Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.09.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2020 FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Það voru skoruð fjögur mörk eða meira í öllum fimm leikjum Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær er 13. umferðin var leikin. Í Laug- ardalnum komst Breiðablik aftur á beinu brautina eftir fyrsta deild- artapið í tæp tvö ár í síðustu um- ferð gegn Selfossi. Breiðablik vann afar öruggan 4:0-sigur á nýliðum Þróttar þar sem Agla María Al- bertsdóttir og Alexandra Jóhanns- dóttir skoruðu tvö mörk hvor. „Takturinn í Blikaliðinu er aðeins öðruvísi eftir að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór til Frakklands. Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sem fremsti maður í dag, en það virðist ekki skipta neinu máli hvar Sveindís spilar, alltaf er hún besti maður vallarins,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Þróttarinn Guðrún Ólafía Þor- steinsdóttir lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Gunnhildur stal senunni Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stal senunni í leik Vals og ÍBV en hún skoraði tvö mörk í öruggum 4:0-sigri Valskvenna. Valskonur eru áfram í toppsætinu og líta afar vel út um þessar mund- ir. Eftir fimm leiki í röð án taps hef- ur ÍBV tapað síðustu tveimur. „ÍBV skipti í hálfleik út þremur leikmönnum, sem höfðu staðið sig ágætlega og rætt var um að liðið ætlaði sér að hvíla þá. Reyndar var eins og Valskonur væru líka að hvíla sig, það vantaði neistann og með því að vanda sig hefði liðið get- að byrjað strax að bæta við mörk- um,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Mörkin sem Gunnhildur skor- aði eru þau fyrstu hjá landsliðskon- unni í efstu deild síðan 2012.  Eyjakonan Inga Dan Ingadótt- ir lék sinn fyrsta leik í efstu deild. Stjarnan hefndi ófaranna Útisigur Stjörnunnar á Selfossi var afar óvæntur en lokatölur urðu 3:2. Stjarnan var í fallbaráttu um skeið en Stjörnukonur hafa aðeins tapað einum af síðustu fimm leikj- um og virðast vera of góðar til að falla. „Lið Stjörnunnar gæti átt eftir að taka fleiri stig í síðari hluta mótsins en í þeim fyrri ef mið er tekið af leiknum í dag. Vafalaust er gott fyr- ir unga leikmenn liðsins að fá Mál- fríði Ernu Sigurðardóttur í miðja vörnina,“ skrifaði Kristján Jónsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Anna María Friðgeirsdóttir lék sinn 200. keppnisleik fyrir Sel- foss, 119 hafa komið í efstu deild.  Selfyssingurinn Helena Hekla Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.  Betsy Hassett Stjörnunni lék sinn 50. leik í efstu deild hér á landi.  Málfríður Erna Sigurðardóttir lék sinn fyrsta leik með Stjörnunni. Skrautlegt í Árbænum Fylkir hafði betur gegn Þór/KA í Árbæ, 4:2. Voru mörk Akureyringa í skrautlegri kantinum og hefur Cecilía Ósk Rúnarsdóttir í marki Fylkis oft átt betri leik. Sem betur fer fyrir hana voru sóknarmenn Fylkis í stuði. Fylkir er nú með sex- tán stig, eins og Selfoss, í barátt- unni um þriðja sætið en Fylkir á leik til góða. Þór/KA er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. „Berglind Rós Ágústsdóttir er svo sannarlega miðjumaður. Hún hefur verið að spila sem hafsent í sumar, og reyndar á síðustu leiktíð líka, en var færð á miðjuna í dag og það gekk heldur betur upp,“ skrif- aði Kristófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Bryndís Arna Níelsdóttir skor- aði sitt tíunda mark í efstu deild.  Margrét Árnadóttir fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum. FH sendi KR í botnsætið FH vann afar mikilvægan 4:2- sigur á KR í fallbaráttuslag í Kapla- krika. Hefur FH unnið tvo af síð- ustu þremur leikjum og er fyrir vik- ið komið úr botnsætinu, einu stigi frá öruggu sæti. KR er í botnsæt- inu, en á þrjá leiki til góða. „Tilkoma Phoenetiu Browne hef- ur gjörbreytt allri ásýnd liðsins og hún er nú þegar orðin langmikil- vægasti leikmaður Hafnfirðinga,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.  