Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
Þjótandi Rafhjól af ýmsu tagi hafa komið fram á sjónarsviðið í samgöngumálum en hér er nýstárlegt hjól, eða bretti, á ferðinni. Einhver gæti efast um að eigandinn væri maður þessa heims.
Eggert
Hafi sagan kennt
okkur eitthvað þá eru
það þessi einföldu
sannindi: Frelsi þrífst
ekki án frjálsra og op-
inna skoðanaskipta.
En þrátt fyrir þennan
lærdóm virðast borg-
arar lýðræðisríkja ekki
alltaf skynja þegar
frelsinu er ógnað.
Kannski er það vegna
þess að ógnvaldurinn skiptir stöðugt
um andlit, breytir aðferðum og orða-
notkun. Kannski er sinnuleysið af-
leiðing velmegunar. Ef til vill kemur
óttinn við afleiðingar í veg fyrir að
tekið sé til máls.
David Green, forstöðumaður Civi-
tas-hugveitunnar í Bretlandi og
dálkahöfundur The Spectator, held-
ur því fram að ný tegund stjórnmála
sé að festa rætur; „réttlát ógnun“
[righteous intimidation] – þar sem
samfélögum er skipt í fórnarlömb og
kúgara. Í nýlegum pistli bendir hann
á að „réttlát ógnun“ sé fyrsti kostur
margra baráttumanna fyrir þjóð-
félagsbreytingum. Baráttumenn
fyrir róttækum aðgerðum í lofts-
lagsmálum reyna að koma í veg fyrir
útgáfu dagblaða sem eru þeim ekki
að skapi. Undir yfirskini réttlætis og
baráttu gegn ógeðfelldri kynþátta-
hyggju og rasisma eru minnismerki
rifin niður. Skoðanir sem ekki eru
þóknanlegar eru bældar niður og
Twitter er nýttur til að
bola einstaklingum úr
starfi.
Frelsið krefst mikils
Á síðustu árum hafa
sjálfsmyndastjórnmál
orðið stöðugt áhrifa-
meiri. Í stað almennrar
hugmyndafræði, s.s.
um réttindi ein-
staklinga, hlutverk rík-
isins og stjórnskipan,
byggjast stjórnmál
sjálfsmynda á þjóð-
félagsstöðu, kynþætti, kynhneigð,
trúarbrögðum o.s.frv. Það er úr
jarðvegi sjálfsmyndastjórnmála sem
„réttmæt ógnun“ er sprottin. Og í
mörgu er það kaldhæðnislegt að Do-
nald Trump Bandaríkjaforseti hafi
lagt mikið af mörkum til að gera
jarðveginn frjórri en nokkru sinni
fyrir hugmyndir og baráttuaðferðir
af því tagi.
Frelsi krefst mikils af borg-
urunum. Sjálfsmyndastjórnmál
mynda hins vegar farveg fyrir kröf-
ur á samborgarana. Ýta undir trúna
á að samfélagið skuli skipulagt af
hinum réttsýnu. Til að ná markmið-
inu er nauðsynlegt að pólitísk holl-
usta byggist á gremju, kvörtunum
og dylgjum í garð annarra. Þeir sem
ekki taka undir eru skilgreindir sem
fjandmenn og kúgarar sem verði að
þagga niður í. Að hver og einn leiti
að innri styrkleika til að lifa farsælu
lífi er fyrirlitlegt.
Sjálfsmyndastjórnmál ganga á
hólm við frjáls og opin samfélög sem
umbera ekki aðeins ólík sjónarmið
og skoðanir heldur hvetja til rök-
ræðna – mynda öflugt skjól fyrir
dýnamíska umræðu og skoðana-
skipti, ekki síst í háskólum og fjöl-
miðlum. Í áðurnefndri grein segir
David Green að réttlæti sé ein meg-
instoð frjáls samfélags þar sem leit-
ast er við að leiðrétta óréttlæti öllum
til hagsbóta. Hann telur að stjórn-
mál „réttlátrar ógnunar“ séu ósam-
rýmanleg frjálsu samfélagi þar sem
við reynum að læra hvert af öðru
með beinum skoðanaskiptum.
