Morgunblaðið - 09.09.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 09.09.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 „Ég er mjög bjartsýnn á tækifærin fyrir okkar fyrirtæki, bæði fyrir ferðamannamarkaðinn hér og tengi- módel okkar. Það eru öll teikn að sjá í okkar umhverfi að það verði tæki- færi fyrir okkar félag sem hægt er að grípa með arð- bærum hætti. Forsendan er þó auðvitað að næsta vor verði heimur- inn búinn að ná einhverjum tök- um á Covid og ferðatakmörkunum verði aflétt,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hluthafafundur Icelandair fer fram á Nordica í dag og þar verður óskað eftir nýrri heimild til að ráðast í hlutafjárútboð. Fyrri heimild var útrunnin auk þess sem henni hefur verið breytt. Gangi allt eftir verður einstaklingum gert kleift að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir 100 þús- und krónur. Hefur lágmarksfjár- hæðin verið lækkuð talsvert en hún var áður 250 þúsund krónur. Bogi segir aðspurður að þessi breyting hafi verið gerð eftir ábendingu á starfsmannafundi nýverið. Með þessum hætti geti fleiri starfsmenn en ella mögulega séð sér fært að taka þátt í útboðinu. Öllum er þó frjálst að kaupa en ekki verður hægt að nýta sér inneignir hjá Icelandair til að eignast hlutabréf í félaginu. Stefnt er að því að útboðið hefjist á mánu- dagsmorgun og standi í tvo daga. Þær raddir hafa heyrst að þegar þröskuldur útboðsins sé orðinn svona lágur sé verið að ginna venju- legt fólk til að fjárfesta í áhættu- rekstri. Bogi segir það af og frá. „Áhætta er alltaf til staðar í hluta- bréfakaupum, sama hvort upphæðin er 100 þúsund eða 250 þúsund. Það er mikilvægt að fjárfestar geri sér grein fyrir því.“ Icelandair hefur aflýst mörgum flugferðum síðustu daga. Bogi segir að ferðatakmarkanir hafi gríðarlega mikil áhrif á eftirspurn og félagið verði að bregðast við stöðunni. „Við getum ekki leyft okkur að fljúga með hálftómar vélar í stórum stíl. Við höfum aflýst með eins mikl- um fyrirvara og við getum en þurf- um samt að taka snarar ákvarðanir hér og horfa tiltölulega stutt fram í tímann. Aðstæður breytast hratt.“ hdm@mbl.is Bogi kveðst bjart- sýnn á framhaldið  Hluthafafundur Icelandair í dag Bogi Nils Bogason Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls 76 manns, 62 fullorðnir og 14 börn, eru nú í umsjá Covid- göngudeildar Landspítala í Fossvogi þar sem fólki sem veikst hefur af Covid-19 er sinnt. Þegar mest lét í þessari svoköll- uðu annarri bylgju farsótt- arinnar voru skjólstæðingar deildarinnar nærri 130 en hef- ur fækkað jafnt og þétt síðustu vikur. „Þótt virkum smitum hafi fækkað eru verk- efnin sem deildin sinnir enn mörg,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðu- maður lyflækninga- og endurhæf- ingarþjónustu Landspítala sem göngudeildin er hluti af. „Aðgerðir stjórnvalda miða að því að halda smiti í lágmarki svo að sem flestir þættir samfélagsins geti gengið sinn vanagang. Skimun á landamærunum sem heilsugæslan hefur umsjón með er þýðingarmikil í því sambandi en Covid-göngudeildin hefur að und- anförnu annast sýnatökur hjá ákveðnum hópum, svo sem starfs- fólki sjúkrahússins og knatt- spyrnuliðum sem taka þátt í Evr- ópukeppni. Einnig munum við koma að einhverju marki að eftirfylgd með því fólki sem veikst hefur af Covid-19 en ekki náð fullri heilsu á ný. Afleiðingarnar eru stundum langvarandi.