra manna. Farið
að skyggja þegar leið á kvöldið og
óljóst hverjir fóru fremstir þegar
dínamít var allt í einu tiltækt og
því komið fyrir, en fór ekki fram
hjá neinum þegar sprengingin gall
og mold og grjót þeyttist yfir
svæðið. Allir þá að sjálfsögðu
komnir í skjól. Takmarkinu náð,
Miðkvísl streymdi óhindrað um
sinn eðlilega farveg og einhver
heyrðist hrópa: Hún er frjáls, hún
er frjáls.
Miðkvíslarsprenging var tíma-
mótaviðburður sem vakti athygli
alþjóðar og út fyrir landsteinana
þó fjölmiðlun væri ekki með sama
sniði þá og nú. Verk sem unnið var
af samhentum hópi sem barist
hafði hart og lengi gegn brölti
virkjunaraðila við Laxá og Mývatn.
Ýmsum aðferðum hafði verið beitt
til að ná eyrum ráðamanna og Lax-
árvirkjunarstjórnar sem fór sínu
fram með offorsi á svæðinu þrátt
fyrir einarðar mótbárur heima-
manna og samningaumleitanir.
Þegar fréttir bárust af ógnvæn-
legum virkjunaráformum í Laxá
var líkt og sprengju hefði verið
varpað inn í hið friðsæla samfélag
á Laxár- og Mývatnsbökkum. Árið
1963 ályktar Veiðfélag
Laxár fyrst um málið
og eftir að Gljúfur-
versáætlun birtist á
prenti í janúar 1968
hófst andspyrna fyrir
alvöru. Þingeyingar
voru því miður ekki
einhuga í mótspyrn-
unni en innan Land-
eigendafélags Laxár
og Mývatns sem
stofnað var vorið 1970
ríkti fullkominn ein-
hugur og baráttuandi.
Ósjaldan lögðu þeir
stjórnarmenn Eysteinn á Arn-
arvatni, Starri í Garði, Jón á
Þverá, Vigfús á Laxamýri og for-
maðurinn Hermóður faðir minn á
ráðin við eldhúsborðið í Árnesi, að
ógleymdum lögmanni þeirra Sig-
urði Gizurarsyni og móður minni
Jóhönnu Álfheiði sem átti drjúgan
þátt með að hvetja og skipuleggja.
Engin kona var í stjórninni en ekki
er að efa að þær hvöttu allar sína
menn til dáða. Bakvarðarsveit
stjórnarinnar var sterk eins og
kom í ljós kvöldið afdrifaríka við
Miðkvísl.
Oft varð ég vitni að líflegum og
djörfum ráðagerðum, man ótal
ferðir föður míns á fund ráða-
manna í Reykjavík að leita lausna,
endalaus greinaskrif og heimsóknir
stuðningsaðila, fundi með framá-
mönnum utan og innan héraðs, Jó-
hanni Skaptasyni sýslumanni, Þór-
ólfi Jónssyni frá Auðnum, Pétri M.
Jónassyni vatnalíffræðingi, Matt-
híasi Johannessen ritstjóra en á
síðum Morgunblaðsins barst stuðn-
ingur úr óvæntri átt, hér eru að-
eins fáir nefndir. Man mótmæla-
akstur langrar bílalestar til
Akureyrar með áberandi kröfu-
spjöldum. Eysteinn á Arnarvatni
fremstur í flokki með áletrunina
„Með lögum skal land byggja og
ólögum eyða“ á vörubílnum sínum.
Lestina leiddu lögreglubílar og
sýslumaður Þingeyinga.
Við eldhúsborðið í Árnesi voru
einmitt lögð á ráðin um að fjar-
lægja stífluna, sem reist hafði verið
í óþökk Mývetninga og olli þar
skaða á lífríkinu. Skipulagningin
tók langan tíma en fór hljótt, ótrú-
legt að skyldi takast að smala sam-
an hátt í 100 manna samhentum
hópi án þess að kvisaðist út til
mótherjanna. Formaðurinn fékk
ekki að taka þátt í aðgerðinni svo
Landeigendafélagið yrði ekki dreg-
ið til ábyrgðar, það var hugsað fyr-
ir öllu. Athafnamanninum Hermóði
Guðmundssyni þótti ekki gott að
sitja heima.
Þegar til kastanna kom dugði
ekki handaflið eitt ásamt drátt-
arvél til að ryðja burt stíflunni, en
svo heppilega vildi til að Lax-
árvirkjunarmenn lögðu til dína-
mítið sem vantaði, það geymdu
þeir í hellisskútum í sveitinni (til
nota við að sprengja klakastíflur úr
kvíslinni) og ráðsnjallir Mývetn-
ingar kunnu til verka.
Hvellurinn við Miðkvísl olli
straumhvörfum í hinni hörðu deilu.
Hér var talað mál sem Laxárvirkj-
unarstjórn skildi. Loksins tókst að
draga hana að samningaborðinu.
Loksins hlustaði öll þjóðin á þing-
eysku náttúruverndarsinnana sem
svo lengi höfðu beðið um réttlæti.
Þeir brutu blað í íslenskri náttúru-
vernd. Langa og stranga
samningalotu átti stjórnin fyrir
höndum en loks var gengið til
samningaviðræðna sem lauk með
sáttagerð.
