Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is VANDAÐIR STÓLAR fyrir ráðstefnu- og fundarsali Fastus býður upp á mikið úrval af áhugaverðum húsgögnum og innréttingum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl. Komdu og kynntu þér úrvalið. Við sérpöntum eftir þínum óskum! Andrés Magnússon andres@mbl.is Nýr útvarpsstjóri BBC, Tim Davie, lét það verða sitt fyrsta verk í emb- ætti að lýsa yfir því að ef fréttamenn og dagskrárgerðarfólk breska rík- isútvarpsins vildi taka virkan þátt í þjóðmálaumræðu og pólitískum deil- um færi best á því að þeir ynnu hjá öðrum fjölmiðlum. Ríkisútvarpið yrði að vera hafið yfir allan vafa um hlut- leysi miðilsins og þeirra sem þar störfuðu. Davie tók við sem útvarpsstjóri um mánaðamótin, en í ræðu til starfs- manna á þriðja degi drap hann meðal annars á innanhússskýrslu, sem tek- in var saman vegna ásakana um hlut- drægni. Þar kemur fram að lítill hóp- ur fréttamanna hafi tjáð sig með þeim hætti á félagsmiðlum um hita- mál í þjóðmálaumræðu að réttmætar efasemdir hafi komið fram um hvort BBC rækti hlutleysisskyldu sína. Tilvistarréttur ríkisútvarps ekki sjálfgefinn Davie sagði í ræðu sinni að BBC mætti ekki vera værukært um hlut- verk sitt og framtíð. Það ætti sér ekki sjálfstæðan og óafsalanlegan tilvist- arrétt, heldur væri hann skilyrðum háður og BBC yrði að ávinna sér hann og viðhalda honum. Mikilvægt væri því að ríkisútvarpið endurnýjaði skuldbindingar sínar um hlutleysi og að það tæki ekki aðeins til þess sem starfsmenn þess segðu á vettvangi ríkisútvarpsins, heldur einnig á fé- lagsmiðlum. Þar töluðu þeir ekki að- eins í eigin nafni, því almenningur tengdi þá skiljanlega við stofnunina. „Of margir telja okkur mótuð af til- teknu pólitísku viðhorfi,“ sagði Davie og bætti við að BBC yrði að þjóna al- menningi „þvert á allar stjórnmála- skoðanir“. Gagnrýni á BBC er ekki ný af nál- inni, en margir telja að þar hafi seytl- að í gegn stjórnmálaafstaða ýmissa fréttamanna, en þeir standa margir til vinstri við miðju. Eins hefur verið að því fundið að þeir séu flestir úr hópi hinnar velmegandi miðstéttar í Lundúnum og endurspegli engan veginn fjölbreytileika Bretlands utan höfuðborgarsvæðisins. Þær um- kvartanir urðu sérstaklega áberandi eftir Brexit-kosningar. Sumpart þótti það skína í gegn í fréttamati, en að- allega þó á félagsmiðlum, sérstaklega Twitter, þar sem sumir fréttamenn og dagskrárgerðarfólk drógu hvergi af sér. Steininn þótti þó taka úr í sumar, þegar áhöld voru um hvort Dominic Cummings, hinn valdamikli aðstoðarmaður Boris Johnsons for- sætisráðherra, hefði rofið ferðabann vegna kórónuveirunnar. Þá tóku margir fréttamenn mjög eindregna afstöðu og ekki aðeins á félagsmiðl- um. Emily Maitlis, fréttamaður á BBC, flutti t.d. langa einræðu um málið í fréttaskýringarþættinum Newsnight, sem þótti fara langt út fyrir þann ramma, sem ríkisútvarp- inu er sniðinn. Á því hyggst Tim Davie taka með afdráttarlausum hætti, bæði á miðl- um BBC og félagsmiðlum. Ekki sé nóg að jafnvægi sé í skoðunum, fréttamenn BBC eigi einfaldlega ekki að vera að flíka skoðunum sínum. Nýjar reglur yrðu settar um notkun þeirra á félagsmiðlum og þeim yrði framfylgt af hörku. „Ef menn vilja vera skoðanaríkir pistlahöfundar eða fylkja sér um mál- staði á félagsmiðlum, þá er það gott og gilt. En þá ættu menn ekki að vinna fyrir BBC,“ sagði Tim Davie, hinn nýi útvarpsstjóri BBC. Nýr stjóri BBC tekur hlutleysið alvarlega  Hyggst taka á yfirlýsingagleði fréttamanna á félagsmiðlum Stjóri Tim Davie vill að tiltrú almennings á hlutleysi BBC verði endurvakin. Hlutlaust ríkisútvarp » Nýjar reglur um notkun fréttamanna á félagsmiðlum verða kynntar á næstu dögum. » Fréttamenn þurfa að hafa stjórnmálaskoðanir sínar fyrir sig og forðast stjórnmáladeilur. » Verktakar eins og Gary Lin- eker verða undanþegnir. » Markmiðið er að endurvekja tiltrú almennings á hlutleysi BBC. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Lönd sem hafa útvíkkað skimun vegna kórónuveirunnar og prófað komufarþega á flugvöllum hafa séð smithlutfall sitt lækka, samkvæmt nýrri greiningu á veirusmiti sem skýrt er frá í breska blaðinu The Daily Telegraph í dag. Gögnin sem greining PC Agency byggist á eru frá miðjum ágúst- mánuði og þar til nú um helgina. Þau sýna að með aukinni skimun á landamærum til að komast hjá sóttkví hafi smithlutfall lækkað í Grikklandi, Danmörku, Íslandi, Þýskalandi, Kýpur og Singapúr. Niðurstaða þessi er andstæð áliti bresku ríkisstjórnarinnar þess efnis að skimun komufarþega sé óskilvirk og gómi ekki nema 7% sýkingartilfella. Þeim rökum beittu bæði Boris Johnson for- sætisráðherra og Grant Shapps samgönguráðherra í fyrradag. Til stuðnings herferð Daily Telegraph fyrir skimunum ferða- langa sagði Paul Charles hjá ráðgjafarfyrirtækinu PC Agency að gögn hennar og niðurstaða væri kraftbirting gildis skimana á flug- völlum sem leyfðu ferðalög með lágmarksógn við heilsufar almenn- ings. Ásamt fjölda fólks í ferðaþjón- ustu og fluggeiranum hefur Charl- es mælt fyrir tveggja prófana formúlu þar sem skimað væri fyrir eða við komu til landsins og síðan aftur eftir fimm daga dvöl í sóttkví. Með því mætti stytta sjálfssóttkví um níu daga. „Prósentutalan sjö er fölsk og dregin í efa af allri ferða- þjónustunni sem úrelt. Í öðru lagi á hún aðeins við um eitt flugvall- arpróf en ekki tvö,“ sagði Charles. Vísindamenn við stofnunina Collinson Group, sem sett hefur upp aðstöðu til skimunar á Heat- hrow-flugvellinum, sögðu hlutfalls- tölu ríkisstjórnarinnar, sjö pró- sent, byggjast á reiknilíkönum breska heilbrigðiskerfisins (PHE) fremur en rauntölum sem ofgnótt væri af og fá mætti frá löndum sem stunda skimun á flugvöllum. Í frétt Daily Telegraph er sagt frá því að tveggja prófana skimun hafi verið tekin upp gagnvart komufarþegum til Íslands hinn 19. ágúst sl. Önnur við komu og hin seinni eftir fimm daga sóttkví. Upp frá því hafi Íslendingar séð smit- stuðul lækka úr 16,5 í 11,5 tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa. AFP Frakkland Farþegum boðið upp á ókeypis skimun á flugvelli í Bordeaux. Skimun á flug- völlum skilvirk- ari en sóttkví  Niðurstöður rannsóknar benda til þess að skimun fækki sýkingum betur Frönsk yfirvöld hafa gripið til há- marksöryggisviðbúnaðar í sjö sýslum landsins vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita undan- farnar vikur. Í gær greindist 7.071 smit, 8.550 á laugardag og 8.975 á föstudag en fleiri smit hafa ekki komið í ljós á sólarhring frá því kórónuveiran gerði fyrst vart við sig. Meðal borga sem nýju ráðstafan- irnar ná til eru Lille, Strasbourg og Dijon en þar hefur smit aukist afar hratt undanfarið, að sögn yfirvalda. Af 101 sýslu landsins eru 28 á svo- nefndu rauðsvæði vegna sýkingar- hættu. Telji þau þess þurfa geta yfirvöld gripið þar til sértækra ráð- stafana til að hægja á nýsmiti. Smitstuðull Frakklands sem heildar hækkaði í 4,7% vegna smits síðustu þrjá dagana. Parísarsvæðið og Bouches-du-Rhone-sýsla, hvar er að finna borgina Lyon, voru fyrst sett á rauðan lista 14. ágúst sl. er sýkingum tók að fjölga. Leiddi það til krafna um að fólk bæri and- litsgrímu fyrir vitum sér frá morgni til kvölds í stríðinu gegn kórónu- veirunni. Franska heilbrigðisstofnunin hef- ur varað við hugsanlega gríðarlegri fjölgun veirusýkinga en að hennar sögn fundust 53 nýir smitklasar í gær. Þar með væru klasar sem fylgst væri með og rannsakaðir orðnir 484 talsins. Tólf andlát af völdum Covid-19- veirunnar voru tilkynnt um helgina og er heildarfjöldi látinna frá í mars orðinn 30.698 manns. Alls hafa verið staðfest 324.777 kórónuveirusmit í Frakklandi á árinu. Á sjúkrahúsum liggja 1.704 vegna veikindanna, þar af 288 á gjörgæslu. Sú tala er talin eiga eftir að hækka. Áhyggjur af sýkingarhættu hafa leitt til þess að 22 skólum var lokað í vikunni en skólahald hófst 1. sept- ember sl. Þá hefur einstökum bekkjardeildum verið lokað í öðrum skólum. Heilbrigðisráðherrann Oli- vier Veran sagði um helgina að fólk yrði að vera á varðbergi eftir að veirusmit hefði blossað upp síðustu daga. agas@mbl.is Veirusmit blossar upp í Frakklandi  Frönsk yfirvöld eru í viðbragðsstöðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.