“ Sex ný innanlandssmit kórónu- veirunnar greindust á sameiginlegri deild sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og Íslenskrar erfða- greiningar sl. mánudag. Allt fólkið var í sóttkví þegar greining þess fór fram. Einn greindist með veiruna á landamærum og beið sá mótefna- mælingar í gær. Eru nú 80 manns í einangrun og 263 í sóttkví. Alls var 821 sýni tekið á landamærum í gær og 708 einkennasýni hjá ÍE og sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans. Hylkin lítið notuð Í apríl sl. voru fengin hingað til lands nokkur hylki sem notuð hafa verið til að flytja fólk smitað af Covid-19. Átti með búnaði þessum að vera hægt að draga úr smithættu við flutninginn til dæmis á sjúkra- hús. Eitt hylki fór til slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins en hefur lítið verið notað. Einkum þykir búnaður þessi henta við flutning á lengri leið- um en ekki jafn þarfur þegar um skamman veg er að fara með sjúk- linga, að sögn Jóns Viðars Matthías- sonar slökkviliðsstjóra. Mörg verkefni áfram á Covid-göngudeild  Alls 76 skjólstæðingar nú  Sinna skimun og eftirfylgd Innanlands Landamæraskimun: Virk smit Með mótefni Beðið eftir mótefnamælingu Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15.6. til 7.9. 263 einstaklingar eru í sóttkví 2.150 staðfest smit 80 eru með virkt smit Heimild: covid.is 13,4 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 228.578 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 134.856 sýni 20 15 10 5 0 Nýgengi smita innanlands: júní júlí ágúst sept. Óstaðsett 1 5 Austurland 0 1 Höfuðborgarsvæði 58 168 Suðurnes 7 27 Norðurland vestra 0 3 Norðurland eystra 0 2 Suðurland 10 48 Vestfirðir 4 6 Vesturland 0 3 Einangrun (virk smit) Sóttkví Einangrun og sóttkví eftir landshlutum 1 einstaklingur er á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu Runólfur Pálsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með mildara loftslagi síðustu ár hafa skógarþrestir unað við bláberjaát lengur fram eftir september heldur en áður. Þegar snjór fer að hylja blá- berin leita þeir uppi reyniber og önnur ber í þéttbýli og eru sólgnir í þau eftir fyrstu næturfrost. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun, segir að þar á bæ hafi menn velt þessari breyttu hegðun fyrir sér síðustu ár. Niðurstaðan sé að þetta hafi með mildara veðurfar að gera, en ekki að fækkað hafi í stofni skógarþrasta hérlendis. Glöggur lesandi sem hafði samband við blaðið sagði áberandi, að runnar með berjum, sem væru vanalega étnir upp í lok júlí, stæðu óhreyfðir. Guðmundur segir að til dæmis rifsber og sólber í görðum þroskist í ágústmánuði en þrestir hópi sig síð- ur í garða í þéttbýli á meðan önnur ber séu aðgengileg. Reyniberin fái sömuleiðis að fullþroskast og frjósa og verði þannig girnilegri fyrir þrestina. Þeir fiti sig gjarnan með reyni- berjum áður en þeir leggja í flug til vetrarstöðvanna, sem einkum eru á Bretlandseyjum. Talið er að yfir 90% af varpstofninum fari af landinu á haustin, en nokkur þúsund þrestir hafi vetursetu í þéttbýli hérlendis. Flestir fara þrestirnir í október. Breytingar hjá gæsunum Guðmundur nefnir að mildara loftslag hafi áhrif á fleiri tegundir. Þannig hafi heiðargæsir áður komið í tún á láglendi í september til að fita sig fyrir farflugið til vetrarstöðva í Skotlandi. Nú haldi þær sig meira og minna á hálendinu og fari beint það- an á vetrastöðvarnar. Gráæsir hópi sig líka síðar en þær gerðu áður. Morgunblaðið/Golli Garðveisla Þrestir fita sig gjarnan fyrir farflugið með því að éta reyniber. Berjaveisla bíður þrasta í borginni  Mildara veður  Unir við bláberjaát

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.