Morgunblaðið - 07.09.2020, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
MÁLA
Í SUMAR?
VITRETEX á steininn.
HJÖRVI á járn og klæðningar.
„SKILDU ÞAU EFTIR HÉRNA. HÚN VAR AÐ
LOSNA VIÐ SAUMANA OG MÁ ALLS EKKI
HLÆJA”
„ÉG VISSI AÐ HANN VÆRI FÁRSJÚKUR.
HANN HEFUR EKKI RÖFLAÐ YFIR
NOKKRUM SKÖPUÐUM HLUT Í ÞRJÁ DAGA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... liggur í augum uppi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
JÆJA … ÚR HVAÐ TRÉ DATT
ÉG Í GÆR?
GÆTI VERIÐ
ÞETTA
FRÖKEN ESMERALDA
VEIT ALLT — SÉR ALLT
HELGA, ÉG VIL AÐ ÞÚ
VITIR AÐ ÉG HEF VERIÐ
Á SPÁ Í FRAMTÍÐ
OKKAR!
ERTU AÐ
NURLA SAMAN
VARASJÓÐI?
NEI! ÉG HEF VERIÐ AÐ
FARA TIL ESMERÖLDU
SPÁKONU!
Ámundadóttir og börn þeirra Auð-
ur Böðvarsdóttir, Oddný, Steinunn
og Þorsteinn Þorvaldsbörn. 2)
Helga, f. 29.11. 1968, hjúkrunar-
fræðingur, gift Bjarna Ármanns-
syni, forstjóra Iceland Seafood.
Börn þeirra eru Tómas, Helga Guð-
rún, Benedikt og Auður. 3) Halla, f.
30.8. 1970, þýðandi í Reykjavík.
Hún er gift Agli Axelssyni jarð-
fræðingi og börn þeirra eru Silja og
Styrmir.
Systkini og uppeldissystkini: 1)
Ingólfur Helgason, f. 20.7. 1937, d.
16.11. 2019, arkitekt og skipulags-
fræðingur í Edinborg, Skotlandi. 2)
Jóhanna Margrét Helgadóttir, f.
29.5. 1939, d. 29.7. 2015, fv. banka-
starfsmaður í Hafnarfirði. 3) Gísli
Helgason, f. 6.3. 1942, bankastarfs-
maður í Hafnarfirði. 4) Unnur
Helgadóttir, f. 20.6. 1944, fv. for-
maður Verslunarmannafélags
Hafnarfjarðar. 5) Arnar Helgason,
f. 8.6. 1946, húsasmíðameistari í
Hafnarfirði. 6) Bjarni Helgason, f.
13.7. 1948, d. 16.9. 1997, fv.
verslunarmaður í Hafnarfirði. 7)
Viðar Helgason, f. 25.2. 1950, fiski-
fræðingur í Reykjavík. 8) Leifur
Helgason, f. 1.9. 1954, framhalds-
skólakennari í Hafnarfirði. 9) Gerð-
ur Helgadóttir f. 15.7. 1952, heil-
brigðisgagnafræðingur í Garðabæ.
Foreldrar Guðrúnar voru hjónin
Ingigerður Eyjólfsdóttir, f. 9.6.
1913, d. 26.12. 1995, húsfreyja og
Helgi Kristján Guðlaugsson, f. 16.8.
1908, d. 26.3. 1991, sjómaður. Þau
bjuggu í Hafnarfirði.
Úr frændgarði Guðrúnar Helgadóttur
Guðrún Helgadóttir
Ólafía Þórarinsdóttir
húsfreyja og ráðskona í Arnarholti, Kjós, og í Reykjavík
Þórður Halldórsson
bóndi Vatnsleysu,
Arnarholti, Hrauntúni
Guðrún Þórðardóttir
húsfreyja í Reykjavík og Hafnarfi rði
Helgi Kristján Guðlaugsson
sjómaður í Hafnarfi rði
Guðlaugur Hinriksson
húsgagnasmiður og bóndi, Reykjavík,
Hafnarfi rði og í Norðurárdal
Þuríður Jónsdóttir
vinnukona og húsfreyja í
Kjós og í Reykjavík
Hinrik Halldórsson
húsbóndi í Reykjavík
Jóhanna Margrét Jónasdóttir
húsfreyja og bústýra í Ásmúlum í
Holtum, og í Norðurkoti, Ássókn
Tómas Þórðarson
húsmaður og bóndi, í
Norðurkoti, Ássókn, og í
Húnakoti í Þykkvabæ
Ingibjörg Tómasdóttir
vinnukona, húsfreyja í Bjólu í Ásahreppi, í
Villingaholtshreppi og í Hafnarfi rði
Eyjólfur Ámundason
bóndi og tré- og járnsmiður í Bjólu í Ásahreppi,
í Villingaholtshreppi og í Hafnarfi rði
Ragnheiður Eyjólfsdóttir
húsfreyja á Bjólu í Holtum,
Rangeyjarsýslu
Ámundi Filippusson
bóndi á Bjólu í Holtum, Rangárvallasýslu
Ingigerður Eyjólfsdóttir
verkakona og húsfreyja í Hafnarfi rði
Þessar limrur fylgdu lausn HelgaR. Einarssonar á laugardags-
gátunni. Fyrst: „Góður endir á
lygi“:
Ég lýg því, ég segi það satt,
að Sigga í Dettifoss datt.
hún synti þar um
í sokkabuxum
og síðan til baka sér vatt.
Og síðan: „Þetta gerist hins veg-
ar of oft, - of algengt“:
Margur fer á því flatt
að fara á brattann of hratt.
Í of mörgu brasa,
að endingu hrasa
og þetta er því miður satt.
Yfirskrift þessa Vísnahorns veld-
ur því, að mér þykir rétt að rifja
upp stöku Páls Ólafssonar:
Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það
þegar flestir ljúga?
Guðsteinn Fannar Jóhannsson
yrkir á Boðnarmiði:
Mundu þó að myrkvi’ um sinn,
mun þig ekkert henda.
Ljósið veginn lýsi þinn,
lífið allt til enda.
Hallmundur Guðmundsson yrkir
„Saðningarljóð“ og er ekki laust við
að maður fái gott bragð í munninn
við tilhugsunina:
Nú á ég skilið í gogginn gott;
gómsæta pönnsu með rjóma.
Hungrið mun þá hald’ á brott
og holdafarið ljóma.
Björn Skúlason Eyjólfsstöðum
orti:
Betra er að fara stillt af stað,
steypist einhver þarna.
Skyldi ’ann hafa hálsbrotnað
helvítið að tarna?
Sigvalda Skagfirðingaskáldi var
gefið kaffi í sprungnum bolla:
Drottinn fyrir drykkinn holla,
dygðakonan, launi þér,
þó hann væri í brotnum bolla
brotlegum það hæfir mér.
Úr Síraksrímum Jóns Bjarnason-
ar á Presthólum:
Hvað sem býr í brjósti manns
birtist skjótt í augum hans
glaðlegt tillit glöggt til sanns
gleðina merkir hjartaranns.
Gamall húsgangur að lokum:
Þrír eru hlutir, það ég veit,
sem þýða gleðja rekka:
kona feit og kaka heit
og kaldar áfir að drekka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Satt og logið sitt er hvað