Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
✝ AðalheiðurSigurjónsdóttir
fæddist 16. maí
1926 á Þingeyri í
Vestmannaeyjum.
Hún lést á Land-
spítalanum Hring-
braut 19. ágúst
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín
Óladóttir, f. 17.
mars 1889, d. 1.
sept. 1975, og Sigurjón Sig-
urðsson, f. 6. mars 1890, d. 8.
júní 1959.
Systkini hennar voru: Sig-
urbjörg (Stella), f. 27. des.
1910, d. 24. júni 1971, Sigurður
Óli, f. 24. jan. 1912, d. 16. júní
1981, Aðalheiður, f. 7. apríl
1914, d. 14. febrúar 1917, Jó-
hanna, f. 21. ágúst 1915, d. 28.
mars 1989, Ragnhildur, f. 16.
júlí 1918, d. 4. júlí 2009, dreng-
ur, f. 16. júlí 1918, d. 16. júlí
1918, og Margrét (Maggý), f.
20. des. 1923, d. 21. nóv. 2016.
Hálfsystkini : Sigurjón Sigur-
jónsson, f. 12. maí 1932, d. 31.
júlí 1951, og Marta Sigurjóns-
dóttir, f. 5. febrúar 1936.
Fyrri maður Aðalheiðar var
Anton Jónsson skipasmiður, f.
4. febr. 1924, d. 18. jan. 2009.
Þau skildu. Dóttir þeirra er
Sigríði Magnúsdóttur hús-
móður, f. 25. sept. 1958. Þeirra
börn: a) Halldóra G. Sigurð-
ardóttir, f. 19. sept. 1975, sam-
býlismaður Sigmar Hafsteinn
Lárusson, f. 6. mars 1972, börn
Halldóru eru Sandra Sif Ing-
ólfsdóttir, f. 17. mars 1995,
Guðlaug Birta Sigmarsdóttir, f.
15. apríl 2002, og Aron Ernir
Sigmarsson, f. 10. júlí 2007. b)
Davíð, f. 23. ágúst 1980, hans
dóttir er Sóley Dögg, f. 22.
okt. 1999. c) Elma, f. 30. ágúst
1984, sambýlismaður Anton
Eyþór Rúnarsson, f. 30. apríl
1984, börn Elmu eru Heiða
Ósk Bjarnadóttir, f. 21. sept.
2009, Trausti Freyr Antonsson,
f. 12. sept. 2016, og Freyja Sif
Antonsdóttir, f. 14. apríl 2018.
Fóstursonur Elmu: Óskar Dýri
Antonsson, f. 26. mars 2010.
Aðalheiður lauk fullnaðar-
prófi frá Barnaskóla
Vestmannaeyja. Vann í Eyjum
ýmis störf, m.a. í fiski og í
verslun. Hún flutti til Reykja-
víkur 1946 og bjó þar til ævi-
loka. Hún starfaði við ræst-
ingar, lengst af í Vogaskóla,
seinna Menntaskólanum við
Sund.
Aðalheiður verður jarð-
sungin frá Árbæjarkirkju í
dag, 1. september 2020, klukk-
an 15. Vegna aðstæðna í sam-
félaginu verða aðeins nánustu
ættingjar viðstaddir, en
streymt verður á youtube/
q46Y2cM0ej8/. Hægt er að
nálgast virkan hlekk á streym-
ið á https://www.mbl.is/andlat.
Guðrún Kristín, f.
27. okt. 1945,
kennari. Hennar
börn: a) Freyr
Þórðarson, 27. maí
1973, giftur Veru
Víðisdóttur, f. 4.
sept. 1979. Dætur
þeirra: Helena, f.
1. jan. 2003, Júlía,
f. 1. okt. 2006, og
Eva, f. 21. okt.
2009. b) Aðalheið-
ur Stella Stefánsdóttir, f. 6.
des.1987, sambýlismaður Jón
Garðar Jensson, f. 24. ágúst
1983, þeirra sonur er Jökull
Máni, f. 4. júní 2016.
Seinni maður Aðalheiðar var
Gísli Ólafsson bifreiðastjóri, f.
21. júní 1926, d. 20. okt. 2002.
Þeirra börn eru: 1) Margrét
lyfjafræðingur, f. 15. des. 1953,
gift Hauki Halldórssyni húsa-
smíðameistara, f. 22. jan. 1949.
