Morgunblaðið - 07.09.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is
Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is
Sjálfvirk pottastýring
með snertiskjá og vefviðmóti
POTTASTÝRING
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
- Við erum hér til að aðstoða þig! -
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íbúum fjölgar, bærinn stækkar
og samfélagið breytist,“ segir Al-
dís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í
Hveragerði. „Eigi að síður hefur
okkur tekist að halda í einkenni
sem skapa Hveragerðisbæ sér-
stöðu. Hér er gróðursæld og
gufustrókar frá kraumandi hver-
um setja svip á lágreista byggð-
ina. Menningin dafnar og sú saga
nær langt aftur. Stór hluti bæj-
arbúa er aðfluttur, hefðir sam-
félagsins frjálslyndar og við slík-
ar aðstæður verður til
skemmtilegur bæjarbragur.“
Mikið er undir í Kambalandi
Í Hveragerði standa yfir um
þessar mundir framkvæmdir við
rúmlega 180 nýjar íbúðir; sem
ýmist er þá verið að byggja, jarð-
vinna stendur yfir eða lóðum hef-
ur verið úthlutað. Mest er undir í
svonefndu Kambalandi vestast í
bænum. Þar er nú verið að reisa
alls 40 íbúðir í fjölbýli, 34 íbúðir í
raðhúsum og einbýlishúsin eru 15
talsins. Í undirbúningi er svo
bygging tveggja raðhúsa á sama
svæði með samtals 10 íbúðum sem
Bjarg, húsnæðisfélag verkalýðs-
hreyfingarinnar, hyggst reisa.
Á þessum slóðum eru göt-
urnar Búða-, Dala-, Dreka-,
Kapla- og Laugahraun, en til við-
bótar hraunum eru brún, heiði,
skógur og mörk algeng viðskeyti
á nöfnum gatna og vega í Hvera-
gerði.
Á svonefndum Edenreit, þar
sem blómaskálinn vinsæli stóð
forðum, verða 77 íbúðir í mis-
stórum fjölbýlishúsum, um 40
íbúðir eru komnar vel á veg eða
framvæmdum er lokið og fleiri í
farvatninu. Þá er talsvert byggt
við götur í miðkjarna bæjarins,
við göturnar Heiðmörk og Þela-
mörk þar sem áður voru gróð-
urhús.
„Hér í Hveragerði eru miklir
möguleikar til að þétta byggð. Á
fyrstu árum bæjarins var algengt
að fólk fengi úthlutað 1.000-1.300
fermetra lóð sem svo á var reist
kannski 100 fermetra einbýlishús;
einfalt í öllum stíl og gerð,“ segir
Aldís. „Að undanförnu hefur ver-
ið talsvert um að lóðarhafar þess-
ara lóða, sem bærinn á, hafi óskað
eftir að mega byggja í bakgarði
eða gera aðrar breytingar. Séu
þær innan skipulags er slíkt heim-
ilt. Betri nýting á landi í þéttbýli
er hvarvetna ofarlega á blaði.“
Hvergerðingar eru skv. allra
nýjustu tölum 2.743 en voru 2.310
fyrir áratug. Þessi stígandi hefur
verið jöfn lengi.
Skapa sína framtíð
„Ég tók við embætti bæjar-
stjóra hér í Hveragerði snemma í
júní 2006 og eitt af fyrstu verkum
mínum var að veita viðurkenn-
ingu til tvöþúsundasta Hvergerð-
ingsins, nýfædds drengs, og for-
eldra hans. Síðan þá hefur
þróunin verið öll á sama veg og
ástæður fjölgunar eru marg-
ar,“segir Aldís. „Margir sem eiga
rætur hér í bænum velja að skapa
sína framtíð hér – eignast börn og
fjölskyldu. Einnig er talsvert um
að fólk flytji hingað í ódýrara hús-
næði, en verðmunurinn miðað við
höfuðborgarsvæðið getur verið
umtalsverður. Þetta er þá oftar
en ekki fólk sem sækir vinnu yfir
Hellisheiðina, þó margir auðvitað
vinni líka hér í bæ. Hafa ber í
huga að fjarvinnsla, sem gerir
mögulegt að rækja störfin að
heiman, færist sífellt í vöxt. Svo
eru þess líka dæmi að fólk komið
yfir miðjan aldur minnki við sig
húsnæði í borginni og komi hing-
að í einfalt líf í rólegum takti.
Slíkt býðst hér í Hveragerði.“
Þekkir allflesta bæjarbúa
Fjölgun íbúa hefur kallað á
jafna og stöðuga uppbyggingu
innviða í Hveragerði; svo sem í
skólamálum. „Þjónusta sveitar-
félagsins þarf að vera í samræmi
við þarfir íbúa. Því höfum við hér
í Hveragerði náð að mæta svo
sem í þjónustu við börn og for-
eldra og vonandi flesta aðra.
Skilyrðin eru líka til staðar því
hér gildir sú hugsun um starf-
semi bæjarins – að þetta sé vett-
vangur okkar allra til að skapa
gott samfélag sem heldur utan
um fólk og er bakland þess.
Sveitarfélag má aldrei reka eftir
hörðum lögmálum atvinnulífs og
fyrirtækja,“ segir Aldís sem flutti
með foreldrum sínum ársgömul í
Hveragerði og hefur búið þar
lengst af.
„Mér finnst ómetanlegt í
starfi bæjarstjórans að þekkja
eða vita að minnsta kosti deili á
allflestum bæjarbúum. Þegar
fyrri bylgja kórónuveirunnar
gekk hér yfir í vetur var þessi
bær í vanda, meðal annars vegna
andláts hjóna sem hér bjuggu og
áttu sterkar rætur. En við þær
aðstæður fann ég líka afar vel
hvað þetta samfélag er sterkt og
að fólk stendur vel saman, sem
gerir bæinn eftirsóknarverðan til
búsetu,“ segir Aldís að endingu.
Rúmlega 180 nýjar íbúðir eru á byggingarstigi í Hveragerði
Morgunblaðið/Eggert
Bæjarstjórinn Aldís Hafsteinsdóttir hér stödd á byggingarsvæði í Kambalandi, sem er vestast í bænum.
Vettvangur allra til að
skapa gott samfélag
Aldís Hafsteinsdóttir fædd-
ist árið 1964. Hún er kerfis-
fræðingur að mennt, auk þess
að hafa meðal annars stundað
nám í viðskiptafræðum í há-
skóla. Starfaði lengi hjá Kjörís,
fyrirtæki fjölskyldu sinnar, tók
sæti í bæjarstjórn Hveragerðis
1998 og hefur verið bæjarstjóri
frá 2006. Hefur auk þess sinnt
fjölmörgum félags- og trún-
aðarstörfum fyrir heimabyggð
sína og fleiri. Formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga
frá 2018.
Eiginmaður Aldísar er Lárus
Ingi Friðfinnsson og eiga þau
fjögur börn og fimm barna-
börn.
Hver er hún?
Heimili Ný íbúðarhús í miðbænum þar sem áður voru gróðrarstöðvar.
Um komandi mánaðamót hefjast
framkvæmdir við endurbætur á húsi
Sundlaugar Hveragerðis í Lauga-
skarði, sem er norðan Varmár í
brekkunum ofan við bæinn. Vegna
þessa verður laugin lokuð frá 1. októ-
ber til 1. apríl á næsta ári. Heilsu-
ræktarstöðin Laugasport verður þó
áfram opin og nýta gestir þá sturtur
og búningsaðstöðu í íþróttahúsi
Hveragerðisbæjar skammt frá.
Hús sundlaugarinnar var reist ár-
ið 1963, skv. teikningu Gísla Hall-
dórssonar arkitekts, og er í skjól-
sælli dalkvos og þykir falla
einstaklega vel inn í umhverfi sitt.
Búið er að endurbæta afgreiðslu
og aðra aðstöðu í sundlauginni sem
er á 2. hæð en nú verður hafist handa
á 1. hæðinni. Stækka á, endurnýja og
fjölga búningsklefum og útbúa
sjúkraherbergi. Sérstaklega hefur
verið horft til þess að halda uppruna-
legum stíl í hönnun og litum við
þessa endurgerð.
Áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdir er áætlaður um 150 millj-
ónir króna. Af þeirri upphæð verður
þriðjungi varið til verksins á þessu
ári. Sundlaugin í Laugaskarði hefur
jafnan notið vinsælda. Gestir í júlí sl.
voru um 8.500, sem var met.
„Nei, ég hef ekki orðið vör við telj-
andi óánægju með boðaða lokun
laugarinnar í sjö mánuði, fólk sýnir
þessu skilning. Að útbúa bráða-
birgðaklefa hefði kostað mikið svo
þetta varð niðurstaðan,“ segir Aldís
Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í samtali
við Morgunblaðið. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laugaskarð Enginn fer hér í sund frá októberbyrjun og fram til vors.
Sundlaug lokað
vegna endurbóta
Framkvæmdir fyrir 150 milljónir