Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 14
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Nýja lántökuúrræðið sem áað auðvelda tekjulágufólki að eignast sínafyrstu íbúð hefur nú ver-
ið innleitt með lögfestingu Alþingis á
hlutdeildarlánum. Flestum ber sam-
an um að hér sé stigið stórt og rót-
tækt skref til að aðstoða ungt fólk og
tekjulitla einstaklinga við að festa
kaup á íbúaðarhúsnæði en útfærsl-
urnar hafa verið mjög umdeildar og
ljóst að mikil óvissa er um hver áhrif-
in verða. Þar vega þyngst spurn-
ingar um hvort lánin muni nýtast
þeim sem mest þurfa á að halda og
hvort fyrirkomulagið muni leiða til
þess að húsnæðisverð hækki. Sam-
tök atvinnulífsins hafa t.a.m. varað
við að töluverð hætta sé á því að hlut-
deildarlánin gagnist fyrst og fremst
þeim sem þurfi lítið eða ekkert á
þeim að halda. Ásmundur Einar
Daðason félagsmálaráðherra telur
hins vegar að lánin muni nýtast þeim
sem eru í lægstu tekjutíundunum og
hafa verið fastir á leigumarkaði og
eigi ekki að þrýsta upp húsnæðis-
verðinu því samhliða verði stuðlað að
auknu framboði húsnæðis.
Lögin voru samþykkt með 56
atkvæðum sl. fimmtudag. Einn þing-
maður, Óli Björn Kárason Sjálfstæð-
isflokki, sat hjá. Ýmsar breytingar
voru gerðar á frumvarpinu í með-
förum velferðarnefndar og ráðherra
á eftir að útfæra fjölmörg atriði í
reglugerð. Lögin taka gildi 1. nóv-
ember.
20% af kaupverði
Þá fær Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun (HMS) heimild til að
veita tekjulágum fyrstu kaupendum
og þeim sem ekki hafa átt íbúðar-
húsnæði síðastliðin fimm ár hlut-
deildarlán sem getur numið allt að
20% af kaupverði, sem á að brúa bilið
milli íbúðalána banka og lífeyris-
sjóða og kaupverðs að ýmsum skil-
yrðum uppfylltum. Lánin verða af-
borgana- og vaxtalaus á láns-
tímanum en lántakinn þarf að endur-
greiða lánið ef hann selur íbúðar-
húsnæðið eða í lok lánstímans.
Þingnefndin stytti lánstímann úr 25
árum í upphaflegu frumvarpi í 10 ár.
Hægt verði þó að framlengja láns-
tímann þrisvar sinnum í fimm ár í
senn en þá þarf lántakinn að hafa
sótt sér ráðgjöf HMS. Skilyrðin sem
lántakinn þarf að uppfylla til að geta
fengið hlutdeildarlán eru m.a. þau að
hann standist greiðslumat „sem
nemur mismun á eigin fé og hlut-
deildarláni annars vegar og kaup-
verði íbúðarinnar hins vegar“. Hann
þarf sjálfur að leggja fram eigið fé að
lágmarki 5% kaupverðs og meðal-
afborganir vegna íbúðarkaupanna
mega ekki vera umfram 40% af ráð-
stöfunartekjum.
Skiptar skoðanir hafa verið á
tekjumörkunum sem sett eru. Meg-
inreglan er sú að eingöngu ein-
staklingar með tekjur undir
7.560.000 á ári og hjón eða sambúð-
arfólk með 10.560.000 á sl. tólf mán-
uðum geta átt kost á 20% hlutdeild-
arláni. Þó er undanþáguheimild um
að veita megi allt að 30% lán til ein-
staklinga með lægri tekjur en
5.018.000 kr. á ári og hjóna/
sambúðarfólks undir 7.020.000.
Úthluta á sex sinnum á ári og er
gert ráð fyrir að lánaðir verði fjórir
milljarðar árlega eða 40 milljarðar á
næstu tíu árum. Velferðarnefnd
gerði þá breytingu á frumvarpinu að
20% hlutdeildarlánanna fari til
kaupa á íbúðum á landsbyggðinni.
