Morgunblaðið - 01.09.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 2020
Undanfarna daga hefur fjöldi máls-
metandi kvenna og manna, jafnt úr
skemmtanalífi sem stjórnmálum,
minnst bandaríska leikarans Chad-
wicks Bosemans sem lést úr ristil-
krabbameini fyrir helgi, 43 ára
gamall. Boseman var einn eftirsótt-
asti kvikmyndaleikari sinnar kyn-
slóðar – aðalgagnrýnandi The
Guardian kallar hann í umfjöllun
„Prinsinn í Hollywood“ – en þekkt-
astur er hann fyrir leikinn í ofur-
hetjumyndinni Black Panther.
Boseman lék einnig þekktar per-
sónur úr sögunni, eins og tónlistar-
manninn James Brown, hafna-
boltahetjuna Jackie Robinson og
stjórnmálamanninn Thurgood
Marshall.
Boseman greindist með þriðja
stigs ristilkrabbamein fyrir fjórum
árum en lét ekki deigan síga og lék
í nokkrum kvikmyndum á sama
tíma og hann gekk gegnum erfiða
læknismeðferð.
Ferill Bosemans í stjörnuhlut-
verkum var stuttur en glæstur.
Hann var orðinn 35 ára gamall er
hann lék fyrst aðalhlutverk í kvik-
mynd sem sló í gegn, sem Jackie
Robinson í 42, og í framhaldinu
hlaut hann mikið lof fyrir frammi-
stöðuna sem James Brown í Get On
Up, Thurgood Marshall í Marshall
og ekki síst T’Challa í Black Panth-
er.
Boseman var minnst á verðlauna-
afhendingu MTV um helgina, þar
sem hann var sagður ein mikilvæg-
asta fyrirmynd hörundsdökkra í
Bandaríkjunum. Sonur og nafni
mannréttindafrömuðarins Martins
Luthers Kings sagði hann hafa fært
söguna snilldarlega á hvíta tjaldið, í
túlkun sinni á svörtum hetjum. Og
forsetaframbjóðandinn Joe Biden
sagði Boseman hafa hvatt ólíkar
kynslóðir til dáða og sýnt fólki að
það getur orðið hvað sem það
dreymir um, „jafnvel ofurhetjur“.
Var ein skærasta
stjarna Hollywood
Chadwick Boseman lést 43 ára
AFP
Dáður Chadwick Boseman glímdi
við ristilkrabbamein í fjögur ár.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmyndagerðarmaðurinn Helgi Felixson
frumsýnir nýjustu heimildarmynd sína á Al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í
næsta mánuði og nefnist sú Sirkusstjórinn.
RIFF og Listahátíð í Reykjavík standa að sýn-
ingu myndarinnar sem var unnin með styrk frá
Kvikmyndamiðstöð Íslands, sænska kvik-
myndasjóðnum, sænska ríkissjónvarpinu og
RÚV. Myndina vann Helgi með eiginkonu sinni
Titti Johnson og fjallar hún um sænska sirkus-
stjórann Tilde Björfors, listrænan stjórnanda
og stofnanda hins heimsþekkta sirkusflokks
Circus Cirkör sem sýnt hefur víða um lönd og
nokkrum sinnum hér á landi. Hafa sýningarnar
notið vinsælda og um tvær og hálf milljón
manna séð þær.
Undarlegt mál í alla staði
Helgi hefur búið og starfað í Svíþjóð í yfir 30
ár en hann er nú staddur hér á landi vegna ann-
arrar heimildarmyndar. Segir hann blaðamanni
að hann hafi verið í Hvalfirði degi fyrir sam-
talið. Hvað var hann að gera þar? „Ég er að
undirbúa ákveðið verkefni þar,“ svarar Helgi.
„Þetta er verkefni sem hefur í raun og veru ver-
ið í þróun nokkuð lengi og ég kem að máli frek-
ar seint. Það varðar álverið á Grundartanga og
flúormengun og hverjar afleiðingar hennar
hafa verið fyrir hestabóndann Ragnheiði Þor-
grímsdóttur,“ segir Helgi en Ragnheiður er
bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði og hefur til fjölda
ára barist fyrir því að fá rannsökuð áhrif flúor-
mengunar frá álverinu á grasbíta. Ragnheiður
hefur misst fjölda hesta allt frá árinu 2007 úr
sjúkdómi sem þá var óþekktur.
Fimm ára starf
Við snúum okkur að Sirkusstjóranum, tilefni
viðtalsins. Helgi og eiginkona hans Titti leik-
stýra myndinni og segir Helgi sirkusstjórann
Tilde Björfors, umfjöllunarefni myndarinnar,
hafa gert garðinn frægan í Svíþjóð og víðar með
Circus Cirkör. „Þetta er kallað nýsirkus og er
nútímalegt sirkusform þar sem sögð er saga og
leikhúsforminu blandað saman við önnur form,“
útskýrir hann. „Við erum búin að vinna að þess-
ari mynd síðastliðin fimm ár og erum að klára
hana núna. Það hefur dregist svolítið út af Co-
vid, við ætluðum að vera búin að þessu. Aðal-
fókusinn er á Tildu og þær sýningar sem hún
hefur unnið að. Hún vinnur þannig að hún er
yfirleitt á undan sinni samtíð, á undan tímanum
oft og sýningarnar hennar tengjast oft því sem
er að gerast í þjóðfélaginu í dag,“ segir Helgi og
nefnir sem dæmi #MeToo-hreyfinguna og
flóttamannastrauminn frá Afríku. „Þótt hún sé
byrjuð á sýningunum löngu áður er eins og hún
sjái þetta fyrir sér, hvernig jörðin þróast og
mannkynið.“
Óljós endastöð
– Var þetta ykkar hugmynd, að fjalla um
sirkusstjórann?
