Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 17

Morgunblaðið - 09.09.2020, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020 ✝ Jón Víglunds-son fæddist 30. júní 1935. Hann lést 31. ágúst 2020. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1908, d. 19. desember 1999, og Víglundur Jó- steinn Guðmunds- son, f. 30. sept- ember 1905, d. 15. janúar 1987. Jón var þriðji í röð fimm systkina sem eru Bergþóra, f. 3. janúar 1931, d. 10. desem- ber 2006, Sigrún, f. 22. maí 1932, Bryndís, f. 22. febrúar 1934, Björgvin, f. 4. maí 1946. Æskuheimili Jóns var á Laugavegi 70. Að loknu grunnskólanámi í Barnaskóla Austurbæjar fór hann í Iðn- skólann í Reykjavík og lagði fyrir sig bakaraiðn undir góðri handleiðslu Guðmundar Ágústsonar bakarameistara. Hélst vinátta þeirra alla ævina. Jón stofnaði og rak Laugar- ásbakarí frá 1959 þar til hann færði starfsemina upp í Árbæ og stofnaði Árbæjarbakarí 1969 sem hann rak til ársins 1998 þegar hann fékk heila- áfall. Hann fékk mikla og góða hjálp heilbrigðisteyma og konu sinnar. Þegar Jón gat ekki lengur stundað vinnu sína tóku synir hans tveir við rekstr- Sigrúnu Birnu Blomsterberg, f. 2. sept. 1982, og Berglindi Svönu Blomsterberg, f. 30. jan. 1986. Berglind er gift Krist- leifi Guðjónssyni. Þriðja í röð- inni er Vilma, f. 10. janúar 1966. Hún var gift Inga Jó- hanni Valssyni en þau skildu. Þau eiga dótturina Kristrúnu, f. 12. mars 1985. Sambýlis- maður Kristrúnar er Pétur Pétursson og eru börn þeirra Birta María, f. 12. apríl 2004, Snædís Ósk, f. 11. apríl 2008, og Pétur Jóhann, f. 17. okt. 2011. Seinni maður Vilmu var Sólmundur Helgason, þau skildu. Börn þeirra eru Steinar Örn, f. 30. júlí 1998, og Hjalti Örn, f. 14. jan. 2001. Tvíbura- bróðir Hjalta var Jóhannes Örn sem dó í frumbernsku. Jón hafði mikið yndi af skákíþróttinni og stundaði hana allt frá unglingsárunum. Nokkur síðustu árin sótti hann skákæfingar í Félagi eldri borgara í Reykjavík. Einnig tefldi hann í hópi eldri manna í Hafnarfirði og skrapp oft í Borgir þar sem menn sátu að tafli. Siglingar á báti þeirra hjóna voru Jóni mikill gleðigjafi. Þegar hann eignaðist fyrst bát settist hann á skólabekk í Stýrimannaskólanum, lærði þar siglingafæði og annað sem til þarf svo að sjóferðir verði ævinlega farsælar. Um árabil var Jón gjaldkeri siglinga- klúbbsins Snarfara. Útför Jóns fór fram 8. sept- ember 2020 í kyrrþey. inum en þeir höfðu báðir lært bakaraiðn hjá föð- ur sínum. Jón tók virkan þátt í félagsmálum bakara og réðu þeir hann til að taka við rekstri og endurskipulagn- ingu Sultu- og efnagerðar bak- ara. Hann kynnti sér starfsemi verksmiðja af þessari gerð bæði í Danmörku og Þýskalandi, flutti þekking- una heim og bætti við vöru- flokkum sem ekki höfðu áður verið framleiddir hjá fyrir- tækinu. Eiginkona Jóns er Steinunn Vilborg Jónsdóttir og gengu þau í hjónaband 29. júní 1958. Þeim varð þriggja barna auð- ið. Elstur er Víglundur Grétar, f. 31. mars 1958. Hann er kvæntur Guðbjörgu Sigurð- ardóttur og eru börn þeirra Nancy Rut, f. 21. okt. 1983, og Jón, f. 20. des. 1987. Fyrir átti Víglundur soninn Guðmund Gísla, f. 27. maí 1978. Annar í röðinni er Valbjörn Jón, f. 25. des. 1960. Valbjörn er kvæntur Hafdísi Alfreðsdóttur. Börn þeirra eru Steinunn, f. 21. maí 1991, kvænt Hafdísi Erlu Helgadóttur og Valbjörn Jón, f. 10. maí 1994. Hafdís átti frá fyrra hjónabandi dæturnar Við andlát föður míns vakna ótal minningar. Hér ætla ég þó aðeins að minnast hans í fáein- um orðum. Hann var stór mað- ur í sniðum, ekki alltaf auðveld- ur né allra, gerði miklar kröfur til fólks en gætti þess ætíð að gera betur sjálfur. Gegnheill