Þeirra synir: a) Gísli, f. 12. júlí
1976. b) Arnar, f. 4. des. 1979,
hans börn: Arndís Indíana, f. 17.
apríl 2005, Haukur Alexander,
f. 13. jan. 2018. c) Daði, f. 2.
febrúar 1990, sambýliskona
Hafrún Ósk Agnarsdóttir, f. 28.
okt. 1992, þeirra dóttir er Erla
Margrét, f. 17. des. 2015.
2) Grettir, framkvæmda-
stjóri, f. 8. júní 1957, giftur
Elsku Lalla systir. Já ég
kallaði hana þetta alltaf þó svo
að hún væri systir mömmu
minnar. Lalla systir var einstök
kona, skemmtileg, ræðin, úr-
ræðagóð og mikil fyrirmynd
okkar allra. Mín uppvaxtarár
fékk ég að fara með ömmu
Kristínu til Löllu í Gnoðarvog-
inn og í sumarbústaðinn hennar
sem var ská á móti húsi Hall-
dórs Kiljan Laxness í Mosfells-
sveit. Þar var veröld sem seint
gleymist, leikið úti alla daga
með Margréti, Gretti o.fl. Við
fengum að fara í sundlaugina
að Gljúfasteini. Tíndum ber og
nutum þess að vera í fallegri
náttúru. Ógleymanlegt fyrir
stelpu úr Eyjum. Í Gnoðarvog-
inum var líka gaman. Horfa út
um gluggana og sjá strætó
bruna framhjá og fullt af bílum,
þarna iðaði allt af lífi. Við fór-
um í gömlu sundlaugarnar dag-
lega. Þarna upplifði ég að sjá
sjónvarp í fyrsta skipti, Lucy
Ball o.fl. ævintýri, þetta var
þvílík skemmtun. Mér fannst
ég komin í paradís. Við áttum
alltaf athvarf hjá Löllu og
Gísla, ýmist með mömmu og
pabba eða ömmu, alltaf var
rúm og pláss fyrir okkur fjöl-
skylduna úr Eyjum. Þau voru
einstök þó plássið væri lítið, en
þarna sannaðist það ef hjartað
er stórt skiptir fermetramagnið
ekki máli. Alltaf var fjör og
gaman þegar Lalla og fjöl-
skylda komu til Eyja. Mikið
hlegið og allir dagar einstakir.
Mamma og Lalla voru nánar
systur sem voru hörkuduglegar
og komu sér og sínum til
manna. Lalla var með allt á
hreinu fram á síðasta dag og
við spjölluðum oft saman og ég
fór oft til hennar í Glæsibæinn.
Heimili hennar og Gísla var
einstakt og var alltaf eins þar
til hún flutti fyrir ári síðan, það
var ekki neitt verið að rusla út
og laga, „óþarfi“. Við gátum
talað eins og vinkonur þó ald-
ursmunurinn væri mikill en það
segir svo margt um það hvern-
ig karakter þessi perla var. Ég
mun ætið sakna þín, elsku
Lalla systir, en þakka þér hvað
þú varst mér og mínum alla tíð.
Fjölskyldunni sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur og kveiki á
kerti henni til heiðurs í dag og
flagga fána á stöng. Lalla syst-
ir, takk fyrir að vera alltaf þú.
Björk Elíasdóttir,
Vestmannaeyjum.
Elsku hjartans amma mín og
nafna.
Það var alltaf gott að koma
til ömmu og afa í Glæsibæinn.
Þar spiluðum við rommí, sung-
um við undirleik ömmu á gít-
arinn eða hún sagði okkur sögu
af Fóu feykirófu. Hún las
Benna og Báru eða Híavata
indíánastrák á milli þess sem
hún stóð inni í eldhúsi og bak-
aði eða klippti út uppskriftir úr
tímaritum og fréttablöðum.
Ferðalög eða sumarbústaða-
ferðir voru tíð. Eitt það eft-
irminnilegasta var þegar amma
kenndi okkur nöfnin á hinum
ýmsu fellum, hólum og fjöllum.
Kögunarhóll eða kökuhóll eins
og við kölluðum hann oft og
Ingólfsfjall eru hvað eftirminni-
legust, og er ég farin að kenna
mínum dreng þetta á okkar
ferðalögum. Það skemmtileg-
asta var þegar við keyrðum
framhjá Kerinu í Grímsnesi og
giskuðum á fjölda bíla á bíla-
stæðinu, sem afi náði næstum
alltaf réttu!
