Morgunblaðið - 07.09.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
HVER restaurant á Hótel Örk
er fyrsta flokks veitingastaður,
fullkominn fyrir notalegar
gæðastundir með vinum,
fjölskyldu eða vinnufélögum.
GIRNILEGUR
OG SPENNANDI
MATSEÐILL
Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is
Viðskiptablaðið fjallar í einniaf ritstjórnargreinum sínum,
Tý, um málefni Samherja og Rík-
isútvarpsins. Þar segir meðal
annars: „Kom-
ið hefur í ljós
að vart stóð
steinn yfir
steini um
meinta und-
irverðlagn-
ingu Samherja
sem fjallað
var um í Kastljósi í mars árið
2012.
Samherji hefur nú kært hlutastarfsmanna RÚV til siða-
nefndar stofnunarinnar fyrir
þátttöku þeirra í umræðum um
málefni Samherja á samfélags-
miðlum. Siðareglurnar eru skýr-
ar: „Starfsfólk, sem sinnir um-
fjöllun um fréttir, fréttatengt efni
og dagskrárgerð, tekur ekki
opinberlega afstöðu í umræðu um
pólitísk málefni eða umdeild mál
í þjóðfélagsumræðunni, þ.á m. á
samfélagsmiðlum.“
Nú er það svo að engin siða-nefnd hefur verið skipuð í
rúmt ár enda eru siðareglurnar,
að sögn útvarpsstjóra, til endur-
skoðunar. Týr veit ekki hversu
mikils virði siðareglurnar eru í
huga starfsmanna RÚV en hann
efast þó ekki um að nokkrir vel
valdir einstaklingar verði skip-
aðir með hraði og vísi kvörtun
Samherja frá.
Þorsteinn Már Baldvinsson,forstjóri Samherja, hefur
sagt að Samherji eigi engan
möguleika á því að fá hlutlausa
umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu.
Áhyggjur hans eru að mörgu
leyti skiljanlegar þar sem hópur
starfsmanna RÚV hefur lýst yfir
vanþóknun sinni og fyrirlitningu
á honum og fyrirtækinu á sam-
félagsmiðlum.“
Lögboðið hlutleysi
í framkvæmd
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bústnar birkiemblur voru gróð-
ursettar í Skálholti um helgina,
fyrstu trén í skírnarskógi þjóðkirkj-
unnar. Hugmyndin er að planta einu
tré fyrir hvert nýskírt barn í land-
inu. Kirkjan á jarðir víða og verða
reitir úr þeim valdir til að gróður-
setja í.
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir, flutti ávarp við gróð-
ursetninguna og sagði þetta skv.
umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar þar
sem væri hvatt til lífsstíls sem drægi
úr losun gróðurhúsalofttegunda og
sóun orku og matar. Umhverfis-
málin eru í brennidepli í kirkjustarfi
kirkjunnar sem og skírnarfræðslan.
Að flétta saman skírn og umhverfis-
mál þykir snjöll flétta. Hildur Björk
Hörpudóttir á fræðslusviði Bisk-
upsstofu átti hugmyndina.
sbs@mbl.is
Skírnarskógur
verður í Skálholti
Ljósmynd/Pétur Markan
Skógrækt Agnes M. Sigurðardóttir flutti ávarp við gróðursetninguna.
Hallfríður Ólafsdóttir,
tónlistarmaður og höf-
undur bókanna um
Maxímús Músíkús, lést
4. september á líknar-
deild Landspítalans, 56
ára að aldri, eftir glímu
við krabbamein.
Hallfríður fæddist 12.
júlí 1964 í Kópavogi og
ólst þar upp. Foreldrar
hennar eru Ólafur Tóm-
asson og Stefanía María
Pétursdóttir. Hallfríður
nam tónlist á Íslandi, í
London og París. Hún lauk bæði ein-
leikaraprófi og blásarakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og
bætti við sig framhaldsprófum frá
Royal Northern College of Music og
Royal Academy of Music, auk einka-
tíma í París.
Hallfríður var leiðandi flautuleikari
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma
tvo áratugi og hefur leikið einleiks-
konserta reglulega með hljómsveit-
inni. Hallfríður er stofnandi kammer-
hópsins Camerarctica og hefur einnig
sinnt uppfræðslu ungs tónlistarfólks
af ákafa, bæði í flautuleik og með
þjálfun tréblásaradeilda ýmissa sin-
fóníuhljómsveita ungliða. Síðustu ár-
in sinnti hún í auknum mæli hljóm-
sveitarstjórn og hefur stjórnað
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og margra fleiri hljómsveita.
Hallfríður var höfundur og list-
rænn stjórnandi
fræðsluverkefnisins um
Maxímús Músíkús sem
hún skrifaði og vann í
samvinnu við teikn-
arann og víóluleikarann
Þórarin Má Baldurs-
son, Sinfóníuna, RÚV
og Forlagið. Hallfríður
og Þórarinn hlutu bæði
Fjöruverðlaunin og
Barnabókaverðlaun
Reykjavíkur ársins
2008 fyrir fyrstu bók-
ina, „Maxímús Músíkús
heimsækir hljómsveitina“. Hefur
verkefnið einnig hlotið fjölda tilnefn-
inga til verðlauna hérlendis sem er-
lendis, og bækurnar þýddar á fjölda
tungumála. Árið 2002 var Hallfríði
veitt heiðursnafnbót hjá The Royal
Academy of Music í London og vorið
2003 hlaut hún titilinn Bæjar-
listamaður Garðabæjar. Fyrir frum-
kvöðulsstarf sitt í þágu tónlistar-
fræðslu hlaut Hallfríður fálkaorðuna
árið 2014 og titilinn Eldhugi ársins
frá Rótaryklúbbi Kópavogs vorið
2017. Í apríl 2019 fékk hún heiðurs-
viðurkenningu Útflutningsverðlauna
forseta Íslands og í júní sl. var henni
veitt heiðursviðurkenning frá Garða-
bæ fyrir mikilvægt framlag til menn-
ingar og lista. Eiginmaður Hallfríðar
er Ármann Helgason tónlistarmaður
og börn þeirra eru Gunnhildur Halla
og Tryggvi Pétur.
Andlát
Hallfríður Ólafsdóttir