Morgunblaðið - 07.09.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Af alþjóðlegum samanburði á sóttvarna-
aðgerðum stjórnvalda blasir við að Íslendingar
hafa ekki yfir miklu að kvarta. Þær hafa verið í
hófstilltara lagi hér á landi, með tiltölulega lítil
áhrif á þjóðlíf og eins lítil áhrif á atvinnulíf og
óska má, þótt áhrifin á ferðaþjónustuna séu
vitaskuld tilfinnanleg.
Nú er nærri einn meðgöngutími síðan heims-
faraldur kórónuveirunnar hóf að breiðast út frá
Kína. Margt bendir til þess að hann sé í rénun
þótt ekki sé hann genginn hjá, en að einhverju
leyti endurspeglar sá árangur vafalaust þær
sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til,
betri þekkingu á meðhöndlun sjúkdómsins og
eins aukna árvekni almennings, sem er varari
um sig gagnvart veirunni en áður.
Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldrinum
hafa verið nokkuð ólík. Í fyrstu aðallega vegna
þess að ekki var öllum ljóst við hvað var að fást,
en síðan hafa þau fremur miðast við ólíkar að-
stæður í einstökum löndum, þótt þau hafi nær
öll haft sömu markmið um að hefta för veir-
unnar, einangra hina smituðu o.s.frv.
Á öllum þessum sóttvarnaaðgerðum eru mis-
jafnar skoðanir. Þær eru vitaskuld hamlandi á
líf borgaranna og svo er deilt um árangurinn
eins og gengur. Sums staðar er fólk raunar svo
þjakað af langvinnri einangrun og bælingu at-
vinnulífs að komið hefur til mótmæla og jafnvel
pústra.
Gagnrýni á Íslandi
Hér á Íslandi hefur slík gagnrýni öll raunar
verið með prúðara móti, en samt sem áður hef-
ur hennar gætt æ meira að undanförnu, sér í
lagi eftir að teknar voru upp reglur um tvöfalda
skimun og sóttkví við komuna til landsins.
Þar hafa málsvarar ferðaþjónustunnar eðli-
lega haft sig í frammi, enda erfitt eða ómögu-
legt að drepa ferðageirann úr dróma við slíkar
aðstæður og allt hringl og óvissa getur ónýtt
sölustarf úti í heimi marga mánuði fram í tím-
ann.
Sömuleiðis hafa ýmsir stjórnmálamenn,
aðallega úr þingliði Sjálfstæðisflokksins, haft
orð á því að gæta þurfi meðalhófs í aðgerðum
þessum og minnt á að þær geti gengið gegn
borgararéttindum sé ekki varlega farið í sak-
irnar.
Það er því afar fróðlegt að skoða samanburð
á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem tekinn
er saman á vefnum ourworldindata.org, en þar
eru bornar saman margvíslegar aðgerðir, sem
bæði eru til þess fallnar að halda aftur af út-
breiðslu veirunnar, en geta jafnframt haft víð-
tæk áhrif á efnahag og þjóðlíf.
Hófstilltar aðgerðir
Af þeim samanburði má ljóst heita að að-
gerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið afar
hófstilltar, nánast á hvaða mælikvarða sem er.
Það á einnig við um millilandaferðir, en víða
eru á þeim verulegar hömlur til landa, sem litið
er á sem sérstök hættusvæði. Eins hefur sum-
staðar verið brugðið á það ráð að leyfa þær ein-
ungis frá stöku löndum, sem þá búa við mjög
litla útbreiðslu veirunnar eða er litið á sem
jafningja að því leyti. Svo eru auðvitað allmörg
lönd, sem gripið hafa til nær fortakslauss
ferðabanns við umheiminn.
Á Íslandi eru komur frá öllum löndum heims
heimilar, en þó því aðeins að komufarþegar fari
í tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví á milli.
Í þeirri sóttkví má fara í gönguferðir enda sé
eins metra reglan virt, en hins vegar ekki nota
almenningssamgöngur, fara á veitingastaði, í
verslanir eða þess háttar.
Hins vegar eru alls kyns takmarkanir aðrar,
sem víða hefur verið beitt, en Íslendingar hafa
alveg látið eiga sig eða aðeins gripið til í
skamman tíma þegar fyrsta bylgja veirunnar
reið yfir.
Þar munar sjálfsagt mest um skólalokanir,
sem hafa víða á Vesturlöndum verið reglan og
hefur reynst afar erfitt að vinda ofan af. Þær
hafa haft mikil áhrif á þjóðlífið og atvinnuþátt-
töku foreldra. Það á vitaskuld enn frekar við í
löndum eða einstökum borgum og svæðum inn-
an þeirra, þar sem útgöngubann hefur verið í
gildi um lengri eða skemmri tíma, með aug-
ljósum áhrifum á sálarlíf og atvinnulíf. Víðar
hafa svo verið settar margskonar hömlur á at-
vinnulíf af ýmsu tagi, einkum auðvitað þar sem
fólk kemur saman, þarf að sitja saman á bið-
stofum og þar fram eftir götum.
Það er því kannski ekki að undra að þar er
fólk víða orðið langþreytt á einangruninni og
hömlunum öllum. Sú umræða er t.d. orðin mjög
hávær í Bretlandi, en þar í landi er m.a. rætt
hvort ekki megi taka upp meira meðalhóf, t.d. á
borð við það sem tíðkist á Íslandi.
Óskráð 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Óskráð 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100
Óskráð Engar Ráðlagðar
Skylda
í sumum greinum
Skylda nema hjá
lykilstarfsmönnum Óskráð Engar Ráðlagðar
Skyldar
(nema nauðsynjar)
Skyldar
(fáar undantekningar)
Óskráð Engar Ráðlagðar
Skyldar
(á sumum stigum)
Skyldar
(á öllum stigum) Óskráð Engar hömlur Skimun
Sóttkví (frá
hættusvæðum)
Bann frá
hættusvæðum
Landamærin
lokuð
Vísitala viðbragðshörku stjórnvalda
Vinnustaðalokanir í faraldrinum
Skólalokanir í faraldrinum
Vísitala sóttvarna og heilsu
Heimavistarskyldur í faraldrinum
Hömlur á millilandaferðum
Samsett vísitala níu þátta á borð við vinnustaðalokanir og ferðahömlur (100 eru hörðustu aðgerðir).
Miðað er við hörðustu aðgerðir innan hvers ríkis.
Samsett vísitala ellefu þátta á borð við skimun, smitrakningu, skólalokanir og ferðahömlur
(100 eru hörðustu aðgerðir). Miðað er við hörðustu aðgerðir innan hvers ríkis.
H
ei
m
ild
ir:
O
ur
W
or
ld
in
D
at
a,
H
al
e,
W
eb
st
er
, P
et
he
ric
k,
P
hi
lli
ps
, a
nd
K
ira
(2
02
0)
.
Sóttvarnaaðgerðir á heimsvísu
Aðgerðir stjórnvalda á Íslandi í hófstilltara lagi Takmarkanir í þjóðlífi óvíða minni en hér
Munar miklu að hér voru engar skólalokanir Ferðahömlur ekki verulega íþyngjandi