Amma hafði unun af því að
elda, baka og bjóða fólki í mat.
Á meðan við sátum að mat og
drykk sat hún og horfði á okk-
ur og borðaði yfirleitt aldrei
fyrr en allir voru búnir. Hún
vildi passa að allir fengju nóg
og að hún mætti afgangi.
Ég man varla þau matarboð
þar sem gítarinn var ekki tek-
inn upp og hún spilaði og söng
af hjartans lyst. Gítarinn sem
hún lærði á í gegnum gítar-
kennslu Eyþórs Þorlákssonar
hjá Ríkissjónvarpinu.
Eftir að ég fullorðnaðist átt-
um við ekki síst yndislegar
stundir saman. Ef mig langaði í
gott kaffi skrapp ég til ömmu
og fékk jafnvel sneið af fursta-
köku með. Við gátum setið og
drukkið kaffi, spjallað um
heima og geima og skoðað
gamlar myndir. Oft mættum
við til hennar að horfa á og
hvetja íslenska landsliðið í
hand- eða fótbolta. Amma
öskraði að sjálfsögðu manna
hæst enda trúði hún því örugg-
lega að það hefði góð áhrif.
Litli drengurinn minn og
amma áttu einnig einstakt sam-
band. Það sem hann sótti í
hana og elskaði að koma í
heimsókn til hennar. Hún var
einstaklega natin og þolinmóð
við hann milli þess sem hún gaf
honum kex eða vínber, litla
hjartakónginum sínum eins og
hún kallaði hann.
Hér sitja eftir brotin hjörtu
bæði stór og smá. En ekki má
gleyma á þessum erfiðu og sáru
tímum að vera þakklátur. Að
vera þakklátur fyrir þann tíma
og þær ómetanlegu stundir sem
við áttum saman. Þakklæti fyr-
ir allt það sem þú kenndir mér
sem aðrir gátu ekki. Takk fyrir
allt amma, þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mér.
P.s. bið að heilsa afa.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Aðalheiður Stella
Stefánsdóttir.
Aðalheiður
Sigurjónsdóttir
Ástkær systir mín, mágkona og frænka,
HRAFNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 19. ágúst.
Jarðarför hennar fer fram frá Lindakirkju
föstudaginn 4. september klukkan 15.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingimundur Magnússon
Ástkær eiginkona mín,
ÞÓRA HALLGRÍMSSON,
sem lést á fimmtudaginn 27. ágúst,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 4. september klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verður einungis nánustu
aðstandendum og vinum boðið að vera viðstaddir útförina.
Minningarathöfn um Þóru verður haldin síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Björgólfur Guðmundsson
Okkar ástkæri
SIGFÚS FANNAR STEFÁNSSON,
Kaplaskjólsvegi 91,
Selási 23, Egilsstöðum,
verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 5. september klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana langar okkur að biðja þá vini og
ættingja sem hafa hug á að fylgja honum að hafa samband,
en jafnframt verður streymt frá egilsstadakirkja.is.
Anna Sigfúsdóttir
Stefán Pétur Jónsson Árdís Sigurðardóttir
Guðmundur Sigfússon Sveinbjörg Ólafsdóttir
fjölskyldur og vinir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN BIRGIR JÓNSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 3. september klukkan 15.
Vegna fjöldatakmarkana er athöfnin
einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini.
Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu.
Hægt er að fylgjast með á netinu á utforjbj.is og þar má einnig
finna upplýsingar um erfidrykkju.
Steinunn Norberg
Aðalsteinn Jónsson
Jón Birgir Jónsson Ásta S. Einarsdóttir
Kristinn Karl Jónsson Íris Halldórsdóttir
Með þessu ljóði
sem ort var í tilefni
sjötugsafmælis
Ólínu, kveðjum við
systkinin og þökk-
um æsku- og unglingsárin.
Ættarslóð í öld hér stóð
arð í sjóði gjörðu.
Sjávargróði sífellt hlóð
sæld á óðals jörðu.
Á óðali ættmenna sinna
uppvöxtur húsfreyju stóð.