Fjárheimildirnar eiga að vera á fjár-
lögum ár hvert og ef þær duga ekki
til að anna eftirspurn verður dregið
úr umsóknum. Þá munu þeir sem eru
með samþykkt kauptilboð njóta for-
gangs að lánunum. ASÍ gerði ýmsar
athugasemdir við frumvarpið og
féllst þingið m.a. á að ekki verði gerð
krafa um að lánsumsækjendur skuli
ráðstafa séreignasparnaði inn á
grunnlánin og að ekki verði lagðir
vextir á lánin þótt tekjur lántakans
fari umfram tekjumörkin.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hverfi Fasteignasalar hafa bent á að að allt of fáar íbúðir verði til að mæta
þörf á höfðuðborgarsvæði með þeirri kröfu laganna að fasteignir séu nýjar.
Róttækt úrræði en
mikil óvissa um áhrif
Hlutdeildarlánin
» Talið er að endanleg áhrif
hlutdeildarlána á skuldir ríkis-
sjóðs gætu orðið 30-40 millj-
arðar.
» Fjármálaráðuneytið bend-
ir á að lánin feli í sér ígildi
stöðutöku ríkissjóðs í
húsnæðismarkaðnum þar
sem ríkissjóður hagnist hækki
húsnæðisverð en hann tapi er
það lækkar.
» Við lánsfjárhæðina bæt-
ast 1.560.000 kr. fyrir hvert
barn eða ungmenni undir 20
ára aldri sem er á framfæri
umsækjanda eða býr á heim-
ilinu.
» Áætlað er að veitt verði
hlutdeildarlán til kaupa á um
400 íbúðum á ári.
» Lánað verður til kaupa á
nýjum íbúðum á höfuðborgar-
svæðinu en einnig til kaupa á
endurbættu eldra húsnæði á
landsbyggðinni.
» Óheimilt er að leigja út
íbúðina á lánstímanum nema
með samþykki HMS.
» Lántaki endurgreiðir rík-
inu sama hlutfall af söluverð-
inu og upphaflegt lán nam af
söluverði. Ef hann greiðir lánið
án þess að hafa selt íbúðina á
að miða við verðmat fast-
eignasala og verðsjá HMS.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Frjáls sam-félög búavið ýmsar
hættur sem þau
geta ekki lokað
augunum fyrir þótt
freistandi sé. Það
er til dæmis þægilegra að segja
og gera sem minnst þegar öfg-
arnar vaða uppi og yfirtaka
nánast alla umræðu en að taka á
móti. Öfgafólkið eirir engum
sem andmælir því og gætir þess
vandlega að viðkomandi sæti
árásum, ekki síst í netheimum,
og velji að hafa sig frekar hæg-
an en að verða fyrir sífelldu að-
kasti.
Einn öfgahópur af þessu tagi
starfar í Bretlandi og kallar sig
Extinction Rebellion, XR, og
berst af ákafa fyrir heimsenda-
kenningum í loftslagsmálum og
fordæmir alla sem ekki vilja
taka eins stórt upp í sig í þeim
efnum.
Mörg frægðarmennin hafa
tekið undir með þessum öfga-
samtökum og sumir stjórn-
málamenn á vinstri vængnum
hafa hrósað starfsemi þeirra.
Við þessi jákvæðu viðbrögð við
öfgunum virðist samtökunum
hafa vaxið ásmegin og hafa að
undanförnu gengið enn lengra
en áður.
Nýjasta dæmið um öfgarnar
eru aðgerðir XR um helgina
þegar samtökin stöðvuðu út-
gáfu nokkurra blaða í Bret-
landi, þeirra á meðal Telegraph
og Times, með því að koma í veg
fyrir að unnt væri að dreifa
blöðunum. Þetta töldu öfga-
samtökin réttlætanlegt þar sem
umrædd blöð hefðu ekki fjallað
á þóknanlegan hátt um lofts-
lagsmálefni.