Hefði Gljúfurversáætlun verið
fylgt hefði orðið óbætanlegt tjón
og gríðarstórt svæði eftir það ein-
kennst af stórum virkjanalónum
með illbyggilegu sandorpnu landi á
milli og Laxárdalur horfið undir
vatn. Munum að það er þessu hug-
rakka fólki að þakka að við eigum
gersemarnar Laxá og Mývatn að
miklu leyti óraskaðar.
Straumhvörf í náttúruvernd
Eftir Hildi
Hermóðsdóttur »Miðkvíslarsprenging
var verk sem unnið
var af samhentum hópi
sem barist hafði hart og
lengi gegn brölti virkj-
unaraðila við Laxá og
Mývatn.
Hildur
Hermóðsdóttir
Höfundur er fyrrverandi útgefandi.
hildur@textasmidjan.is
Laugardalslaug er
frekar sóðaleg. Það er
ekki starfsmönnum að
kenna, miklu frekar
borgaryfirvöldum sem
virðist vera nákvæm-
lega sama um laugina,
veita ekki nægt fé til
viðhalds og þrifa.
Vegna heimsfarald-
ursins voru sundlaugar
landsins lokaðar frá 23.
mars til 18. maí. Í
Laugardalslaug var tíminn notaður
til viðhalds. Sundlaugargestir komu í
vel þrifna búningsklefa með nýlökk-
uðu tréverki og allt ilmaði af hrein-
læti og gleði. Sumir stungu sér í
laugina en aðrir renndu sér fótskriðu
í pottana. Lífið var gott.
Svo tóku ýmsir góðborgarar eftir
smáatriðunum sem höfðu gleymst.
Rennurnar í lauginni voru óþrifnar,
þær eru grænar, þó ekki fagur-
grænar. Tröppur upp úr lauginni
voru jafn skítugar og fyrr. Við pott-
ana voru tvær efstu tröppurnar svo
skítugar að þar áttu smágerð skor-
kvikindi lífvænlegt landnám. Skít-
urinn hefur síðan haldið áfram að
safnast þar saman og jafnvel á milli
potta. Blátt plast sem einhvern tím-
ann var sett á bakka laugarinnar og
víðar er sums staðar orðið grænleitt
af óþrifum.
Þegar rignir lekur vatn ofan úr
stúkunni og ofan í saltpottinn og lek-
andinn heldur áfram um tíma þó
stytt hafi upp.
Má vera að handriðin
við pottana hafi verið
lökkuð meðan á lok-
uninni stóð. Það breytir
því ekki að þau voru og
eru enn kolryðguð.
Ryðbrunnið gat er á
handriði á austasta
heita pottinum og
hugsanlega fleirum.
Í svokölluðum nudd-
potti eru gráar ólar
sem pottagestir geta
stungið höndum sínum
í. Þær hafa varla
nokkru sinni verið þrifnar og eru
orðnar dökkar af skít eftir núning
þúsunda handa. Eflaust má í þeim
greina ótal lífsýni. Skyld’ann Kári
vita af’essu?
Fyrir nokkrum dögum var einn
góður sundlaugargestur orðinn svo
þreyttur á sóðaskapnum að hann
greip í sundlaugarvörð og benti hon-
um á nokkur atriði sem hér hefur
verið minnst á. Sá kom af fjöllum.
„Næturvaktin sér um þrifin,“
sagði vörðurinn, en lofaði að koma
athugasemdum á framfæri. Daginn
eftir var búið að þrífa, að minnsta
kosti að nafninu til.
Hér hefur ekki verið fjallað um
búningsklefana og gesti af báðum
kynjum sem fara ekki í sturtu og
menga því laugarvatnið fyrir öðrum.
Um það má skrifa langan pistil.
Myndirnar sem fylgja voru teknar
eftir „þrifin“. Af þeim má ráða að enn
er mikið verk óunnið. Sumir myndu
orða það þannig að komin sé tími á
Hnignun Laugardalslaugar
Eftir Sigurð
Sigurðarson
» Tvær plöntur hafa
skotið rótum í
tröppu í heita pottinum.
Hugsanlega er þetta
smári. Já, það er líf í
laugunum, jafnvel eftir
lokun.
Sigurður
Sigurðarson
Höfundur er ráðgjafi og buslari.
sigurdursig@me.com
Óþrifin í tröppum heita pottsins. Litlar plöntur vaxa í tröppum heita pottsins.
Rennan í austurenda laugarinnar, illa þrifin.
er það rétt, lagnir og stýritæki eru
örugglega jafngömul lauginni sem
opnuð var árið 1968.
Hversu lengi á að bjóða gestum
upp á svona sundlaug? Hvernig
stendur á því að Laugardalslaug er
ekki lengur besta sundlaugin í
Reykjavík?
En ágæti lesandi, ekki spyrja mig
hvers vegna ég fer nær daglega í
þessa laug.
gagngera endurnýjun á lauginni.
Myndirnar skýra sig sjálfar. Þó
má vekja athygli á einni. Greina má
að tvær plöntur hafa skotið rótum í
tröppum ofan í heitan pott. Hugs-
anlega er þetta smári. Já, það er líf í
laugunum, jafnvel eftir lokun.
Svo eru það tæknimálin. Fyrir
kemur að sturturnar verða sjóðheit-
ar og stundum ískaldar. Sjaldnast
eru pottarnir með sama hitastigi frá
einum degi til annars. „Þetta er
ónýtt drasl,“ sagði sundlaugarvörður
þegar kvartað var við hann. Líklega