„Já, þetta var eiginlega okkar hugmynd,“
svarar Helgi og að hann hafi fyrir hreina til-
viljun komist í kynni við Tilde. „Ég varð svo
heillaður af sýningu sem ég sá og hún hafði sett
upp og nefndist Knitting Peace. Ég varð svo
snortinn af því að ég fór að grafa dýpra í þetta
mál,“ segir Helgi og að þau hjónin og Tilde hafi
náð vel saman. „Okkur fannst eins og við vær-
um að spegla okkur í hennar vinnuaðferð, hún
vinnur á mjög sérstakan hátt, svolítið eins og
heimildarmyndagerðarmaður. Hún vinnur sinn
efnivið bara úr því fólki sem hún hittir og þann-
ig spinnur hún sínar sýningar og veit í raun og
veru ekki alltaf hvert hún er að fara. Mér finnst
okkar vinnuaðferðir oft vera þannig að við telj-
um okkur vita hvert við erum að fara en þegar
öllu er á botninn hvolft vitum við það í rauninni
ekki.“
Helgi segist hafa séð sjálfan sig í ferli Tilde.
„Hvernig hún spinnur sitt efni úr þessum þráð-
um sem hún er að toga. Hún byrjar í einhverri
flækju og einhverju sem er í tengslum við þessa
stóru heimsmynd og nær þessu niður á skiljan-
legt mál.“ Hann segir sýningar Tilde ekki aðal-
atriðið í framsetningu myndarinnar heldur það
sem þær hafa að segja og tenging þeirra við
sirkusstjórann og vilja hennar.
Alltaf á byrjunarreit
Helgi hefur verið lengi að í heimildar-
myndabransanum en segir að sér finnist alltaf
eins og hann sé á byrjunarreit þegar kemur að
fjármögnun. „Ég þarf alltaf að færa sönnur fyr-
ir mínu máli,“ segir hann og oft skorti þá menn
kjark sem geti fjármagnað myndirnar. „Þessi
mynd sem ég er að fjalla um gengur út á kjark
og að þora, að þora að taka áhættu, það er hluti
af þessari endurspeglun sem ég var að tala um.
Að taka áhættu er möguleiki og þar finnst mér
víða vanta þennan kjark og ekki síst hjá þeim
sem eru að taka ákvörðun um þátttöku í verk-
efnum í dag,“ segir Helgi en segist þó ekki hafa
yfir neinu að kvarta hvað varðar hinn íslenska
Kvikmyndasjóð.
Óréttlæti í ýmsum myndum
– Ef þú lítur yfir feril þinn, greinirðu rauðan
þráð, eitthvað sem tengir umfjöllunarefnin
saman?
„Stundum finnst mér eins og ég sé alltaf að
gera sömu myndina aftur og aftur í mismun-
andi birtingarmyndum. Undanfarin ár hef ég
verið voðalega mikið upptekinn af fjölskyldu og
umhverfi og manneskjunni en þegar öllu er á
botninn hvolft er þetta alltaf endurspeglun af
sjálfum mér sem ég er að birta. Ef maður vill
snúa þessu í sirkus hef ég ekki verið mikill
sirkus-artisti þótt ég hafi starfað við það í mörg
ár líka, áður en ég hitti Cirkus Cirkör var ég
með farandleikhús og slíkt,“ svarar Helgi.
Hann segist alltaf hafa verið upptekinn af
sögum af fólki sem hefur verið og/eða er beitt
óréttlæti. Og hann hefur farið víða í sinni efnis-
leit, m.a. til regnskóga Suður-Ameríku en segir
þó allt leiða að sama brunni. „Maður er alltaf á
sínum heimaslóðum í raun og veru, hvert sem
maður færir sig, enda minnkar heimurinn í
raun og veru,“ segir Helgi og nefnir sem dæmi
heimildarmynd sína Vive la France. Í henni er
sjónum beint að eftirköstum kjarnorkuspreng-
inga Frakka í Kyrrahafi en í 30 ár gerðu þeir
tilraunir á eyjunni Moruroa. Helgi kynntist
fjölskyldu á eyju í Frönsku Pólýnesíu, þeim
Kua og Teriki sem komust að því að sonur
þeirra væri veill fyrir hjarta. Sjö úr fjölskyldu
Teriki hafa fengið krabbamein og talið að
kjarnorkusprengingunum sé um að kenna.
Helgi segist sjá tengingu milli þessarar myndar
og þeirrar sem hann vinnur nú að í Hvalfirði. Í
báðum tilfellum sé barátta háð við yfirvöld.
Helgi segist ekki sækjast eftir svona sögum
heldur komi þær til hans. „Ég vinn mjög opið
til að byrja með, þangað til efniviðurinn fer
sjálfur að mótast, og það tekur mig oft óratíma
að vinna þessar myndir og ákaflega erfitt að
finna fjármagnið sem þarf og oft er skortur á
skilningi líka,“ segir hann. Því sé hann oftast
með mörg verkefni í gangi í einu.
Sirkusstjóri á undan sinni samtíð
Sirkusstjóri Tilde Björfors, stofnandi og listrænn stjórnandi Circus Cirkör.
Vinir Helgi með hundinum sínum.
Helgi Felixson frumsýnir heimildarmyndina Sirkusstjórinn á RIFF en hún fjallar um stofnanda
Circus Cirkör „Stundum finnst mér eins og ég sé alltaf að gera sömu myndina,“ segir Helgi
... stærsti uppskriftarvefur landsins!