Nú er rætt um
það í Bretlandi
hvernig eigi að skil-
greina þessi sam-
tök. Er þetta skipu-
lögð glæpa-
starfsemi eða ef til
vill hryðjuverkastarfsemi? Ann-
að þarf ef til vill ekki að útiloka
hitt, en hvernig sem starfsemin
verður skilgreind er ljóst að
hún er hættuleg frelsi, lýðræði
og réttarríki í Bretlandi og það
er verulegt áhyggjuefni. Það er
líka áhyggjuefni að svo virðist
sem vinstri öfgahópar, verka-
lýðshópar, sósíalistar, marx-
istar, kommúnistar og fleiri
slíkir hafi reynt að koma sér
fyrir í þessum samtökum til að
sameina kraftana og kröfuna
um byltingu. Óvíst er hvaða
áhrif slíkir hópar höfðu á árásir
XR á frjálsa fjölmiðla um
helgina, en aðgerðirnar hafa þó
dregið fram hve víða öfgahóp-
arnir leynast sem eru reiðubún-
ir að stunda lögbrot og reyna að
bylta núverandi þjóðskipulagi
með ofbeldi í stað umræðna og
lýðræðislegra kosninga.
Þá gefa þessir atburðir tilefni
til að endurmeta það hvernig
fjallað er um málefni á borð við
loftslagsmál. Þar hefur ríkt
mikil einstefna í umræðunni og
iðulega heyrst kröfur um að ein-
ungis ein rödd megi hljóma.
Þeir sem viðra önnur sjónarmið
hafa verið úthrópaðir. Slík ein-
stefnuumræða, ekki síst þegar
hún er fléttuð saman við
hræðsluáróður á borð við
heimsendatal, ýtir vitaskuld
undir hættuna á að fólk missi
sjónar á því hvar eðlileg mörk
liggja í baráttunni fyrir eigin
sjónarmiðum.
Í Bretlandi reyndu
umhverfisöfgamenn
að hindra umræður
með ofbeldi}
Öfgarnar springa út
Viðtal Morgun-blaðsins um
helgina við Björn
Zoëga, forstjóra
Karólínska sjúkra-
hússins í Stokk-
hólmi, stærsta
sjúkrahúss Svíþjóðar, og fyrr-
verandi forstjóra Landspít-
alans, var afar athyglisvert.
Hann segir næstum enga með
kórónuveiruna á sjúkrahúsum í
Svíþjóð enda dragi úr faraldr-
inum á hverjum degi. Ein
ástæða þessa er að mati Björns
að í Stokkhólmi séu 16% með
mótefni. Þá sé mikið gert af
kórónuveiruprófum í Svíþjóð og
aðgerðir í Svíþjóð hafi ekki ver-
ið ósvipaðar því sem hafi verið
hér á landi, sem er ólíkt því sem
ætla mætti af umræðunni, en af
henni mætti stundum ætla að
ekkert hafi verið gert í Svíþjóð
til að bregðast við faraldrinum.
En vissulega lenti Svíþjóð illa
í því í upphafi faraldursins mið-
að við hinar Norðurlanda-
þjóðirnar og virtist þá beita
vægari aðgerðum
en þær, þó að
ástandið hafi líka
verið verra víða. En
ætla má að þessu
kunni að fylgja að
fleiri séu með mót-
efni í Svíþjóð en til að mynda
hér á landi, þar sem mótefni er
hverfandi, og að það kunni að
hjálpa Svíum nú þegar önnur
bylgja hefur gert vart við sig.
Þá er athyglisvert að Björn
segir of snemmt að dæma um
það hvort stefna yfirvalda í Sví-
þjóð hafi verið rétt, sem undir-
strikar meðal annars þá miklu
óvissu sem ríkir um það hvaða
aðgerðir eru réttastar og best-
ar. Það breytir því ekki að mik-
ilvægt er að fyrir liggi með
skýrum hætti hvert markmið
aðgerðanna er. Er ætlunin að
reyna að útrýma smitum, sem
sumir telja óraunsætt markmið,
eða að reyna að halda þeim hóf-
legum og um leið tryggja að
þjóðfélagið geti starfað sem lík-
ast því sem var fyrir veirutíð?
