Morgunblaðið - 07.09.2020, Síða 32
Félagi íslenskra bókaútgef-
enda bárust samtals 273
umsóknir frá bókaunn-
endum sem áhuga hafa á að
velja athyglisverðustu bæk-
ur ársins í dómnefnd
Íslensku bókmenntaverð-
launanna. Alls sóttu 55 karl-
ar (20% umsækjenda) og
218 konur (80% umsækj-
enda) um að gegna dóm-
nefndarstörfum. Elsti umsækjandi var 80 ára og sá
yngsti 10 ára, en meðalaldur umsækjenda var 43 ár.
Umsækjendur gátu sótt um að komast í eina eða fleiri
nefndir. Alls 165 sóttu um að vera í dómnefnd barna-
og ungmennabóka; 207 sóttu um að vera í íslensku
skáldverkanefndinni og 131 sótti um að vera í dóm-
nefnd fræðibóka og rita almenns efnis. Verðlaunanefnd
félagsins fer nú yfir umsóknirnar og leggur fram til-
lögur sínar á stjórnarfundi félagsins í vikunni. Greint
verður opinberlega frá nöfnum dómnefndarmanna um
leið og tilnefningar verða kynntar, hinn 1. desember.
273 vilja velja vinningsbækurnar
þegar stjórn sjálfseignarstofnunar-
innar hugsaði um að loka því var
ég á öndverðum meiði og tók rekst-
urinn að mér sem samfélagsverk-
efni,“ segir Þuríður. Til stendur að
gera upp Norðurbrautarskúrinn,
sem var fyrsta vegasjoppan á
svæðinu, og tengja hann við safna-
húsið. Hugmyndin er að báturinn
Bangsi, sem Bangsi, Björn Sigurðs-
son, smíðaði 1958, verði þar til sýn-
is.
Sjálfboðaliðar komu safninu upp,
hafa alla tíð verið því innan handar
og einu tekjurnar, fyrir utan styrki,
eru vegna sölu muna. Í fyrra var
safnið opið daglega frá 1. maí til
20. október og þá voru erlendir
ferðamenn í miklum meirihluta, en
Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir
liggja í sumar. „Þeir hafa verið
mun fleiri en við gerðum ráð fyrir
og það er mjög gleðilegt.“
Óvíst er hvað opið verður lengi
fram á haustið vegna kórónuveir-
unnar en sem fyrr verður opið um
helgar í desember. „Þótt opið sé
frá klukkan eitt til fimm á daginn
hafa vegfarendur oft samband á
öðrum tíma og þá er ekkert mál
fyrir mig að skjótast og opna.“
Þuríður segir að gestir vilji
gjarnan kaupa ýmsa muni úr kram-
versluninni, til dæmis fatnað, skó,
smávörur og fleira, en eðlilega séu
þeir ekki til sölu. „Í fyrra vildi er-
lendur ferðamaður kaupa gamla
Álafossúlpu og ég sagði að hún
væri ekki til sölu. „Ég borga 100
þúsund krónur fyrir hana,“ sagði
hann þá en ég stóð fast á mínu. Þá
hækkaði hann boðið í 700 þúsund
en ég sagði aftur nei. Hann horfði
orðlaus á mig en málið er að sé selt
úr safninu verður ekkert safn eftir
á endanum.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þuríður Þorleifsdóttir hefur staðið
vaktina í verslunarminjasafninu
Gallerí Bardúsu á Hvammstanga
síðan í maí 2018 og er ánægð með
viðtökurnar. „Allir sem hingað hafa
komið segja að heimsóknin hafi
verið skemmtileg og þá er tak-
markinu náð,“ segir hún, en á há-
annatímanum á sumrin hefur hún
fengið aðstoð frá öðrum starfs-
manni.
Hvammstangahöfn var löggilt
sem verslunarhöfn 1895 og í tilefni
100 ára afmælis verslunar í pláss-
inu var komið upp verslunarminja-
sýningu við höfnina í endurbættu
pakkhúsi, sem var byggt 1909. Sýn-
ingin stendur enn.
Handverk og gamlir munir
Gengið er inn í gallerí, þar sem
handverk eftir listafólk í hand-
verkshópnum Bardúsu er til sölu.
Inn af því er safn, krambúð með
vörum sem voru til sölu í verslun
Sigurðar Davíðssonar í kjallara
þinghússins 1920 til 1970. Auk þess
eru munir frá öðrum verslunum á
Hvammstanga eins og til dæmis
KVH, VSP, Gunnars verslun og
Glaumbæ. „Afkomendur Sigurðar
héldu hlutum úr verslun hans til
haga og það er þeim að þakka að
við getum skyggnst inn í fortíðina
með áþreifanlegum hætti,“ segir
Þuríður.
Uppi á lofti er verslunarsagan
rakin í máli og myndum auk þess
sem þar eru innréttingar og ýmis
búnaður. Ennfremur líkön af göml-
um húsum eftir Egil Ólaf Guð-
mundsson, en inn af afgreiðslu-
borðinu niðri eru líka gamlir hlutir
sem hann safnaði og setti þar upp.
Samfélagsverkefni
„Vegna frumkvæðis kjarnorku-
kvennanna Eddu Hrannar Gunn-
arsdóttur og Kolbrúnar Karls-
dóttur varð safnið að veruleika en
reksturinn gekk illa og svo fór að
Bauð 700 þúsund fyrir
gamla Álafossúlpu
Verslunarsagan á Hvammstanga rakin í máli og
myndum í verslunarminjasafninu Gallerí Bardúsu
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Gull og gersemar Þuríður Þorleifsdóttir í krambúð safnsins.
SÆKTU APPIÐ
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store og Google Play
Sæktu appið frítt
á AppStore
eða Google Play
Hreyfils
appið
Pantaðu
leigubíl
á einfaldan
og þægilegan
hátt
Með Hreyfils appinu er fljótlegt
og einfalt að panta leigubíl.
Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð
þegar bíllinn er mættur á staðinn.
Þú getur fylgst með hvar bíllinn er
staddur hverju sinni.
Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis
getur þú valið viðskiptareikning
og opnað aðgang.
Hreyfils-appið er ókeypis.
MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Það voru skoruð fjögur mörk eða meira í öllum fimm
leikjum Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í gær er 13.
umferðin var leikin. Í Laugardalnum komst Breiðablik
aftur á beinu brautina eftir fyrsta deildartapið í tæp
tvö ár í síðustu umferð gegn Selfossi. Breiðablik vann
afar öruggan 4:0-sigur á nýliðum Þróttar. Valur vann
sömuleiðis 4:0 á ÍBV og er enn í toppsætinu. Stjarnan
vann afar óvæntan 3:2-sigur á Selfossi á útivelli og
Fylkir vann Þór/KA í sex marka leik, 4:2. Þá vann FH
fallslaginn við KR með sömu markatölu, 4:2. »27
Markaveisla af bestu gerð í 13.
umferð Pepsi Max-deildarinnar
ÍÞRÓTTIR MENNING