Morgunblaðið - 07.09.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.09.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Nemandi við Verzlunarskólann greindist með kórónuveiruna um helgina. Fjórtán nemendur og tveir kennarar eru í kjölfarið komnir í sóttkví. Að sögn Inga Ólafssonar skólastjóra fór nemandinn í einu og öllu eftir sóttvarnareglum skólans, sem er hólfaður niður, því standi vonir til þess að fleiri hafi ekki smit- ast. Sama dag greindust þrjú ný inn- anlandssmit á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Land- spítalans og Íslenskrar erfðagrein- ingar, en allir þrír voru í sóttkví við greiningu. Þá greindust þrjú smit við landamæraskimun. Margir sjúkraflutingar eru í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fólk í sóttkví er flutt til og frá sýnatöku. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru slíkir flutingar á bilinu 3-6 á dag. Á heimasíðunni covid.is segir að nú sé 81 einstaklingur í einangrun og 375 í sóttkví. Alls voru 1.149 sýni tekin á landamærunum á laugardag og 343 hjá ofangreindri deild Land- spítala/Íslenskrar erfðagreiningar. Nemandi smitaður af kórónuveirunni Ljósmynd/SHS Covid-19 Sjúkraflutningamenn flytja fólk til og frá sýnatöku.  Sjúkrabílar not- aðir til flutnings Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Samkomuhaldarar anda eilítið léttar í dag vegna tilslökunar á reglum stjórnvalda en segja nokkuð í land með að starfsemi komist í hefð- bundið horf. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur birt nýja reglugerð sem tekur gildi í dag, þar sem nálægðarreglum er breytt úr tveimur metrum í einn og hámarks- fjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 í 200 manns. Draga tjöldin frá „Þetta er mikilvægt skref í því að koma menningarlífinu í gang á ný,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóð- leikhússtjóri. Leikhúsin hafa verið í samtali við sóttvarnayfirvöld um þau skref sem taka megi í átt að aflétt- ingu takmarkana og með nýjum reglum segir Magnús að hægt verði að sýna í smærri sölum Þjóðleik- hússins. Sýningar á stóra sviðinu verði þó að bíða næsta skrefs, en hann segist vongóður um að þá verði nándartakmörk gerð valkvæð og há- marksfjöldi færður upp í 500 manns. Þá megi blása lífi í alla starfsemi leikhússins á ný. Hjálpar til við skipulagningu Starfsemi hefur verið í Hörpu frá því í byrjun maí og segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri að nýjar reglur muni liðka frekar til við starf- semina og auðvelda viðburðahöld- urum að skipuleggja haustið. Hún segir að eins metra reglan skipti „heilmiklu máli“ en fjöldatakmörkun muni þó gera stóra viðburði í Eld- borgarsal „mjög erfiða“. Hún segist vonsvikin með að ekki var lengra gengið í þessu skrefi, en tekur þó fram að í Hörpu sé hægt að vinna með ólík rými og laga að sóttvarna- reglum hverju sinni. Þannig hafi því verði háttað og svo verði áfram. Aukið svigrúm í kirkjusókn Samkomutakmarkanir hafa haft áhrif á starfsemi kirkjunnar og segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, að skipulagið verði endurskoðað í takt við nýjar reglur. Hefðbundin verkefni, s.s. jarðar- farir, messur og fermingar, hafi orð- ið fyrir barðinu á samkomutakmörk- unum en nýjar reglur liðki fyrir því að ástandið komist í venjulegt horf. Pétur segir að áhersla verði áfram lögð á að fólk gæti sín í samskiptum og sóttvarnareglur njóti alls vafa líkt og biskup hefur lagt áherslu á. Aðrar breytingar á samkomu- takmörkunum eru þær