Ólína Kristín
Jónsdóttir
✝ Ólína KristínJónsdóttir
fæddist 15. júlí
1931. Hún lést 9.
ágúst 2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
Landgæðin ljúft er að
kynna
löngum þar hlunnindi
góð.
Búsýslu frækin var frúin
hún fann hvar hagsæld
var mest.
Það hentar við hlunn-
indabúin
að hlynna að öllu sem
best.
Við flutning á ljóði og lagi
var leikandi athafnasvið.
Í kór var hún farsæl í fagi
með fögnuði veitti þar lið.
(Hj.Þ.)
Blessuð sé minning hennar.
Hjörtur og
Kristín Ingibjörg.
✝ Ingibjörg Þor-kelsdóttir
fæddist á Stað-
arfelli í Dölum 24.
júní 1937. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 6. ágúst
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín Guð-
ríður Kristjáns-
dóttir, f. 11. október
1908, d. 5. desember
1993, og Þorkell Jóhann Sigurðs-
son, f. 18. september 1908, d. 8.
febrúar 2005. Systkini Ingibjarg-
ar eru Sigurður Eggerz, f. 20.
nóvember 1940, d. 11. nóvember
2005, Guðríður Jósefína, f. 13.
september 1946, Þórkatla, f. 21
.október 1949, Gísli, f. 24. mars
1951, d. 25. maí 2005.
Börn Ingibjargar eru: 1) Krist-
ín Guðríður Jóhannsdóttir, f. 19.
október 1957, maki Sumarliði
Kristmundsson, f. 9. desember
1954, d. 10. júní 2016. Börn:
Kristmundur, Ingibjörg og Þor-
katla Kristín. 2) Bjarni Jóhann
Jóhannsson, f. 27. júní 1960, sam-
býliskona Carina Broman. Son-
ur: Jóhann Karl. 3)
Þorbjörg Hjálm-
arsdóttir, f. 18. apríl
1964. Börn: Anton
og Viktor. 4) Dreng-
ur Hjálmarsson, f.
18. júlí 1965, d. 19.
júlí 1965. 5) Stúlka
Hjálmarsdóttir, f.
13. mars 1967, d. 14.
mars 1967. 6)
Drengur Hjálm-
arsson, f. 1 .desem-
ber 1968, d. 3. desember 1968. 7)
Sigríður Ósk Benediktsdóttir, f.
7. apríl 1982, maki Haraldur Orri
Björnsson. Börn: Steinþór Örn,
Björn Steindór og Benedikt Arn-
ar. Langömmubörnin eru níu.
Ingibjörg lauk gagnfræða-
prófi frá Kópavogsskóla, síðar
stundaði hún nám við Hús-
mæðraskólann á Varmalandi.
Um ævina starfaði Ingibjörg
mest við verslunar- og skrif-
stofustörf. Ingibjörg hóf sambúð
með Alberti Ágústssyni árið
1995, f. 10. maí 1935, d. 19. sept-
ember 2013.
Útför Ingibjargar hefur farið
fram í kyrrþey.
Þá er komið að kveðjustund
elsku vinkona mín.
Við kynntumst fyrir 50 árum og
þá báðar komnar með börn og
bundumst strax sterkum böndum.
Höfum haldið sambandi í gegnum
árin, áttum mörg skemmtileg ár
saman og vorum alveg óaðskiljan-
legar á tímabili. Við studdum hvor
aðra í blíðu og stríðu í gegnum ár-
in. Seinni árin þegar heilsa mín
bilaði töluðum við mikið saman í
síma um alla heima og geima, lífið
og tilveruna og rifjuðum oft upp
gamlar og skemmtilegar minning-
ar og hlógum mikið. Eftir Co-
vid-19-veiruna töluðum við saman
svo til á hverjum degi og þú náðir
því að koma einu sinni í heimsókn
til mín en það var 24. maí og er ég
guði þakklát fyrir það. Takk fyrir
allt og allt kæra vinkona. Megi al-
góður guð taka hana í sinn kær-
leiksríka faðm. Ég sendi börnum
hennar og fjölskyldunni allri mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Ég bið góðan guð að styrkja þau
og leiða um ókomin ár.
Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn.
Í gegnum bárur brim og voðasker,
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr,
og engla þá sem barn ég þekkti fyr.
(Þýð. M. Joch.)
Þín vinkona
Ellý.
Ingibjörg
Þorkelsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar