Morgunblaðið - 07.09.2020, Page 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Miklar sviptingar hafa einkennt ís-
lenskan matvörumarkað á undan-
förnum árum: Matvöruverslanaflór-
an breyttist í kjölfar bankahrunsins
og verslanakeðjur skiptu um eig-
endur, og aftur var hrist rækilega
upp í markaðinum árið 2017 með
komu Costco. Nú síðast hefur kór-
ónuveirufaraldurinn orðið til þess að
margir hafa uppgötvað kosti þess að
gera matarinnkaupin á netinu frek-
ar en að versla með gamla laginu.
Basko er í dag eitt umsvifamesta
félag landsins á sviði matvöruversl-
anarekstrar en félagið varð til árið
2010 í kringum rekstur 10-11-versl-
ananna og verslana Iceland sem
bættust síðar inn í reksturinn.
Í september 2019 varð Basko
dótturfélag Skeljungs og rekur í dag
þrettán bensínstöðvarverslanir und-
ir merkjum Kvikk on the go, fjórar
matvöruverslanir merktar 10-11 og
þrjár merktar Extra en árið 2018
seldi Basko frá sér fimm Iceland-
verslanir, fimm 10-11-verslanir auk
háskólaverslana HÍ og HR. Eru
starfsmenn Basko í dag um 250 tals-
ins.
Sigurður Karlsson, framkvæmda-
stjóri Basko, er brattur nú þegar
þriðja Extra-verslunin er nýopnuð á
horni Hverfisgötu og Barónsstígs,
þar sem 10-11 var áður til húsa.
Extra-verslanirnar urðu til árið
2018 eftir söluna á verslunum Ice-
land en Samkeppniseftirlitið heim-
ilaði ekki sölu Iceland-búðanna í
Keflavík og Akureyri svo úr varð að
leggja grunninn að nýrri verslana-
keðju. „Það má lýsa Extra-búðunum
sem nokkurs konar „mini market“.
Við leggjum ríka áherslu á að bjóða
viðskiptavinum okkar upp á gott
verð, m.a. í krafti góðs samstarfs við
Costco og höfum alltaf í boði 20
vörur á Costco-verði. Við höfum
fækkað birgjum en á sama tíma auk-
ið úrvalið og á neytandinn að geta
gengið að öllum helstu nauðsynja-
vörum heimilisins á besta mögulega
verði,“ segir Sigurður og bætir við
að stefnan sé sett á að ná 10% mark-
aðshlutdeild á íslenska matvöru-
markaðinum á næstu 24 mánuðum.
Bensínstöðvar fá nýtt hlutverk
Þá má reikna með áhugaverðum
breytingum í kringum Kvikk-bens-
ínstöðvaverslanirnar. Sigurður
minnir á að Skeljungur á hlut í net-
versluninni Heimkaupum og er
núna í boði að panta matarinnkaup-
in á netinu og sækja í verslanir
Kvikk við Orkuna á Miklubraut
annars vegar og við Orkuna á Dal-
vegi hins vegar. „Við erum líka að
auka við þjónustuna með samstarfi
við Póstinn um að taka við og af-
henda pakka. Þá eignaðist Skelj-
ungur nýlega fjórðungshlut í bæði
Brauð &Co og Gló og ætlunin að
bjóða upp á enn betra framboð ljúf-
fengra heilsurétta og -drykkja und-
ir yfirskriftinni Gló to go.“
Sigurður segir markaðinn kalla á
þessa þróun. Þjónusta þurfi neyt-
endur með fjölbreytilegum hætti og
gera bensínstöðvarnar að áfanga-
stað þar sem fólk geri meira en bara
fylla tankinn. Hann nefnir sem
dæmi um hvernig hlutverk bensín-
stöðvarinnar er að breytast að ný-
lega var Lyfsalinn apótek opnað í
húsnæði Orkunnar og Kvikk á Vest-
urlandsvegi. „Við getum líka vænst
þess að með minnkandi hlut bensín-
og díselbíla í ökutækjaflotanum
breytist hlutverk bensínstöðvanna
og ýmiss konar þjónusta vegi æ
þyngra, í bland við alls kyns orku-
gjafa fyrir ökutæki framtíðarinn-
ar.“
Íslendingar vilja skjótast út í búð
Vestanhafs og víða í Evrópu hef-
ur orðið kippur í sölu á matvöru yfir
netið í kórónuveirufaraldrinum og
fullyrða sumir markaðsgreinendur
að búið sé að breyta hegðun neyt-
enda til frambúðar. Sigurður segir
netverslun vissulega hafa styrkst og
salan gengið vel hjá systurfélaginu
Heimkaupum en greina megi merki
um að íslenskir neytendur haldi fast
í það að koma við í matvöruverslun
nokkrum sinnum í viku. „Skýringin
er kannski sú hvað aðgengi að mat-
vöruverslunum er gott hérlendis. Í
Bandaríkjunum er það t.d. víða
raunin að ferðast þarf um langan
veg til að komast í næsta stórmark-
að og innkaupin taka langan tíma.
Að skjótast í verslun í næsta ná-
grenni með 250-400 fm grunnflöt er
allt annað en að aka langar leiðir í
1.500 eða 2.000 fm stórmarkað.“
Spáir Sigurður því að stærstu
verslununum muni ekki fjölga mikið
en minni búðir sem leggja megin-
áherslu á matvöru muni standa
sterkar að vígi. Fólk leiti frekar til
sérverslana til að kaupa fatnað og
ýmsa vöru fyrir heimilið eða panti
þannig vörur á netinu, en þyki gott
að renna við í hæfilega stórri mat-
vöruverslun á leið heim úr vinnu eða
skóla. „Frekar en að gera stórinn-
kaup vikulega eða sjaldnar virðist
íslenskum neytendum þykja best að
fara oftar í búðina og kaupa minna í
einu.“
Eðlilegt að skoða hverju
inngripin hafa áorkað
Til að markaðurinn geti aðlagast
sem best og hraðast þarf að tryggja
að engar óþarfa hindranir þvælist
fyrir. Samkeppnisyfirvöld hafa
fylgst náið með framvindunni á mat-
vörumarkaði og gerðu m.a. athuga-
semdir við það þegar til stóð að selja
fjórtán verslanir frá Basko. Tafði
það söluferlið um meira en hálft ár
og endaði með því að Basko var
meinað að selja tvær af verslunun-
um. Sigurður segir rétt að staldra
við og skoða hverju inngrip yfir-
valda hafa skilað, og hvort afskipti
af matvörumarkaði hafi í reynd bætt
hag neytenda eða örvað samkeppni.
„Er skemmst að minnast sam-
runa Olís og Haga þar sem gerð var
sátt við Samkeppniseftirlitið sem
kvað m.a. á um sölu á rekstri mat-
vöruverslana sem starfræktar voru
á nokkrum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu. Útkoman er sú að í dag er
enginn rekstur á umræddum stöð-
um,“ segir Sigurður. „Í okkar tilviki
tafðist söluferlið og á meðan þurft-
um við að takast á við miklar flækjur
þar sem rekstur búðanna sem við
vildum selja var bæði í höndum okk-
ar og kaupandans. Ef við lítum í
baksýnisspegilinn þá er því ekki
alltaf auðsvarað hvort ákvarðanir
Samkeppniseftirlitsins hafi verið til
gagns. Þessi markaður hefur í gegn-
um tíðina sýnt að hann sér um sig
sjálfur, hvað öfluga samkeppni varð-
ar, og er álagning á matvöru á Ís-
landi minni en í nágrannalöndunum
þótt aðföng séu dýrari vegna legu og
smæðar landsins.“
Stefna á 10% hlutdeild
á næstu 24 mánuðum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Extra Sigurður segir íslenska neytendur halda fast í þá hefð að kíkja í matvöruverslun nokkrum sinnum í viku.
Vert að skoða hverju inngrip samkeppnisyfirvalda hafa skilað
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Hlutabréfaverð bandaríska rafbíla-
framleiðandans Tesla lækkaði um
7% á föstudag þegar í ljós kom að
fyrirtækið mun ekki verða í hópi
þeirra þriggja félaga sem tekin
verða inn í S&P 500-vísitöluna síðar
í mánuðinum.
Að sögn Reuters höfðu margir
fjárfestar reiknað með að Tesla
þætti sjálfsögð viðbót við vísitöluna
enda sýndi ársfjórðungsuppgjör frá
í júlí að reksturinn gengi prýðilega.
S&P Dow Jones Indices, sem held-
ur utan um vísitöluna, vildi ekki
upplýsa hvers vegna Tesla var
haldið úti á meðan langtum minni
félög voru tekin inn.
Eins og nafnið gefur til kynna
mælir S&P 500-vísitalan þróun
hlutabréfaverðs 500 fyrirtækja á
bandarískum hlutabréfamarkaði.
Sérstök nefnd ræður því hvaða
fyrirtæki eru tekin inn í hópinn og
á valið m.a. að ráðast af markaðs-
verði og lausafjárstöðu félaga og
hversu hátt hlutfall hlutabréfa er í
höndum almennra fjárfesta.
Þegar fyrirtæki er tekið inn í
S&P 500-vísitöluna gerist það alla
jafna að hlutabréfaverð þess hækk-
ar enda margir fjársterkir sjóðir
sem láta fjárfestingar sínar ráðast
af samsetningu vísitölunnar.
Markaðsvirði Tesla er í dag um
370 milljarðar dala og félagið því í
hópi þeirra verðmætustu í Banda-
ríkjunum, og verðmætara en 95%
þeirra fyrirtækja sem í dag mynda
S&P 500. Það sem af er þessu ári
hefur hlutabréfaverð Tesla hækkað
um 400%.
Þau fyrirtæki sem tekin verða
inn í vísitöluna mánudaginn 21.
september eru netverslunin Etsy,
hálfleiðaraframleiðandinn Tera-
dyne og lyfjatæknifyrirtækið Cata-
lent en samanlagt markaðsvirði
þeirra er 40 milljarðar dala. Út fara
skattaráðgjafarfyrirtækið H&R
Block, snyrtivörufyrirtækið Coty
og stórmarkaðakeðjan Kohls.
ai@mbl.is
Tesla ekki hleypt
inn í S&P 500
AFP
Vonbrigði Tesla hefur átt mjög gott
ár en kemst þó ekki á S&P 500.