Morgunblaðið - 01.09.2020, Page 25
Ása
Ólafsdóttir
Guðfinna Ísleifsdóttir
ljósmóðir í Drangshlíð
Gissur Jónsson
búfræðingur og hreppstjóri í
Drangshlíð undir Eyjafjöllum
Ása Gissurardóttir
húsmóðir í Kópavogi
Guðmundur Guðjónsson
rekstrarstjóri í Kópavogi
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg
Bergþóra Jónsdóttir
húsmóðir í Vestmannaeyjum
Guðjón Jónsson
skipstjóri í Vestmannaeyjum
Gizur
Bergsteinsson
hæstaréttardómari
Guðni Jónsson
vélstjóri í Keflavík
Jón Ásvaldur Gissurarson
skólastjóri í Reykjavík
LáraV.Júlíusdóttir
lögfræðingur
Haukur Filippusson
tannlæknir í Rvík
Karl Steinar Guðnason fv.
forstj. Tryggingast. og alþm.
Sigurbjörn
Knudsen Lárusson
iðnverkamaður í
Reykjavík
Þórunn Ísleifsdóttir
húsfreyja á
Árgilsstöðum í
Hvolhr., Rang.
SigríðurGissurardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Kristín Símonardóttir
verkakona í Reykjavík
Bergsteinn
Gizurarson
brunamálastjóri
Hörður FIlippusson
prófessor emeritus í HÍ
Gizur
Bergsteinsson
lögfræðingur
Símon Símonarson
bifreiðarstjóri í Rvík
Orri Hauksson,
forstjóri og fv.
aðstoðarmaður
ráðherra
Gylfi Knudsen
lögfræðingur
Ólöf Sigurðardóttir
húsmóðir í Reykjavík
Nieljohníus Ólafsson
verslunarmaður í Kol og
Salt í Reykjavík
Jónína
Nieljohníusdóttir
læknaritari í
Reykjavík
Lárus M.K. Guðmundsson
bifvélavirkjameistari í Rvík
G. Elías Símonarson
sjómaður í Reykjavík
Lára M. Lárusdóttir Knudsen
húsmóðir í Reykjavík
Úr frændgarði Ásu Ólafsdóttur
Ólafur Lárusson
íþróttakennari í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Nú eru tæp 30 ár síðan Leirinnvarð til og hefur hann verið
vistaður hjá Advania síðustu árin,
en svo bar við í sumar, að fyrir-
tækið tilkynnti Þóri Jónssyni um-
sjónarmanni Leirsins að Leirlist-
anum yrði lokað 1. sept. Þetta voru
mikið tíðindi og nú hefur sá dagur
runnið upp.
„Síðustu forvöð“ skrifaði Sigrún
Ásta Haraldsdóttir á Leirinn á
laugardag:
Á mínum dögum margt við bar
og mælisteinar fleiri en tveir
en þar mín æðsta vegsemd var
að vera kölluð skáld á Leir.
Ólafur Stefánsson svaraði: „Það
var sagt um Sigrúnu frá upphafi, að
hún laðaði fram vísur hjá öðrum,
þegar hún lét í sér heyra á Leir.
Þannig örvaði hún vísnagerðina“:
Alúð er henni eðlislæg,
– svo ekki segi ég meir –
og víst hún þykir vísnadræg
í vinahópi’ á Leir.
Björn Ingólfsson skrifar: „Leir
var ótrúlegt tækniundur þegar
hann hóf göngu sína í lok janúar
1992. Þetta var í árdaga þeirra
tíma þegar menn gátu farið að hafa
símasamband í rituðu máli, ekki
bara töluðu.
Tæknin hefur aldeilis ekki setið
um kjurt síðan og Leirinn er orðinn
gamaldags þótt samskiptin fari
ekki lengur fram gegnum þrönga
koparþræði símans.
Allt tekur enda og nú er sögu
Leirs lokið. Hann var örugglega
mörgum góður skóli, öðrum
íþróttavöllur til að takast á eða til
að sýna leikni sína. Þar var á tímum
mikið fjör og mikið ort og mikið
gaman. Síðustu ár hefur dofnað
mjög yfir honum því aðrir miðlar
bjóða upp á enn opnari og auðveld-
ari samskipti. Og nú er þessu lokið.
Ég þakka leirlimum öllum góðar
stundir gegnum árin. Auðvitað ætti
ég að yrkja erfiljóð en dettur ekk-
ert í hug nema þetta:
Aldrei kveð ég aftur meir,
einkanlega vegna þess
að á morgun leggur Leir
laupana upp og segir bless.
Því miður get ég ekki lofað að
standa við þetta.“
Páll Imsland þakkar allt sem
fram hefur farið á Leir og mun
sakna hans, en reyna að bíta á jaxl-
inn:
Brátt verður lokað á Leir,
svo ljóðmælin heyrast ei meir.
Raddirnar þagna,
sem réð ég oft fagna,
því brátt verður lokað á leir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Leirlistanum
er lokað í dag