Standa Svíar betur
en aðrir nú vegna
hærra hlutfalls íbúa
með mótefni?}
Óvissan og markmiðin
Á
komandi þingvetri mun ég leggja
fram á nýjan leik frumvarp um
ærumeiðingar. Með frumvarpinu
er leitast við að færa laga-
umhverfi meiðyrðamála til nú-
tímahorfs. Refsingar vegna ærumeiðinga yrðu
að meginstefnu til aflagðar í þágu tjáning-
arfrelsis. Almenn ákvæði laga um ærumeið-
ingar yrðu færð úr almennum hegningarlögum
yfir í sérstök lög á sviði einkaréttar. Sú breyt-
ing hefur verið gerð á frumvarpinu frá fyrri út-
gáfu þess síðastliðið vor að nafnlausar æru-
meiðingar yrðu sérstakt hegningarlagabrot.
Rógsherferðir, neteinelti og annað af því tagi
myndi því áfram sæta rannsókn af hálfu lög-
reglu eftir kröfu þess sem misgert er við.
Á undanförnum árum hafa flest mál sem
snúa að ærumeiðingum beinst að blaðamönn-
um. Því hefur verið haldið fram að óprúttnir að-
ilar hafi notað slíkar málsóknir sem verkfæri til þöggunar.
Sama gildir um hótanir gagnvart blaðamönnum um mál-
sóknir ef ákveðnum fréttaflutningi verði haldið áfram.
Flestir þeirra sem gerst þekkja telja að úrelt laga-
umhverfi sé á skjön við ákvæði stjórnarskrárinnar og
mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Núver-
andi lagaumhverfi virki beinlínis gegn frelsi til tjáningar.
Með frumvarpinu er stefnt að því að lögin á þessu sviði
endurspegli þau viðmið sem viðurkennd eru af íslenskum
dómstólum og grundvallast á dómaframkvæmd Mann-
réttindadómstóls Evrópu í þessum málaflokki.
Gert er ráð fyrir þrenns konar úrræðum í frumvarpinu;
miskabótum, bótum fyrir fjártjón og ómerk-
ingu ummæla. Síðastnefnda úrræðið var ekki í
fyrra frumvarpi. Dómstólar gætu þá látið þann
sem með saknæmum og ólögmætum hætti
meiðir æru einstaklings með tjáningu greiða
miskabætur til þess sem misgert er við. Með
sömu skilyrðum væri unnt að dæma bætur fyr-
ir fjártjón ef því væri að skipta. Við beitingu
þessara úrræða væri samkvæmt frumvarpinu
m.a. höfð hliðsjón af sök, efni tjáningar og að-
stæðum að öðru leyti. Tilgreindar eru að-
stæður sem gera það að verkum að ekki kemur
til bótaábyrgðar þegar þær eru fyrir hendi.
Meðal þessara aðstæðna er að ummæli séu
sannleikanum samkvæm eða ef um er að ræða
gildisdóm sem settur er fram í góðri trú og
hefur stoð í staðreyndum.
Í frumvarpinu felst mikil réttarbót og þá
ekki síst í þágu fjölmiðla til að fjalla um brýn
þjóðfélagsmál. Um leið felst í ákvæðum þess krafa um
vönduð vinnubrögð fréttamanna og allra þeirra sem vilja
tjá sig á opinberum vettvangi um mál þar sem æra ein-
staklinga liggur undir. Í þeim efnum munu áfram gilda
sem endranær hin fleygu vísdómsorð Ara fróða að skylt sé
að hafa það heldur er sannara reynist. Blaðamönnum og
öðrum þeim sem tjá sig á opinberum vettvangi verður
áfram skylt að vanda til verka, setja mál fram með hliðsjón
af staðreyndum og vera í góðri trú um sannleiksgildi orða
sinna.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Að hafa það heldur er sannara reynist
Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen