Morgunblaðið - 07.09.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.09.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Jobsbók er ágætis lestur, en torræð á köflum. Þar koma einnig fram kynjaver- ur sem ekki koma fram annars staðar í Gamla testamentinu og eru þær oft búnar að skapa í kringum sig mikla dulúð og kenn- ingar. Flestir heilvita menn gera sér grein fyrir því að biblían var ekki sköpuð fullmótuð og send hingað til jarð- arinnar niður af himnum heldur er þar á ferðinni safn rita sem tók margar aldir að skrifa og koma frá mismunandi tímabilum úr sögu hebresku þjóðarinnar. Jobsbók virðist hafa komið til eftir útlegðina, og tel ég að hún sé í raun og veru babýlónsk saga sem hefur verið staðfærð og þýdd á hebresku. Þessu til stuðnings vill ég benda á nokkur atriði sem ég hef fundið. Í fyrsta lagi er persóna Guðs í sögunni mjög óhefðbundin þeirri mynd sem við höfum af honum í dag, en jafnvel öðruvísi en við getum áætlað að hug- myndir Hebrea um Guð hafi verið. Í byrjun ritsins, í inngangi sem er jafnan talinn skrifaður eftir á, enda mun lakari bókmenntir heldur en meginefni ritsins, stingur Satan upp á veðmáli við Guð og Guð tekur því. Í öðru lagi er oftast Guð nefndur til sögunnar af sögupersónunum sem sá sem kastar eldingum, veðuraf- brigði eru á hans valdi en sköpun heimsins lítið nefnd sem dæmi um kraft Guðs. Þess í stað er talað um að Guð hafi byrgt inni hafið. Í þriðja lagi lýsir Guð því hve skelfileg Levíathan er. Sumir telja þar á ferðinni krókódíl en svo heldur Guð áfram með lýsingarnar og segir að hann hafi spúið eldi og þessháttar og hvernig enginn nema hann hefði getað sigrað þessa skepnu. Flestir líffræðingar í dag eru sammála um að krókódílar spúi ekki eldi. Hins vegar eru öll þessi dæmi út- skýrð ef Guði er einfaldlega skipt út fyrir babýlónska þrumuguðinn Mar- duk. Marduk var þrumuguð sem skaut eldingum og hafði þá eflaust stjórn á óveðrinu líka, enda var það mesti eyðileggingarmáttur sem Babýlóníumenn eflaust höfðu kynni af, og því ekki ólíklegt að sá guð sem stjórni þeim náttúruöflum sé mátt- ugastur guða þeirra. Sé gengið út frá því að upphaflega sagan sé í fjölguðalegu umhverfi, er ekki ólík- legt að Satan (sem þýðir andstæð- ingur) hafi í raun verið einhver ann- ar, jafnvel hrekkjóttur, babýlónskur guð, sbr. Loka í norrænni goðafræði. Í þriðja lagi, skapaði Marduk ekki heiminn heldur kom skipulagi á hann. Þá þurfti hann að sigra Tia- mat, sem var sædreki, sbr. Mið- garðsormur. Þegar hann sigraði þennan óskapnað gat hann aðskilið sjóinn og landið, þ.e. byrgt sjóinn inni, sem annars hefði flætt yfir allt og gert jörðina óbyggilega. Babýlonsk goðafræði er áhuga- vert fræðisvið en því miður er ef- laust mun meira sem við vitum ekki og er glatað heldur en við vitum. Bretar hafa verið ötulastir í að fletta ofan af leyndardómum Babýlón. En hér er mögulega á ferð- inni babýlónskur texti í Jobsbók sem hægt er að nota örlítið til hlið- sjónar ef hugmynd mín stenst, að hinn duttl- ungafulli Guð í Jobsbók sé í raun Marduk og því eru duttlungarnir ef- laust réttlætanlegir. Áhugavert er einnig að skoða textann í kafla 38:22-23. „Hefir þú komið til forðabúrs snjávarins og séð forða- búr haglsins, sem ég hefi geymt til tíma neyðarinnar, til orustu- og ófriðardagsins?“ Nú erum við ekki með neitt rit í Gamla testamentinu sem lýsir heimsslitum, hvað þá rit þar sem segir að til komi ófriður og orrusta í framtíðinni (nema auðvitað spámennirnir með bölsýni sína yfir framtíð Ísraels, en ekki heimsins!), og að Guð hafi geymt snjó og hagl til að nota í baráttunni. Auk þess tók Guð ekki virkan þátt í verndun Ísr- aels, heldur þvert á móti, notaði Babýlónumenn til að refsa Hebreum fyrir syndir þeirra að þeir töldu. Hér tel ég því vera á ferðinni mjög sterka vísbendingu um að hér sé á ferðinni heiðin saga. En nú vil ég benda á hve sam- bærilegur Marduk virðist vera við ás sem við flest þekkjum hérlendis, hann Þór. Hér fyrir stuttu nefndi ég að Marduk (eða Guð) gefur í skyn að í framtíðinni verði mikil orrusta. Þór á sjálfur eftir að heyja mikla orrustu sem nefnd er Ragnarök. Ekki tel ég þó að hann hafi safnað miklum snjó og hagli, en hérna norðanmegin á hnettinum vitum við að snjór er að mestu meinlaus, þótt hann hafi ef til vill verið skelfilegur váboði fyrir Babýlónsmenn. Helsti óvinur Þórs er einnig sædreki, sem spýr reyndar eitri í stað elds, en í báðum tilvikum er það þrumuguð sem berst við sæ- drekann. Þótt meira en þúsund ár aðskilji og fleiri þúsund kílómetrar er stórmerkilegt að sjá líkindin með goðafræðinni. Loks má nefna önnur líkindi með goðafræðinni. Í babýlónskri, grískri og norrænni goðafræði þurftu goðin að sigra forneskjulegar verur til að geta skapað mannkynið. Æsirnir drápu Ými, Seifur drap títaninn Krónos og Marduk barðist við Tia- mat og börn hennar, sem höfðu eitur í stað blóðs. Skapaði hann svo landið úr líkama hennar. Hér er á ferðinni leyndardómur einnig, hvort sög- urnar hafi sameiginlegan stofn eða hvort fornir menningarheimar hafi alltaf tekið guði þeirra sem bjuggu á landinu á undan þeim, og látið sína guði einfaldlega drepa þá í eigin goðafræði. Guð, Marduk og Þór: Aðfinnslur við Jobsbók Eftir Arngrím Stefánsson Arngrímur Stefánsson » Jobsbók virðist hafa komið til eftir út- legðina, og tel ég að hún sé í raun og veru bab- ýlónsk saga sem hefur verið staðfærð og þýdd á hebresku. Höfundur er guðfræðingur. Á árunum 1967-2004 sýndi RÚV þættina „Nýjasta tækni og vís- indi“. Voru þeir fyrst í umsjón Örnólfs Thorlacius og síðar Sigurðar H. Richter. Þetta voru í minning- unni bæði skemmti- legir og fróðlegir þættir sem ég tel fulla þörf á að yrðu endur- vaktir – af ýmsum ástæðum. Sú fyrsta er að í auknu atvinnu- leysi er mikilvægt að örva nýsköp- un og vikulegur þáttur um helstu tækninýjungar gæti örvað hug- myndaflug manna og orðið kveikjan að nýjum hugmyndum sem svo mætti þróa áfram í samvinnu við opinbera aðila og Samtök iðnaðar- ins. Ekki er tryggt að ferðaþjón- ustan haldi uppi atvinnustigi í land- inu til frambúðar og því mikilvægt að auka tæknikunnáttu þjóð- arinnar. Önnur ástæðan er sú að vís- indaleg hugsun virðist vera í lægð nú um stundir. Gott dæmi er þegar okkur var sagt ítrekað að 97% vís- indamanna teldu mannkynið ábyrgt fyrir hlýnun jarðar með notkun sinni á jarðefnaeldsneyti. Vísindin byggjast hins vegar ekki á sam- þykki. Landrekskenning Wegeners taldist t.d. röng í meira en 50 ár eftir að hann setti hana fram. Að auki reyndist þessi niðurstaða um 97% samsinnið hreint fals þrátt fyr- ir að hafa birst í virtum vísinda- tímaritum. Nýlega birtu fjölmiðlar, jafnvel Morgunblaðið, frétt um að ísbirnir væru í útrýmingarhættu vegna hlýnunar sem stafaði af aukningu CO2 í andrúmsloftinu og var þar vísað í skýrslu Peters K. Molnars o.fl. Við nánari skoðun kom í ljós að höfundar höfðu skoðað afkomu ís- bjarna við vesturhluta Hudsonflóa, stað þar sem fáir ungselir komast upp í köldum árum vegna þess að vakir lokast (Journal of Mamm- alogy 16. feb. 2012), og alhæft nið- urstöður þaðan. Að auki er talið að ísbirnir hafi verið til í meira en 100.000 ár og lifað af mörg hita- og