að hámarks- fjöldi í sundlaugum og líkamsrækt- arstöðvum fer úr 50% í 75% af leyfilegum hámarksfjölda sam- kvæmt starfsleyfi, en afgreiðslutími vínveitingastaða verður áfram tak- markaður til klukkan 23. Mikilvægt að koma menning- arlífinu í gang  Samkomur og sviðslistir njóta góðs af nýjum sóttvarnareglum ráðherra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samkomur Búast má við fjölgun leikhúsgesta með nýjum reglum. Nýjar samkomureglur » Nálægðarregla úr tveimur metrum í einn. » Hámarksfjöldi á samkomu úr 100 í 200 manns. » Liðkar til við opnun leik- húsa, tónleika og annarra við- burða. » Eldborgarsalur og stóra svið Þjóðleikhúsins ónýtt um sinn. » Enn nokkuð í land með að viðburðahald verði með eðli- legum hætti. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við gátum ekki verið heppnari með veður í göngunum. Sól og blíða og hitastigið kannski í það hæsta fyrir fé í ullargærum,“ segir Jónas Er- lendsson, bóndi í Fagradal í Mýrdal og fréttaritari Morgunblaðsins. Bændur þar í sveit smöluðu afrétt- arlönd sín um helgina, það er Dals- og Heiðarheiðar sem ná yfir svæðið frá suðursporði Mýrdalsjökuls og fram í byggð. Um tuttugu manns tóku þátt í verkefninu, sem tók all- an daginn. Féð var rekið inn á heimalönd bænda og einnig í rétt við Skagnes og dregið þar í dilka Sultarfit á reginfjöllun Flóa- og Skeiðamenn fara á afrétt sinn í dag, mánudag. Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur í vesturleit, fer með sínu fólki, 20 manna hópi, að Sultarfit, sem er inni á reginfjöll- um. Þaðan er féð rekið fram til byggða. Í austurleit, sem Skeiða- menn sjá um, eru 24 fjallmenn. Á fjalli eru nú um 5.000 fjár og safnið verður rekið niður í byggð á föstu- dag. Reykjaréttir á Skeiðum eru svo á laugardag og verða nú með talsvert breyttum brag og ekki það mannamót sem verið hefur vegna sóttvarnareglna. Á laugardag komu smalamenn í Víðidal í Húnaþingi vestra niður til byggða, en smalamennska á heiðum þar tafðist um tvo daga vegna þoku. Göngurnar tóku því sjö daga í stað fimm og smalarnir komu fyrst til byggða á laugardag. Féð var svo dregið í dilka í Valsárrétt í Fitjarár- dal í gær, sunnudag, en ekki síðast- liðinn föstudag eins og hefðin býð- ur. Alls voru um 3.000 fjár í réttinni en um 5.000 í Víðidalsrétt, hinum réttunum í dalnum. „Við fengum ágætt veður í morgun og réttarstörfin gengu greiðlega fyrir sig, sem var eins gott eftir þær tafir og hrakninga sem fólk lenti í. Eft- ir hádegi var svo komin rigning og kuldi,“ sagði Sigríður Ólafs- dóttir, réttar- stjóri og bóndi í Víðidals- tungu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fé Kindur dregnar upp úr Heiðargilsá af ungum bóndasonum úr Mýrdal sem kunna að bjarga málunum. Smalar á ferðinni og féð rennur til byggða  Göngur voru víða um helgina  Flóamenn ætla á fjall í dag Vel gekk að smala af fjalli, segir Atli Már Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum í Skagafirði. Þar á bæ gengu menn til smölunar um helgina við góð skilyrði en áhrif haust- lægðarinnar höfðu þar lítil áhrif. Að sögn Atla er snjór í fjallstoppum en það hafi ekki komið að sök. Spurður um áhrif fjöldatak- markana segir hann þau vera lítil enda sé ekki slíkur fjöldi sem sækir fjárréttir í dreifðari byggðum. Meira sé um gesti og gangandi í stærri rétt- um og við stóðréttir, sem líklega þurfi að að- gangsstýra að einhverju leyti. Allir komast að sem vilja GÓÐAR GÖNGUR Atli Már Traustason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.