Morgunblaðið - 01.09.2020, Síða 32
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Guðrún Valdís Arnardóttir og fjöl-
skylda í Hafnarfirði svífa um sem
ský á himni eftir að dóttirin Sara
Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyr-
irliði í fótbolta, varð Evrópumeistari
með franska liðinu Lyon í fyrrakvöld.
„Ég táraðist í leikslok og samgladd-
ist henni, því hún hafði svo sannar-
lega unnið fyrir þessu, þráð þessa
stund í mörg ár og lengi stefnt að titl-
inum,“ segir Guðrún. „Þetta var
æðislegt og við erum í sigurvímu.“
Foreldrar Söru og nánasta fjöl-
skylda horfðu saman á leikinn í
beinni útsendingu sjónvarps í Hafn-
arfirði. „Við vorum bara heima í
stofu enda var áhorfendabann á
leiknum,“ segir Guðrún.
Sara byrjaði á sjötta ári að æfa fót-
bolta hjá Haukum. „Hún var um leið
komin með mikið keppnisskap, vildi
alltaf fá boltann og var mjög stjórn-
söm,“ rifjar Guðrún upp. Hún bætir
við að Sara hafi ætíð látið vel finna
fyrir sér. Þrjár vinkonur hafi strax
þótt efnilegar, þær hafi fylgst að upp
flokkana, en þegar hinar hafi hætt
hafi hún engu að síður haldið ótrauð
áfram. „Hún ætlaði sér alltaf stóra
hluti.“
Ákveðið fyrir nær áratug
Fyrir tímabilið 2011 gekk Sara til
liðs við Malmö, sem varð svo Rosen-
gård. Guðrún segir að eftir að liðið
varð Svíþjóðarmeistari sama ár og
tryggði sér þar með þátttökurétt í
meistaradeild Evrópu hafi Sara sett
stefnuna á Evrópumeistaratitilinn.
„Þá var það ákveðið,“ segir Guðrún.
Foreldrarnir, Guðrún og Gunnar
Svavarsson, hafa stutt Söru vel frá
byrjun og reglulega farið út til þess
að sjá leiki með henni. Meðal annars
farið á alla bikarúrslitaleiki Wolfs-
burg, sem Sara hefur leikið síðan hún
gekk til liðs við þýska liðið 2016.
Vegna kórónuveirufaraldursins hafa
þau ekki mætt á leik á þessu ári og
eru það mikil viðbrigði. „Árið hefur
verið undarlegt,“ segir Guðrún, sem
ætlaði með Gunnari á fyrsta leik
Söru í frönsku deildinni, sem hefst á
ný á laugardag, en þau verða að bíða
um stund. „Sara varð Þýskalands- og
bikarmeistari með Wolfsburg, en
vegna veirunnar gátum við ekki
fagnað með henni ytra. Á fyrri hluta
ársins vorum við sannfærð um að
hún yrði Evrópumeistari með Wolfs-
burg og ætluðum að styðja hana og
liðið í úrslitaleiknum, sem var settur
á í maí, en svo héldum við auðvitað
með Lyon, þegar úrslitaleikurinn fór
loksins fram. Hvað annað!“
Lyon hafði orðið Evrópumeistari
fjögur ár í röð áður en kom að úr-
slitaleiknum á móti Wolfsburg í San
Sebastian á Spáni í fyrrakvöld. Guð-
rún bendir á að sú staðreynd hafi
ekki slegið á spennuna og neglurnar
hafi verið komnar upp í kviku áður
en yfir lauk. „Stelpurnar í Wolfsburg
komu sterkar inn eftir markið frá
Popp og við þekkjum það frá fyrri
reynslu að með svona auknum krafti
getur allt gerst. Leikurinn hefði get-
að farið í framlengingu og þar hefði
allt getað gerst. Ekkert er öruggt í
fótbolta og þótt Lyon sé með betra
lið gerast oft óvæntir hlutir. Barce-
lona var miklu betra en Wolfsburg í
viðureign liðanna, meira með bolt-
ann, en tapaði. Betra liðið vinnur
ekki alltaf en það gerðist þó í úrslita-
leiknum.“ Þar sem Sara innsiglaði
3:1-sigur undir lokin.
Fjölskyldan sat heima
Við Brúarárfoss Í jólafríi 2018. Benedikta Björnsdóttir, maður hennar
Örn Ingi Gunnarsson, dóttir hennar og stjúpdóttir hans Benedikta Björns-
dóttir, Guðrún Valdís Arnardóttir, Gunnar Svavarsson og Sara Björk.
Ættingjar Söru Bjarkar urðu að horfa á úrslitaleikinn í
Meistaradeildinni í sjónvarpi vegna samkomubannsins
AFP
Einbeitt Sara Björk Gunnarsdóttir með augun á boltanum í úrslitaleiknum
gegn Wolfsburg í San Sebastian á Spáni á sunnudagskvöldið.
w w w.i tr.is
L augarnar
í Reykjaví k
2m
Höldum
bilinu
ogsýnumhvert
öðru tillitssemi
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 245. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Lágmarkið fyrir leikana er 77,50 metrar en er sett
þannig upp að um það bil sextán komast inn út á lág-
markið og aðrir sextán komast inn út á stöðu á heims-
lista. En ég þarf að ná svipuðu kasti aftur á næsta ári
þegar tímabilið til að ná lágmarki er í gangi. Ég þarf að
að eiga sterkt ár á næsta ári og þarf að ná þessu fram
fyrr á árinu en gerðist núna. Mín tilfinning er sú að ég
eigi hálfan metra eða metra inni í ár en maður veit ekki
hvað gerist á næsta ári,“ segir sleggjukastarinn Hilmar
Örn Jónsson m.a. við Morgunblaðið í dag. »26
Hilmar Örn líklegur til að vinna sig
inn á Ólympíuleikana í Tókýó
ÍÞRÓTTIR MENNING
Skáldsaga Jóns Kal-
mans Stefánssonar,
Saga Ástu, hlýtur
frönsku Folio des li-
braires-bóksalaverð-
launin í ár. Sagan
kom út á íslensku ár-
ið 2017, hjá frönsku
útgáfunni Grasset ár-
ið 2018 og í Folio-
seríu útgefandans
Gallimard í haust sem leið. Saga Ástu hefur hlotið
framúrskarandi dóma franskra gagnrýnenda og þá hef-
ur þýðing Erics Boury hlotið mikið lof. Bóksalaverð-
launin frönsku eru veitt í samstarfi við menningar-
tímaritið vinsæla Télérama og er þetta í þriðja skipti
sem verðlaunin eru veitt. Tæplega þrjú hundruð bók-
salar í Frakklandi, Belgíu og Sviss tóku þátt í að velja
þá bók sem þeim þótti bera af í kiljuútgáfu á frönsku á
liðnu ári og var Saga Ástu hlutskörpust.
Saga Ástu eftir Jón Kalman
hreppti verðlaun franskra bóksala