Helena Ósk Hálfdánardóttir lék sinn 50. leik í efstu deild með FH.  Kristín Erna Sigurlásdóttir KR lék sinn 200. keppnisleik á ferl- inum. Markasúpa af allra bestu gerð  Toppliðin sannfærandi  Óvæntur sigur Stjörnunnar  FH vann fallslaginn Morgunblaðið/Eggert Mark Alexandra Jóhannsdóttir kemur Breiðabliki í 1:0 með föstum skalla. Breiðablik skaut sér upp í annað sæti Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu með öruggum 4:1-sigri á botnliði Fjölnis í Grafarvoginum á laugardaginn. Blikar hafa nú unnið fjóra í röð en Fjölnir er enn án sig- urs, sjö stigum frá öruggu sæti. Í liði Fjölnis fengu Grétar Snær Gunnarsson og Sigurpáll Melberg Pálsson eitt M. Í liði Breiðabliks fékk Thomas Mikkelsen tvö M og þeir Alexander Helgi Sigurðarson, Elfar Freyr Helgason, Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Ein- arsson eitt M. Sannfærandi Blikar í öðru sæti Morgunblaðið/Eggert Sigurganga Höskuldur Gunn- laugsson fagnar með Blikum. KA/Þór vann sinn fyrsta titil í meistaraflokki kvenna er liðið vann sannfærandi 30:23-sigur á Fram í meistarakeppni HSÍ í Safamýri í gær. KA/Þór var með undirtökin allan tímann og var staðan í hálf- leik 17:10. Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór. Í karlaflokki hafði ÍBV betur gegn Val, 26:24, í Origo-höllinni. Hákon Daði Styrmisson skoraði sex mörk fyrir ÍBV. Íslandsmót karla hefst fimmtudaginn 10. september. Degi síðar hefst Íslandsmótið í kvennaflokki. Fyrsti titillinn í sögu KA/Þórs Þórir Tryggvason Markahæst Martha Hermanns- dóttir skoraði mest hjá KA/Þór  Íslenski landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson fer vel af stað með pólska stórliðinu Kielce en liðið lagði Gdansk að velli á heimaveli í 1. umferð úrvalsdeildarinnar í handbolta í gær, 34:25. Sigvaldi lék vel og skoraði fimm mörk úr sex skotum, en hann kom til félagsins frá Elverum í Noregi fyrir leiktíðina. Haukur Þrastarson lék ekki með Kielce vegna meiðsla, en Haukur kom sömuleiðis til Kielce fyrir leiktíð- ina frá Selfossi.  Glódís Perla Viggósdóttir skoraði þriðja mark Rosengård í öruggum 3:0- sigri á Djurgården í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Guðrún Arnardóttir lék allan leik- inn með Djurgården en Guðbjög Gunnarsdóttir er enn frá eftir barn- eignir.  Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er á leið til danska knatt- spyrnufélagsins Viborg að láni frá Brentford. Patrik er í íslenska lands- liðshópnum sem mætir Belgíu í Þjóða- deildinni annað kvöld. Hann stóð á milli stanganna hjá U21 árs landsliðinu sem vann 1:0-sigur gegn Svíþjóð í undankeppni EM á föstudag.  Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafnaði í fimmta sæti á Opna norðurírska mótinu í golfi sem fram fór á Galgorm-vellinum í Ballymena á Norður-Írlandi um helgina en mótið var hluti af Áskor- endamótaröð Evrópu. Guðmundur lék hringina fjóra á samtals níu höggum undir pari en fyrir mót helgarinnar var níunda sætið hans besti árangur í Áskorendamótaröðinni en þeim árangri náði hann á Írlandi á síðasta ári. Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í mótinu og endaði í 33.- 36. sæti og Andri Björnsson hafnaði í 48.-50. sæti.  Körfuknattleiksmaðurinn Danero Thomas hefur framlengt samning sinn við ÍR og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili. Danero, sem er fæddur í Bandaríkjunum en er með ís- lenskt ríkisfang og hefur leikið með landsliðinu, kom fyrst hingað til lands árið 2013 og hefur leikið með KR, Fjölni, Val, Þór Akureyri, Tindastóli og ÍR.  Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 14. sæti á Flumserberg Ladies Open-mótinu í Sviss. Er mótið hluti af LET Access- mótaröðinni. Lék Guðrún hringina þrjá á þremur höggum undir pari. Var hún í toppbaráttu eftir góðan fyrsta hring en náði ekki að fylgja því eftir á seinni tveimur hringjunum.  Keflvíkingurinn Elías Már Ómars- son skoraði þrennu fyrir Excelsior í tíu marka leik í 2. umferð hollensku B- deildarinnar í knattspyrnu í gær. Elías og félagar töp- uðu þó leiknum, 6:4, á útivelli gegn Almere. Elí- as hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu en hann skoraði tvö mörk í fyrstu umferðinni og gerði gott betur í gær. Excelsior var í mikilli toppbaráttu á síðustu leiktíð, en fékk að lok- um ekki tækifæri til að berjast um sæti í efstu deild þar sem tímabilinu var aflýst vegna kórónu- veirunnar. Eitt ogannað ÞRÓTTUR – BREIÐABLIK 0:4 0:1 Alexandra Jóhannsdóttir 33. 0:2 Agla María Albertsdóttir 57. 0:3 Alexandra Jóhannsdóttir 63. 0:4 Agla María Albertsdóttir 80. MM Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki) Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) M Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) Hafrún Rakel Halldórsd. (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Andrea Rán Snæfeld (Breiðabliki) Laura Hughes (Þrótti) Stephanie Ribeiro (Þrótti) Morgan Goff (Þrótti) Mary Alice Vignola (Þrótti) Elísabet Freyja Þorvaldsd. (Þrótti) Dómari: Þórður Már Gylfason – 6. Áhorfendur: 100. SELFOSS – STJARNAN 2:3 0:1 Betsy Hassett 1. 0:2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 10. 1:2 Barbára Sól Gísladóttir 36. 1:3 Shameeka Fishley 39. 2:3 Helena Hekla Hlynsdóttir 90. MM Shameeka Fishley (Stjörnunni) M Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Karitas Tómasdóttir (Selfossi) Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) Málfríður E. Sigurðard. (Stjörnunni) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinss. – 7. Áhorfendur: 100. FYLKIR – ÞÓR/KA 4:2 0:1 Arna Sif Ásgrímsdóttir 10. 1:1 Eva Rut Ásþórsdóttir 19. 2:1 Þórdís Elva Ágústsdóttir 62. 2:2 Hulda Björg Hannesdóttir 67. 3:2 Bryndís Arna Níelsdóttir 69. 4:2 Bryndís Arna Níelsdóttir 77. MM Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) M Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki) Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylki) Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Berglind Baldursdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) María C. Ólafsdóttir Gros (Þór/KA) Rautt spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA) 50. Dómari: Jóhann Atli Hafliðason – 7. Áhorfendur: 100. VALUR – ÍBV 4:0 1:0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 5. 2:0 Sjálfsmark 29. 3:0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 38. 4:0 Arna Eiríksdóttir 81. MM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Val) M Sandra Sigurðardóttir (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Guðný Geirsdóttir (ÍBV) Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Karlina Miksone (ÍBV) Eliza Spruntule (ÍBV) Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 8 Áhorfendur: 100. FH – KR 4:2 1:0 Phoenetia Browne 29. 2:0 Helena Ósk Hálfdánardóttir 33. 2:1 Ingunn Haraldsdóttir 62. 3:1 Maddy Gonzalez 67. 3:2 Alma Gui Mathiesen 70. 4:2 Andrea Mist Pálsdóttir 82. MM Phoenetia Browne (FH) Andrea Mist Pálsdóttir (FH) M Telma Ívarsdóttir (FH) Sigríður Lára Garðarsdóttir (FH) Ingibjörg Rún Óladóttir (FH) Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Taylor Sekyra (FH) Katrín Ómarsdóttir (KR) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR) Rebekka Sverrisdóttir (KR) Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Dómari: Gunnar Freyr Róbertss. – 6. Áhorfendur: 68.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/ sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.