Morgunblaðið - 07.09.2020, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 210. tölublað 108. árgangur
MARGVERÐ-
LAUNAÐUR
RITHÖFUNDUR
GRÁTLEGT
TAP GEGN
ENGLENDINGUM
Á MÖRKUM
VERULEIKA
OG ÍMYNDUNAR
ÍÞRÓTTIR 26 ÁTTUNDA BÓKIN 28GUÐRÚN 85 ÁRA 24-25
Ákall um meðalhóf
» Aukinnar ólgu gætir víða
gagnvart sóttvarnaaðgerðum
stjórnvalda.
» Bent á Ísland sem fyrir-
mynd.
» Aðgerðir íslenskra stjórn-
valda hófstilltar á alþjóðavísu.
Mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum
stjórnvalda hafa víða breiðst út að
undanförnu, einkum í Evrópu, en
þau þykja sums staðar hafa við-
haldið of víðtækum og of ströngum
ráðstöfunum nú þegar veiran virð-
ist á undanhaldi.
Óþreyjan hefur víða aukist eftir
því sem efnahagsafleiðingar að-
gerðanna hafa bitið harðar, mörg-
um þykir þrengt að frelsi sínu, en
eins hefur langvinn einangrun frá
mannlegu samneyti vafalaust haft
sitt að segja.
Í alþjóðlegum samanburði hafa
sóttvarnaaðgerðir íslenskra stjórn-
valda verið í hófsamara lagi, þótt
gagnrýnisraddir megi einnig finna
hér á landi. Í grein í Morgun-
blaðinu í dag er rakinn munur á
stjórnvaldsaðgerðum ríkja heims í
baráttu við kórónuveiruna, en þar
blasir við að íslensk stjórnvöld
hafa alls ekki gengið jafnharka-
lega fram og víða annars staðar er
gert. Það á einnig við um hömlur á
millilandaferðum og ljóst að ferða-
þjónustan stendur víða verr.
Það ætti því ekki að koma mjög
á óvart að í sumum löndum, til
dæmis í Bretlandi, er farið að
benda á Ísland sem fyrirmynd í
því hvernig beita megi meðalhófi í
sóttvörnum.
Óþreyja gagnvart sóttvörnum
Harðar sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda sæta gagnrýni víða á Vesturlöndum
Ísland með hófstilltar og árangursríkar aðgerðir í alþjóðlegum samanburði
MSóttvarnaaðgerðir … »10
AFP
Kórónuveiran Grímulaus mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda hafa víða brotist út að undanförnu, þar á meðal í Rómaborg um helgina.
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í
Esjunni mun væntanlega lifa af líð-
andi ár – og hvíta skellan í vestur-
hlíðum Kistufells fer senn undir
snjó. Þetta er mat Halldórs Björns-
sonar veðurfræðings sem fylgist vel
með framvindu mála. Hann bendir
á að síðastliðinn vetur hafi verið
snjóþungur og mikill snjór sest í
fjöll. Þá hafi hitastig í sumar verið
-0,4 gráðum undir meðaltali síðustu
tíu ára. Allt hafi þetta áhrif svo
skaflinn haldi velli, en stærð hans
þykir almennt góður mælikvarði á
hitastig og veðráttu á landinu. »6
Esjuskaflinn hverfur
ekki þetta sumarið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skafl Hvítur blettur vestanvert í Kistufelli.
Framkvæmdastjóri Basko segir
að þegar litið er í baksýnisspegilinn
sé ekki alltaf hægt að fullyrða að
afskipti Samkeppnisyfirlitsins á
matvörumarkaði hafi verið neyt-
endum til gagns.
Basko, sem rekur 10-11-, Extra-
og Kvikk-búðirnar, hyggst auka
markaðshlutdeild sína á komandi
misserum.
Áhugaverð þróun er að eiga sér
stað í framboði á alls kyns vörum
og þjónustu á bensínstöðvum þar
sem fara saman starfsemi móður-
félagsins Skeljungs, verslanir
Kvikk, póstþjónusta, lyfjasala og sá
möguleiki að sækja matar-
innkaupin fyrir heimilið eftir að
hafa gert pöntun á netinu. »12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þróun Sigurður við nýja verslun Extra.
Afskiptin ekki alltaf
neytendum til gagns
Í Hveragerði er nú unnið að bygg-
ingu alls 180 nýrra íbúða. Mest er þó
byggt í svonefndu Kambalandi vest-
ast í bænum. Þar er verið að smíða
alls 100 eignir, sem verða í einbýli,
raðhúsum og blokkum. Einnig er
talsvert byggt á svæðum í miðju
bæjarins, þar sem gróðrarstöðvar
voru áður svo sem blómaskálinn
Eden, sem brann fyrir um áratug.
„Íbúum fjölgar, bærinn stækkar
og samfélagið breytist,“ segir Aldís
Hafsteinsdóttir bæjarstjóri um þró-
un mála. Hvergerðingar eru sam-
kvæmt allra nýjustu tölum 2.743 en
voru 2.310 fyrir áratug. Þróunin er
hin sama sé lengri tími hafður sem
viðmið.
Lægra fasteignaverð en á höfuð-
borgarsvæðinu er nefnt meðal skýr-
inga á fjölgun og framkvæmdum í
Hveragerði. Margir kjósi síðan að
sækja vinnu til dæmis í Reykjavík,
sem sé hægur vandi, til viðbótar því
að fjarvinnsla færist í vöxt. Bæjar-
félagið hefur þurft að bregðast við
vexti þessum með margvíslegri upp-
byggingu. Margt er undir, m.a. um-
fangsmikil endurgerð á sundlaug-
inni í Laugaskarði. »11
Mikið er byggt og íbúunum fjölgar
Verið að reisa um 180 nýjar íbúðir í Hveragerði Samfélagið er að breytast
Morgunblaðið/Eggert
Hveragerði Framkvæmdagleði er mikil í sveitarfélaginu þessa dagana.
Með nýjum samkomureglum
stjórnvalda gefst aukið svigrúm fyr-
ir leiksýningar, tónleika og aðra við-
burði. Skrefið dugir þó ekki til að
Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið
dragi tjöldin frá stóru sviðunum.
Svanhildur Konráðsdóttir, for-
stjóri Hörpu, segir nýja nándar-
reglu skipta miklu máli en er von-
svikin yfir að rýmkun fjöldatak-
marka gangi ekki lengra og hafði
vonast eftir stærra skrefi, í átt að
3-400 manns. »4
Hefði viljað taka
stærri skref