Efasemdir og spurningar
Sú hætta er raunveruleg að undir
ógn sjálfsmyndastjórnmála verði
hætt að spyrja spurninga, leita
nýrra lausna. Þegar allt kapp er lagt
á að þagga niður gagnrýni eru
spurningar ekki aðeins óþarfar held-
ur beinlínis hættulegar. Það er ekk-
ert rúm fyrir efasemdir og engin
nauðsyn á því að leita nýrra leiða við
úrlausn verkefna. Samkeppni hug-
mynda er ógn en ekki mikilvæg leið
til að virkja krafta mannshugans.
Við þurfum ekki að leita út fyrir
landsteinana til að finna dæmin.
Ábendingum og gagnrýni virts
íslensks prófessors við læknadeild
Harvard-háskóla var mætt með
hroka, yfirlæti og hreinum dóna-
skap. Spurningar og ólík sjónarmið
eru eitur í beinum hinna „réttlátu“
sem hafa höndlað sannleikann í eitt
skipti fyrir öll.
Alvarlegum efasemdum um
hvort stjórnvöld hafi heimild að lög-
um til að hefta athafnafrelsi og
samfélagslegt samneyti til lengri
tíma í nafni sóttvarna er mætt með
tómlæti af fræðaheimi lögfræðinga.
Engu er líkara en þeir sem ættu að
leiða gagnrýna umræðu um stjórn-
skipan landsins og lagalegar for-
sendur fyrir ákvörðunum stjórn-
valda á hverjum tíma forðist að
taka til máls.
Ég óttast að háskólasamfélagið,
sem á að vera griðastaður frjálsrar
umræðu og ólíkra skoðana, sé hægt
og bítandi að breytast í einskonar
kirkjudeild pólitísks rétttrúnaðar.
Ekki aðeins hér á landi heldur ekki
síður í öðrum lýðræðislöndum. Í
bandarískum háskólum eru fræði-
menn flæmdir úr starfi og komið er
í veg fyrir að gestafyrirlesarar með
skoðanir sem ekki eru þóknanlegar
geti tekið til máls. Verið er að
hneppa háskóla í spennitreyju rétt-
hugsunar. Frjó hugsun og frjáls
vísindastarfsemi eru fórnarlömbin.
Samfélagið allt ber skaðann.
Hlekkir ógnunar
Stjórnmál „réttlátrar ógnunar“
eru þegar grannt er skoðað annað
andlit stjórnlyndis – verkfæri til að
umbylta skipulagi lýðræðisríkja sem
tókst ekki undir gunnfána sósíalism-
ans. Þetta er hugmyndafræði átaka,
þar sem reka skal fleyg milli borg-
aranna, milli stétta, kynslóða, trúar-
bragða, kynþátta, kynja, atvinnu-
rekenda og launafólks. Stjórnlyndi
breytist ekki þótt það sé klætt í nýj-
an búning.
Réttarríkið, þar sem allir eru jafn-
ir fyrir lögum, er sett til hliðar í hug-
arheimi „réttlátrar ógnunar“. Því er
hafnað að frelsi einstaklingsins og
réttindi séu algild og óumbreyt-
anleg. Allt er háð aðstæðum og tíð-
aranda.
Að halda því fram að uppspretta
valdsins sé hjá borgurum er talin
hættuleg hugmynd sem grefur und-
an stjórnlyndi og markmiðum sjálfs-
myndastjórnmála. Þess vegna er öll-
um slíkum hugmyndum, innan
háskóla, í fjölmiðlum, stjórnmálum
og samfélagsumræðu, mætt af fullri
hörku. Andrúmsloft opinberrar um-
ræðu er eitrað og gagnrýnin um-
ræða kafnar hægt en örugglega þar
sem einstaklingar, fræðimenn sem
aðrir, forðast að taka til máls.
Sú hætta er raunveruleg að frjáls-
ir borgarar vakni einn daginn í
hlekkjum „réttlátrar ógnunar“.
Eftir Óla Björn
Kárason » Stjórnmál „rétt-
látrar ógnunar“
er annað andlit stjórn-
lyndis – verkfæri til
að umbylta skipulagi
lýðræðisríkja sem
tókst ekki undir
fána sósíalismans.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ógn hinna „réttlátu“