og umfram allt heiðarlegur og vandvirkur. Mátti ekki vamm sitt vita og hafði ætíð það að leiðarljósi að hafa rétt við í starfi sem leik. Náði jafnan góðum árangri í öllu sem hann gerði. Nefni: Söng, skák, sigl- ingar og auðvitað ævistarfið, bakaraiðnina. Einnig ber að nefna trúnaðarstörf sem hann tók að sér fyrir Snarfara, félag sportbátaeigenda, og Sultu- og efnagerð bakara. Þar naut sín nákvæmni hans og dugnaður. Pabbi bjó yfir djúpstæðri kímni en fór vel með. Íhalds- maður var hann af gamla skól- anum í bestu merkingu. Trúði staðfastlega á einstaklings- framtakið og frelsi til orðs og æðis. Að leiðarlokum er ég honum þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp á heimili þar sem aldrei féll styggðaryrði milli hjóna, fyrir að hafa lagt allt í sölurnar fyrir heimilið þar sem alger reglusemi ríkti, fyrir að reynast mér vel þegar mest á reið, fyrir að hafa verið fyr- irmynd sem vert var að líkjast. Hann batt einarða vináttu við heimili mitt, eiginkonu og börn. Var nánast daglegur gestur okkar í ríflega 20 ár. Það var erfið reynsla og sár að vera hjá honum síðustu and- artökin. Ómetanlegur var þátt- ur dóttur minnar Steinunnar sem þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur stóð eins og klettur við hlið ömmu sinnar þegar mest á reyndi. Sérstaklega ber að þakka öllu starfsfólki B-4-deild- ar Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka alúð og hugul- semi. Við Hafdís þökkum öllum þeim sem hafa sýnt okkur sam- hug. Hygg ég að nú eigi vel við hið fornkveðna: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Valbjörn Jónsson. Bróðir minn og vinur, Jón, er látinn. Gleði og heiðríkja er yfir minningum mínum af samskipt- um við bróður minn. Þar bar aldrei skugga á. Vinátta okkar hófst þegar við vorum börn og hún styrkt- ist, þroskaðist og dýpkaði með árunum. Við ólumst upp í stórum systkinahópi í húsi for- eldra okkar og föðurforeldra á Laugavegi 70. Leikir okkar voru heimagerðir, þannig léku börn sér þegar við vorum að alast upp í góðum friði og hrekkleysi. Þegar svo kom að því að leysa þurfti þung mál sem lífið sendi okkur kom best í ljós hvað skapgerð bróður míns var sterk og heilsteypt. Hann hvikaði ekki frá því sem hann vissi rétt vera og hafði þolgæði til að berjast til sigurs. Ég hreifst af því hvað mér fannst baráttuþrek hans fal- legt. Jón tefldi mikið allt frá unglingsárunum og kunnáttu- menn í skáklistinni hafa sagt mér að hann hafi teflt fallegar skákir. Það var enda í samræmi við skapgerð hans. Ekki skyldi ná sigri með aflsmun heldur fyrir góðan málflutning og drengilegan leik. Jón var bakari – byrjaði að baka heima á Laugavegi þegar hann var smástrákur. Hann náði feiknagóðum tökum á þeirri starfsgrein, átti og rak Árbæjarbakarí meðan heilsan entist. En hann átti áhugamál fyrir utan vinnuna. Efst á blaði var fjölskylda hans, konan og börnin. Hann átti þann draum að eignast bát og geta siglt um flóa og firði og þess vegna út um heimsins höf. Þar kom að hann keypti sér bát, glæsilegan bát sem þau hjónin sigldu sér til mikillar ánægju hér við land og víða um vatnasvæði Evrópu. Gott er að minnast fagurra sumarkvölda þegar við sigldum milli eyja hér á sundunum, lögðum við stjóra, fengum okk- ur hressingu og nutum kvöld- kyrrðarinnar þangað til kvöld- kulið kom. Af öllum okkar samveru- stundum þykir mér þó vænst um allt það sem bróðir minn gaf mér í tengslum við tónlist- ina. Jón hafði næmt tóneyra og fallega bassarödd. Hann nam söng hjá góðum kennurum og er mér kunnugt um að þeir hvöttu hann mjög til að leggja söng fyrir sig. Þrátt fyrir annir gaf hann sér árum saman tíma til að hitta söngkennara og halda þannig áfram að læra raddbeitingu og syngja sér til ánægju – svo að hans eigin orð séu notuð. Minningarnar eru margar og fallegar. Við systkinin vorum á ferð norður í landi og áðum hjá vinum okkar á Öndólfsstöðum. Það var komið kvöld og ég rölti upp í hlíð handan bæjarhús- anna að gá til berja. Þá heyri ég allt í einu að út í kvöld- kyrrðina berst hin undurfagra aría sem Wagner lætur Wol- fram syngja til kvöldstjörnunn- ar í óperu sinni Tannhauser. Ég fór inn í bæ og áfram var sungið þetta kvöld. Aríur Sa- rastros út Töfraflautunni og aría Fígarós hljómuðu í falleg- um flutningi Jóns og saman sungum við Sólsetursljóð og bálkinn um Gunnar og Njál – og margt fleira. Við bróðir minn áttum ótal margar stund- ir saman, heima og heiman syngjandi glöð í samskiptum við músíkgyðjuna. Þegar leið á ævina sendi lífið bróður mínum erfið veikindi. Oft dáðist ég að baráttuþreki hans, eðlislægri kurteisi og góðum viðhorfum og aldrei heyrði ég hann kvarta. Hann mundi hins vegar ævilega eftir að þakka fyrir sig þó að greið- inn væri ekki annar en stutt símasamtal. Steinunn, kona Jóns og lífs- förunautur, annaðist mann sinn af mikilli elskusemi og stað- festu. Mig langar að tjá henni aðdáun mína og innilegar þakk- ir. Það er mér huggun að vita að hann naut umhyggju hennar og kærleika allt til síðustu stundar. Mínum kæra bróður þakka ég ævilanga samfylgd og fel hann þeim guði er hefur sólina skapað. Bryndís. Nú er fallinn frá frændi minn, skákfélagi og vinur, Jón Víglundsson bakarameistari. Hin síðari ár hittumst við reglulega á skákæfingum í tafl- félögum er bera heitin Æsir í Reykjavík og Riddarinn í Hafn- arfirði. Á milli skáka gafst jafnan tækifæri til að rifja upp margt gamalt og gott og gerðum við oft góðlátlegt grín að mönnum og málefnum, þó mest að okkur sjálfum. ón nefndi oft með þakklæti vináttu hans og föður míns, Þorsteins Ingvarssonar sem rak Langholtsbakarí á Langholtsvegi. Þegar Jón opn- aði eigið bakarí í Laugarásnum og síðar í Árbænum leitaði hann oft ráða hjá föður mínum. Það var sérstaklega gaman að tefla við Jón. Hann kunni ýmislegt fyrir sér í fræðunum en aðalsmerki hans var prúð- mennskan. Hann átti það til að bjóða jafntefli með betri stöðu ef and- stæðingurinn var í tímahraki. og hafði það stundum á tilfinn- ingunni að Jón vildi helst ekki vinna skák á tíma. Hann var ekta séntilmaður í skák sem og allri framgöngu. Við Jón vissum það vel að við vorum þremenningar og fórum ekki dult með það að við vær- um frændur. Ef félagar okkar spurðu náið út í frændsemina áttum við það gjarnan til að segja að við værum í raun og veru náskyldir þar sem ömmur okkar hefðu verið fermingar- systur sem var nú ekki heil- agur sannleikur. Eftirminnilegir menn í skák- heiminum eru margir. Jón er einn af þeim. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi lét Jón ekki deigan síga og mætti á nær all- ar skákæfingar eins og herfor- ingi. Dugnaður hans var til hreinnar fyrirmyndar. Ég votta fjölskyldu Jóns innilega samúð vegna fráfalls góðs drengs. Blessuð sé minn- ing Jóns Víglundssonar. Þorsteinn Þorsteinsson. Þau döpru og sviplegu tíðindi bárust fyrir nokkru að Jón Víg- lundsson, bakarameistari, sigl- ingakappi og ástríðuskákmað- ur, m.m., væri látinn, 85 ára að aldri. Hann verður öllum þeim sem honum kynntust minnis- stæður. Jón hafði teflt sér til ánægju og yndisauka frá unga aldri. Hann var meðal öflugustu skákmanna Taflfélags Reykja- víkur á sjötta áratug síðustu aldar, meðfram námi í bakara- iðn hjá Guðmundi Ágústssyni, bakara og skákmeistara. Eftir það varð taflmennskan að víkja fyrir alvöru lífsins um skeið. Jón hóf fljótlega sinn eigin atvinnurekstur, stofnaði eigið bakarí sem hann rak með myndarbrag um árabil eða þar til hann varð fyrir alvarlegu áfalli um sjötugt sem skerti skammtímaminni hans. Eftir að farsælum starfsferli og ævintýralegum skútusigling- um um heimsins höf lauk, var það taflmennskan sem átti rík- an sess í huga hans. Hann var allra öldunga ötulastur við að tefla sér til afþreyingar og ynd- is síðustu 15 árin, stundum oft í viku. Fór iðulega létt með að taka menn „í bakaríið“ í vel tefldum skákum hvort heldur sem var hjá Skákdeild KR; í Riddaran- um; Ásum – FEB; eða Korp- úlfum, en hinir þrír síðasttöldu eru skákklúbbar eldri borgara. Heilabrot við taflmennsku reyndust honum holl og góð heilsubót. Það háði honum ekki við skákborðið þó minnið brygðist honum stundum varðandi úr- slitin. ón var allra manna hátt- vísastur við tafl þótt harðsnú- inn keppnismaður væri og hefði marga fjöruna sopið bæði til sjós og lands. Bauð gjarnan jafntefli í stað þess að fella andstæðinginn á tíma þegar staðan bauð upp á það. Genginn er gegn og svipmik- ill maður sem mikil sjónarsvipt- ir er að og drengur góður. Blessuð sé minning hans. F.h. eldri skákmanna, Einar S. Einarsson. Jón Víglundsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Systir okkar, mágkona og frænka, GUÐBJÖRG STEFANÍA ANDRÉSDÓTTIR, Borgarbraut 65, lést í Brákarhlíð miðvikudaginn 2. september. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 10. september klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu er athöfnin eingöngu fyrir boðsgesti en henni verður streymt á www.kvikborg.is. Ragnhildur Andrésdóttir Ölver Benjamínsson Bragi Andrésson Júlíanna María Nielsen Jóhann Óskar Sigurðsson Friðbjörg Óskarsdóttir og systkinabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SÓLRÚN GÚSTAFSDÓTTIR, lést á Landspítalanum mánudaginn 31. ágúst. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. september klukkan 15. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Hrafnhildur Proppé Guðmundur Sigurðsson Ágústa Björk Hestnes Eggert Arngrímur Arason Hólmfríður Erla Hestnes barnabörn og barnabarnabörn Hjartahlýi eiginmaður minn, sonur, faðir, barnabarn, bróðir og afi, ÆVAR ÖRN JÓNSSON flugumferðarstjóri, Suðurgötu 20, Sandgerði, verður jarðsunginn föstudaginn 11. september klukkan 13 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur og vinir vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á: Útför, Ævar Örn Jónsson frá Njarðvíkurkirkju https://www.youtube.com/channel/UCz TXHez-BzwGqIn4AW_i-g/featured. Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu. Sigrún Erla Hill Valdís Tómasdóttir Ívar Aron Hill Ævarsson Kristján H. Olsen Ævarsson Ellý María Hermannsdóttir Ísak John Hill Ævarsson Andrea Ósk Júlíusdóttir Þórunn H. Hill Ævarsdóttir Thomas Þór Þorsteinsson Aron Rúnar Hill Ævarsson Tómas Oddsson Ísak Leifsson Nanna Baldvinsdóttir Anton Karl Þorsteinsson Hanna Valdís Garðarsdóttir Björg Jónsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, BALDVIN KRISTJÁNSSON, Smáragrund 14, Sauðárkróki, lést miðvikudaginn 2. september á Landspítalanum, deild 11EG. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 11. september klukkan 14. Vegna samkomutakmarkana verður athöfnin einungis fyrir nánustu aðstandendur. Útförinni verður streymt á Youtube-rás Sauðárkrókskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Jóna Björg Heiðdals Kristján Ó. Baldvinsson Karen Emilía Jónsdóttir Róbert Páll Baldvinsson Margrét Baldvinsdóttir Jón Svanur Sveinsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.