kuldaskeið. Vísindin eiga í alvar- legum vanda því póli- tík, spilling og óvönd- uð vinnubrögð hafa gert þau óáreiðanleg segir Ástralinn Peter Ridd sem var rekinn frá James Cook-- háskóla fyrir að segja eftir 40 ára athuganir á Kóralrifinu mikla að það væri við góða heilsu. Hann skrifaði nýlega grein um þörf- ina á kamakazi-vísindamönnum; mönnum sem ættu það stutt í eft- irlaun að þeir þyrðu að segja sína skoðun. Hvenær var annars sannað að losun CO2 ylli hlýnun jarðar? Hver kom fram með þá sönnun? Hvað olli þá fyrri hlýindaskeiðum þegar lítið var af CO2 í andrúmsloftinu? Mínóska hlýskeiðinu? Rómverska hlýskeiðinu? Hokkíkylfugraf Mich- aels Manns var kynnt sem sönnun og m.a. notað í mynd Als Gores „An Inconvenient Truth“ en Mann hefur ekki fengist til að afhenda gögn sín til prófunar þótt hann hafi fallist á það fyrir dómi. Að auki gengur graf hans gegn þeirri niður- stöðu sagnfræðinga og fornleifa- fræðinga að það hefðu verið hlý- skeið og kuldaskeið í heiminum á síðasta árþúsundi. IPCC birti graf sem sýndi þær sveiflur í skýrslu sinni 1990 en 1995 var það horfið. Patrick Moore, einn stofnenda Greenpeace, hefur sagt að kenning- unni um hlýnun jarðar sakir CO2- útblásturs sé viðhaldið af vísinda- mönnum í þörf fyrir rannsókna- styrki, fjölmiðlum í þörf fyrir fyrirsagnir, háskólum sem vilji styrki og stjórnmálamönnum sem vilja skapa sér þá ímynd að þeir séu að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Einnig mun hugmynda- fræði um jöfnuð ríkra og fátækra þjóða spila þar inn í og líka hagn- aður fjármálamanna vegna við- skipta með Kyoto-aflátsbréfin. Þriðja ástæðan fyrir þörfinni á að endurvekja Nýjustu tækni og vísindi eru allar þær skrýtnu kenn- ingar sem þrífast á netinu og víðar. Sem dæmi má nefna kenninguna um að 5G-geislun valdi því að menn veikist fremur af Covid-19. Kenn- ingin um að skortur á melaníni valdi meðfæddum rasisma hefur líka náð flugi vestanhafs. Hvaða gen eða vöntun gena skyldu annars valda rasisma? En það eru ekki aðeins skrýtnar kenningar sem kalla á ábyrga og fræðilega umræðu í stíl þeirra Örn- ólfs og Sigurðar. Gaman væri t.d. að sjá umfjöllun um þá spá NASA að kólna muni á komandi árum vegna minni sólvirkni. Hinrik Svensmark, sem er sólareðlisfræð- ingur við Dönsku geimrann- sóknastöðina, telur jafnvel að sú kólnun muni standa yfir næstu 50 árin. Svo væri einnig gaman að sjá umfjöllun um AMO-sveifluna svo- kölluðu, þar sem hlýir og kaldir hafstraumar skiptast á í N- Atlantshafi með um 30 ára millibili. Hitastig á Íslandi virðist að miklu leyti stjórnast af henni. Erum við kannski nú þegar komin inn í tíma- bil kólnunar? Annað sem væri nauðsynlegt að fá á hreint er hve mikil áhrif aukið magn CO2 hefur til hlýnunar. Willi- am Happer, sérfræðingur í loft- eindafræði við Princeton, segir að áhrif þess séu lógaritmísk, það þurfi sem sagt alltaf tvöfalt meira magn til að ná fram fyrri áhrifum. Er ef til vill magn CO2 í andrúms- loftinu orðið það mikið að frekari aukning hafi aðeins lítil eða nær engin áhrif? Talað hefur verið um það í sam- bandi við Covid-19-faraldurinn að mikilvægt sé að villandi eða skað- legar kenningar nái ekki flugi. Þar er komin enn ein ástæða þess að æskilegt sé að endurvekja þáttinn „Nýjasta tækni og vísindi“. Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Sakir óáreiðanlegra og misvísandi frétta úr heimi vísindanna er full þörf á að endurvekja þáttinn „Nýjasta tækni og vísindi“. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Nýjasta tækni og vísindi Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.